Tíminn - 19.07.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, summdaginn 178. julí 1955. 158. blaJfc ýan Herdeveld, sem kepp*r hér í 100 og 200 m. hlaupum, sést hér sigra í 100 m. hlaup* á Jlympíudeginum, sem var í Hollandi 19. júní 3. 1. Tími hans var 10.6 sek., en á eft*r honum mru Saat (Hollandi), Gibbs (Englandi), Ru ander (Hollandi), en hann tekur þátt í lands- keppninni hér, Steines (Þýzkalandi) og Mathesms (Hollandi). Tekst íslandi að sigra Holland í landskeppninni með 4 stiga mun ? Keppnin í frjálsíþrotlum hefst á morgun á íþróttavellinum og iýkur á fimmtiidag Á morgun kl. 8,30 hefst iandskeppnin í frjálsum íjiróttum m'll' fslands og Hol iands á íþróttavelÞnum og er þetta í íyrsta skipti, sem þess' lönd heyja landskeppni í íþróttum. Keppni þessi verð ur tvímælalaust mjög skemmtileg og tvísýn, eink- um þar sem keppendur þjóð anna á m»ll»vegalengdum og i lengri hlaupunum eru afar jafnir, en þessi hlaup setja ávallt mestan svip á frjáls- íþróttakeppn'. Ef borinn er saman árangur íþrótta- manna þjóðanna, ætti að verða lítill munur á stigum, og Tím'nn er þe'rrar skoðun ar, að ísland s%ri með f jög- urra stiga mun, en ekki má þó mik'ð út af brejgða til þess að Holland beri sigur úr býtum. Þetta verður í fimmta skipti, sem líslendingar heyja landskeppni í urjálsum íþróttum. Áður hefir tví- vegis verið keppt við Norðmenn og Dani. íslendingar hafa aðeins tap- aS einu sinni, fyrir Norðmörtnum . fyrstu landskeppninni, en í hin .skiptin þrjú vannst glæsilegur sig- ir, t. d. muna allir hinn mikla sigurdag 29 júní fyrir fjórum árum, ‘ít Svíar voru sigraðir í knattspyrnu ÚtvorDÍð Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Útvarpssagan. 21,00 Tónleikar (plötur). 21,45 íþróttir (Sig Sigurðsson). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Óðalsbændur“ VII. 22.25 Léttir tónar. 23.10 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun. Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Erindi: Ást og hatur; — síð- ara erindi (Ól. Gunnarsson). 50,55 Tónleikar: Tónlist við ballett- inn „Dimmalimm" eftir Karl O. Runólfsson. Sinfóniuhljóm sveitin leikur. Dr. Victor Ur- bancic stjórnar. 21.25 Upplestur: Ljóð, þýdd og írumort af Málfríði Einars- dóttur (Andrés Björnsson). 21,40 Tónleikar (plötur). 22.10 „Óðalsbsendur” VIII. 22.25 Létt lög (plötur). 23.00 Dagskrá.rlok. hér heima, en Dani og Norðmenn í frjálsum íþróttum í Osló. Skemmtileg keppni. Það, sem einkum er athyglisvert við landskeppnina, sem hefst á morgun og lýkur á fimmtudag, er að í þeim greinum, sem íslendingar hafa áður náð einna lökustum árangri í landskeppni, verður r.ú tvimælalaust jöfnust og skemmti- legust keppni. Mikil framför hefir verið hér að undanförnu í lengri hlaupunum, frá 800 m. og upp úr, en þessi hlaup eru einmitt skemmti legustu greinar frjálsra íþrótta, og þarf því ekki að efa, að þessi lands keppni verður spennandi fyrir áhorf endur. Mikið atriði er fyrir íslenzku íþróttamennina, að fjölmenni verði á vellinum, sem tekur þátt i keppn inni með þeim af heilum hug, og hvetur þá til dáða. Náist góð „stemmning" á vellinum, þarf ekki að efa, að íþróttamennirnir ná betri árangri og verða landi sínu tii cóma. Einstakar greinar. Áður hefir verið skýrt frá því í blöðum, hvaða íþróttamenn verða í landsliðum þjóðanna, og hvaða árangri þeir hafa náð. Ef iitið er á árangurinn, þá standa Hollend- ingar betur að vígi í spretthlaupun um og ná sennilega fyrsta og öðru sæti i þeim báðum. Þó gæti Ás- mundur sett strik i þann reikning. í 400 m. má reikna með þvi, að Þórir sigri og Hörður verði að minnsta kosti í þriðja sæti, en í 800 m. er sennilegt, að Hollending •urinn de Kroon beri sigur úr být- um, en Þórir og Svavar verði í öðru og þriðja sæti. Þó kæmi ekki á óvart, þó að Þórir sigraði, en har.n er mikill keppnismaður. í 1500 m. á Svavar að sigra og allar líkur benda til þess, að Kristján verði fyrstur bæði í 5000 og 10000 m., en keppni þar verður án cfa mjög skemmtileg. í grindahlaupun um eru Hollendingar greinilega betri, en Ingi gæti þó vel komizt inn á miili. 