Tíminn - 17.06.1955, Síða 9
134. blað.
TÍMINN, laugardaginn 18. júní 1955,
árlega gerðir við fleiri ríki á
vöruskiptagrundvelli. Aðstaða |
okkar við samningana var
ekki góð sökum fábreytni út-
flutningsvaranna. Við þetta
bsettust miklir erfiðleikar inn
anlands, svo sem lágt verð
landbúnaðarafurða og fjár-
pestir. Mikið atvinnuleysi og
mlnnkandi kaupgeta almenn-
ings, svo að horfði til vand-
ræða um þjóðarbúskapinn.
Með félagslegum átökum var
miklu bjargað. Má í því sam-
bandi minna á lögin um
kreppulán og afurðasölulögin.
Þjóöina þyrsti í framfarir og
framkvæmdir. AS rækta land-
ið, að byggja upp heimilin og
atvinnuvegina.
Þrátt fyrir allar hömlur og
erfiðleika var haldið á bratt-
ann, bæði af félagasamtökum
og einstaklingum. Ræktun óx
hröðum skrefum og sveitabæ-
ir voru byggðir upp. Bygginga
samvinnufélög reystu fjölda
hú'-a í bæjunum. Iiraðfrysti-
húsum, mjólkursamsölum og
ails konar iðjuverum fjölgaði.
Athafnaþráin leitaði alls stað-
ar útrásau, eins og vatnsþungi
gegnum sprungur í stíflugörð-
um.
Stríðið 1939—1945 brevtti
mörgu. Það skolaði að landi
mörgu til hagsbóta, en öðru
tii óþurftar. Draumur sem
þjóðina hafði dreymt í sjö
aldir varð að veruleika. Lýð-
veldið var endurreist. Atvinnu
leysið hvarf, efnahagur al-
mennings batnaöi stórum. En
verzlimin var slæm, og á því
sviði ekki tekið nægilegt tillit
tii reynslu fyrri stríðsára.
Braskið fékk að leika lausum
hala um of. og allir muna
syaTtamarkaðinn.
Á stríðsárunum söfnuðust
míklar inneignir bæði erlendis
og innanlands. Eftir stríðið
varð mikið kapphlaup um upp
byggingu atvinnuveganna
bæði til lands og sjávar, og í
iðnaði. Fir kiskipaflotinn var
endurnýjaður og aukinn. Eim
skipafélagið endu'rnýj aði og
jók flota sinn stórlega. Sam-
vfnnufélögin létu byggja hvert
skipið af öðru og eiga nú 6
skip til vöruflutninga. Alls er
skipastóll landsmanna nú —
skip yfir 12 lestir — næstum
100 búsund brúttó lestir.
Fjöldi verksmiöja og raf-
orkuvera var byggður. Má bar
sérstakleaa nefna: áburðar-
verksmiðju, verksmiðjur sam-
vinnufélaga í ullar- og skinna
iðnaði og virkjjanir við Sog og
Laxá. Þá hafa flutzt inn þús-
:.:ndir véla til ræktunar og hey
'ílnnslu, vegagerða og allra
tnögulegra hluta. Einnig voru
! byggðar nokkrar stórar síldar-
I verksmiðjur, sem bíða eftir
síldinni ,eins og fátæklingur
eftir vinningi á happdrættis-
miðann sinn.
Til allra þessara fram-
kvæmda hurfu inneignirnar
eins og dögg fyrir sólu. Var
heldur ekki trútt um, þegar
erlendu inneignirnar voru
reiddar heim, að nokkuð
slæddist úr böggunum, og
mun þeirra dreifa lítt hafa
notið til nauðsynlegra hluta.
Þegar lögin um verzlunar-
og siglingafrelsi gengu í gildi
fyrir 100 árum, var ibúatala
iandsins 64.603, en er nú um
153.000. Verzlunarstaðir voru
taldir 29, en voru raunveru-
lega 25. Nú eru verzlanir við
hverja höfn og nokkrar í sveit
um. Kaupmenn voru 58, þar
af 26 taldir innlfendir, en 32
útlendir. Nú eru í landinu um
240 heildsölur og ýfir 1400 smá
söluverzlanir. Allar innlend-
ar.
