Tíminn - 21.01.1956, Síða 5

Tíminn - 21.01.1956, Síða 5
TÍMINN, laugardaginn 21. janúar 1956. B fí. blað. | Ltmgard. 21. jan. GrutidvöBSur vlnstri stjórnar • Hér í blaðinu var það rakið fyr- Ir nokkrum dögum, að Sjálfstæðis flokkurinn ætti sundrungu vinstri aflanna fyrst og fremst að þakka hin óeðlilega miklu völd, sem hann hefir nú. Vegna þessarar' sundrungar hefir ekki verið hægt að mynda stjórn til vinstri sein- ustu árin og Framsóknarflokkur- inn h?fir ekki haft um annað að veljan en stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn eða stjórn- Jeysi. Síðan í vorkosningunum 1942 hafa lýðræðissinnaðir andstæðing- ar íhaldsins ekki haft meirihluta á Alþingi, og stjórn hefir því ekki verið hægt að mynda í andstöðu við íhaldið, nema með aðstoð kommúnista. Seinasta áratuginn hefir afstaða kommúnista í al- þjóðamálum verið þannig, að eng- inn vinstri flokkur í Vestur-Ev- rópu. Asíu eða Afríku hefir treyst sér til þess að mynda stjórn með þeim. Frumástæðan hefir verið sú, að kommúnistaflokkarnir liafa sýnt, að þeir létu stjórnast eftir „línu“ frá Moskvu. Þetta virðist ó- hreytt enn. Ef kommúnistar vilja gerast samstarfshæfir, verða þeir að sýna í verki, að þeir séu óháð- ir Moskvu. Þetta hefir Tito gert og því hefir hann getað haft marg víslega samvinnu við vestrænar þjóðir og hlotið efnahagslega að- stoð þeirra. Hér á landi hefir þessi afstaða kommúnista valdið því, að ekki hefir verið hægt að mynda vinstri stjórn á undanförnum árum. Af- leiðingin hefir orðið sú, að Fram- sóknarmenn hafa ekki haft um annað að velja en samstjórn með Sjálfstæðisflokknum eða stjórn- leysi. Þótt oddaaðstaða kommúnista á Alþingi hafi þannig ráðið mestu um það ,að myndun vinstri stjórn ar hefir ekki verið möguleg að undanförnu, hefir fleira komið til greina, sem torveldað hefir vinstri samvinnu. Sambúð Framsóknar- ílokksins og Alþýðuflokksins hef- ir oft verið örðugri og verri en skyldi og stofnun Þjóðvarnarflokks ins hefir orðið til þess að auka sundrungu vinstri manna enn meira. Ef hinir lýðræðissinnuðu íhaldsandstæðingar hefðu borið gæfu til að standa betur saman, er meira en líldegt að þeim hefði tekist að ná meirihluta á Alþingi og getað þannig myndað stjórn, án þess að vera nokkuð liáðir milli liðavaldinu eða Moskvuvaldinu. Framsóknarmenn hafa aldrei far ið dult með það, að þeir teldu langvarandi samvinnu til hægri ó- heppilega. Þeir hafa jafnan sagt, að þeir kysi heldur að vinna til vinstri. Sú leið hefir hins vegar Verið lokuð að undanförnu, eins Og rakið er hér að framan. Reynslan hefir nú vissulega stað fest það, að langvarandi stjórn til hægri er ekki heppileg. En það er' ekki nóg að sjá þetta og viður- kenna, heldur verður jafnframt að vinna að því að skapa möguleika fyrir annað samstarf, er reynist betra og farsælla. Slíkt getur ekki orðið, nema hinir lýðræðissinn- uðu íhaldsandstæðingar dragi úr sundrungu sinni og fylki sér sem bezt saman. Gamlar deilur og á- greiningur um minniháttar mál eða mál, sem ekki krefjast að- kallandi lausnar, verða að víkja til hliðar vegna þessarar nauðsynj ar. Nýir og breyttir tímar krefjast þess, að menn þrælbindi sig ekki við úrelt sjónarmið, hleypidóma og persónuleg óvild eða metn- að. Þegar þjóðarheill krefst verður . allt slíkt að