Tíminn - 04.02.1956, Síða 3

Tíminn - 04.02.1956, Síða 3
29. bla'ð. TÍMINN, laugardaginu 4. febrúar 1956. / slendingajpættir Sjötugur •Guðmundur Þorvaldsson, bóndi að Litlu-Brekku í Borgarhreppi GuSmundur Þorvaldsson bóndi á Litlu-Brekku í Borgarhreppi er 70 ára í dag. ; Guðmundur er fæddur að Hofs- stöðum í. Alftaneshreppi 4. febrú- ar 1886 og' voru foreldrar hans Þorva.ldur Erjendsson og Helga SíÍtíFBárdóttir. Guðmundur er kominn af Mýra- mannakyni, og á til traustra stofna að tel.ia í ættir fram. Síðan hann var tveggja ára, hefir hann dvalist óslitið að Litlu-Brekku, eða Ána- brekku, fyrst í foreldrahúsum og síðan sem bóndi. Guðmundur hóf búskap árið 1912 og kvæntist litlu síðar Guðfríði Jóhannesdóttur Ijós móður frá Gufá í sömu sveit, hinni ágætustu konu. Þeim hjónum varð tíu barna áúðið og eru sex þeirra á lífi: Jóhannes, bóndi á Ána- brekku, kvæntur Ásu Ólafsdóttur; Óskar, bóndi að Tungulæk, sem er nýbýli úr Litlu-Brekkulandi, kvæntur Ragnhildi Einarsdóttur frá Stórafelli; Helga, gift Sigur- steini Þórðarsyni forstjóra í Borg- arnesi; Kristín, gift Hilmari Skag- field og búa þau í Flórída í Banda ríkjunum; Ragnheiður, gift Leon- ard Peppér lögfr., búsett í Flórída í Bandaríkjunum, og Hjördís ógift. Þrjú börn þeirra dóu í æsku, en Jóhanna læknisnemi, er gift Var Thöroif Smith blaðamanni, andaðist síðastliðið sumar frá þrern irngurri börnurn, mikilhæf kþna, og var hún virt af öllum, sþm hana’ þ Sorgin ’fiéfir ekki sneitt hjá garði hjónanna . á Litlu-Brekku, þótt borið hafi þau harm sinn með þreiji iog stiílingu. Öll eru börn þeirfa hjóna' göðum gáfum gædd, njyndarleg svo að af ber og traust íjkynningu. : Heimili þeirra hjóna vár í senn mannmargt og síórmyndarlegt, og fýrirhyggju hefir þurft til að ala upp og mennta þennan stóra barna hóp. Á heimili þeirra hjóna dvölcíust aldraðir foreldrar þeirra beggja til dauðadags, og oft margt! annað fólk, er naut góðs af rausn hjónanna á Litlu-Brekku. HúBbóndinn á Litlu-Brekku hef- ir alltaf verið langt fyrir ofan það að véra meðalrnaður. Um tíma bjó hánn á báðum jörðunum Litlu- Brekku og Ánabrekku. Ræktaði hánn mikið ö‘g bætti jarðirnar að husakosti. Umjljjmgt skeið rak Guð riiundur eitt stærsta fjárbú á ís- letndi, hafði um 1200 fjár. Hann liqfir mikið yndi af hestum og hef ir oft átt góða og trausta hesta. Guðmundúr hefir aldrei viljað sinna ppinberum störfum, heimilið Síðustu árin hefir hann gerst einn af víðförlustu íslendingum, ferðast um Ameríku og Norður- lönd, og sitt eigið land. En þrátt fyrir allt það stórfeng- lega, er fyrir augu ber í slíkum ferðalögum — og þrátt fyrir allar þær unaðssemdir og frjósemi suð- rænna landa, er blasa við augum vegfaranda, hefir bóndinn á Litlu- Brekku fagnað heimkomunni að óðali sínu innilega. — Hann hefir aldrei fundið betur en þá, hve ná- tengdur hann er jörðinni sinni og skepnunum sínum, og hann geng- ur að störfum glaður og reifur, endurnærður af ferðaævintýrunum i en segir jafnframt að hann mundi! ekki vilja skipta lífskjörum við þá j sem búa í eilífu sumri undir suð- rænni sól — og lífskjorum sínum heima ó Litlu-Brekku. ^ Guðmundur á Litlu-Brekku er maður stórbrotinn en yfirlætis- laus. í raun og sjón er hann sann- j ur arftaki hins norræna kynstofns. \ Vinfastur og trygglyndur, hjálp-1 samur en heldur lítt á lofti hjálp- semi sinni. SRapharður var hann og óvæg- :nn ef á hann var ráðist að fyrra bragði. Guomundur er virtur af ná- grönnum sínum og öllum sem hann þekkja bezt. Bókelskur er hann, víðlesinn og fróðleiksfús, hagmæltur vel en fer dult með. Dagsverk Guðmundar er mikið og vinnustundirnar margar, enda aldrei reiknaðar eftir gildandi vinnutaxta hverju sinni. Heimili þeirra Litlu-Brekku hjóna er sönn fyrirmynd. Þar hef- !r ávallt ríkt eining og friður. — Fyrirhyggja og stórhugur hús- bóndans hafa veitt öryggi og frið, íorsjá hans mátti treysta. Guðmundur getur á þessum tíma mótum ævi sinnar horft yfir far- in veg í fullri vissu um, að dags- verk hans er mikils metið af öll- um, sem til þekkja. Meðan íslandi fylgir sú gæfa að eiga víðsýna og stórhuga menn í röðum bændastéttarinnar, þarf eng inn að óttast um afkomu íslend- inga. Nú er fátt manna á Litlu- Brekku. Hinn vænlegi barnahópur (Framhald á 6. síðu.) Dánarminning: Guðmundur Jónsson Oítesen, bóndi í Miðfelli og hín umfangsmikla búsýsla hafa verið