Tíminn - 06.12.1955, Page 4

Tíminn - 06.12.1955, Page 4
TÍMINN, þriðjudaginn 6. dcscmber 1955. 278. blað- Nýjar bækur á jólamarkaði r r A refaslóðum — bók, sem margir munu fagna Á REFASLÓÐUM eftir Theodór Gunnlaugsson. Útgefandi Búnaðarfé- félag íslands. Öldum saman hafa íslend- ingar og fjallarefurinn eldað grátt súfur á fjöllum og heið um og mörg merkileg saga hefir af því spunnizt, en und arlega fáar hafa þær verið í letur færðar. Verið getur, að sú skýring sé til þess, að veiði mennirnir hafi oftast verið betri skyttur en söguritarar, eða þá hitt, að þeim hafi ver- ið skapi nær .að huga að næstu tófuslóð en að setjast með penna í hönd til að skrá sögu liðins dags. Að þessu hefir þó verið skaði, því að hér er um að ræða snaran þátt í baráttusögu íslenzka bóndans og jafnframt merki- legustu glímu eða viðureign manns og dýrs á þessu landi. Þar að auki hefðu slíkar sög_ ur, ef vel hefðu verið skráðar, getað aukið mjög þekkingu al mennings á lífi og háttum eina rándýrsins, sem liíað hef ir villt hér frá ómunatíð, og er að líkindum allra íslenzkra dýra vitrast, kænast og úr- ræðabezt í lífsglímunni. Bækur hafa verið ritaðar u'm alla skapaða hluti hér á landi, en á þessu hausti kem ur fyrsta refabókin, ef svo mætti segja, og er það vonum seinna. Hún fylUr autt skarð, og þáð er sérstakt gleðiefni, hve vel hún fyllir þetta skarð. Hún er vönduð að frágangi, myndarlega gefin út af Bún aðarfélagi íslands og rituð af þeim manni, sem vafalaust er íslenzka fjallarefnum kunn- ugastur, þeirra er nú lifa. Svo vel vill til, að þessi þingeyska refaskytta er líka frábær Bæklingar um um- ferðareglur oghjúkr un í heimahúsum Blaðmu hafa borizt tveii bæklmgar frá skrifstofu fræðslufulltrúa í Reykjavík. Annar þeirra heitir: Þú ert ekki einn í umferðinni, og eru það leiðbeiningar fyrir hjólreiðamenn. Gaf Slysa. varnafélagið bækUnginn út og afhenti skólum Reykjavík ur 5000 eintök af honum að gjöf. Þessum bækiingi hefir verið útbýtt Þ1 11 og 12 ára barna í barnaskólunum og til nemenda í 1. og 2. bekk gagn fræðastigsins. Undanfarnar yikur hafa íþróttakennarar í þessum skólum kennt nem- endum hjálp í viðlögum og umferðareglur í leikfimitím- um, þar eð leikfimikennsla hefir ekki farð fram sökum mænuveikifaraldurs. Hefir bá nemendum verið afhentur þessi, þarfi bæklingur. Hinn bæklingurinn heitir. Hjúkrun í hemahúsum. — Reykjavíkurdeild Rauðakross íslends gefur bæklinginn út og sendir hjúkrunarkonu l gagnfræðaskólana í Reykjavík • til • að. kenna nemendum beiftrahjúkrun. Afhendir hún þá nemendum jafnframt þennan bækling. sögumaður, gerhugull náttúru skoðari og ritfær í bezta lagi. Við og við hafa gremar eft ir Theodór Gunnlaugsson á Bjarmalandi í Öxarfirði birzt í blöðum og tímaritum, og hvort sem þær hafa veÞð um refi eða rjúpu hafa þær vakið óskipta athygli. Útvarpshlust endur munu og vel minnast bráðskemmtilegra erinda. er hann flutti í útvarp nú í vet_ ur, svo óskipta athygli vöktu þau fyrir skemmtilega frá- sögn og gerhygli. Páll Zóphóníasson, búnaðar málastjóri, ritar formála fyrir bókinm af hendi útgefanda og segir, að nær áratugur sé síðan Búnaðarfélag íslands hafi samið við höfundinn um að gefa út þessa bók. í henni skyldu vera lýsmgar á eðh ng lifnaðarháttum refanna, veiði aðferðum og annarri eyðingu þeirra, og síðast en ekki sízt