víkja. Það er þjóðarnauðsyn í dag, að ©11 lýðræðissinnuð umbótaöfl sam- eini krafta sína. Umbótaöflin verða að ganga sameinuð til verks í stað þes^ að halda sundrungunni á- fraöi. Takmarkið er að skapa starf þæfan, jugirihluta lýðræðissinn- Raforkuverin í Rhónedalnum Gerdar hafa verið risaáætlanir um byggingu 23 raforkuvera í sfóránni Rhóne, sem munu verða hin mestu í Evrópu, ef þau verða fuílgerð. Menn taka varla eftir því, hvar stórfljótið Rhóne skilst úr Genf- arvatninu, því að fljótið er svo lygnt á mörkunum. Meiri eftir- tekt vekur lítið listihús í miðju vatninu, þar sem marglitir sund- fuglar sveima um, og elta uppi bitanna, sem ferðamenn kasta til þeirra. En þegar ekið er niður með rót- um Alpafjallanna í áttina til Ané- cy í Frakklandi, kemur Rhóne aft ur í ljós við Djöflaklif, og þar er svipur hennar allur annar. Hún bylgjast áfram eins og hvítur þráður eftir skorningunum langt fyrir neðan. Séu menn svimagjarn ir, er ekki líklegt, að þeir hafi mikla ánægju af að teygja sig yfir handriðið og horfa niður. Því síð- ur af að ganga út á hengibrúna, sem liggur yfir skorningana á ein um stað.Það er ekki fyrir fólk með slappar taugar að hafa sig mikið í frammi á slíkum stöðum. Þannig er Rhóne, allt frá því að hún er komin úr Genfarvatninu, þar til hún rennur í Miðjarðar- hafið við Marseille í Frakklandi. Hún hefir, ásamt ánni Saóne, allt af verið friðsöm í garð mann- anna. Þegar Rómverjar réðu yfir heiminum, var það hún,sem tengdi norðrið og suðrið, og því mikla hlutverki hefir hún gegnt allt til vorra daga. En það hefir ekki allt af verið leikur einn, að sigla eftir ánni, sem á sumum stöðum geis- ist áfram 3 metra á sekúndu, og á sér hvorki meira né minna en 125 fossa. Á einstöku stað er vatnsmagnið 140 kúbíkmetrar á sekúndu. Vatnið hefir alltaf haft mikla þýðingu fyrir manninn, og draum urinn um að beizla afl þess er vafalaust langtum eldri en mögu- leikarnir til þess að gera það. — Franskur húgenotti, sem flúði til Sviss og veitti ánni mikla athygli, kom þegar árið 1613 fram með til- ekki heldur ákjósanlegur til á- batasamrar ræktunar. ■— Þeir sem farið hafa um þetta landssvæði, muna sjálfsagt eftir uppþornuð- um hæðadrögum, sem einkenna landslagið, og sem til þessa hafa verið til lítils gagns fyrir Frakka. Mestur hluti fransks iðnaðar er staðsettur fyrir norðan Loire, þó að undanskildum sápuverksmiðj- unum í Marseille og ilmvatnsverk smiðjunum í Grasse. En eftir því sem áformin í Rhónedalnum verða að veruleika, breytist myndin. Það á nefnilega að reisa þar alls 23 raforkuver, og þau munu samtals framleiða 13 milljarða kílóvattstunda á ári, en orkuframleiðsla þessi er svipuð að magni og kolaframleiðslan í Saar. Það er með öðrum orðum hægt að líkja þessari áætlun við hina heimskunnu uppbyggingu Tennes- see Valley, og þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem þessi sam- líking er gerð. Það er aðeins einn hængur á, nefnilega, að enginn veit hvenær þessi áætlun verður orðin að veruleika. Þegar er lok- ið við að reisa fjögur orkuver, hið fyrsta, Genissiat, sem tók til starfa á árunum 1946—47. Seyssel og André Blondel orkuverin voru full gerð undir Monet-áætluninni og til búin 1950. Næsti hluti áætlunar- innar tekur yfir árin 1954—57, og á að fullgera tvö