Tíminn - 03.12.1955, Side 4
*.
TÍMINN, laugardaginn 3. desember 1955,
276. blaff.
■' ■ ■
Mér hefir borizt eftirfarandi bréf
frá Nönnu Tómasdóttur:
L
Blönduósi, 23. nóv. 1955.
Kæri hr. Starkaður!
Þar sem hr. Eyjólfur Jónsson
hefir verið svo vingjarnlegur að
skrifa mér til í gegnum blað yðar
23. þ. m., þykir mér hlýða að svara
tilskrifi hans með nokkrum orðum.
Hefði ég auðvitað miklu frekar kos
ið að skrifast á við móður hans, en
þar sem hún bersýnilega telur sig
ekki færa um að standa sjálf fyrir
máli sínu, hlýt ég að beina orðum
mínum til málsvara hennar, hr.
Eiyjólfs Jónssonar.
Vil ég byrja á því að þakka hon-
um hinn mikla heiður, er hann
sýnir mér með því að kalla frásögn
mína, er birtist í Tímanum 13. nóv.
s. 1., skáldverk. Tel ég það geysi-
mikla æru fyrir lítt menntaða unga
ktonu sem mig, að herrann skuli gefa
minni litlu grein sama nafn og stór
skáldin nota um- ritverk sín. Einnig
nefnir hr. Eyjólfur frásögnina róg-
skrif, eru það óneitanlega ólík nöfn,
en hafa sjálfsagt bæði sömu merk-
ingu, að dómi hr. Eyjólfs.
Ég hef aldrei fengið orð fyrir að
vera sérlega hugmyndarík og — þó
leitt sé frá að segja — tel ég mig
ahs ekki færa um að búa til neina
sögu frá eigin brjósti, ekki einu
sinni rógskrif, hvað þá skáldverk.
Mun því öllum augljóst (nerna ef
til vill hr. Eyjólfi), að ég hefði
áreiðanlega ekki fundið mig knúða
til að taka mér penna í hönd, ef
við hjónin hefðum ekki verið þeim
órétti beitt vestur í Bjar-karlundi,
sem ég áður skýrði frá, og skriíaði
ég greinina í mótmælaskyni gegn
slíkri framkomu. Af ófyrirsjáanleg-
um orsökum birtist hún ekki fyrr
en þetta. Það kemur málinu raun
ar ekkert við.
En hvað um það. Greinin virðist
hafa gert hinum háttvirtu mæðgin-
um gramt í geði og furða ég mig ails
ekki á því. Þar sannast hinn gamli
málsháttur: „Sannleikanum verður
hver sárreiðastur".
í grein sinni gerir hr. Eyjólfur
það, sem hann getur til að sýna
fram á það, að ég hafi farið með
ósatt mál. Býst ég við, að þær til-
raunir reynist honum árangurslitl-
ar. Þetta mál var á of margra vit-
orði til þess að slíkt geti heppnazt.
Einnig reynir hann að slá um sig
með ýmsum athugasemdum í þeim
tilgangi að klóra yfir, en þær eru
gripnar úr lausu lofti og flestar
fálmkenndar, eins og slíkar yfir-
klóranir hljóta ævinlega að verða.
Gerir hann þetta áuðvitað í því
skyni að halda uppi heiðri hótels-
ins, því að skiljanlega gera svona
uppljóstranir áliti þess ekkert gott.
Hvað viðvíkur hugmynd hr. Eyj-
ólfs um sljóleika okkar hjónanna,
þá get ég ekki að því gert, að mér
finnst hún ákaflega hlægileg. Við
erum bæði frekar ung, 23 ára að
aldri, og áhyggjur og erfiði hafa
btt þjakað okkur enn sem komið
er. Væri full ástæða til að ætla,
að fullorðin frú, sem á uppkominn
son, og þar að auki gegnir erilsömu
Starfi, væri orðin eitthvað sljórri
og glej’-mnari en við. Býst ég enda
rið, að svo sé, eftir fyrri atvikum
að dæma og af þeirri ástæðu muni
hinar „ófrávíkjanlegu reglur“, sem
hr. Eyjólfur minntist á, stundum
verða útundan.
Hvað viðvíkur fyrirspurn Eyjólfs
Jónssonar um það, hvenær ég telji
vera dagmál, þá játá ég hiklaust,
að ég er ekki nógu gáfuð til að
skilja hvers vegna hann spyr mig
að því. Sé hann svo fáfróður, að
vita ekki skil á gangi sólar, ætti
hann að lesa sér til um þau efni.