sögur af viðureign hans víð tófurnar. Höfundur ritar síð- an sjálfur inngangsorð og segir, að veigamesta ástæðan til þess að hann ritaði bók_ ina hafi verið yfirsjónir hans sjálfs. Hann segir, að sér hafi ekki gengið björgulega veiðimennskan, þegar >hann bvrjaði að ganga við refi. Þeir haíi beitt hann margvísleg- um brögðum, svo snjöllum, að enginn mundi að óreyndu ætla, að þau væru runnm und an rifjum annars en hins mesta bragðarefs í mannslíki. Kveðst hann þá mundi hafa orð'ð þakklátur þeirri refa- skyttu, sem hefði getað kennt sér nokkuð um atferli ref.. anna, því að það er seinlegt að læra af tófunum sjálfum En þá var enginn kostur slíkra fræða. Þess vegna segist höf- undur hafa látið undan þrá- beiðni ýmissa vina sinna að rita bókina, til þess að freista þess, að kynni hans af refum og refaveiðum færu ekki með öllu með honum í gröfina ems og fór um flesta aðra. Bók sinni skiptir Theodór í tvo hiuta. í fyrri hlutanum lýsir hann refunum sem gleggst, Etoíni þeirra afbrigð um og lifnaðarháttum. Er þetta allt gert skýrt og skil. merkilega og að mestu leyti byggt á eigm reynslu, stutt óteljandi dæmum hms glögg skyggna veiðimanns og nátt- úruskoðara. Siðari hlutinn fjallar svo um refaveiðarnar. Er þar fyrst lýst heiztu veið'iaðferð- um fyrr og nú, og er í senn að því fróðleikur og góð leið- sögn. Enn styðst frásögnin mest við dæmi úr eigm reynslu, og oft verða þetta bráðspennandi veiðisögur. — Theodór tekst það, sem fáum einum er lagið, að láta kennslu sína verða skemmtilega frá- sögn. Ferðasögurnar hans Theodórs í þessari bók eru blátt áfram ógleymanlegar margar hverjar. í bókinni er allmikið af myndum tU skýr- ingar. Þótt bók pessi verði íyrst og fremst kærkomm öllum refaskyttum, mun hún verða hverjum þeim, sem ann ísl- náttúru i blíðu og stríðu, ó_ svikinn skemmtilestur. Theo- dór er sannur íslenzkur böndi, kemur tll dyranna eins og hann er klæddur, segir sögu sína hjartahlýr og tildurlaus lifandi í orði, snjall í máli og gerhugul svo að af ber. Það er komrn út snjöl bók um. ís- lenzka refmn. AK. Góður gestur Bækur haustsins heiman um haf eru nú sem óðast að berast mér í hendur, og eru þær mér jafnan fagnaðar- fengur. Fyrst í höfn að þessu sinni var bindið af Sagna- gesti Þórðar Tómassonar frá Vallnatúni, enda kom það „efri leiðina,“ og var því fljótt í förum. yfir hið breiða haf og hálfa Vesturálfu. Var mér þetta nýja sagnakver hans góður gestur, eins og fyrri þjóðfræðasöfn hans, því að mér, sem mörgum öðrum íslndingum beggja megin hafsins, eru „fornu minnin kær,“ og tekur það einnig til konu minnar, þó fædd sé að öllu alin upp vestan ál- anna, en ann eigi að síður íslenzkum fræðum, og þá um annað fram ætt- og mann- fræði. Kunnum við því bæði Þórði innilega þökk fyrir send ingu þessa nýja rits. Það er gefið út á vegum ÍSa- foldrprentsmiðju og telst til ársins 1954, þó eigi kæmi það á bókmarkaðinn fyrri en á þessu hausti, er það hið snyrtilegasta að frágangi, prýtt nokkrum myndum. Þórður fylgir þessu hefti Sagnagests sins úr hlaði með eftirmála og athugasemdum, og kemst þar meðal annars þannig að orði: „Þess gerist naumast þörf, að ég „syngi“ þetta kver úr hlaði með mörg um orðum. Á flestum sviðum sver það sig til sömu ættar azar Kvcnfélag Hallgrímskirkpi hefir bazar í Góðtemplarahúsinu í dag kl. '2 e. h. Margir