Tíminn - 28.07.1955, Síða 3
167. blað.
TÍMINN, f'mmtudaginn 28. júlí 1955.
Löndunarbannið í Engiandi
Er vlð hjónin áttum hvar-
vetna hinni mestu alúð að
fagna í þriggja vikna ferða-
lagi og dvöl í Englandi á yfir-
standandi sumri, kom mér oft
í hug löndunarbannið og
landhelgisdeiian. Hvilikt ó-
gamræmi.
En hver er þá svarti sauð-
urinn? Er hann öll þjóöin?
Nei,- Er ekki nauðsynlegt að
greina sauðmn vel frá hinum,
er við ræöum þetta mál og
rítum um það. Togaramanna
samtökin í Bretlandi eru auð
vitað svárti sauðurinn, en er
£á Stjórnin ekki einnig svart
nr sauður í þessu máli? Vissu
lega; en hvers vegna? Er hún
þó verri en stjórnir annarra
þjóða? Athugum nú málið frá
sérstakri hUð.
Heilög ritning segir, að á-
girndjn sé rót alls hins illa.
Þafr er hagsmunahyggja og
bUhdni, sem af henni stafar,
er magnar andstöðu brezkra
togaraeigenda og hefir hina
andstyggilegu auglýsúigaher-
ferð, sem er síðasti þáttur
þeirrar andstöðu. Þetta er
auðvitað öllum ljóst. En hvað
þá um stjórnina í Englandi?
Könnumst víð ekki við slíkt
dæmi? Togaraeigendur eru
auðvitað sterkir stuðnings-
menn hennar og rennur senni
lega frá þeim drjúgur skild-
ingur í kosningasjóöi valda-
mannanna. Af þessum aug-
Ijósu ástæðum segir stjórn
Breta ekki neitt tU lausnar
máhnu. En haldi menn ekki,
að brezka stjórnin sé hinn
eini: þræll hagsmunahyggj-
unnar.- Hvers vegna selur ís-
lenzka ríkið áfengi og veldur
þjóðinni með því óbætanlegu
tjóni- Eingöngn vegna hags-
munanna. — Engin stjórn og
enginn einstaklingur mundi
annað, sem hafa ætlað að
eiturvörur. Hvers vegna hafa
milljónum og hundruðum
milljóna króna til þess að eyði
leggja slíka löggjöf? Ein-
göngu af hagsmunahyggju.
Hvers vegna hafa stjórnir í
Frakklandi fallið hvað eftir
anað, sem hafa ætlað að
draga úr áfengisböli þjcðar-
innar? Vegna hagsmuna-
hyggju vinframleiðendanna.
Þetta er augljóst hvarvetna,
og í mörgum öðrum málum.
Það er því bezt að gera
greinarmun á ensku þjóöinni
sjálfri og ha.gsmunahyggju
stjórnarinnar og togaraeig-
endanna, þegar landhelgis-
málið er rætt. Þar mætti og
mmna á „the Trade“ — á
fengissöluna í Englandi. Hún
fær að vinna 'ánít? geigvæn-
lega skemmdarhlutverk, sök-
um þess, að bæð1 áfengisfram
leiðendur stórgræða og stjórn
in telur sér trú um, að hún
græði einnig á þeim viöskipt
um.
Þegar við höfum gert okk-
ur ljóst, hver óvinurinn er og
hvar hann felur s'g, ef felu
skyldi kalla, þá er bezt aö
beina skeytunum þangað
markvisst, o gbezt að þau
séu hárbeitt. Slíkur óvinur á
ekki annað skilið og hann læt
ur ekki undan ööru. Sé ekki
unnt að fá stórblöð í Bret-
landi Þ1 þess að túlka greini-
lega málstað okkar, þá eig-
um viö að fá stórblöð i Banda
ríkjúnum til þess að gera það
og minna þar á, aö Englend
ingar þykjast vúja vera vernd
arar smáþjóða, og hvern'g
þeir nú setja hælmn á okk-
ur, en brosa með öðru munn
vikinu til Rússa, er ganga þó
drjúgum lengra í landhelgis-
málinu en íslendingar.
