Tíminn - 21.01.1956, Page 4

Tíminn - 21.01.1956, Page 4
TÍMINN, laugardaginn 21. janúar 1956, 17.. blaíf Ben.jam.Ln Sigvaldason: Orðið er frjálst Óðir ofdrykkjumenn Þess hefir margoft verið getið í blöðum og útvarpi síðustu árin, að ofdrykkjumenn og spellvirkj- ar leituðu mjög eftir því að sækja skemmtanir í sveitum að sumrinu, valdi þar spjöllum og hleypi öllu í uppnám, svo að vandræði hafa af hlotizt. Öllum hefir komið sam- an um, að við svo búið mætti ekki standa, og einhver úrræði yrði að finna, til að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig ár eftir ár. En menn virðast ekki hafa komið auga á úrræði, sem að haldi mættu koma, til að lækna þetta þjóðar- mein. Fyrir nokkrum árum var sú til- raun reynd, að setja ofdrykkju- xnennina í poka og geyma þá þar unz samkomunni var lokið. En hvernig sem því víkur við, var steinhætt við þetta, og er ekki nefnt á nafn framar. Væri fróð- legt að heyra, hvað því hefir vald- ið, að þessi einfalda aðferð var niður lögð. Mætti þó ætla að þetta ráð væri einkar hentugt til að lægja yfirgang og ofsa ofdrykkju- manna. Næst kom fram tillaga um það, að löggilda nokkra menn í hverri sveit, er skyldu hafa lög- gæzlu á hendi á hverri samkomu. I>essu hefir víða verið komið í framkvæmd og gefizt vel, svo langt sem það nær. En því miður hefir þetta reynzt allsendis ófullnægj- andi, þegar stóra hópa ofdrykkju- manna ber að garði í einu. Og nú er svo komið, að mörg sveitar- félög standa öldungis ráðþrota gegn þessum mikla vanda. Nú nýlega hefir komið fram á Alþingi tillaga um það, að ríkið taki að sér löggæzlu yfir síldveiði tímann (frá 15. júní til 15. sept.) í þeim þorpum, þar sem fólk safn- ast saman við móttöku síldarinnar, en í slíkum þorpum er oft róstu- samt yfir síldveiðitímann, eins og kunnugt er. Þótt þetta sé virðingar verð tilraun í rétta átt, þá bætir hún engan veginn úr þeim vand- ræðum, sem hér verða gerð að umræðuefni. Þegar fólkið í þes- um þorpum fréttir, að einhvers Staðar eigi að halda samkomu, þá Streymir það þangað í tugatali, og veldur samkomuspjöllum. Og þetta fólk bindur sig ekki við neina mánaðardaga. Það heldur uppteknum hætti, hvort sem það er fyrir 15. júní eða eftir 15. sept. og ekki verður séð, að þessar æv- intýraferðir standi í nokkru sam- bandi við síld eða síldveiði, nema hvað peningarnir fyrir vínið kunna að vera „síldarpeningar“. En það er nú önnur saga, hvernig ungt fólk nú á dögum ver þeim peningum, sem það vinnur sér inn. Það er mjög almenn skoðun, að þessi samkomuspjöll ofdrykkju- manna þekkist ekki nema á Suð- urlandi og í Borgarfirði. En því jniður er það ekki svo, því að víða er „pottur brotinn“ í þessu efni. Og nú er svo komið, að jafnvel hinar friðsömustu sveitir í af- skekktum landshlutum eru ekki lengur óhultar fyrir þessum ó- fögnuði. Verður hér sagt lauslega frá tveimur samkomum í Norður-Þing eyjarsýslu, og brugðið upp svip- mynd af því ástandi, sem flokkur aðvífandi og óboðinna „gesta“, hefir skapað þar, öllum viðkom- andi til sárrar gremju og stórtjóns. Hinn 11. júní s. 1. var boðið til skemmtunar í samkomuhúsi Keldu neshrepps í