eigulegir munir. — Hentugar jólagjafir. Mazarnefndin. Undraheimur undirdjúpanna eftir kaiitein J. Y. Cmistetm, höftmtl otf hrautrtfSjanda Uöfunura&ferðarinnur nteð ratnslunffa BÓKIN SEGIR FRÁ reynslu og ævintýrum liinna fyrstu „froskmanna“, ér hættu sér niður í undirdjúpin með vatnslungað á bakinu óg svöml- uðu fríir og frjálsir eins og fiskarnir, óháðir öllu sambandi við yfirborðið, um ókunna heima, könn uðu ný og áður óþekkt svæði, sem að sumu leyti gjörbreyttu hugmyndum okkar jarðarbúa um lifnaðarhætti sævarbúa. FRÁSÖGN höfundar er ævintýraleg og þó raunsæ í senn, og hon- um hefír tekist að gæða hana slíku seiðm.agni, að lesandinn leggur ó- gjarnan frá sér bókina á náttborðið, fyrr en síðustu blaðsíðunni hefir verið flett. — Hrímfells bók er valln bók « og fyrri sagnakver mín, að- eins er sú breyting nú á orð- in, að nokkrir góðir menn hafa lagt mér fullmótað efni upp í hendurnar. Munar þar mest um þátt Önnu Vigfús- dóttur frá Brúnum um afa hennar og ömmu, niðja þeirra og ættmenn. Hefur íslenzkri mannfræði þar bæzt góður fengur. Þættir Helga Hannes sonar og sagnaþularins marg fróða, Sigurðar J. Árness, hafa einnig orðið mér aufúsu gestir, sem ég þakka fyrir komuna." Ber framlag þeirra til safns ins því órækt vitni, að þau eiga þetta hrós skilið, og þökk sé þeim og öllum, er styðja Þórð og aðra slíka þjóðfræða safnendur og skrásetjara að þörfu og þjóðnýtu starfi þeirra. Sagnagestur, er, eins og segir á titilblaði hans, safn þátta og þjóðsagna frá 19. og 20. öld, og harla fjölskrúðug- ur að efni, því að þar kennir margra grasa. Er þar áð finna skýrskornar og mjög athyghs verðar mannlýsingar í þátt- um eins og „Ákvæðakonan," „Rausnarkonur,“ Frá Hall- varði á Þverá“ og „Hetju- lund.“ Þá mun mörgum verða minnistæður þátturinn um Sigurð Andrésson, er lýsir örlganótt hans í heljargreip- um. í þættinum „Þjóðlífs- myndir“ fléttast þjóðlífs- og mannlýsingin saman í eina heild og glögga. Þá eru hér ýmsar hrein- ræktaðar þjóðsögur, drauga- sögur og huldufólks, og ófreskisögur drauma. pg ann- arra fyrirboða, að ógleymdri útilegumannasögunni af' Sig- ríði bóndadóttur og Siguröi bjargvætti hennar, sem.er vel sögð, en á sér, eins og Þórður bendir á í athugsemd sinni, hliðstæður í öðrum íslenzk- um þjóðssagnasöfnum. Allmikið er af þjóölegum kveðskap í safninu, sérstak- lega lausavísum, og er það góðra gjalda vert að halda þeim til haga, því að þær eiga sér ósjaldan menningarsögu- legt gildi, hvað sem öðru líð- ur. Leggur Helgi Hannesson réttilega áherzlu á það í fróð legum athugasemdum sínum, „Fáein orð um formaiinavís-. ur,“ sem birtar eru í ritinu. Ýtarlegasti og veigamesti hluti safnsins er þó þáttur Önnu. Vigfúsdóttur frá Brúnum, sem fyrr var nefhdur, þg ýkir Þórður eigi, er liarín segir, að sá þáttur sé góðúr fengyr ís— lenzkri mannfræði, því áð þar fara saman ættfræðílégur og menningarsögulegur fröðleik ur. Af svipuðum toga spunnir, þó styttri séu, eru þættirnír „Ágrip ættartölu . Gríms ft Austvaðsholti“ og „Öpin feigs vök.“ Málfarið á þessu t sagng- kveri Þórðar Tómassonar ér sem fyrri daginn, lif.eint bg kjarnmikið. Mun' þessi Sagn'á gestur hans kærkomihn gest- ur öllum þeim, er þjóðlégum fróðleik unna, og mætiu því fíeíri slíkir gestir fylgjá hon- um í spor. Richard Be'ck.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.