Tíminn - 03.12.1955, Blaðsíða 3
TÍMINN, laugarðag'nn 3. desember 1955.
6. blað.
Nokkur orð um sam
göngu- og póstmál
Fyrir nokkru las ég í Tím-
anuxn frásögn um það, að
nokkrir þingmenn hefðu þá
ttýlega flutt tillögu á alþíngi
um fjölgun póstferða um sveit
ir landsins, þanníg að ekki
færri en vikulegar ferðir væru
íarnar með póst út um hina
dreifðu byggð, og þá jafnt sum
ar sem vetur.
Mér hefir satt að segja ver
ið það nokkur ráðgáta, hvers
yegna póststjórnin hefir talið
nauðsynlegt í ýmsum byggðar
lögum, að hafa sumarpóstferð
ir með hálfu skemmra milli-
þili en vetrarferðirnar. Það
hlýtur þó að vera hverjum
manni ljóst, að á mesta anna-
tíma sveitanna (vor og sumar
mánuði) er minnstur tími til
lestrar og skrifta. Og hvers
vegna skyldi þá lagt helmingi
meira fé í að koma bréfum,
blöðum og öðrum póstflutn-
ingi út um sveitirnar, einmitt
á þeim tíma, sem sveitafólkið
hefir mmnstan tíma til að
sinna slíku? Manni hefir þó
skilizt, að það kosti töluvert
fé að halda póstferðunum
uppi.
Ég ætla að það hafi verið í
fyrrasumar, sem nokkrum út-
völdum póstafgreiðslumönn-
um var fahð af póststjórninni
að gera tillögur um bætt og
ódýrara skipulag á póstferð-
um innan Barðastrandarsýslu-
Og nú er árangur þessa nýja
skipulags farinn að sýna sig.
Póstferðir úr Króksfjarðar-
nesi tU Patreksf jarðar eru nú
lagðar niður með öllu, og ekk
ert komið í staðinn. Að vísu
géngur póstur ennþá frá
Króksfjarðarnesi til Fjarðar á
Múlanesi, en sjóleiðin frá Firði
að Brjánslæk, sem tengdi póst
ferðirnar að austan og vestan
saman (þó klúðurslegt væri á
stundum) hefir nú ekki verið
fai’in með póst það sem af er
þessu ári. Póstur hefir verið
látinn ganga eftir Barða-
ströndinni frá Brjánslæk að
Haukabergi, en ekKert sam-
band við Patreksf j. allt árið og
því borið við, að enginn fáist
til að taka að sér póstferðúr
yfir Kleifaheiði, 12 km. langan
og ágætlega ruddan fjallveg.
Sé það nú satt, sem póst-
afgreiðslumaðurinn á Patreks
Þrði lætur hafa eftir sér í
blaoaviðtali nýlega, að póst-
samgöngur við Patreksfj örð
sjöleiðis hafi verið 143 auk
allra flugferða og landpóst-
ferða árið 1954, þá sýnist það
nokkuð einkennúeg ráðstöfun
frá hendi póststjórnarinnar
að útiloka nærsveifir eins og
BarSaströndina algerlega frá
því að geta notað þessar öru
póstsamgöngur með því að
leggja niður póstleiðma yfir
þennan stutta og greiðfæra
fjallveg sem Kleifaheiðin er.
Sérstaklega væri það þó undra
vert, ef tillögur þessa reglu-
sama póstafgreiðslumanns
hafa orðið tú þess að póst-
stjórnin hefir horfið að þessu
vafasama ráði í póstdreifing
armálum sýslunnar. Hitt eru
fullkomin ósannmdi, að nokk
ur veruleg gangskör hafi verið
gerð til þess að fá póst á þessa
leið. Hún heÞr alls ekki verið
boðin út.
Það sér (eða ætti að sjá)
hver heilvita maður, að slíkt
ástand í póstmálum er alger-
lega í andstöðu við tilgang-
inn með póstsamgöngum að
útiloka nærsveiÞr frá notum
póstsamgöngum við þann stað
í sýslunni, sem hefir þær lang
samlega beztar.
Ég hefi sagt það áður, og
ég endurtek það hér, að póst-
samgöngur um Barðastrandar
sýslu eru sízt skárri né á nokk
urn hátt hagkvæmari en þær
voru fyrir 12 árum. Og þess
utan er nú komið þannig, að
3 bæir á Hjarðarnesi og Litla
nesi hafa engan póst fengið
allt þetta ár. Og hafa þó und
anfarin 20 ár fengið póst í svip
uðu hlutfalli og aðrir útnesja
bæir í sýslunni. Þannig er nú
komið skipulagningu póstferð
anna í Austur-Barðastrandar
sýslu. Barðaströndin sjálf em
angrúð bæði að ausltan og
vestan. Og bréf, sem eiga að
fara í Austursýsluna eða vest
ur yfir Kleifaheiði, verða að
sendast til Reykjavíkur, og þá
náttúrlega bréf að austan og
vestan sömu leið.
Eins og kunnugt er, er
Brjánslækur bréfhirðing í sam
bandi við Króksfjarðarnes-
Bréfhirðingar þurfa að fá allt,
sem tilheyrir því starfi frá því
pósthúsi, er þær tilheyra. Og
þær eiga að gera öll skil til
sömu póstafgreiðslu, svo sem
peninga fyrir innleystar póst-
kröfur o. fl. Ég vil nú nefna
nokkur dæmi, sem gefa ofur-
litla hugmynd um hraðann á
þessum viðskiptum hjá okkur
hérna.
Bréfhirðingin á Haukabergi
er sunnan til undir Kleifaheiði
ca. 30 km. frá kaupstaðnum
Patreksfirði, og tilheyrir því
póstumdæmi. Þurfi bréfhirð-
ingin einhver skipti að hafa
við póstafgreiðsluna á Patreks
firði, senda póstkröfupeningá,
þarf fyrst að senda þá að
(Framhald á 6. eí8u.)
MEST UMTALAÐA BÓK ÁRSINS
Bonjour tristesse
SAGAN,
18 ára franska stúlku, kemur 1
bókaverzlanir næstu daga.
;i sérstæða franska skáldsaga
hlaut Grand Prix des Critiques
bókmenntaverðlaunin.
Bókin hefir nú verið geÞ'n út
í flestum Evrópulöndum og í
Bandaríkjunum og selzt í meira
ljón eintökum.
EFTIR ÚTGÁFUDEGI
ÞESSARAR BÓKAR.
Hún veröur senn á
allra vörum.
*SS$5«S$S$SSS$SSSS$SSS555SS$Í$SS$S5S5$SSS5555S$$S$$$$$55$$S5$SS5SSS5$S3
Bóknforltíti ODÐS
BJÖRXSSOXAH
Vinnið ötullega að útbreiðslu TÍMANS
■ ■
Dökk föt í miklu úrvali. — Nýjasta tízka. — Hagkvæmt stæröarkerfi gerir
flestum kleift að fá föt við sitt hæfi. — Kcmið og skoðið fatatízkuna í ár og
gerið hagkvæm fatakaup. , - .
KIRKJUSTRÆTI — SÍMI 2838,
W7ÍT