Tíminn - 29.07.1955, Page 4
4
TÍMINN, föstuðagiim 29. júli 1955.
168. bláð.
Séra SveLnbjörn Högnason:
Mjólkurbú Flóamanna 25 ára
Ræða flutt á afinælishátíð á Selfossi 23. iálí
Góðir félagsmenn, heiðraða
isamkoma.
Jónas Hallgrímsson spurði
eins og kunnugt er, er hann
tók að vekja þjóð sína af
aldadvala kúgunar og niður-
lægingar: „Hvert er þá orðið
okkar starf í 600 sumur, höf-
um við gengið til góðs, götuna
fram eftir veg?“ Svo dimmt
og kyrrstætt var yfir þjóð
okkar fyrir aðeins rúmri öld,
að hún þurfti að spyrja sjálfa
sig, hvort sex aldir hefðu þok
að henni áfram eða aftur á
bak, — og það var víst engin
vanþörf á að gera það, og
horfast þar í augu við stað-
reyhdifnar. Þetta var vakn-
ingámönnum þjóðarinnar
Ijóst, að fyrst varð að átta
sig á hvar staðið var áður en
til sóknar og til orrustu yrði
blásið. —
Vér sem komum hér í dag
til áð líta yfir 25 farin ár í
starfi, hér á Suðurlandsund-
irlendinu, — vér þurfum engra
slíkra spurninga að spyrja, —
vér komum með einum huga
til að fagna, — fagna fjórð-
ungs aldar för, sem að baki
er, — og þakka hvert öðru
fyrir samleiðir og samstarf og
ánægjulega för. — Og fátt
er oss þar öruggara merki,
og tákn um rétta leið, en
stofnun sú, MBF, sem 25 ára
er í dag.
25 ár eru ekki langur tími
í sögu athafnalífs og fram-
fara einnar þjóðar. Það er
réttur helmingur starfstíma
einnar kynslóðar. — En þó
hafa þessi 25 ár verið svo at-
burða- og sögurík, — að þau
hafa breytt meiru en margar
aldir áður, — og flest má
heita, að orðið hafi sem nýtt
hér hjá oss, — frá því sem
það var fyrir aðeins 25 árum.
— Landið okkar er að fá nýj
an svip i sveitum okkar, —
byggingar flestar hafa endur
nýj ast, — aðbúð fólksins og
líðan er orðin ný, vegir og
samgöngutæki eru ný, — og
jafnvel hugsunarháttur fólks
ins og trú þess á framtíð-
ina er orðm ný.
Það verður ekki réttara
nafni nefnt en atvinnubylt-
ing, sem fram hefir farið á
þessum árum. — Bylttag sem
orðið' heÞr örari og stórstígari
en nokkurn mun hafa órað
fyrir, fyrir 25 árum aðeins. —
Vér höfum því þörf fyrir að
nema staðar og litast um á
þeim sjónarhól, sem vér
stöndum, — á þessum tíma-
mótum, — fagna því, sem
fram hefir borið og skygna tU
veðurs fyrir hið ókomna.
Engum heilskyggnum manni
getur blandast hugur um það,
að stofnun sú, sem nú er 25
ára í dag, MFB, er undirrót
og aðalorkugjafi þeirra fram
fara og umbóta, sem hér hafa
orðið hjá okkur í sunnlenzk-
um sveitum á þessum árum.
— Annað fjármagn, sem tU
þeirra hefir komið er aðeins
sem dropi í hafinu fyrir flest
ar sveitar þessára héraða, —
og er það einkum ljóst, þegar
vér lítum td þeirra erfiðleika,
sem við hefir verið að stríða
hér með sauðfjárræktina, á
þessum sama tíma, eitt mesta
áfall, sem íslenzkur landbún-
aður hefir hlotið um langa
hríð. — Oss óar næstum við
að hugsa W þeirra örðugleika
hefðum við ekki átt þessa
stofnun og styrka aðstöðu,
sem hún hefir skapað sér með
íramleíðslu og sölu mjólkur
hér á þessu svæði. — Ejn-
hverjum myndi þá hafa orö-
ið þröngt fyrir dyrum, og
fleiri hafa horfið burt til ann
arra staöa, sem álitlegri voru.