Norður-Þingeyjarsýslu. Var samkoma þessi hvergi auglýst, nema innan sveitar og í næstu sveit, Öxarfirði Ekki er mér kunn ugt um, hvort tekið var fram, að ölvun væri bönnuð þarna. En hafi það farizt fyrir, þá hefir það verið vegna þess, að slíkt hefir talizt með öllu óþarft, þar sem enginn ofdrykkjumaður er til í þessari sveit né í næstu sveitum. Þarna átti að fara fram kvik- myndasýning, söngur, ræðuhöld og dans, svo sem venja er til á slíkum samkomum. Nú er skemmst af því að segja, að um það bil er samkoman var sett, renndi heim að samkomuhús- inu langferðabifreið frá Raufar- höfn, full af fólki, og á hæla henni komu einar 3 eða 4 minni bifreiðar úr sömu átt. Það leyndi sér ekki, að flest þetta fólk var þegar orðið mjög ölvað, og þar á meðal nokkrar ungar og mynd- arlegar stúlkur. Það var með söng og hávaða og stjakaði gjarnan við þeim samkomugestum, sem fyrir voru, ók á bifreiðar og lét vaða á súðum. Ölæðið ágerðist brátt, svo að varla var verandi í hús- inu eða í námunda við það. Varð nú að fella niður ýms skemmti- atriði, svo sem ræðuhöld, því svo voru aðkomumenn þessir háværir, að alls ekkert hefði heyrzt til ræðu mannanna, þótt þeir hefðu stigið í stólinn. Dansinn var eina skemmtiatriðið, sem komið gat til mála, þegar hér var komið. En er dansinn hófst, þyrptust hinir ó- boðnu og ölóðu samkomugestir flestir inn í danssalinn, en fram aö þessu höfðu margir þeirra verið að slangra kringum húsið. En jafn framt fóru heimamenn að tínast út úr danssalnum, og því fleiri, sem yfirgangur aðkomumanna varð meiri. Þegar dansinn hafði þannig staðið um stund, hófust blóðug slagsmál inni í salnum. Brátt rak að því, að farið var að draga eða bera út einn og einn aðkomumann. Voru þeir þá flestir orðnir berir eða hálfberir niður að mitti, og svo blóðugir, að því var líkast, sem þeim hefði verið stung ið á höfuðið niður í blóðtunnu í sláturtíð. Þarna var vitanlega eng inn löggæzlumaður. En Keldhverf ingar eiga, sem betur fer, unga og hrausta menn, sem komu þarna í góðar þarfir. Einn þeirra er Svein- ungi Jónsson, bóndi á Tóvegg, sem er heljarmenni að burðum, og Adam bróðir hans kvað einnig hafa krafta í kögglum. Þeir bræð- ur, og ýmsir fleiri góðir drengir, komu í veg fyrir að þarna yrðu mikil spjöll, sem efni stóðu þó lil. — Það er svo skemmst af þessu að segja, að samkomunni var slit- ið mun fyrr en áætlað var í fyrstu. Hún hafði engum verið til skemmtunar, en öllum til leið- inda og mörgum til tjóns. Það skal tekið fram, að þarna sást ekki vín á nokkrum manni úr Kelduhverfi og Öxarfirði. Allmikið kvað hafa borið á því, að Raufarhafnarmenn hafi hleypt upp samkomum á fleiri stöðum í sumar, t. d. á Svalbarði í Þistil- firði og víðar. En ekki liggja fyrir glöggar heimildir um það, hversu miklum spjöllum þeir hafi valdið á þessum stöðum. Eitt er víst, að hvergi hafa þeir verið til ánægju- auka. En nú skal sagt frá einni sam- lcomu, þar sem þessir sömu menn koma allmjög við sögu, og er hún á þessa leið: Sumarið 1954 var lialdin mikil og virðuleg samkoma að Skinna- stað í Öxarfirði, til að minnast 100 ára afmælis Skinnastaðar- kirkju. Fór samkoma sú hið