Þó finnst mér gustuk að gera herr
anum ofurlitla úrlausn strax með
því að upplýsa hann um það, að
hérna fyrir norðan er sólin ekki
hæst á lofti um dagmáiabil, heldur
kl. 12 á hádegi. Það kann að vera
að hún hagi sér eitthvað öðruvísi
vestur í Bjarkárlundi, þó að mér
finnist það harla ólíklegt. Ssnnileg
ast þykir mér, aö tilgangur hans
með fyrirspurn þessari sé svo sem
enginn, heldur hafi þessi setning
fæðst í hinum skarpa heila hans af
hreinni tilviljun og honum fund-
izt hún svo góð, að hann þess vegna
hafi leyft henni að fljóta með. En
nú skulum við bara segja sem svo,
að ég álíti mig hafa fariö á fætur
rétt eftir dagmál hinn umrædda
dag í Bjarkarlundi. Það var víst
um hálf-tíuleytiö, sem ég labbaði
upp í brekkurnar m&ð telpuna mína
og vorum við þar til hádegis. Að
loknum snæðingi fórum við svo
aítur út, en kl. 15,30 sneri ég aftur
inn á hótelið í þeirri von, að rjúk-
andi kaffi stæði á borðum, en svo
var þó ekki. Hugsaði ég með mér,
að ég gæti vel verið án þess og pant
aði ekkert, en fór inn í herbergið
og var þar alllanga stund vegna
þess að mig var íarið að svíða illi-
lega í andlitið undan sólinni. Því
miður láðist mér að taka tímann,
svo að ég veit ekki hvað ég sat
lengi þarna inni, en sennilega hefir
það verið þá, sem ég „naut veður-
blíðunnar innan véggja“, eins og
hr. Eyjólfur vill meina að ég hafi
gert. Hann segir ennfremur að um-
mæli um rekstur hótei Bjarkarlund
ar hafi öll verið á einn veg (ég býst
við að hann meini að þau hafi öll
verið góð), en þar get ég ekki verið
honum sammála, til þess áttum við
hjónin tal við of marga Barðstrend
inga og Dalamenn í þessu umrædda
ferðalagi þar vestur frá. Var þar
mál manna, -að mikil breyting til
hins verra hefði átt sér stað siðan
eiginmaður núverandi hótelstýru
féll frá og er það ekki til álitsauka
fyrir háttvirtan Eyjólf Jónsson, sem
sennilega hefir haíið starf sitt við
rekstur hótelsins um það leyti. Ég
segi sennilega, af því að ég veit það
ekki, en þykir það trúlegt.
Að svo mæltu læt ég fyrir mitt
leyti útrætt um þetta mál, ef hr.
Eyjólf Jónsson langar til að skrif-
ast meira á við mig, er það guð-
velkomið, en ég held, að við verð-
(Framhaid á 7. síðu.)
Sýning Guðmimdar frá
Miðdai, sem framlengd var í
vinnustofu hans á Skólavörðu
stíg 43, hefir verið mjög fjöl
sótt. Hafa nú séð hana um
4000 manns, og 27 myndir
hafa selst. Sökum jiess að
þröngt var um sýninguna og
igsáKSÍfaá
nokkrum nýjum málverkum
hefir verið bætt við, þá hefir
nú 20 málverkum verið kom
ið fyrir í vestursal Listvina-
hússins, en það er skammt
frá. Á sunnudagskvöld líkur
sýningunni á Skólavörðustíg
43, en hins vegar verður sal-
urinn í Listvinahúsinu opinn
til jóla.
Aðgangur er ókeypis fyrir
báða staðina, er sýningin op
in frá 14—22 daglega. —
Myndin hér að ofan er af
folaldshcggmynd eftir Guð-
mund.
Frumskóía-Rútsí
ein fegursta unglingasaga heimsbckmenntanna, eftir
Carlota Carvallo de Nunez.
Menntamálaráðuneytið í Perúi verðlaunaði bókina,
sem beztu barna- og unglingabók, sem komið hefði út í
lándinu, og mælti jafnframt með þvl að allir barna- og
unglingaskólar landsins kynntu nemendum sínum
þessa bók.
Kjarni bókarinnar er frábrugðin cðrum unglingabók-
um, sem út hafa komið hér á landi. Hún er fögur, göfg-
andi, og hefir þroskandi uppeldisgildi. Hún er fögur bók,
sem kennir unglingunum að leita hins fagra og góða,
og sýna veglyndi, fórnfýsi og hjálpsemi; hvar sem er og
hvenær sem er. Hún er spennandi bók, íull af lífsþrótti
og æskufjöri.
Þetta er fyrsta unglingabókin, sem þýdd hefir verið úr spönskú; beint á íslenzka
tungu, og er þýðingin gerð á vandaðra og kjarnmeira mál, en gerst mun hafa áöur
með barna- og unglingabækur.
FRUMSGÓGA-RÚTSÍ er bókin, sem allir foreldrar velja barninu sínu í jólagjöf.
HrímfelSs bék er valin bék
Bókaútgáfan, HRÍMFELL“
(juÁrún f^rcí oCiuieli B[
Þar sem brimaldan =:
brotnar s
Guðrún frá Lundi er meðal beztu rithöfunda íslenzku
þjóðarinnar. Hún sameinar beztu kosti góðs ritliöfundar:
greind, elju og þrautseygju.
Guðrún hefur glögga atiiygli, ríka tilfinningu fyrir lífi
og kjörum þjóðarinnar og mikla frásagnargleði. Lýs-
ingar hennar eru sterkar og sannar, athurðaröðin hröð
og eðlileg og hrífur lesandann, svo að lestur sögunnar
er ósvikin ánægja.
Guðrún frá Lundi sannar, hve skáldæð íslenzku þjóð-
arinnar er rík og á live traustum grundvelli íslenzk al-
þýðumenning hefur staðið.
Guðriin frá Lundi er glæsilegur fulltrúi íslenzku
konunnar, enda nýtur liún hylli hennar meir en nokkur
annar núlifandi rithöfundur.
Prenftsmiðjan IE1FTUR
.ViV.V.V.V.W