Enn í dag þarf að segja við
hinn seka, er tekur lamb fá
tæka mannsins: „Þú ert mað
urinn,“ og segja það ekki á
áfengisframleiðendur allra neinu tæpitungumáli, en svo
lahdajsnúizt hatursfyllst gegn að blað hitti beint í hjarta-
áféngisbanni og hömlurn á á- stað, og hitti hinn rétta aðila.
fengigsölu hvarvetna, kostað Péur Sigurðsson.
Borinn hallamælir á hláleg skrif
Þeir tilburðir, sem Freymóð
ur Jóhannsson fyrirsvarsmað-
ur S. K. T. hefir í greinar-
korni í Tímanum 16. þ. m. til
skýringar á sjaldgæfni tiltek-
inna danslaga í útvarpi, þarfn
ast áð mínum dómi dálítillar
athugasemdar.
Ég skýrði útvarpsráði frá til
boði F. J., sem hljóðaði á tólf-
þrettán hundruð krónur fyrir
flutníng á verðlaunalögunum
sex, en ég haföi enga löngun
til að vera því meðmæltur,
öðru nær, og spáði þvi dauf-
um undirtektum. Þykir mér
engin furða að útvarpisráð
bandaði frá sér tilboði þessu,
þar eð útvarpið hafði þá ný-
lega greitt um þrjú þúsund
krónur fyrir tvítekinn flutn-
ing á þessum sömu lögum og
þeim öðrum, sem komu til at-
kvæðagreiðslu,. — Upphróp-
unarmerkið, sém F. J. setur
á eftir yfirlýsingu um synjun
végna kostnaðar, æpir því há-
stöfum heím til föðurhúsa.
I öðru lagi er þess vert að
ge'ta, að um skemmtisamkomu
þá, sem haldin var til kjmn-
ingar á verðlaunalögunum,
létu SKT-menn sjálfir marg-
sinnis tilkynna þannig fyrir
fram í auglýsingatíma út-
varpsins, að ekki yrði útvarp-
að því, sem . þar færi fram.
Mun þetta hafa átt að lokka
sem flesta áheyrendur á stað
inn fyrir góða borgun, en eft-
ir á ekki talið saka, þótt virt
væri að vettugi. Hvort er ekki
þetta að hafa vanza fyrir vel
sæmi?
Að endingu lýsi ég þeirri
skoðun minni, að útvarpið
verði sízt af öllu vænt um van
rækslu við íslenzku danslög-
in. Öllu heldur álít ég að það
hafi verið of tómlátt um mat
á tónum þeim og textum, er
sendir eru á öldum ljósvak-
ans inn í hinn stóra danssal
allra landsmanna.
Baldur Pálmason.
17 lönd kaupa Iand-
búnaðarafurðir af
Bandaríkjunura
Washington, 16. júlí. — Eis
enhower forseti Bandaríkj-j
anna skýrði þjóðþinginu ný-
lega frá því, að 17 lönd hefðu
undirritað samninga um
kaup á landbúnaðarafurðum,
sem safnazt hafa saman í
Bandaríkj unum. Heildarupp-
hæð samnínganna er u. þ. b.
468,8 miljónir dollara.
Eísenhower sagði í skýrslu
þeirri er hann lagði fyrir þing
ið og fjallaði um sölu þessara
landbúnaðarafurða, að tU
loka fjárhagsársins 1955, sem
er 30. júní, þá hafi útflutn-
ingur eða veitt útflutnings-
leyfi fyrir slíkum vörum num j
ið -109 miljónum dollara. íj
skýrslunni sagði ennfremur,
að frekari sölusamningar
muni bráðlega gerðir v'ð aðr-
ar þjóðir.
Samkvæmt, samningunum
munu Bandaríkin einnig
leggja fram fé fil greiðslu á
flutningskostnaði fyrir afurð-
ir þessar, en það nemur 32,3
miljónum dollara.
Af erlendum gjaldeyri, sem
fæst með þessari afuröasölu,
þá mun 42,6% af kaupverö'mi
verða lánað stjórnum þe'rra
ríkja, sem þarfnast hans, til
þess að efla viðskipti og efna-
hagslega þróun. Afgangurinn
af fénu mun verða notaður til
þess að areiða fyrir ýmsar
skuldbindingar Bandaríkj-
anna í v'ðkomandi löndum og
kaupa á vörum og tækjum,
sem efla sameiginlegar varn-
ir Bandaríkjanna og annarra
landa.