bezta fram, enda hafði þess vandlega verið gætt, að bægja frá staðnum öllum drykkjuslánum og ofdrykkju mönnum. — En er samkomureikn- ingarnir voru gerðir upp, kom í Ijós nokkur halli, því miklu hafði verið til kostað. Skuld þessi stóð svo ógreidd nokkuð á annað ár. En er þeir, sem að þessu stóðu, sáu að svo búið mátti ekki standa, og að skuldina varð að greiða, kom þeim til hugar, að halda sam- komu með bögglauppboði, og skyldi ágóðanum varið til að greiða fyrrnefnda „kirkjuskuld". Urðu allir viðkomandi á þetta sáttir og var ákveðið, að samkoman skyldi haldin að Lundi í Öxarfirði í nóv- embermánuði s. 1. Þarna er skóli með áföstu rúmgóðu samkomu- húsi. — Samkoma þessi var aug- lýst um Öxarfjörð, Kelduhverfi og Núpasveit, og tekið fram, að ölv- un væri stranglega bönnuð. Á hinum tiltekna degi hófst um- rædd samkoma að Lundi, og fóru þar fram fjörug ræðuhöld, upp- lestur og söngur, og ef til vill hefir verið þar sitthvað fleira til skemmtunar. — Þegar kl. var um það bil 11 um kvöldið, var öllu lokið, nema bögglauppboðinu, svo og dansinum, sem verða átti á eftir. En rétt í þann mund, er bögglauppboðið átti að hefjast, ber svo undarlega við, að inn í sam- komusalinn streymir hópur af Raufarhafnarstrákum. Leyndi það sér ekki, að þeir voru mjög ölv- aðir, og fóru allgeyst og voru með hávaða og ýmis konar fíflalæti. Leizt nú samkomugestum ekki á blikuna, því að marg oft höfðu þeir haft óþægileg kynni af piltum þessum áöur fyrr. Þannig stóð á ferðum þessara Raufarhafnarstráka, að síðdegis þennan sama dag hafði strand- ferðaskip komið til Raufarhafnar með mikið af vínföngum (senni- lega frá Siglufirði), sem þorps- búar höfðu pantað. Samstundis og vínið kom í land, var skotið á ráðstefnu til að ræða framtíðar- fyrirætlanir og opna fyrstu flösk- urnar. Ilvað gerðist annars á þess ari ráðstefnu er ekki kunnugt, annað en það, að samþykkt var að taka á leigu stóran langferða- bíl og aka suður að Lundi, því eitthvert veður höfðu þeir af því, að þar væri samkoma. — Var nú lagt af stað í skyndi og vínföng- unum ekki gleymt. Frá Raufar- höfn og suður að Lundi er allt að því þriggja tíma akstur, og var brýnt fyrir bílstjóranum að fara sem hraðast, þar sem mikið lá við að komast sem fyrst á stað- inn. Á leiðinni var hver flaskan eftir aðra opnuð, og sopið hraust- lega á. Þegar allir voru orðnir „góðglaðir“ eða vel það, var far- ið að semja einskonar dagskrá — eða öllu heldur hernaðaráætlun, sem framkvæmd skyldi, þegar komið væri á leiðarenda. Var á- ætlun þessi í þremur liðum og hljóðaði eitthvað á þessa leið: 1. Aljla karlmenn á staðnum skulum við slá í rot. 2. Þar næst skulum við nauðga öllum þeim stúlkum, sem þarna eru saman komnar. 