Það ár voru 125 skipakomur
til landsins með lestarrúm.
Sftmtals 5409 Yg lest. íslending
ar áttu engin skip utan fáein-
ar tmáar fiskiduggur.
Þá urðu menn sem fluttu
miili fjarlægra landshluta að
í'lytja búslóð sína um Kaup-
mannahöfn og tók það um ár.
Engir vegir voru í landinu
og allar ár óbrúaðar. Engar
peningastofnanir, engar vélar
til iðnaðar.
Fi'amleiðiSluvörur vo.ru ó-
hrjálcgar og illa útgengilegar
á erlendum markaði, því vöru
vöndun vara lítil.
Engin fyrirhyggja um að
hafa matvöruforða liggjandií
landinu til taks í hallærum,
en þar sem árferði var mjög
slæmt allan seinni hluta 19.
aldar og isaár tíð, varð harð-
rétti mönnum og skepnum að
fjörtjóni, oft ár eftir ár í sum-
um landshlutum, og það fram
um aldamót. Það var því síður
en svo ámælisvert, þótt þær
þúsundir karla og kvenna sem
var „lokuð leið fyrir“ flyttu
til Ameríku .á þessum árum, í
leit að lífshamingju.
Arðurinn af striti lands-
manna íór enn, eins cg undan
gengnar aldir, til þess aö
byggja upp stórborgir og at-
vinnulíf við Eyrarsund.
Þannig mætti lengi telja. Nú
fljóta íslenzk „skrautbúin
skip fyrir landi“ og sigla vítt
um höf. Bilar þjóta um land-
ið þvert og endilangt eftir upp
hleyptum vegum og yfir brýr á
hverri sprænu. íslenzkar flug-
véiar kljúfa lofthafið yfir
landinu og milli heimsálfa.
Eftir okkar. mælikvarða eru
rtór átök gerð til ræktunar
lands og lýðs. Þess vegna hef-
ur hvortveggja fengið nýtt og
glæsilegra svipmót. Þannig
mætti einnig lengi telja.
Arðurinn af striti lands-
manna fer nú til uppbygging-
ar í landinu sjálfu. Þjóðin sem
sífellt var að dragast aftur úr
öðrum þjóðum á framfara-
brautinni ,hefur undanfarna
áratugi verið á harðaspretti
og er að komast á hhð við
aðra keppendur.
Hundrað ára afmælis laga
um frjálsa verzlun og sigling-
ar íslendinga er nú minnst.
Sá árangur sem náðst hefur
á þessu tímabili er fyrst og
fremst að þakka mörgum
þjóðræknum mönnum, sem
börðust óeigingjarnri baráttu
fyrir velferöarmálum þjóðar-
mnar. Ber þá fyrst að nefna
Fjölnismenn og Félagsrita-
menn, er á sameiginlegum
fundum út í Kaupmannahöfn,
á árunum 1843—1846 ræddu
bjóðmál og sömdu áskoranir
til stjórnarinnar um verzlun-
arfrelsi. Þó sérsaklega Jón Sig
urðsson, er var einn í þeirra
hópi og bar þetta mál sem
önnur, fram með óþreytandi
elju til sigurs. Áður hefir ver
ið getið nokkurra samherja
■Jóns er gengust fyrir stofnun
verzlunarfélaganna og sauða
sölunni til Englands, en það
hvor tveggja réði merkum á-
föngum á þróunarbrautinni.
Einar í Nesi, sem var spámað-
”r á við suma stærri spámenn
Gamlatestamentisins, og
spáði fyrir um framtíöarskipu
’ng verzlunar í landinu. Jakob
Hálfdánarson, sem stofnaði
Kaupfélag Þingeyinga og þá
ágætu menn, sem meö honum
unnu. Hallgrím Kristinsson,
sem innleiddi Rochdale stefn
una hjá kaupfélögunum og
mótaði Samband ísl. sam-
vinnufélaga fyrstu, starfsár
bess, og ásamt fjölda sam-
ferðamanna og baráttumanna
samvinnufélaganna, fór um
landið eldi hugsjóna. Frá
hverri sjónarhæð landsins má
líta verk þessara manna.