orkuver á þeim tíma. Annað þeirra er þegar til- búið, Montelimar-verið, og vinna er hafin við hitt. Þrjú fyrstu ver- in framleiða samtals 3,7 milljarða kílóvattstunda. Rhóne er engin Missisippi, í henni er ekki meira vatn en í Signu. En Rhóne getur komið að slíkum notum vegna þess hve ann ríkt hún á á leið sinni frá Genf til Marseille. Hún rennur af stað með 1650 kúbíkmetra vatnsmagni, og hæðarmismunurinn frá sviss- nesku landamærunum að árósun- um við Miðjarðarhaf er 330 metr- ar. Þess vegna er í ánni stærsti skynsamlegt að reisa svo stór- felld orkuver á tímum, þegar allt kapp er lagt á að gera kjarnork- una undirgefna manninum. En Rhónefélagið telur enga hættu stafa úr þeirri átt, vegna þess, að enn muni líða langur tími þar til kjarorkan er samkeppnisfær við vatnsorkuver. í þessu sambandi má geta þess, að fyrsta kjarnorku stöð Frakka er byggð á Marconte sléttunni, sem er einmitt á sömu slóðum og orkuverin. En það er ekki aðeins rafmagn- ið og kjarnorkan, sem á að ein- kenna Suður-Frakkland í framtíð- inni. Meðal annars er áformað, að grafa skurð milli Arles og Beau- caire, og leiða þannig vatn á geysi legt flæmi íippþornaðra akra, til þess að gera þá frjósama. Þegar hefir 30 þúsund hekturum af skrælnuðum engjum verið breytt í frjósama jörð, þar scm nú er ræktað hrís, maís, hveiti, ávextir og grænmeti. Og það eru fleiri svæði, sem hljóta munu sömu meðferð. Það má nefna aðra markverða fyrirætlun, sem Rafveita Frakk- lands stendur fyrir. Það er að grafa nýjan farveg fyrir ána Du- rance, sem er þverá Rhóne. Nýji farvegurinn mun leiða ána til Et- ang, og mun gera það mögulegt að reisa orkuver með samtals 256 metra fallhæð, sem munu geta framleitt 2300 milljón kílóvatta á ári. Sunnan við Iitla bæinn Gap byggja Frakkar nú stærstu stíflu í Evrópu, fimm hundruð metra langa, 125 metra háa, og mun hún safna saman 800 milljón kúbik- metrum vatns. Þannig mun Dur- ance innan skamms verða nytsöm á, þótt hún hafi hingað til verið nefnd landplága Provence, vegna þess hve oft hún flæðir yfir bakka sína og skemmir akra bændanna. Það eru því líkur til þess, að iðnaður og landbúnaður eigi eftir að vaxa hröðum skrefum hlið við hlið í Suður-Frakklandi, gagn- stætt því, sem víða kemur fyrir, að landbúnaðurinn verður að víkja fyrir iðnaðinum. Ennþá er þó eng in fullnaðarvissa fengin fyrir því, að hinar stórfelldu áæt.lanir verði yfirleitt að veruleika. En fari svo, verður Suður-Frakkland blómstr- andi gósenland miðað við það, sem það er í dag. Fjárhagsaöstoö Bandaríkj- anna við önnur lönd lögur um, hvernig menn gætu hag nýtt sér vatnsafl hennar. En það ! skipastigi í Evrópu, 23 þrep. var ekki fyrr en árið 1921, að I Öll orkuver í Frakklandi eru franska þingið gaf samþykki sitt tengd saman, og vinna þess vegna til þess að stofnað yrði félag til þess að annast rannsóknir á þessu máli. Svo liðu árin, og ekkert markvert gerðist, þar til árið 1934, að Rhónefélagið var stofnað. Fé- lagið varð að fara varlega í fyrst- unni, peningavandræðin voru mik- il á kreppuárunum, en þegar verstu kröggurnar voru liðnar hjá hófst verkið smátt og smátt, og það er ekki fyrr en nú eftir styrj- öldina, að verulegur skriður hefir komist á það, að nýta sem mest af vatnsmagni þessu, sem frá upp- liafi alda hefir