Um það bil 250 þúsund tonn
af landbúnaðarafurðum hafa
verið gefin U1 annarra landa
til frjálsrar úthlutunar.
Skýrslan segir að landbún-
aðarráðuneyti Ban d aríkj anna
hafi orðið við beiðnum 18 góð
gerðarfélaga í Bandaríkjun-
um og frá barnahjálp Samein
uðu þjóðanna (UNICEF), og
mun vörunum verða dreift til
57 landa.. Vörurnar eru m. a.
þessar: Þurrmjólk, smjör, ost
ur, bómnllarolía, plöntufeiti
og smjörolía.
Skýrslan sýnir, að slík'r
samtals 281 milión dohara á
•gg6X nuiJUsSuitJBfj
vöruskiptasamninaar námu
r r
SKATTSKRA
Akraneskaypstaðar
fyrir árið 1955 er til sýnis í skrifstofu Akraneskaupstað-
ar frá fimmtudegi 28. júlí til 11. ágúst að báðum dögum
meðtöldum. — í skattskránni eru skráð eftirtalin gjöld:
Tekjuskattur, eignaskattur, námsbókagjald, kirkjugjald,
og tryggingagjöld einstaklinga. Ennfremur telrju-,
eigna-, viðauka- og stríðsgróðaskattur félaga. — Jafn-
framt er Þ1 sýnis yfir sama tíma skrá yfir iðgjalda-
greiðslur atvinnurekenda skv. 112. og 113. gr. laga um
almennar tryggingar. — Kærufrestur er tvær vikur og
þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Akranes-
kaupstaðar í siðasta lagi 11. ágúst n. k.
Skattstjórinn i Akraneskaupstað.
KRISTJÁN JÓNSSON.
5S5SS5asSS5SS35SS5S5SS5334SSSSS$55!SSS5$í3$$$S*K»S$555$$35$SÍS$$5SS55«$^
Nr. 6/1955.
Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið nýtt hámarks-
verð á smjörlíki sem hér segir:
Niðurgreitt
Heildsöluverð ...... kr. 4,42
Smásöluverð ........ — 5,20
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Óniðurgreitt
kr. 9,25 pr. kg.
— 10,20 — —
Reykjavík, 26. júlí 1955.
Terðg'æzlustj órinu.
SS$53S$WS5SS»
steihdöNI
Braga kaffi
bregzt engum
sss:
<*SSaSSaS5SSSSSSSSSSSSS55SSS5SSSSSSSSSSS^
Árnesiiigar!
íþróttamót Hreppamanna fer fram að Ásaskóla sunnu
daginn 21. ágúst. — Nánar auglýst síðar.
U. M. F. GNÚPVERJA.
WMjWtfaitfWWVtfVWWWUVWWWWWHWtfWWIWWUl
sMííSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSÍSSSSSSSSSSSSf:
bmset
tffly HSUHINC STinw"_
Samkvæmt tilmælum öryggiseftirlits ríkisins, hefur
firmað Ramset Fastners, Ins., Cleveland Ohio, sent
hingað til lands sérfræðing, er veitir tilsögn i meðferð
hinna heimsþekktu Jobmaster-naglabyssna. Námskeið
í þessu skyni munu hefjast n. k. fimmtudag.
Áriðandi er að þeir, sem taka vilja þátt í þessu nám-
skeiði tilkynni það undirrituðum sem allra fyrst, þar
sem nöfn og heimilisfang þeirra, sem námskeiðið sækja
verða tilkynnt Öryggiseftirlitinu.
Það skal tekið fram, að innan skamms mun á vegum
Öryggiseftlrlits ríkisins verða sett reglugerð, þar sem
meðal annars verður svo fyrir mælt, að þeir einir aðilar
fái heimild til að nota slik tæki, sem sanna Öryggis-
eftirlitínu þekkingu sína á meðferð þeirra.
Aðalumboð á íslandi fyrir Ramset Fasteners Ins., Ohio:
HeiMverzluniit Ölvir h.f.
Klapparstíg 16. — Simi 5774.