Tíminn - 19.05.1955, Qupperneq 10

Tíminn - 19.05.1955, Qupperneq 10
10. TÍMINN, fimmtudaginn 19. maí 1955. 112. blað, &m)t MÓDLEIKHÖSID Er á tneðfin er Gamanleikur í þrem þáttum. Sýning í kvöld kl. 20.00 Fœdd í gter Sýning föstudag kl. 20.00 Aðeins þrjár sýningar eftir. Kríturh rln gurin n Sýning laugardag kl. 20.00 Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðasala-n opin frá kl. 13.15—20.00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars selda/ öðrum. GAMLA BÍO Blml 147«. Eldsfoímin Aðalhlutverk: Audie Murphy, Arthur Humicutt. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. Pétur Pan Sýnd kl. 3 og 5. Sala heíst kl. 2. Sólur niegin götummr Frankie Laine. Sýnd kl. 7 og 9. l/ppreisnin í hvennubúrinu S;'nd kl. 5. Nýít smámyndusufn Sýnd kl. 3. TJARNARBÍÓ Sjómannuylettur Hiáturinn iengir lífið. Aðalhlutverk: Donald Sinden, Sarah Lawson. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐf - Ástríðulogi Konu útlaguns Sterk og dramatísk, ítölsk, stór mynd, byggð á sönnum viðburð- um, með Silvana Mangano, sem öllum er ógleymanleg úr ,Önnu“, Amedeo Nazzari, Danskur texti. Bannað börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. j AUSTURBÆJARBÍÓ I Ðraumadísin mín * (rn See You in My Dreams) í Bráðskemmtileg og fjörug, ný, amerísk söngvamynd er fjallar um ævi hins vinsæla og fræga dægurlagatónskálds GUS KAHN Aðalhlutyerk: . Doris Day, Danny Thomas, Patricia Wymore. Sýnd kl. 5 og 7. Allra síðasta sinn. Dœmdur saklaus Hin ákaflega spennandi og við- burðaríka ameríska kúrekamynd með Roy Rogers. Sýnd aðeins í dag kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. Víkinyaf&ringinn Spennandi víkingamynd. HAFNARBIÓ fttmi 94 Í4 Sjóræningja- prinsessan (Against all Flaggs) Errol Flynn, Maureen O.Hara, Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Ævintýraprinsinn Lykill að leyndur■ máli Sýning kl. 9. ■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ TRIPOLI-BIO í fjötrum (Spellbound) Afar spennandi og dularfull, amerísk stórmynd, tekin af Da- vid O. Selznick. Leikstjóri Al fred Hitchcok. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman, Gregory Peck. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sala hefst kl. 4. Síðasta cinn. Prakkarar Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. Hafnarfjarð- arbíó Gleymtð ekki eiginkonunni Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskir skýringartextar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Haminyjueyjan Ævintýramynd með John Iiall.' Sýnd kl. 3. Tony Curtis. Sýnd kl. 3. NYJA BÍO Niagara Alveg sérstaklega spennandi, ný amerísk litmynd, er gerist í hrikafögru umhverfi Niagara- fossanna. Aðalhlutverkið leikur ein frægasta og mest umtalaða kvikmyndastjarna Bandaríkj- anna: Marilyn Monroe, ásamt Joseph Cotten og Jean Peters. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Til sölu er FARMALL CUB dráttar- vél með sláttuvél. Vélin er í góðl ásigkomulagi. Seld á sanngjörnu verði. Upplýsingar gefur: ÓLAFUR ÓLAFSSON Rauðalæk Borg. . . (Framhald af 6. síðuP með þeirra alþekktu hag- sýni, reglusemi, skyldurækni og lipurð. En þessir kostir fá án efa ekki svo Utla næringu frá hmni trúrænu siðgæðis- alvöru þeirra. í>á gefur það og festu í öllu starfi, að stofnanirnar eru meira en að nafni til reknar af aðventistum. Þe*r kosta á- vallt kapps um að hafa sem fæst af öðru fólki starfandi við sínar stofnanir. Er því oft svo að heita má, að allt starfslið hverrar stofnunar séu hreinir aðventistar, allt frá yngsta