Tíminn - 06.12.1955, Qupperneq 6
®.
TÍMINN, þriSjudaginn 6. desember 1955.
278. blag,
¥
NY SKALDSAGA
eftir
Ólaf Jóh. Sigurösson
G ANGVIRKIÐ
Ævintýri blaðamannsins kemar í bókaverzlanir í dag
„GANGVIRKIÐ" gerist í Reykjavík á útmánuðum
1940. Höfundurinn lætur ungan mann, Pál Jónsson,
segja söguna. Hanh er alinn upp hjá ömmu sihni
á Djúpafirði í guðsótta og góðum siðum, vandaður
piltur til orðs og æðis, draumlyndur og rómantísk-
ur, en ákaflega barnalegur og heldur ístöðulítill.
Hann hefir gefizt upp við nám, sumpart vegna fá_
tæktar, sumpart vegna þeirrar ringlunar sem styrj
aldar'fréttir utan úr heimi hafa valdið í huga hans,
en auk þess er hann orðinn ástfanginn af laglegri
stúlku. Tilviljun ræður því, að hann gerist blaða-
maður og verður dag hvern að rannsaka samvizku
sína um það, hvort hann eigi heldur að hlýða rit-
stjóranum, Valþóri Stefáni Guðlaugssyni, eða fara
eftir þeim kenningum, sem amma hans sáluga
hafði innrætt honum. Hann velur þann kost að
vera jafnan algerlega hlutlaus. „Gangvirkið" er
jöfnum höndum ástarsaga ungs manns á erfiðum
tímum og kímin ádeilusaga.
A VEGAMOTU
smásögur eftir
Ólaf Jóh. Sigurðsson
Viðurkennt er að skáldsagnahöfundurinn Ólafur Jóh. Sigurðsson er jafnhliða einn
snjallastur þeú-ra, sem nú rita smásögur á íslenzka tungu, og liggja eftir hann þrjú
smásagnabindi, KVISTIR í ALTARINU, TENINGAR 1 TAFLI og SPEGLAR OG FIÐR_
ILDI, svo að Á VEGAMÓTUM verður hið fjórða í röðinni. Þær sögur, sem hér búrtast,
bera snilldaremkenni höfundarins að stíl og máli, en eru jafnframt þrungnar inn-
taki líðandi tíma, og hefir höfundur kosið að láta þær og skáldsögu sína, GANG-
VIRKIÐ, fylgjast að td lesenda.
BÆRURIVAR FÁST I ©LLUM BÓKAVERZLU.M M
HEIMSKRINGLA
Ávarp til ísfirðinga
Bæjarstjórn ísafjarðarkaup
taðar og sýslunefndar Vest-
ir_ og Norður-ísafjarðarsýslu
.íafa samþykkt að stofna í
élagi til byggðasafns á ísa-
’irði, og kosið undirritaða í
stjórn safnsins.
íslendingar leggja nú mikla
•tund á að varðveita frá glöt
m hvers konar minjar um
nenningu og starfshætti lið-
nna k.vnslóða. Hefir nú verið
'itofnað til byggðasafns í
lestum byggðum landsins.
.iefir þeim verið mjög vel tek
ð af almenningi, enda mun
illum ljóst vera, að síðustu
orvöð eru að bjarga frá glöt-
m mörgu af því, sem ein-
■cenndi íslenzk heimili 19. ald
nrinnar og á fyrra hluta þess
arar aldar. Hér á Vestfjörð-
.im hafa orðið miklar breyt-
rngar á atvinnuháttum. bún-
aðarháttum og byggingum. í
stað hins gamla kemur nýtt
cg hið gamla hverfur og g!at
ast. En ttl þess að koma í veg
:íyrir það, hefir verið stofnað
til byggðarsafnsins. Okkur er
ljóst, að mikið er enn til af
allskonar sjaldgæfum og
merkum munum og tækjum,
sem nauösyn ber tdl að varð-
veita, og bezt eru geymdir í
vörzlum byggðasafns. Það eru
þvi tilmæli vor, að allir ís_
firðir.gar, hvort he’dur þeir
eru búsettir í sýslunum, kaup
staðnum eða fluttir burtu úr
héraði, leggi byggðarsafninu
höstyrk eftir mætti og meðal
annars með þessum hætti;
1. Menn athugi, hvort þeir
eigi ekki í fórum sínum
muni, tæki, myndir eða
annað, sem þeir telja bezt
gevmt í byggðasafni. Menn
gæti þess að ekkert er svo
smálegt, að það hafi ekki
pjóð'.egt gildi.
2. Menn gefi þessa muni til
safnsins eða ánafni þá safn
inu eftlr sinn dag.
3. Þeir, sem selja vUdu slíka
muni sanngjörmi verði, láti
einhvern undirritaðra vita
af því.