heimur hans. Þar hefir hann upað glaður við sitt. 10 billjónir manna í kvikmyndahús Samkvæmt skýrslum er Vísinda og menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna hefir birt nýlega sisékja 10 billjónir manna kvik- riiyndahús heimsins árlega. Inn- gangseyririnn nemur alls um 75 bijljónum króna. Bandaríkin eru stærsti kvik- mýndaframleiðandinn. Árið 1953, en það er síðasta árið, sem skýrsl- ur ná til, voru framleiddar í Bandaríkjunum 344 svonefndar ,.kvöldlengdar“ kvikmyndir. Næst kom Japan með 302 kvikmyndir, þá Indland með 259. ítalir voru stærstú kvikmynda- framleiðendur í Evrópu, þar voru gerðar 163 kvikmyndir. Þá fram- leiddu ítalir ílestar fræðslukvik- myndir allra þjóða. Árið 1953 voru gerðar 579 Jræðslukvikmyndir í Ítalíu á mófi 415 slíkum í Banda- ríkjunum. ! (Frá upjxjýsingaskrifstofu S. Þ.). Einkennilegur tómléiki sækir á huga fólks, þegar góðir vinir kveðja. Svo er nú um marga við fráfall Guðmundar í Miðfelli, sem jarðsunginn veíður frá Þingvalla- kirkju í dag. Hlýtt viðmót hans og trúföst vinátta mun verða mörg- um ljúf minning um mörg ókom- in ár. Guðmundijr Jónsson Ottesen var rösklega 86 ára að aldri, er hann lézt hinn 23. janúar. Hann j fæddist að Ingunnarstöðum í I Brynjudal og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, hjónunum Sig- urlaugu Pétursdóttur Hjaltested og Jóni Ottesen. Bjuggu þau mynd arbúi að Ingunnarstöðum til dauðadags, en Sigurlaug var ætt- uð norðan úr Vatnsdal. Bjó faðir hennar, Pétur Hjaltested í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd, en Ólafur bróðir hans var sóknarprestur í Saurbæ. Jón Ottesen faðir Guð- mundar var frá Ytra-Hólmi á Akra nesi, föðurbróðir Péturs alþingis- manns Borgfirðinga og bónda á Ytra-Hólmi. Voru þeir Ytra Hólms bræður, Jón og Oddgeir bændur svo myndarlegum barnahóp til manns og gera það eins vel og gert var í Miðfelli. Þau fóru kannske ekki með mikla fjármuni að heiman, þegar þau lögðu út í heiminn, en foreldrarnir gáfu góðir og sjósóknarar, eins og lengi þeim annað í veganesti, sem ent- fór saman hjá bændum á Akra- j ist þeim betur, verðmæti, sem möl nesi. ur og ryð fá ekki grandað, dreng- Guðmundur í Miðfelli ólst upp lyndi og manndómsþrek, sem í faðmi fagurrar fjallasveitar og bezt hefir dugað íslenzkri þjóð í hlaut glaðværð~ óg góðsemi í þúsund ár. vöggugjöf á heimili foreldra og | Lítið þjóðfélag, eins og okkar systkina. Þéssir eiginleikar entust hér á íslandi, stendur í mikilli honum á leiðarenda. | þakkarskuld við það fólk, sem Ungur hóf Guðmundur búskap. j skilar þjóðinni þeim arfi í mann- Aðeins tvítugur að aldri setti vænlegum barnahóp, sem þau hann saman bú að Ingunnarstöð- um. Giflist Guðmundur þá ágætri konu, Ásu Þorkelsdóttur frá Þyrli á Hvalfjarðarströnd. Reyndist hún manni sínum samhent, enda dugmikil og úrræðagóð. Konu sína missti Guðmundur fyrir sex árum. Var hún sérstaklega vel látin og vinsæl hjá öllum þeim niörgu, er kynni höfðu af heimili þeirra Miðfellshjónanna. Þau hjónin Ása og Guðmundur bjuggu nokkur ár framan af bú- skap sínum í Kjósinni, en fluttust síðan að Miðfelli 1919 og bjuggu þar til dauðadags. Þeim hjónum varð alls sextán barna auðið, einn dreng misstu þau í bernsku, en fimmtán voru í þeim mannvænlega hóp, sem komst til fullorðinsára. Segir það sig sjálft, að þrekvirki er að lcoma Miðfellshjónin hafa gert. Betri gjöf er ekki hægt að gefa sinni þjóð og sínu landi. Viðburðarík ævisaga Guðmund- ar í Miðfelli verður ekki rakin hér í fáorðri dánarminningu. Hún er þess verð, að henni séu síðar gerð betri skil. Vinir hans munu geyma minn- ingu hans vel, svo tær var vin- átta hans og Ijúf elska. Það vill þannig til, að hann er einn af þeim mönnum, sem ég man eftir að hafa fyrst mætt á lífsleiðinni sem lítill drengur. Og það, sem ég man, er bros og hlýja, þegar hann heilsaði systur sinni, ömmu minni, sem oft hafði sagt mér frá leik þeirra barnanna í Brynjudal, þar sem lækir léku um grónar hlíð ar, og vorsólin var heitari en ann- ars staðar. —gþ. VerzEunin Faco opnar sölubúð í dag á Laugavegi 37 á boðstólum alls konar drengja- og herrafatnaður VERZLUHIH FAC0 Garðræktendur í Reykjavík Þeir, er óska eftir að fá útsæðiskartöflur í vor, geri pöntun hjá skrifstofu bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, sími 81000, fyrir 29. febrúar n. k. RÆKTUNARRÁÐUNAUTUR REYKJAVