Tíminn - 19.05.1955, Síða 8

Tíminn - 19.05.1955, Síða 8
*. •y*V Ví T TÍMINN, fimmtudaginn 19. maí 1955. ■ítók' 112.bla5. Bóndi er . . . (Framh. af 5. síðu.) í þessu efni sem öðrum, ef dugandi menn og konur fást til að helga þessum verkefn- um starfskrafta sína. Mikil- vægur þáttur í framförum landbúnaðarins eru búnaðar- skólarnir. Það er ekki síður nauðsynlegt fyrir bóndann að kunna vel skil á verkum sín- um, heldur en fyrir iðnaðar- manninn, eða hvern annan, sem stundar sérstæða atvinnu grein. Bændaskólarnir kenna okkur nemendunum að rækta bæði gróðurmoldina og einnig bústofninn sjálfan. Það eru höfuð grundvallaratriði fyrir góðri afkomu landbúnaðarins, að nóg ræktað land sé til, er gefi nægan og góðan heyforða fyrir búpeninginn, og einnig að búfénaðurinn sé hrein- ræktaður og gefi sem beztan arð. Það er einnig brýnt fyrir nemendum á skólunum, að tileinka sér þær nýungar, er fram koma á sviði búvísinda, enda er það mjög mikilsvert að notfæra sér ætíð þær að- ferðir, sem hagkvæmastar reynast í hverju starfi. Þó skólinn hér veiti sér- menntun í landbúnaði, þá eru námsgreinar margar og sum- ar almenns eðlis. Námsgreih- ar í yngri deild eru: ís- lenzka, stærðfræði, landa- fræði, danska, eðlisfræði, efnafræði, líffærafræði, grasa fræði, félagsfræði og búreikn ingar. — Allar hafa þessar námsgreinar verulega þýðingu fyrir bændaefni ekki síður en aðra, og er ekki sízt ástæða til að vekja athygli á þýðingu þess að hafa kunnáttu í færslu búreikninga. Búreikn- ingar eru engu síður nauð- synlegir fyrir bóndann, en t. d. bókhald fyrir hvern annan atvinnurekanda. Ég tel það hafa verulega þýðingu, að sem flestir bændur færi búreikn- inga og ættu félagssamtök bænda að ganga betur fram í því máli. Það getur verið þjóðhagslega þýðingarmikið atriði, ekki sízt þar sem út- reikningar landbúnaðarvísi- tölunnar er byggður á þeim, og eftir því sem reikningarnir eru fleiri, er meiri trygging fyrir réttum grundvelli vísi- tölunnar. Námsgreinar í eldri deild skólans eru meira beinlínis varðandi landbúnaðinn, svo sem jarðræktarfræði, bú- fjárfræði, arfgengisfræði, verkfærafræði, mjólkurfræði, landbúnaðarlöggjöf, hagfræði o. fl. Enrifremur eru kenndar í báðum deildum búsmíðar, leikfimi og fleiri íþróttir. Vax- andi áherzla hefir verið lögð á smíðar síðustu árin og jafn framt bókband. Það er nauð- synlegt hvex-jum bónda að geta hjálpað sér sem mest sjálfur, og þá einnig að geta fellt saman spýtur svo vel fari. Smíðar eru skemmtilegt og gott starf fyrir hvem sem er, og bókbandið er bæði þörf og ánægjuleg tómstundaiðja. Ég álít að allir þeir sem bú- skap vilja stuiida, ættu að sækja bændaskóla, svo fram- arlega sem þeir geta, og sízt mun vera dýrara að sækja þá en aðra skóla. Að mínum dómi erhvergi ákjósanlegra að eyða starfsorku sinxxi, heldur en þar, sem gróðurmoldin angar, en það er einmitt í íslenzku sveitinni. Þar er hægt að vera heill og óskiptur við áhuga- mál sín, og þar uppsker hver eins og hann hefir sáð til. Bergur Torfason % frá Felli, Dýrafirði. Búnaðarskólarnir (Framh. af 3. síðu.) anna