Höfuðáherzlu leggjum vér
á það, að hver og einn gæti
þess að ekkert glatizt að ó-
þörfu, sem hefir menningar-
legt gildi. Menn hendi ekki
tækjum og hlutum, þótt þeir
séu gamlir og úreltir, þegar
hætt er að nota þá, eða menn
flytja búferlum, heldur láti
safnið njóta þeirra.
Vér skorum á alla aö styðja
að því að byggðasafnið geti
orðið héraðsprýði og það mun
takast, ef alhr leggjast á eitt.
Undirritaðir veita gjöfum
viðtöku og ennfremur Guð_
mur.dur Jónsson frá Mosdal.
scm heitið hefir stjórninni
aðstoð sinni.
Stjórn Byggðasafns ísfirðinga
Emar Guðfinnsson
Kristján Davíðsson
Jóh. Gunnar Ólafsson.
ÍJtbreiðiS TÍMANN
„Heill 05 sælt, Starkaður! — Nú
þegar veturinn er að ganga í garð,
langar mig til að líta inn í bað-
stofuna hjá þér, og spjalla við
fólkið stundarkorn. Það hefir löng-
um verið svo, að veturinn hefir
vakið nokkurn ugg í hugum okk-
ar íslendinga. Hann hefir oft farið
um okkur hörðum höndum, en við
misjafnlega viðbúnir að mæta glímu
tökum hans. Afkoma okkar hefir
alltaf að mjög verulegu leyti verið
háð tíðarfarinu, og hafi það farið
í sinn versta ham, hefir jafnan
verið vá fyrir dvrum. Svo hefir
þetta verið. En hvernig er það nu,
hefir einhver bi-eyting á orðið í
því efni? Erum við nú orðnir þess
umkomnir að mæta Vetri konungi
þó að hann beiti sinum verstu bola
brögðum? Eigi veit ég það, og því
miður mun það eigi vera svo enn,
en svo er fyrir að þakka, að vissu-
lega er viðhorfið nú gjörólikt því
sem áður var, og veldur þar mestu
um hin margháttaða nútímatækni,
og möguleikar alls konar til úr-
bóta, sem áður voru óþekktir. Hugs
um okkur t. d. hvernig útlitið
mundi hafa verið nú á haustnótt-
um, fyrir svo sem hálfri öld, á
Suður- og Vesturlandi, eftir það
næsbum dæmalausa óþurrkasumar,
sem þessir landshlutar áttu við að
búa, nú nýliðið. Auðvitað hefði
ekki verið nema um tvennt að ræða,
fækka skepnum í mjög stórum stíl,
eða. setja á stórfellda vogun, sem
vitanlega gat svo haft þær afleið-
ingar að fénaðurinn stráfélli. Hér
er ekki eingöngu um að ræða hey-
skort, heldur jafnvel miklu frem-
ur hve heyin eru ónýt vegna trén-
unar og hraknings. Gat því vel
svo farið, að skepnurnar dæu út
frá fullum jötum, ef ekkert hefði
verið til að bæta fóðrið með. Nú
á sem betur fer ekki að þurfa til
þessa að koma, nú er viðhorfið
svo gjörbreytt frá því sem áður var.
Nú er hey flutt úr öðrum lands-
fjórðungum, fóðurbætir, bæði inn-
lendur og útlendur, keyptur í stór-
um stíl, og opinber hjálp ýmiss
konar veitt þeim, sem harðast hafa
orðið úti, sem undir svona kring-
umstæðum sýnist vera réttmætt og
sjálfsagt, að þjóðfélagið lilaupi
undir bagga til að forða fjárhags-
legu hruni og upplausn, sem ann-
ars mundi óhjákvæmilega fylgja í
kjölfarið. Er vonandi að með þess-
um hjálparmeðulum öllum beri
bændur á óþurrkasvæðinu gæfu til
að setja tryggilega á, og láti ekki
freistast til neinnar óvarkái’ni í
því efni.
En eitt hef ég ekki orðið var
við i öllum þeim umræðum, sem
farið hafa fram í sambandi við ó-
þurrkana sunnan og vestan lands
síðast liðið sumar. Hvernig sem
ég hef hlustað, minnist ég ekki að
hafa heyrt nefndar heyfyrningar.
Nú var það svo, að næsta sumar á
undan, sumarið 1954, var framúr-
skarandi gott, einmitt í þeim lands
hlutum, sem óþurrkarnir herjuðu
nú. Spretta var framúrskarandi
góð, og spratt snemma, heyskapar-
tíð var einnig í bezta lagi, og hey-
skapur talinn með langsamiega
mesta móti um haustið, og góður
eftir því. Síðast liðinn vetur mun
e. t. v. hafa verið gjafafrekari en
í meðallagi, en varla langt yfir það.