Af litlum og veikum vísi,
hefir þessi stofnun á þessum
25 árum, vaxið í eina stærstu
og styrkustu framleiðslustofn
un i landinu. — Vöxtur henn-
ar eftir fyrstu byrjunarörð-
ugleikana, er ævintýri líkur.
Eitt af skemmtilegustu ævin
týrum síðustu ára, í athafna
sögu þjóðarinnar. — Ævintýr,
sem segir ekki aðeins frá
orðnum hlutum, heldur bend
ir einnig til fyllri og meiri fyr
irheita inn í framtíðma. Allt
er enn í vexti og gróanda. —
Búið hefir fyrir löngu sprengt
af sér þann stakk, sem stór-
og djarfhuga stofnendur
sniðu því fyrir aðeins 25 ár-
um. — Og mnan stundar verð
ur þar einnig allt nýtt. —
Ný og stóraukin húsakynni,
nýjar vélar, ný starfsemi og
nýjar og bættar aðferðir og
vinnubrögð. Það er sannar-
lega ánægjulegt að Ufa og
starfa í slíkum gróanda og
vexti. — Engir ættu að geta
glaðst og fagnað af heillri
huga en. vér. sem fáum að
vera með í svo hraðstigum
breytingum fram á við. —
Þegar spurning Jónasar Hall
grímssonar vaknar oss í
huga, þurfum vér ekki ann-
að en líta yfir sveiÞr okkar
og héruð í dag, og bera sam
an við það, sem var fyrir 25
árum, til að fá skýlaust svar.
Hvar sem vér förum um þess
ar fögru og frjóu sveitir og
héruð okkar, sjáum véð svo
stórfelldar breytmgar tÚ hins
betra, að það kemur okkur
hinum eldri jafnvel ókunnug
lega fyrir sjónir. Það, sem áð
ur voru kölluð kot eru nú að
breytast í stórbýli. Ræktun
þenst yfir máa og mýrar. —
glæstar og varanlegar bygg-
ingar rísa hvar vetna úr mold
arrústunum, rafstrengir flytja
orku til fleiri og fleiri sveita
og býla. Að verki eru stritandi
vélar, starfsmenn glaöir og
prúðir, og fagrar og vaxandi
hjarðir búfénaðar breiða úr
sér um grundir og haga. Það
þarf tæpast að nudda stýr-
urnar úr augum sér til að
sjá, að við erum á góðum vegi
með að verða nútíma rækt-
unarþjóð, með óþrjótandi
möguleika framundan.
í dag komum vér saman
til að minnast 25 ára starf-
semi þeirrar stofnunarinnar er
verið hefir snarasti þáttur-
inn í öllum þessum framför-
um. Og vissulega er ástæða tú
að vér spyrjum oss sjálf, —
hver öfl hafa verið hér að
verki, sem mestu hafa orkað.
— Því að vissulega hefir ým-
islegt á dagana drifið í þeirri
25 ára sögu, sem hér rifjast
upp í hugum okkar. — Við
höfum háð bæði innri og ytri
styrjaldir, og þær stórar sum
ar hverjar. — Sundrung ríkti
hér allmjög í byrjun um
ýmsa hluti, enda var árang-
urinn þá efÞr því og harla
rýr. Það má segja að byrjun-
in væri erfið, og þungt undir
fæti á marga lund. —
Svo er líka oftast hjá frum
herjunum, sem ryðja nýjar
brautir. — Samkeppnm um
markaðinn komst í algleym-
ing og útkoman og árangur-
inn varð þá líka eftir því. Þá
kom afurðasölulöggjöfin, sem
nú er rúmra 20 ára, og urðu
um hana ein þau mestu á-
tök, sem orðið hafa í íslenzk
um stjórnmálum fyrr og síð-
ar. Er þar skylt að minnast
hinnar sterku forustu þáver-
andi landbúnaðarráðherra
Hermanns Jónassonar og að-
stoðar margra góðra manna,
er ótrauðir lögðu okkur þá Þð
sitt.