skapar grundvöll fyrir kynbótastarfseminni. Á haust in strax þegar réttum lýkur, eru öll lömbin vigtuð og með- alþungi lambanna eftir hvern hrút reiknuð út. En hér er ekki látið staðar numið. Þeim lömbum, sem slátrað er á sláturhúsi er fylgt eftir, þanix ig að vitað er af hvaða lambi hver skrokkur er. Út frá því er hægt að finna meðalfall- þunga lamba eftir hvern hrút, flokkun þeirra og kjötpró- sentu. Á hverju hausti fást því upplýsingar um afurðahæfni þeirra hrúta, sem notaðir voru veturinn áður. Síðastliðið vor vann ég við sauðfjárhirðingu á Hólum um sauðburðinn. Ánum var beitt, en gefin taða og fóðurbætir með (kúafóðurblanda 80 gr. á dag). Eftir burðinn var þess vand lega gætt, meðan gróður var lítill, að sleppa ekki lambán- um strax. Tilraunirnar hafa leitt í ljós, að góð meðferð ánna á vorin, fyrir, um og eft- ir sauðburðinn, er áhrifarík- ust til þess að fá væna dilka. Fyrstu dagana, sem lömbin lifa er vaxtarkraftur þeirra mestur, þá nýta þau mjólk- ina bezt og vaxa örast. Um ærnar er því aldrei of vel hugsað á vorin. Þær borga þá fyrirhöfn í meiri afurðum. Meðalfallþungi sláturlamba skólabúsins s.l. haust var 15,8 kg., en af þeim var um helm- ingur tvílembingar. Búfjárræktin er og verður alla tíð höfuð þáttur íslenzka landbúnaðarins. Frá búfénu hafa bændxxr tekjur sínar. Þær verða þeim mun meiri, sem betur er með búféð farið, og ánægja þeirra, sem eiga það og hirða, vex að sama skapi. Ungu menn, bæði í sveit og í kaupstað. Ef þið ætlið að gera búskapinn að ævistarfi ykkar, þá ráðlegg ég ykkur eindregið að fara í búnaðar- skóla til að mennta ykkur. Það sem þið lærið þar kemur ykkur í góðar þarfir síðar meir á lífsleiðinni. Guðmann Tobíasson frá Geldingaholti, Skagafirði. Tækni í búskai# (Framh. af 5. síðu.) úr heyinu, ef ofhitnar í því, en þá þarf súgþurrkunarkerf- ið að vera til staðar í hlöð- unni. Guðbjartur Alexandersson frá Stakkhamri, Miklaholtshr. uiujiiiimmimmiiiinmiimnitiiiiiiHmuimiuiiniiini : : | Lr, klukkur, 1 trúlofunarhringar, j rog margskonar f skartgripir I úraviðgerðir j Sigmar S. Jónsson | j Laugavegi 84 - Reykjavik j c • iiiimmiimimmmmmiiimiiiiimiiimimiiiimiiimiii 4tíflýJiÍ í Tmantm LAND^ ^ROVER er traustur, endmgargóður og sparneytinn. Benzíneyðsla aðeins 11 ltr. á 100 km. Allur viðhaldskostnaður mjög lágur vegna hinnar sterku byggingar bílsins. Land- Rover ber, í þægilegum svampsætum, sex farþega, auk bílstjóra. Fer jafnt vegi sem vegleysur. — Honum er ekki markaður bás. Þeir bændur, sem enn hafa ekki fe ngið upplýsingar um Land-Rover, hafi sam band við oss sem fyrst. Farið að dæmi þeirra kröfuhörðu og velji<5 LAND-ROVER. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. HVERFISGÖTU 103. — SÍMI 1275. • SSS«5SSÍ»3S3SSSSS3S5SSS55SSS5«SS5S«SS«SS9BÍS8SSSSSSSS Byggingavörur úr asbestsementi Utanhúss-plötur, sléttar Báru-plötur á þök Þakhellur Innanhúss-plötur KINKAUMBOÐ Klapparstlg 26, sími 7373 Czechoslovak Ceramics, Prague, Czechoslovakia. Þrýstivatnspípnr og alls konar tengistykki.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.