þjóninum til yfir- læknisins. Það lætur aö líkum að að- ventistar eigi marga góða lækna í sínum hópi, enda er sú raunin. Til þess að geta staðið framarlega á því svið1 hafa þeir meðal annars kom ið sér upp ágætum lækna- skóla i Suður-Kaliforníu (College of Medical Evange- lists). Starfar hann í tveim aðaldeildum, og er önnur í borginni Lona-Lmda, en hin í Los Angeles. Þá hafa þeir fjölmennan hjúkrunar- kvennaskóla í sambandi við háskólann og ágætan spitala (V/hite Memorial Hospital). Nokkru fyrir síðasta stríð átti félagsskapur aðventista meir en hálft annað hundraö heilsuhæla, spítala og spí- taladeildna (Minikker), sem nokkuð á annaö þúsund lækn ar og mikið á sjöunda þús- und hjúkrunarfóik og annað starfslið vann við. Þá hafa þeir reist elliheimili og barna heimili. Auk alls þessa eru mörg heilsuhæli — smá og stór — í höndum emstakl- inga, og á margvíslegan hátt annan reka þeir merkilega hjálpar- og heilsuverndar- starfsemi, svo sem með því að senda út hjúkrunarkonur tU starfa meðal almennings og gefa út ódýr fræðslurit og blöð um hjúkrun, heUsu- vernd og bindindismál. Af slíku mun á Norðurlöndum einna kunnast Sunnheds- bladet, gefið út í Danmörku. Til þess að vinna að fram- gangi þessara mála hafa þeir með sér sterkan félagsskap, er nefnist Mannúðar- og heilsuhjálparsamband Sjö- i undadags-aðventista (The Seventh-day Adventist Medi- cal Missonary and Benevol- ent Association). Eins og áður er sagt, eru söfnuðir Aðventista í flestum löndum og hæli þeirra og spí- talar í öllum heimsálfum. Sem dæmi má nefna hið veg lega heilsuhæli ásamt spí- tala, sem þeir hafa rekið í Addis Abeba, höfuöborg Etí- opíu. Hahe Selassie keisara þótti svo mikils um vert starf þeirra í landi sínu, að hann afhenti þeim til eignar og um ráða fullbúinn fyrirmyndar- spítala, sem hann sjálfur hafði látið reisa við heitar Undir á hæð við höfuðborg- ina. Auk þess lofaði keisar- inn og ýmsir höfðingjar í landmu, að byggja við spítal ann eftir þörfum og veita fá tækum fjárstyrki, svo að þeir einnig gætu notið góðs af þessari stofnun. Ráku svo aöventistar stofnunina með prýði og myndarskap — og reka enn, — þótt stríðið við ítali gerði þeim sem öðrum Etíopíubúum mjög örðugt fyrir og þrengdi að þeim á markan hátt. Það héftsuhæli þeirra, sem okkur er næst og einna kunnast, er aftur heilsu hælið á Sodsborg í Dan- mörku, og hefi ég í hyggju að segja nánar frá því síðar. 44. Ib Henrik Cavling: KARLOTTA — Nú jæja, hlustaðu þá á. Þú vilt gjarnan ná í hann og þú hefir möguleika til að ná í hann, en ef hann fær tækifæri til að skírskota til þín, munt þú með umburðarlyndi elskand- ans eyðileggja allt fyrir sjálfri þér. Það er það, sem ég vil koma í veg fyrir. Birta hugsaði sig um. Vitundin um að Jiún "fengi ekki að sjá Kurt fyrr en að kvöldi næsta dags var henni næstum óbærileg, en á hinn bóginn kynni að vera nokkuð hæft í því, sem Karlotta sagði. Hvað skyldi það vera, sem hún ætl- aðist fyrir? Birta þóttist viss um, að það myndi síður en svo þægilegt fyrir Kurt, en ef það kynni að leiða til þess að_ Nei, það var of gott til þess að geta veriö satt. — Ég treysti á þig, Karlotta, sagði hún svo. Karlotta kinkaði kolli. — Minnstu þess, Birta, að ég hef ekki lofað neinu. Við sjáum hvernig þetta fer. Kurt greifi kastaði lindarpennanum gremjulega frá sér á borðið. Hann átti erfitt með aö hugsa skipulega þessa stund- ina, þar sem hann sat við skrifborðið í vinnuherbergi sínu við Stokkhólmsgötu. Hann horfði stöðugt og ergilega á sím- ann og hugsaði með