Margir ágætir kaupmenn,
athafnamenn og sjórnmála-
menn hafa og „unnið að með
orku“.
Það, sem unnið hefur verið
á liðnum 100 árum er verk 4
kynslóða. Afar þeirra ,sem nú
eru eldri menn voru ungir
menn 1855. Þegar litið er til
þess hvað 100 ár eru skamm-
ur tími í sögu þjóðar, er þaö
undravert hve miklu þessar
fáu kynslóðir hafa komið í
verk, og hvernig þjóðjnni,
þrátt fyrir allt, hefur heppn-
Kr. H. Bre'iðdal:
Sögukaflar nokkurra
bænda og býla
í Míklaholtshrepp*:
I.
BORG í Miklaholtsreppi
stendur undir hjöllóttri gras-
brekknahlíð, þar yfir, i há-
fjalli, rísa „Ljósufjöll“, röð
þriggja toppmyndaðra sand-
fjalla, á meðal hæstu íjalla
Snæfellsnessfjallgarðs. Að
undan teknum „Amtmann-
inum“ þó — sjálfum konungi
fjallgairðsins, Snæfellsnes-
jökli. Hann hefir engum leyft
að vaxa sér yfir höfuð í sínu
næsta nágrenni. Rétt ofan og
norðaustan við bæinn,
skammt frá túni, rís fráskil-
ið smáfjall „BORGIN“, sem
bærinn er við kenndur Er
það fögur stuðlabergsborg, að
eins ílöng, grasivaxnar hlíð-
ar að neðan girt hið efra ca.
20 m. háu stuðlabergi, þó
finnst einstigi upp að ganga.
Túnið á Borg var ekki talið
fagurt, var að vísu hólótt, sem
oft skapar fegurð, en mýrar-
sund á milli og sést nálega
hvergi um það allt frá einum
stað. Á Borg bjó fyrr Stefán
hreppstjóri og sýslunefndar-
maður m. m. Átti hann börn
nokkur, þar á meðal dóttur
eina glæsilega, sem Anna
heitir. í þann tíð óx upp pilt-
ur einn í Helgafellssveit er
Ásgrímur heitir Þorgrímsson.
Var hann mikill vexti, kapp-
fullur, áræðinn og í alla staði
hinn vörpulegasti. Einhverju-
sinni vatt hann sér suður yfir
fjallgarðinn og stefndi för að
Borg. Hvort sem þar hefir
verið setið lengur eða skem-
ur aö málum, þá fastnaði
hann sér hina glæsilegu
heimasætu, hreppstjóradótt-
urina og má vel vera að ein-
hverjum heimamanna hafi
þótt úr höndum sér dregið.
En hér var nú kominn sá er
aldrei hefir látið neitt úr
greipum sér ganga, hafi hann
að lögum mátt halda. Ásgrím-
ur á Borg er nú nær sextugu.
Hefir hann búið allumsvifa-
miklu búi, þó mun hann sem
fleiri á þeim tímum, reist hafa
bú við fremur litil efni. En
maðurinn sást lítt fyrir um
vinnu og hlífði sér hvergi.
Stundaði á vetrum Rjúpna-
veiðar, sem fleiri, og mun ekki
hafa borið léttasta byrði að
kvöldi. Einnig fékkst hann
og við eyðing Refa, lá á grenj-
um á vorin. Munu fáir Skollar
hafa komizt lífs af ,ef hann
fékk þá séða. Og jafnvel nú
á s. 1. vori, eftir legu nokkra,
eirði hann ekki er til skolla
fréttist í fjallinu, leitaði
hann grenis, lá og vann. Þó
þessar skyndimyndir geti ekki
til stórra afreka talist, þá
segja þær sína sögu um ár-
vekni, dugnað og ósérhlífni.
