Tíminn - 19.05.1955, Síða 9
112. blaS.
TÍMINN, fimmtudaginn 19. maí 1955.
"M ,SÍ!
Tónleikar Þjóðleikhússkórsins
Þjóðleikhúskórinn hélt tón-
leika í Fríkirkjunni á vegum
Ríkisútvarpsins sunnudaginn
19. maí síðastliðinn, undir
stjórn Dr. Victor Urbancic.
Dr. Urbancic minntist á það
að efnisskráin væri eftir aust-
urrísk tónskáld, en einmitt
þennan sama dag væri loks
búið að semja vopnahlé í
Austuri’íki, og bað hann menn
að hlýða á þjóðsöng hins
frjálsa Austurríkis með þeiriú
bæn í hugaýað andi ófriðar og
ofbeldis mætti hverfa á brott,
ekki einungis úr Austurríki,
heldur einnig úr öllum lönd-
um heims. Lék hann síðan
þjóðsönginn en áheyrendur
stóðu upp. Var það mjög há-
tíðleg stund.
Doktorinn lék síðan Prelú-
díu og Fúgu 1 D-dúr eftir
Franz Schmidt. á pípuorgelið.
Hinir voldugu hljómar org-
elsins verkuðu á áheyrendur
í gegnum tvö skilningarvit,
bæði heyrnina og tilfining-
una. Maður finnur hvei’nig
hljómarnir enduróma og
titra hið innra og valda frið-
sælum styrk og þrótti. Leikur
Dr. Urbancic var afbragðs-
góður eins og vænta mátti og
hreif hann áheyrendurna
meö sér.
Tónlistarfélagskórinn söng
þarxxæst Messu í G-dúr eftir
Franz Schubert ásamt þrem-
ur öðrum smærri söngverkum
eftir hann, sem skotið var inn
í messuna. Fjórtán strengja-
hljóðfæi’aleikarar úr Siixfóníu
hljónxsveitimxi léku undir-
leik nxeð sömu hljóðfæraskip-
aix, er höfundurinn notaði, þá
(er haixn stjórnaði flutniixgi
verksins í fyrsta siixxxi við
guðsþjónustu í heimaþorpi
sínu, aöeins nitján ára gam-
all.
Einsöngvarar með kórnunx
■■
voru þau Svanhildur Sigur-
geirsdóttir, Áslaug Sigur-
geirsdóttir, Hjálmar Kjart-
ansson, Eygló Victorsdóttir,
Guðmundur H. Jónssoxx,
Hjálmtýr Hjálmtýsson, Inga
Markúsdóttir, Sverrir Kjart-
aixsson, ívar Helgasoix og Jóix
Kjartaixssoix, og var söixgur
þeirra yfirleitt góður og stuixd
um með ágætunx.
Egill Jónsson iék eiixleik á
klarinett íxxeð nxikilli prýði
og fögruixx tón. Sigurveig
Hjaltested söng veiganxesta'
einsöngshlutverkið nxeð
strengjasveitimxi eixxixi. —
Söngur lxennar var mjög góð-
ur og virðist hún undanfarið
hafa tekið miklum framförum
í raddbeitingu og túlkun.
Verkið sjálft er göfugt og
háleitt og stjórnaði dr. Ur-
baixcic því aí hjartanlegu inn-
sæi og andagift, enda lætur
honum sýnilega nxjög vel að
stjórna slikri andlegri tónlist.
Kirkjan var þéttskipuð á-
heyrendum, sem hlýddu hug-
fangnir á allt það, sem franx
fór. E. P.
Músikskóli dr. Edelstein
Dr. Edelstein bauð vinum og
vandamönnum nemenda
sinna ásamt blaðanxönnum og
fleirum til eftirmiðdags tón-
leika í Sjálfstæðislxúsinu á
sunnudaginn var. Hann hefir
nú senx kunnugt er veitt þess
um skóla forstöðu í brjú und
anfarin ár með miklunx áhuga
og ágætum árangri. Notar
hann hinar nýjustu og beztu
kennsluaðferðir við kennsl-
una og læra börnin bæði að
syngja og leika á margvísleg
hljóðfæri, svo senx blokkflaut
ur, gígju, xylofona, pákur o. s.
frv. Auk hans kennir Robert
A. Ottósson eldri nemendum
píanóleik.