runnið óáreitt í Miðjarðarhafið. Monet-áætlunin og Marshallhjálpin stuðluðu að fram gangi málsins, og í dag er hægt að sjá mikinn árangur. Monet- áætlunin er sem kunnugt er, starfsáætlun ,,Litlu-Evrópu“, land- saman. Þetta hefir í för með sér, að rafmagn er svo að segja jafn- dýrt alls staðar í landinu. Þess vegna er ekki víst, að orkuverin í Rhónedalnum dragi annan iðn- að þangað, þar sem verksmiðjur geta keypt rafmagnið við sama verði hvar sem er. Enda getur enginn fullyrt, að Rhónedalurinn muni verða neitt stórkostlegt iðn aðarsvæði þegar fram í sækir. En styrkir þá skoðun. Jafnframt því sem áin verður virkjuð, verður hún löguð betur fyrir samgöngur, og getur þannig aftur orðið hinn mikli tengiliður milli Miðjarðar- hafsins og Vestur-Evrópu. Þar munu jafnvel stærri fljótaskip geta auðveldlega farið um. Þetta skapar ódýra flutningaleið fyrir iðnrekendur, sem setjast að í Eftir Paul L. Ford. anna sex, sem hafa með sér sam-1 Rhónedalnum. Einnig mun járn vinnu, Frakklands, Ítalíu, Luxem- borgar, Belgíu, Niðurlanda og Þýzkalands. Hluti þessarar áætl- unar fjallaði um, að virkja skyldi fossa í Rhóne, og hluti Marshall- hjálparinnar var notaður til þess að hefja verkið. Það, sem þegar er fullgert, og það, sem ráðgert er, hefir það í för með sér, að brátt verður að breyta landafræðibókunum í skól- um vorum, því að í þeim stendur að Suður-Frakkland sé ekki vel fallið til stóriðju, og jarðvegurinn brautin milli Lyon og Marseille í náinni framtíð verða knúin raf- magni, og skapar það einnig betri samgöngur. Það eru líka þegar komnar nokkrar verksmiðjur í dalinn, enda þótt enn sé ekki hægt að nefna hann mikið iðnaðarsvæði. Stærsta verksmiðjan, sem þar er rekin nú, er efnaverksmiðja, sem hefir 11,500 starfsmenn. Eitt hlýtur að koma mönnum í hug ,þegar þessi mál eru rædd, nefnilega hvort það geti talizt aðra íhaldsandstæðinga á Alþingi, svo að stjórn landsins þurfi hvorki að verða háð milliliðavaldi eða Moskvuvaldi. Þessi krafa þjóðarhagsmunanna um aukið samstarf íhaldsandstæð inga í stað sundrungar, nær ekki aðeins til hinna lýðræðissinnuðu andstöðuflokka íhaldsins og fylgis manna þeirra, heldur einnig til frjálshuga og framsækinna manna, sem að undanförnu hafa fylgt Sj álfstæðisflokknum og Sósíalista flokknum af misskilningi. Þeir eiga vissulega heima í þeirri fylk ingu, sem vill hefja efnahagsmál þjóðarinnar úr því öngþveiti, sem fyrr en síðar getur riðið fjárhags legu sjálfstæði hennar að fullu, og tryggja það jafnhliða, að ekk- ert hlé verði á þeirri stórbrotnu framfarasókn, sem þjóðin hefir haldið uppi óslitið síðan hún end- urheimti frelsi sitt. Washington, 15. janúar. — Und-' anfarnar tvær vikur hafa ýmsar tillögur Bandaríkjaforseta og stjórnar hans gefið til kynna, að Bandaríkin séu að leggja inn á nýja braut á sviði fjárhagsaðstoð- ar þeirra við önnur ríki. Var þessa fyrst greinilega vart í áramótaræðu Eisenhowers, sem lesin var í bandaríska þinginu í byrjun þessa árs. í þessari ræðu skýrði Bandaríkja forseti afstöðu sína með þessum orðum: „Til þess að auðvelda vin- um vorum að auka styrk sinn, sem er sameiginlegt markmið vort, þurfa þeir að fá vissu fyrir því, að fjárhagsaðstoö til þeirra verði haldið áfram og þeir hafi bolmagn til þess að halda áfram áætlunum sínum og framkvæmd- um, sem við höfum trú á, og sem verða eigi skipulagðar eða full- gerðar nema á mörgum árum.