í dag er glæsilegt að líta heim
að Borg. Þar eru miklar bygg-
ingar, bó ekki séu þær að ný-
ustu tízku allar, nema hvað
nú er risin þar í túni rafstöð
til hita, ljóss og suðu — vik ég
nánar að því síðar. í gamla
daga mun töðufengur hafa
verið um 4 kýrfóður af Borg-
artúni. Nú ætla ég að nærri
láti 25 kýrfóðrum. Þar eru og
hlöður yfir þann heyfeng og
fjárhús yfir á fimmtahundr-
að fjár. Á nútíma mælikvarða
er þar ekki um kúabú að ræða,
þó er þar allmargt kúa og
nokkur mjólkursala, svo er
það víðast hvar hér i sveit. Að
allega leggja bændur stund á
fjárbúin, og ræktun fjár-
stofnsins og er Ásgrímur þar
hlu,tgengur mjög. Anna og
Ásgrímur á Borg eiga 7 upp-
komin, mannvænleg börn, 3
dætur og 4 syni, sem öll eru
flogin úr hreiðri nema yngsti
sonur og dóttir. Fyrir nokkr-
um árum brá skugga yfir hið
glaðværa heimili, er frú Anna
kenndi þess sjúkdóms, er
gerði henni meö öllu ófært að
gegna húsmóðurstörfum á
venjulegan hátt. Inga, yngsta
dóttir þeirra. tók þá að sér
búsforræði innanhúss. Samt
vekur það furðu allra hve.létt
Anna tekur mótlætinu. Hún
er jafn lífsglöð, brosir og jafn
vel hlær svo léttan hlátur,
sem ungmey væri á æskuvori.
Það taka, því miður, ekki all-
ir lífinu svo létt þó allt í lyndi
leiki. Hér lifir vissulega skært
ancV'est trúajrljós og bjart-
sýni. Búksorg ekki við brjóst
aiin. — Og sagan endurtekur
sig.
Vestur við ísafjarðardjúp
óx \ipp efnilegur piltur, Páll
Pálsson, Þúfum, Pálssouar
prests í Vatnsfirði. í fyliing
tímans hleypti hann heim-
draga. Bar hann einhverju
sinni að garði á Borg. Inga
Ácgrímsdóttir, gjafvaxta, gekk
fyrir beina. Amor litli með
sinn óverulega örva boga, er
sennilega búinn að taka
,,KOPTA“ nútímans í sína
þjónustu, enda var hann jafn
skjótur Páli í hlað. Rétt evona
af glettum og meinlausri rælni
brá hann ör á streng og hæfði
að vanda. Páll og Inga búa nú
á Borg áramt Ásgrími og er
Inga húsfreyja beggja heimil-
anna. Ber sá þáttur hennar,
um ást cg tryggð við foreldra
og æskuheimili, vott um að
hér sé gott fólk á ferð, en þar
sem góðir menn fara eru Guðs
íFramhald á 11. slBui
ast á þessu tímabili, að sam-
einast til stórra átaka, til end
urheimtingar á frelsi, og um
ræktun lands, og lýðs.
í þessum hugleiðingum hef-
ur aðeins, og að sumu leyti af
tilviljun, verið getið fárra
þeirra manna er sérstaklega
koma við sögu þessa tímabils.
Til þess þyrfti mikið lengra
mál. Fjöldi þeirra er horfinn,
af sjónarsviðinu. Þeir hafa
sjálfir reist sér minnisvarða,
sem þjóðinni er skylt að halda
ofar moldu.
Ennþá er fjöldi þeirra mitt
á meðal vor og tekur þátt í
dagsins önn.
Sagan finnur sína menn.
Fjallkonan, sem lá í ösku-
stónni næstum sjö aldir er
risin á legg, ber höfuðið hátt
og horfir vondjörf fram. Ef
til vill má sjá óhreinindabletti
á möttlinum hennar. Hug
sjónamenn framtíðarinnar
hreinsa þá burtu.
Þessar hugleiSingar voru fluttar
sem útvarpserindi sunnudaginn 3.
april s. I. í cinu erindi gat ég ekkl
g-ert efninu eins góð skil cg hefðí
viljað. Mun ég því við hentug tæki-
færi birta viðbótarkafla um sama
cfni.
H. Sigtryggsson.