Námið við skólann tekur að
jafnaði þrjú ár og veitir nem
endum prýðilegan undirbún-
ing fyrir framhaldsnám í tón-
list, og veitir börnunum gott
tónlistaruppeldi, en pað þyrfti
að verða sjálfsagður liður í
uppeldi sem flestra barna.
HORPUSBLKI
Hefur hlotið viðurkenningu um land alit
Fallegir
litir
8
Falleg
áferð
Þægilegt
í notkun
Þornar
fljótt
HÚSEIGENDUR:
Hörpusilki hefur reynzt vel bæði úti og inni
við fagmenn —
1-fnrpn hf
I Börnin sungu saman í kcr,
I bæði einraddað og fleirraddað,
'og skiptist á keðju- og víxl-
söngur. Oftast léku eitt eða
fleiri börn á blokkflautur eða
gígjur með söngnum og setti
það skemmtilegan og nýstár-
legan blæ á sönginn.
Síðan hófst einleikur á
píanó og lék ein stúlkan með-
al annars lítið lag eftir sjálfa
sig, sem vakti mikla hrifn-
ingu áheyrenda. Þó nokkrir
nemendur fást við tónsmíðar
á þennan hátt.
Aðrir léku fjórhent á píanó
og léku þá önnur börn með
þeim á pákur, xylofon og fleiri
hljóðfæri. Átta börn léku sam
an í gígjusveit bæði á hágígjur
og lággígjur og virðist það
vera bæði mjög skemmtilegt
og þægilegt hljóðfæri fyrir
börnin. Að lokunx söng kórinn
aftur, ásamt gígju og blokk-
j flautu undirleik undir stjórn
dr. Edelstein. Söngur barn-
anna og hljóðfæraleikur var
yfirleitt mjög góður og var
þeim afar vel tekið af troð-
fullu húsi áheyrenda.
E. P.
Baðstofuhjal
(Framhald aí 6. síðu.l
Enn segir Jón, að mér „og öðr-
um hrossakóns.um (ekki skal ég
amast við nafngiftinni, en hitt
þætti mér gaman að vita, hvaðan
Jón hefir vitneskju um hrossaeign
mína) þar vestra finnist hrossa-
stofninn svo góður, að ekki þurii
um að bæta“.
Hvaðan koma Jóni heimiidir til
slíkrar staðhæfingar og annarra á-
þekkra? Ekki er þær að finna í
grein minni í Frey, hvort sem hún
er lesin áfram eða afturábak. En
hvaðan þá?
Jú — svarið er einfalt og auö-
sætt. Heimiidirnar eru heimagerö-
ar. Sá hvimleiði Ijóður er sem sé
á ráði Jóns, að þerar er hánn
kemst í þrot, hikar hann ekki við
að gera andherja sínum upp hugs
anir og skcðanir, og teflir síðan
frarn heilum her af staðhæfing-
um gegn þessum heimabökuðu lrugs
unum og skoðunum, unz hann
þykist hafa gengið af þeim dauö-
um.
Og þá er karl hróðugur.“
Gísli hefir Ickið máli sínu.
Starkaður.
Tímarnir breytast . .
(Framhald af 4. síðu).
hann ferðir sem aðrir búa til,
en í hinu tilfellinu býr hann
til ferðina upp á sitt eins-
dæmi, og kostar hana að öllu
leyti.
Það er aðeins ein tegund
flutnings, sem mér er sagt af
kunnugum, að hafi beðið veru
legan hnekki við það að ferð-
in yfir Kleifaheiði lagðist nið
ur. Það er meðalaglasaflutn-
ingur úr apótekinu hér, en
sá flutningur var, að ég held,
sjaldan í pósti.
Þá telur Guðmundur að mik
ill léttir á póstsjóði- verði
væntanlegar sérleyfisferðir,
eftir sýslunni endilangri. Ég
held þetta sé alger misskiln-
ingur. Enda þótt eitthvað
megi nota slíkar ferðir til
póstflutninga, þá verður ekki
hægt að ætlast til þess, aö
sérleyfisbíllinn nemi staðar á
hverjum bæ, til þess að losa
nokkur blöð eða bréf, en það
er erindi landpóstanna nú
orðið. Póstsjóður verður þess
vegna að halda uppi öllum
sömu ferðunum, sem nú eru,
ef þjónustan á ekki að versna,
þrátt fyrir sérleyfisbilinn.
Patreksfirði í marz 1955.
Á. G. Þorsteinsson, K
póstafgreiðslumaður. "2i