Útkoman varð þá líka sú
að á báðum vígstöðvum,
heima fyrir og út á við,
vannst glæsúegur sigur fyrh
þessi samtök, enda tóku þau
skjótt að blómgast og dafna,
og heldur svo áfram enn. —
Hefir þar mestu ráðið, að það
vannst ekki aðeins sigur í
þessum átökum út á við og
inn á við, heldur og ekki sið
ur hitt, að við höfum líka
unnið friðmn eftir á og hag-
nýtt hann vel. Hefir því farn
as betur en stórveldunum, er
unnu glæsúega sigra, en hafa
síöan lent í öngþveiti með
friðinn, svo að hann hefir orð
ið þeim kalt stríð og svaþr
vindar síðan. —
Heima ’fyrir hefir skapasts
sá samhugur og samstarf, er
ég hygg hvergi meira og betra
í nokkrum félagsskap, þótt
hann sé svo stór, að hann nái
að mestu yfir 3 sýslur. Félags
lundin og félagsþroskinn hef
ir verið með ágætum, og hef’r
gert starfsemi okkar sterka
og mikús megnuga.
Hafi svo hent að hjáróma-
raddir hafi látið Þ1 sín heyra,
hefir það aldrei orðið tú ann
ars en að þjappa samtökun-
um betur saman, og gera þau
samstllltari og sterkari.
Hið sama er að segja um
starfið út á við. Eftir hm
miklu átök um afuröasölu-
lögin og stofnun Samsölunn-
ar hefir skapast friður og
samvinna við önnur mjólkur
bú óg neytendur, sem er til
fyrirmyndar í mörgu. Þar hef
ir sigurinn út á við verið hag
nýttur svo, að sterk og stór
stofnun er orðin brjóstvörn
okkar á markaðinum, sem hef
ir yfir að ráða mikilum bygg
ingum og góðum og mörgum
búðum, sem stöðugt er veriö
að fjölga og bæta.
Eftú rúmt 20 ára starf sam-
sölunnar, selst nú orðið um
og yfir 60 þús. lítrar neyslu-
mjólkur á dag, í stað tæpra
14 þús., er samsalan hóf starf
sitt. — Að vísu hefir neytend-
um fjölgað, en salan hefir
samt vaxið a. m. k. helmmgi
hraðara og er svipað um aðr-
ar vörur emnig.
Þetta sýnir oss svo ljóslega
að ekki verður um deút, að
samvinnan’um markaðinn, er
kom í stað skefjalausrar sam
keppni áður, hefir ekki reynst
neytendunum ver en fram-
leiðendum, enda eru nú allar
stríðsraddir þagnaðar, og ég
efast um, að nokkur sá sé
tú nú, sem afnema vUdi skipu
lagið og hverfa aftur til þess
sem áður var. Og mér er jafn
vel ekki grunlaust um að óð-
um sé að því að draga, að hér
megi viðhafa þau orð: „að
allir vUdu Lilju kveðið hfa.“
Hefir hér komið í ljós, svo
að ekki verður um villst að
samvinna og samtök fólksins
eru öllum til góðs, þegar til
lengdar lætur, en allir bíða
tjóai af innri baráttu, um
(Framhald á 7. $íðu).
Refur bóntli heldur hér áfram
kveðskap sínum, þar sem frá var
hcrfið:
Vinnufcrögðnni við heyskapinn á
Staðastað lýsti ég þannig:
Sinna tveir um súrheyið,
sveinar íram á nætur.
Standa rakstur streyttar við
Staðar heimasætur.
Ungu mennirnir í sveitunum, sem
eira jeppa, eru alltaf vel þokkaðir
af heimasætunum og því kvað ég:
Svo er hér cin staka kveöin við
stúiku:
Eætir þrautir, blíðkar geð,
blómin ungra fljóða. .
Um það víf ég varla kveð
vísu ncgu góða.
Svo er bér einnig vísa kveðin um
mig og góðkunningja minn einn:
Á þctt sé á ýmsan veg
ckkar ráði ljóður.
Það eru fleiri én þú og ég,
sem þykir sopinn góður.
