Tíminn - 13.10.1955, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, fimmtudaginn 13. ohtóber 1955.
232. blað.
„Ég neita að fallast á
endalok mannsins, en
trúi á ódauðleik hans“
Ávarp flutt liinn 10. dcs. 1950 í Stokkhólmi
af rithöfundinum William €. Faulkner, er
honum voru afh. hókmenntaverðl. Nóbels
Ég álít aff viðurkenning,
þessi sé ekki veitt mér sem |
einstakling heldur verkum j
mínum — lífsstarfi í angist J
og svita hins mannlega anda,
ekki til þess að öðlast veg-
semd, því síður gróða, heldur
til þess að skapa úr efnivið
mannsaindans eitthvað, sem
ekki var áður til. Því eru mér
aðeins fálin þessi verðlaun til
varðveizlu. Ekki mun reynast
erfitt að finna fénu tileink-
un, sem að nokkru leyti sam
ræmist tilgangi og mikilvægi
upprunans. En mig langar tjl
að gera slíkt hið sama við þá
hylli, sem mér hefir blotnazt.
með því að nota þann minn-
isvarða sem tind er ég get
talað af Úl hinna ungu manna
og kvenna, sem þegar hafa
helgað sig sömu kvölinni og
erfiðinu, því meðal þeirra er
sá, sem einhverntíma mun
standa þar sem ég stend nú.
Harmur vorra tíma cr lik-
amlegur ótti, sem nær tU eins
og allra, svo langær að vér
getum jafnvel afborið hann.
Vandamál andans eru ekki
lengur til. Eftir er aðeins
spumingin: hvenær verð ég
sprengdur í loft upp? Af þess
um sökum hefir hinn ungi
maður og kona, sem í dag
fást við ritstörf, gleymt vanda
málum hjartans í baráttu við
sjálf sig, en það eitt getur
fætt af sér snilld í rituðu
máli, því það eitt er þess virði
að um það sé ritað, vert ang-
istarinnar og stritsins.
Hann verður að læra þetta
að nýju. Hann verður aö
kenna sjálfum sér að hið auð
virðúegasta sem hugsazt get
ur er að vera hræddur; og
um leið gleyma því að eilífu,
útrýma úr vinnustofu sinni
öllu, öllu nema hinum forna
sannleika og hreinskilni hjart
ans, hinum gömlu, alkunnu
sannindum. en án þeirra verð
ur hver saga skammlíf og
dauðadæmd — ást og heiður
og meðaumkun og stolt og
miskunn og fórn. Unz hann
nær að gera þetta stritar
hann undir oki álaganna.
Hann ritar þá ekki um ást
heldur um losta, um ósigra
þar sem enginn glatar nemu,
sem um munar, um sigra án
vonar og verst af öllu án með
aumkunar eða miskunnar.;
Sorgir hans syrgja engin al-j
mannabein, skilja engin ör|
eftir sig. Hann skrifar ekki i
um hjartað heldur um kirtl-i
ana.
Unz hann endurlærir þessL
sannindi mun hann skrifa!
eins og hann stæði meðal!
mannanna og horfði upp á
endalok þeirra. Ég neita að
viðurkenna endalok manns-
ins. Það er svo sem nógu auð
velt að segja að maðurinn sé
ódauðlegur einungis vegna
þess að hann muni halda á-
fram að vera til; að þegar síð
asti ómur dómsiiis hefir
klingt og hljóönað frá hinum
siðasta einskisnýta steini,
sem hangir initt á milli flóðs
og fjöru í roða hinnar deyj-
andi kvöldstundar, að jafn-
vel þá muni heyrast hljóð;
hljóð hinnar veikburða, þrot
lausu raddar mannsins, sem
ennþá talar. Ég neita að fall
ast á þetta. Ég trúi því að
maðurinn muni ekki einungis
halda áfram að vera til: hann
mun lifa. Hann er ódauðlegur,
ekki vegna þess að hann einn
meðal dýra hefir þrotlausa
raust, heldur sökum þess að
hann hefir sál, anda með-
aumkunar og fórnar og þol-
gæðis. Það er skylda skálds-
ins, rithöfundarins að skrifa
um þessa hluti. Það eru sér-
réttmdi hans að hjálpa mann
inum að lifa með því að lyfta
hjarta hans, með þvi að
minna hann á það, sem verið
hefir vegsemd fortíðar hans.
Rödd skáldsins þarf ekki ein
ungis að vera saga hans, hún
getur verið ein af súlunum.
stoðunum, sem hjálpa honum
til þess að lifa og sigra.
Ný kennslubók í
setningafræði
Komin er út ný kennslu-
bók í setningafræði og grein-
armerkjaskipun eftir dr. Hall
dór Halldórsson, dósent. Út-
gefandi er Bókaforlag Odds
Bj örnssonar, Akureyri.
í formála segír dr. Halldór,
aö bókinni sé ætlað' það hlut
verk að vera kennslubók i
framhaldsskólum, einkum
gagnfræðaskólum, og er efni
hennar sniðið eftir þeim
kröfum, sem gerðar hafa ver
Múrhúðunarnet
Mótavír, þakpappi, steypuþéttiefni,
loftblendi, saumur.