sér: Hvers vegna hringir hún ekki? Tvisvar hafði hann veriö kominn á fremsta hlunn með að hringja sjálfur, en hugsunin um að ef til vill kynni Karlotta að svara í símann, hélt aftur af honum. Kurt leið ekki vel. Hann var ástfanginn af lyfsaladóttur- inni frá Börstrup, um þaö var hann sjálfur ekki í neinum vafa. Honum fannst hann vera sem milli tveggja elda, Birta annarsvegar og faðir hans hinum megin. Faðir minn mun ekki hugsa sig um það tvisvar að gera mig arflausan, hugsaöi hann. Kurt bar i brjósti rótgróinn ótta gagnvart föður sínum ög þaö ekki að ástæöulausu, enda fengið mjög strangt uppeldi. Jafnvel þegar hann var orð- irm hálffullorðinn maður, hafði hið minnsta brot á heimilis- siðum í höllinni kostað hann barsmíði. Seinna komu svo aðrar hegningaraðferðir í stað barsmíðanna. Kurt var hand- viss um, að ef hann stingi upp á því við gamla greifánn föður sinn að giftast danskri stúlku af borgaraættum, myndi hann þegar í stað kallaöur heim til Þýzkalands. Nei, það þýddi ekki um það að hugsa. Til allrar hamingju var Birta skynsöm stúlka, en hvað myndi Karlotta segja? Um þaö var hann að hugsa, þegar dyrabjallan hringdi. Andartaki siðar opnaöi þjónn Kurts dyrnar á vinnuher- berginu. — Greifafrú de Fontenais, tilkynnti hann. — Góðan dag, Kurt. Hann reyndi að átta sig. — Góöan dag, Karlotta, þetta er sannarlega óvænt ánægja. — Þú mundir vissulega hafa orðið enn meira undrandi, ef þú hefðir ekkert heyrt frá mér, sagði Karlotta þurrlega. Hún lagði léttu sumaryfirhöfnina, sem hún bar á handleggn- um, á stólbak. Karlotta settist í hægindastöl, sem Kurt bauð henni, en afþakkaði vínglas. Síðan tók Kurt sér hikandi sæti and- spænis henni. Hann fann, að þetta myndi verða síður en svo þægilegt samtal. — Þú hefir þá svikiö loforð þitt, Kurt. Rödd Karlottu var köld og tilfinningarlaus. Kurt kipptist við. - Hvað áttu við? - Það veiztu mæta vel sjálfur og það er ekki til að undir- strika þá staðreynd, aö ég er hingað komin. Það var eitt- hvað ógnandi í rödd hennar, sem ekki fór fram hjá Kurt. - Hvert er þá erindi þitt, spuröi hann varfærnislega. - Spyrja þig, hvað þú hefir hugsað þér að gera frekar í málinu. Kurt kveikti sér í sígarettu. — Hví spyrðu ekki Birtu? — Af þvi að það er mannsins aö tiltaka daginn. — Hvaða dag? — Brúðkaupsdaginn. Kurt missti niður sígarettuna. Hann starði mállaus af undrun á Karlottu eins og hann ætti erfitt með að trúa því, sem hann heyrði. Karlotta gaf honum nánar gætur. Hún glápir á mig með þessum grænu augum sínum eins og köttur á mús, hugsaði Kurt með sér. Hvernig í fjandanum getur henni dottið í hug að blanda sér inn í mál eins og þetta. Það er svei mér nokkuð nærgöngult. Hún er svo sem ekki móðir Birtu. Hvað í ósköpunum getur falleg stúlka séð við þennan peyja, var það, sem Karlotta var að velta fyrir sér meðan á þessu stóð. — Veiztu, hvað þú ert að tala um, Karlotta? Augu Karlottu herptust saman í tvær rifur, svo að aðeins glórði í græn augun. — Það myndi ég halda, svaraði hún reiðilega, en þú erfi hins vegar ómerkileg-heita grey, Kurt. Þú ætlar ekki að giftast Birtu. — Giftast Birtu? Það er í sannleika sagt ekkert, sem ég mundi kjósa fremur. ,... — Nú, hvers vegna gerir þú það þá ekki? — Af því að það er ekki hægt og það skilur Birta mæta vel. — Jæja,.gerir hún það, en það geri ég ekki né helduf maðurinn minn. — Maðurinn þinn? — Karlotta þóttist heyra, að rödd Kurts varð óstýrk. \ — Nú, hvaö ímyndaröu þér. Birta er gestur hans. Hanii

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.