“ í þessari bi'eytingu felst, að tímabil það, sem aðstoðin nær yfir, lengist fremur en að fjár- magnið verði aukið. Þannig vill forsetinn tryggja sér nægilega fjár hagslega skuldbindingu þingsins, til þess að Bandaríkin geti styrkt framkvæmdir í öðrum löndum, er koma að gagnkvæmum notum, og að styrkveitingin nái yfir lengri tíma. Stjórnarfulltrúar í Bandaríkjun- um leggja áherzlu á, að hér sé ekki um stefnubreytingu að ræða, heldur séu það nýir möguleikar, sem komi hér til greina. Með öðr- um orðum, að á þennan hátt megi gefa meiri gaum og styrkja enn frekar víðtækar framkvæmdir, sem krefjast margra ára vinnu og skipu lagningar og geta verið grúnd- völlur fyrir því, að ein þjóð geti eflt og endurreist efnahag sinn. Það má búast við því, að slík efnahagsaðstoð við erlendar þjóð- ir mæti töluverðri mótspyrnu í báðum þingdeildum, einkum þar sem þingkosningar eiga að fara fram á þessu ári. Það eru uppi háar raddir um að nú sé nauð- syn á því, að fjárlög verði af- greidd hallalaus, sem er og eðli- legt baráttukefli allra góðra ríkis- stjórna. Annaö er það, að margir þingmanna berjast ákaft fyrir því, að létt verði á skattabyrði banda- rísku þjóðarinnar. Þetta eru stjórnmálaleg og efna hagsleg vandkvæði, sem ekki er auðvelt að yfirstíga. Samt sem áður hefir forsetinn gefið í skyn, að áætlanir hans um efanhags- aðstoð við önnur ríki séú einn meginþátturinn í því, sem hann telur vera „skyldur Bandaríkj- anna við aðrar þjóðir heims.“ Þetta er annar þáttur hinnar sögulegu áætlunar Bandarikjanna um efnahagsaðstoð við önnur ríki — Marshalláætlunin, tæknilega aðstoðin og landbúnaðar- og við- skiptaáætlunin frá 1954 — sem hafa áunnið Bandaríkjunum lof alheims fyrir örlæti og víðsýni við að leitast við að fullnægja þörf- um manna í fjölda landa. Það verður ekki hlaupið að því fyrir Eisenhower og utanríkisráð- herra hans, Dulles, að fá sam- þykki þingheims fyrir þessari nýju áætlun þeirra um efnahagsaðstoð, sem nú liggur fyrir. Þeir hafa aug sýnilega ákveðið, hverja leið þeir ætli að velja, og þeir hafa þegar ‘ hlotið nægilegan stuðning almenn ings til þess að þeir geti verið vongóðir um úrslitin. Stöðugt eykst flugið Farþegaflugið í heiminum eykst jafnt og þétt. Samkvæmt upplýs- ingum frá Alþjóðaflugmálastofn- uninni (ICAO) voru eftirtöld ný met sett á árinu 1955: 69 milljónir farþega tóku sér far með áætlunar-flugvélum á ár- inu (Yfirlitið var birt 29. des.), en það voru 10 milljónum fleiri en flugu árið áður. Meðal flug á hvern farþega var 899 kílómetrar. Samanlagt flug allra farþega- flugvéla og leiguflugvéla á árinu 1955 var að lengd til sem svarar 15. sinnum fjarðlægðinni milli jarðarinnar og sólarinnar. Hinar 62 milljóinr svonefndu farþega- mílur, sem áætlunarflugvélar heimsins flugu á árinu svarar til vegalengdar er nemur 1.500.000 ferðum umhverfis hnöttinn. - Flugaukning frá 1954 til 1955 var talsvert meiri en árið áður. T. d. jukust vöruflutningar með flugvélum um 19% árið sem leið, aukningin frá 1953 til 1954 nam 7%. Farþegafjöldinn jókst um 18% á árinu á móti 13% aukn- ingu árið áður. (Frá upplýsingaskrifsttofu S. þ.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.