3. Að því loknu skulum við kveikja í kofanum (þ. e. í skólanum og samkomuhús- inu). Nú voru þeir þarna komnir, tutt ugu eða fleiri til að framkvæma þessa fögru og göfugmannlegu á- ætlun. Þótti þá heimamönnum sýnt, að til tíðinda mundi brátt draga. — í sveitinni eru 3 lög- gæzlumenn og höfðu þeir ekki borið einkennishúfur sínar fram að þessu. En nú voru þær settar upp og ýmsar varnarráöstafanir gerðar í kyrrþey. Löggæzlumenn sveitarinnar eru þessir: Björn Björnsson, hrepp- stjóri í Skógum; Björn Jónsson, bóndi í Ærlækjarseli; Guðmund- ur Jónsson, bóndi að Ærlæk. Allir þessir menn eru hraustir vel og harðgerðir, og einn þeirra, Björn Jónsson, heljarmenni að burðum. En Guðmundur Jónsson er sá eini þeirra, sem verið hefir á lögreglunámsskeiði. Hann hefir því öðlazt þekkingu á því, hvernig liægast sé að verjast ofdrykkju- og ofbeldismönnum og hvernig skuli með þá farið. En víkjum nú aftur að samkom- unni sjálfri. Bögglauppboðið fór fram án verulegra árekstra. En hávaðasamir þóttu aðkomumenn og aðsópsmiklir, en eigi þó til vandræða enn sem komið var’. Samstundis og bögglauppboðinu lauk, færðust aðkomumenn í auk- ana og hafa nú sennilega farið að ráma í hernaðaráætlunina. En sök- um ölæðis gættu þeir þess ekki að framkvæma hana í réttri röð, því þeir byrjuðu á öfugum enda. í hinum stóra sal er ofn einn mikill, rétt við leiksviðið. Var hann að þessu sinni rauðkynntur. Aðkomumenn sáu, að þarna var tilvalið tækifæri til að kveikja í húsinu, því kæmist eldur í leik- sviðið, var allt húsið brunnið sam- stundis, nema kaldir steinveggirn- ir. Þeir réðust því á ofninn og eyðilögðu hann En fyrir snarræði lögreglumannanna, tókst að forða því, að kviknaði í leiksviðinu. Þótt allt ætlaði hér um koll að keyra, tókst lögreglumönnum að hand- sama foringjann, og draga hann út úr húsinu. Hinir vildu ekki yfirgefa foringja sinn og flýðu því á cftir, unz allir þessir óboðnu CFramhald á 6. síðu.J Hjálmtýr Pétursson hefir kvatt sér hljóðs og ræðir um glímuna við vísitöluna: „Það er dýr og hlægileg glíma, sem hæstvirt ríkisstjórn á við vísi töluna. Til þess að halda henni niðri er höfð skömmtun á smjöri og smjörlíki. Fjórum sinnum á ári verður einn frá hverri fjöl- skyldu að mæta í Góðtemplara- húsinu til þess að sækja sína skömmtunarmiða. Miðað við 4. manna fjölskyldu verða 15 þús. manns að koma í hvert sinn, sem úthlutun fer fram. Á ári verða að koma þarna 60 þús. manns til að sækja skömmt- unarmiða aðeins fyrir smjör og smjörlíki! Það er eins og við Alþingiskosn ingar, þar sem hvert mannsbarn kysi, eða tvennar kosningar eftir kjörskrá. Það er varla ofreiknað, að að meðaltali fari klukkutími fyrir hvern mann að ná í miðana ef tekið er tillit til þess að það tek- ur lengri tíma úr úthverfum bæj- arins. Dæmið er þá þannig: 60 þús. klst. á kr. 17,oo ca. (Dagsbrún artaxti dagv.) samtals 1.020.000 kr. ein milljón og tuttugu þúsund krónur. Beinn kostnaður hjá ríki og bæ er við þessa úthlutun um 250.000 kr. tvöhundruð og fimm- tíu þúsund krónur, það er fyrir prentun á miðum útsendingu, skrifstofukostnað, burðargjald og ekki sizt langar auglýsingar í blöð um og útvarpi með tilvitnunum í reglugerðir og lög frá þessum og þessum tíma. Minna þær helzt á klausuna frægu: Vér Christian hinn X. af guðs náð o. s. frv. — Einfalt ráð til þess að losna við þetta vinnutap og kostnað er að stjórnin láti draga þessa smjör- líkisþóknun frá sköttum manna líkt og gert var með kjötuppbót- ina frægu. í öðru lagi gæti hún sent hverju mannsbarni á landinu ávísun í pósti einu sinni á ári að upphæð