Almenna byggingafélagið h.f
Borgartúni 7. Sími 7490.
Einangrunarkork
IV2”, 2” og 4” fyrirliggjandi.
Jónsson & Júlíusson
Garðastrœti 2. — Sími 5430.
5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS
Dr. Halldór Halldórsson
iö til landsprófs, og er þð að
auki nokkurt efni, sem ekki
hefir verið kennt tál þess
prófs.
Að undanförnu hefir setn-
ingafræði dr. Bjorns Guð-
finnssonar verið aðalkennslu
bók í þessari grein í fram-
haldsskólum. í hinni nýju
bók eru ýmis atriði tekin öðr
um tökum en í eldri bókum.
Mun fleiri verkefni eru i
hinni nýju bók en í eldri
kennslubókum, til þæginda
fyrir kennara og nemendur.
Bókin er 112 blaðsíður, í
snotru bandi, prentuð í Prent
verki Odds Björnssonar h. f„
Akureyri.
| Kristniboðsvikan: |
1 Almenn samkoma í húsi i
| K.F.U.M. á hverju kvöldii
| kl. 8,30 þessa viku. í kvöld |
| lesið bréf frá Felix Ólafs-1
| syni kristniboða í Eþíópíu. |
| Séra Sigurjón Þ. Árnason =
i talar._ AlUr velkomnir. i
iiiiimiimiimmiiiimimmmimimmiimiiiiiiiimimi
M.s. Dronoing
Alexandrine
fer frá Reykjavík 18. okt. til
Kaupmannahafnar, via
Grænland.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
Erlendur Pétursson
iiiiiiiiiiiiiiimmmiM tMimiiiimimmmimiimmmm)
Þúsundir vita I
að gæfa fylgir hringunum |
frá SIGURÞÓR.
Sigurður Skagjfield, óperusöngvari
Söngur og tal
Ný bók um söng og talpjálfun.
Með 18 myndum og 20 söngæfingum eftir fræga söng-
kennara: Ifferti, Garcia, Porpori, Jean de Reszke .—
ítalskar og franskar söngæfingar fyrir skóla og byrj-
endur.
EFNI:
íþrótt viljans
Sönglistin
Hvað er „Belcanto"?
Sérhljóð og samhljóð
Leshraði
Raddböndin
(Corda Vocalis)
Öndunin
Skjaldbrjóskið
(barkakýlið)
Tungan
Gómurinn
Nefið
Varirnar
Hljómurinn
Framburður
Léttur söngur
Ofsungnar raddir
C-dúr-skalinn
Flár söngur
Koksöngur
Æfingar kóra
Hvað er yfirtónn?
Hvað er raddtækni?
Hvað er náttúrurödd?
Leikni og innsæi
Tónarnir
Lokaorð.
VERÐ BÓKARINNAR KR. 25,00
Útgefandi: Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
Pósthóif 304 — Reykjavík.
TILKYNNING
olíufélögunum
Vegna sívaxandi erfiðleika á innheimtu og útvegun
rekstursfjár hafa olíufélögin séð sig tilneydd að ákveða,
að frá og með 15. okóber næst komandi verði benzín
og olíur emungis seldar gegn staðgreiðslu.
Frá sama tíma hætta olíufélögin öllum reiknings-
viðskiptum.
Hið íslenzka stelnolíuhlntafélag,
Olluverzlun íslands h. f.,
Olíiufélagið h. f„
H. f. „Shell44 á Íslandi.
SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS!
5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSt
Orðsending til nemenda
úr Hallormsstaðaskóla
Vegna 25 ára afmælis Húsmæðraskólans á Hallorms-
stað í haust, hafa nemendur hans ákveðið að gefa hon
um brjóstlíkön af Blöndalshjónunum.
Þeir nemendur, sem óska að sýna skólanum vmáttu-
vott á þennan hátt, og ekki hafa þegar greitt sitt
framlag, sem ákveðiö var kr. 100,00, sendi það góðfús
lega til undirritaðrar sem fyrst.
Þessi minningargjöf verður afhent við setningu Hall
ormsstaðaskóla í haust. Gaman væri að við gætum
sem flestar mætt par.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Karlsskála, pr. Eskifjörð.
«SSSSSSSSSSSSSS3SS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS9
Nauðungaruppboð,
sem auglýst var í 55., 56. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1955 á v/s Arinbirni R. E. 18, eign Arinbjarnar h. f.,
fer fram eftir kröfu Stofnlánadeildar sjúvarútvegsins,
Skuldaskilasjóðs útvegsmanna, Gísla Einarssonar hdl.
og tollstjórans í Reykjavík um borð í skipinu á Reykja
víkurhöfn miðvikudaginn 19. október 1955, kl. 10,30
árdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
taeíssssssssssssssísssssíííSísssíSíííííssísssíssísísssssssssssssssssssaB