3000 m. hindrunar- hlaup verður ein skemmtilegasta greinin, og þar gæti Einar Gunn- laugsson komið mjög á óvart, c-n hann náði nýlera ágætum árangri í þeirri grein. í boðhlaupunum er vissara að reikna með hollenzkum sigri. Hlaupin eru sterkasta hlið Hollendinga, og stigatala verður þar eítir þessum reikningi 70—54 fyrir Holland. Köst og stökk. í köstum stöndum við miklu bet- ur að vigi 03 einnig í stökkunum. í kúluvarpi og þrístökki á tvö- faldur sigur að vinnast, stangar- stökk og hástökk ættu að gefa 7-4 fyrir okkur, og sama er að segja unv kringlukastið. Hollendingur Visser ber af í langstökkinu, en hann er kunnasti íþróttamaðurinn í liði Hollands, en Friðleifur eða Einar geta vel náð öðru sæti 1 grein inni. í spjótkasti á Jóel að sigra og eins Þórður í sleggjukasti og gefa þá köstin og stökkin 54—34 fvrir okkur cg ætti það að nægja til að sigra rneð 4 stiga mun, en eins og áður segir er svo lítill mun ur i sumum greinum á íþróttamönn um þjóðanna, að erfitt er að gizka á úrslit. Einnig fer árangur mikið eftir hvernig veður verð'ur keppnis dagana, og standa íslendingar þar miklu betur að vígi, þar sem þeir keppa á heimavelli við aðstæður, senv þeir eru nákunnugir. Jafnt fyrri daginn. Á morgun, fyrri dag landskeppn- innar, verður keppt í 100 m., 400 m. og 1500 m., 10 km. og 110 m. grinda hlaupi, langstökki, stangarstökki, krtnglukasti, sleggjukasti og 4x100 nv. boðhlaupi, og samkvæmt þeim útreikningi, sem var um einstakar greinar, ætti keppnin þá að verða jöfn 53 stig á hvora þjóð Síðari dag inn verður einnig keppt í 10 grein um, og er þetta því í fyrsta skipti, sem keppt er í ölluin landskeppnis- greinum frjálsra íþrótta Ivér heima. 30 íþróttamenn. Hingað til lands koma í dag 30 íþróttamenn frá Hollandi, senv taka þátt í keppninni, og munu þeir búa í Melaskólanum meðan þeir dvelja hér. Keppnin verður sett með viðhöfn kl. 8,30 á íþróttavellin- um og mun lúðrasveit leika þjóð- söngva landanna. Leistjóri verður Þorsteinn Einarsson, en í yfirdóm aranefnd eru Brynjólfur Ingólfsson, Baldur Möiler og Hollendingurinn Dijkstra. Sveitarstjóri íslenzka landsliðsins verður Gunnar Sigurðs son, en fyrirliði Þórður Sigurðsson, sleggjukastari. Þrír þjálfarar, þeir Benedikt Jakobsson, Guðmundur Þórarinsson og Stefán Kristjánsson, hafa að undanförnu þjálfað ís- lenzku landsliðsmennina og munu þeir ennig leggja á ráðin um .taktik' í einstökum greinum. — hsím. Tékkneskir sumarskór£ Ný sendirsg Skóbúð Reykjavíkur \ Aðalstræíi 8 — Laugavegi 20 — Garðastræti 6 1“ HJARTANLEGA ÞAKKA ég öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug með heimsóknum og gjöfum á sextugs- afmæli mínu 11. júlí sl. Guð blessi ykkur öll. EINAR JÓNSSON Skólateig 4, Selfossi. iufp/ýáii í TsmaHim Maðurinn minn og faðir okkar ÖRNÓLFUR JÓHANNESSON, Efstasundi 34 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 20. júlí kl. 2 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeðin en þeim sem vUdu minnast hans, er bent á minningarsjóð íóst- urforeldra hans, Guðrúnar Þórðardóttur og Kristjáns Albertssonar. Minningarspjöld sjóðsins fást á Skóla- vörðustíg 10. Margrét Guðnadóttir og börn. ILandsímann vantar hand- lægna menn helzt sem hafa fengizt v'ð viðgerðir skrifstofuvéla eða j « fínsmíði (úrsmíði o. þl.). Enskukunnátta nauðsynleg. j |: Nánari upplýsingar á ritsímaverkstæði Landssímans, j; (: sími 6992. j; |; 18. júlí 1955. j 1 Fósí- og’ símamálastjói'nin jj fí' }'\\ Stálka óskast til símavörzlu. — Nauðsynleg kunnátta í ensku og Norðurlandamálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.