kr. 126,80,. sem er upp- hæð styrksins. Ávísanir þessar mætti prenla, því að þær eru all- ar með sömu upphæfi. Þetta dæmi sem hér að fram- an er nefnt gildir aðeins um Reykjavík, en íbúar annars stað- ar á landinu eru yfir 90 , jþijsg :og ekki er þar minni fýrlrhofn og kostnaður að nálgast þessa af- sláttarmiða. T. d. í sveitum verða menn að sækja þá til oddvitá um langa vegu. Þessi styrkur, sem kóstar svo mikla fyrirhöfn , er í raun og veru frá okkur sjálfum — til okkar sjálfra. — Fyrst verðum við að greiða í okkar sameiginlega sjóð rúmar hundrað krónur, ef við ger um það ekki eru þær teknar frá okkur með lögtaki, rheð tilheyr- andi kostnaði. Síðan- seridir bless- að ríkið okkur þær til baka í formi smjörlíkismiða, en við verð um að hafa fyrir að áækja þær, Þetta er barnalegur leikur, varla samboðinn fullorðnu fólki, með fulla skynsemi. Ef þessi niðurgrciðsla væri að- eins til þeirra lægst lriunuðu, fá- tæku og þeirra, sem hafa stóran barnahóp, væri eitthvert Vit í því. En nú fá jafnt styrkinn, örsnauðir og auðmenn. Það er eins og þar stendur: ' „Heilbrigðir þurfa ekki læknis við“. Þeir efnuðu þurfa ckki að láta gefa sér „viðbit" við brauði og eiga ekki að taka á móti því. Þetta er aðeins eitt sýnishorn af rekstri okkar þjóðfélags í dag. Þúsundir manna eru á framfæri þjóðarbúsins við óraunhæfa vinnu af þessu tagi — að skrifa og leika sér með tölur. Ríkis og bæjarsjóðir eru eins og risavaxnar sogdælur, sem soga til sín í hundrað mismunandi teg undum skatta og tolla, hundruð milljóna af eignum og tekjum manna. Þessi dælistöð, sem stjórnað er af valdamönnum þjóð- félagsins á hverjum tíma, veitir síðan þessu flóði yfir landsfólkið aftur. En þá er sú spurning. Kem- ur þetta mikla fé til baka til þeirra, sem hafa þess mesta þörf? Til þess er ætlazt í lýðræðisþjóð- félagi, en til þess þurfum við þroskaða og heiðarlegá valdhafa. — Sú ábyrgð hvílir á herðum kjósendanna. Hjálmtýr hefir lokið máli sínu. Stai’kaður. I TILKYNNING I !Í! um almennt tryggingasjóðsgjald o. fl. | IHluti af almennu tryggingasjóðsgjaldi fyrir árið | 1956 fellur í gjalddaga nú í janúar, svo sem hér segir: ;i| Karlar, kvæntir og ókvæntir, greiði nú kr. 350,00 jí; Konur ógiftar, greiði nú kr. 250,00 jij Vanræksla eða dráttur á greiðslu tryggingasjóðs- j;j j:j gjalds getur varðað missi bótaréttinda. jjjj I” Skrifstofan véitir einnig móttöku fyrirframgreiðsl- jjjj um upp í önnur gjöld ársins 1956. jíj Reykjavík, 19. jan. 1956. jjjj Tollstjóraskrsfsfofan | Arnarhvoli. ji; «ÍSS8SS3SS5SSSSS53S33S3SSS$S3S3S33SS$$SS$$$333$S5S53SS3SS3S33$S3S33$S5S> Ræktunarsamband !j Vestur-Dalasýslu | jjjj óskar eftir vélstjóra á tvær beltavélar, T. D. 14 og |j jjj T. D. 6, er verða í umferðarjarðvinnslu á næsta sumri. |j jjjj Æskilegt væri að umsækjendur gætu unnið að við- |j jjjj gerð á vélunum seinni hluta vetrar, ef með þarf. — |j jjj Umsækjendur snúi sér til Guðmundar Ólafssonar, Ytra- íj jijj felli eða Gísla Brynjólfssonar, Hvalgröfum, Dalasýslu. ?jj »ssssssssssssssssss$ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss«

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.