Það hefðu því átt í vor að vera
miklar heyfyrningar í þessum lands
fjórðungum og hefðu þær átt að
geta bætt að miklu upp ósköpin
í sumar. Segjum t. d. að til hefðu
verið í heyfyrningum á búi %—!4
þess heymagns, sem þarf til ásetn-
ings á viðkomandi búi. Það hefði
munað miklu, og gjörbreytt útlit-
inu, að eiga þann forða af góðu
heyi. Það mundi ha-fa sparað dýr
fóðurkaup, t. d. jafinjy$9.‘$þrt alveg
óþarfa heyflutninga úr öðrum landa
fjórðungum, en það verða senni-
léga langdýrustu: f!. fóðurkaupin.
Menn tala oft um, hvað heyfyrn-
ingar séu dýrar, ea sannleikurinn
er sá, að dýrast verðUr alltaf að
vanta heyin. í landi með jafn ó-
stöðuga veðráttu og okkar land,
verður engin trygging í búskapn-
um, nema með heyfyrningum. Það
hefir reynslan alltaf sannað.
Það er ekki óalgengt, í sam-
bandi við lestur veðurfrétta, nú 1
seinni tíð, að getið sé um hafís. Ég
er nú þannig gerður, að það kemur
alltaf einlivern veginn ónotalega
við mig, þegar ég heyri orðið „haf-
fsfrétt". Líklega er það einhver
ertfðageigur frá liðtnum kynslóð-
um, þegar hafisinn „landsins fornl
fjandi“, læddi hungurvofunni f
land, sem eyddi bæði fénaði og
fólki. Nú er orðið svo langt um
liðið síðan hér hefir komið „ísa-
vetur", að allur þorri þess fólks,
sem nú byggir iandið, þekkir þá
ekki nema af afspurn. Margir
munu svo bjartsýnir að trúa því,
að saga ísavetranna tilheyri liðna
tímnum aðeins ,og muni ekki end-
urtaka sig. En mun óhætt að treysta
því?, hvernig mundum við vera
víð því búnir, ef hafísinn lokaði
hverri vík frá Hornbjargi tll Gerp-
is, og lægi langt á sumar fram?
Því getur hver svarað fyrir sig.
Þá Iangar mig til að fara nokkr-
um orðum um útsendingu veður-
frétta yfir veturinn. Eins og kunn-
ugt er, hefir sá háttur verið á hafð-
ur nú um alllangt skeið, að seinka
klukkiunni um eina klukkfustund
um fyrstu vetrarhelgi. Við þetta
raskast margt í flutningi útvarps-
ins, þar á meðal lestur veðurfrétta.
Fyrir seinkunina eru veðurfréttir
lesnar kl. 8 að morgni. Eftlr seink-
un klukkunnar breytist þetta þann-
ig, að veðurfréttir eru ekki lesnar
fyrr en kl. 9,10 að morgni. M. ö. 0.,
eftir seinkun klukkunnar eru veð-
urfréttir lesnar tveimur klst. og 10
mínútum seinna. Þetta er afar ó-
heppilegt, og getur haft hinar al-
varlegustu afleiðingar. Skal það nú
skýrt nánar.
Sá háttur mun yfirleitt hafður
á til sveita, þar sem sauðfjárrækb
er stunduð, að féð er látið liggja
úti framan af vetri, meðan tíð er
sæmiieg. Er það þá meira og minna
dreift eins og eðlilegt er, sérstak-
lega þar sem svo hagar til, að
heimalönd iiggja að afréttum, þvf
að féð sækir í heiðar-nar meðan
tíð er góð. Nú mun það vera svo, að
meðan veðurspá, og veðurútlit, er
gott, þá láta menn féð eiga sig
sem mest, ganga aðeins til þess við
og við. En ijókki veðurspá, er mik-
ilsvert að geta brugðið fljótt vlð,
og er þá hver klukkustundin dýr-
mæt. Nú má ganga út frá því, að
það sé nokkum veginn föst venja,
að menn fari ekki til kinda, fyrr
en þeir hafa fengið veðurspána.
Það er því höfuðnauðsyn, að veð-
urspáin komi það snemma, að birtu
tíminn geti notast ailur. Það má
alls ckki eiga sér stað, að menn
þurfi að eyða af hinum dýrmæta
birtutíma skammdegisins tll að bíða
bíða eftir veðurspánni. Það getur
haft úrslitaþýðingu um það, hvorfi
féð næst saman eða ekki, og þá
um leið hvort á því verður meira
eða minna tjón.
Hlutverk veðurstofunnar hlýtur
að vera það, fyrst og fremst, að
gefa hagnýtar bendingar um veð-
Framhald & 10. slSu