Oft um gcða ökumenn
ungar snótir keppa.
Getur skeð það glæðist enn,
gctt er að eiga jeppa.
Eftiifaiandi vísn kvað ég á Staða
stað cg lukum við þá heyskap á
engjum.:
Gamalt spakmæli hljóðar svo, að
dag skuii að kveldi lofa en mey að
morgni cg rimaði. ég þétta þáhnig:
Ég af reynslu þekki það
— þetta mun ég sanna.
Dag skal lofa aftan að
en að mcrgni svanna.
Þennan bjarta þriðjudag
þrótt og skapið yngjum.
Engjasláttar loka-lag
leikum nú og syngjum.
Ég endaði siáttinn með því að
slá kirkjugarðinn á Staðastað og
kvað eítirfarandi vísu áður en ég
byrjaði:
Sáluhjálpar sönn ég fæ,
sælu íyrirheitin.
Ef til dýrðar drottni slæ
dauðra iþ^nna reitinn.
Kvenþjóðin er mér oft kærkomið
yrkisefni og koma hér nokkrar stök
ur kveðnar við stúlkur í gamni þó.
Eftirfarandi visu kvað ég við stúlku,
sem eigi var þó úr Staðarsveit:
IbUf.'J!
Margt er yið þig mikilsvert,
meyjan ástargjarna.
Samt í mínum augum ert
aðeins „reikistjarna".
Heimasæta ein hafði orð á því við
mig í gamni, að hún vildi helzt ná
sér í mann úr fjarlægu héraði og
varð það tilefni eftirfarandi vísu:
Mann hún vill úr fjarlægð fá
fullum helzt að notum.
Snótin hefir andstyggð á
innansveitar „skoturn".
r.uw.'w.
Á Staðastað svaf ég í næsta her-
bergi við' þrjár heimasætur, góðar
stúikur og var það tilefni eftirfar-
andi stöku, sem minnir á vísu eftir
Káinn:
Eftirfarandi vísa þarf ekki skýr-
ingar viö:
Auðnudís ef um ég bið
ögn minn hag að greiða.
Önnum kafin er hún við
aðra menn að leiða. ■
Sveinn Skorri Höskuldsson las s.l.
sumar upp í útjvai#nu scguna:
„Á ferð og flugi“, og var hún gamall
kunningi minn úr Nýjutú kvöidvök-
um. Þá varð þessi visa til:
(-
[
Margt til gamans má sér fá
meira er þó af hinu.
Skorri „ferð og flugi á“
fer í útvarpinu : r;.rí:.'-
Eftirfarandi vísa þarf ekki skýr-
ingar við:
Lífs ég reynslu lærdóms nýt
— líka af breyttum högum,
margt ég öðrum augum. .h.t
en á íyrri dögum. .,
Eigi þarf heldur eftirfarandi vísa
skýringar við:
Yrkja Ijóð og yrkja jörð
ýta gcfgað hefir.
Það er að syngja þakkargjcrð
þeim, sem lifið gefur.
Séra Bragi Friðriksson prestur að
Lundar í Manitoba sendi mér linur
í sumar cg sendi ég honum og
öðrum Vestur-íslendingum þessa
kveðju: . - ~
Bræðraþels á skyggðan skjcld,
skýrt sé letrið grafið.
HeiII sé ykkur frændafjöld
fyrir vestan hafið.
Vekur hjartans þýðu þrár
þeirra vina ylur
Mig og snótir þessar þrjár
þunnur veggur skilur.
Refur fcéndi hefir lokið kveðskap
sínum.
Starkaður.
Sreiðið biaðagjaidið
.í.6r- k
n'a.
Kaupendur blaðsins eru minntir á að blaðgjald áirs-
ins 1955 téll í gjalddaga 1. júlí sl. Þeir kaupendur, sem
' • jÍQlt
ekki gTeiða blaðgjaldið mánaðarlega til umboðsmanna
ber að greiða það nú þegar til næsta innheimtumanns
eða beint til innheimtu blaðsins. — Blaðgjaldið er 6-
breytt.
Innheimta TÍMANS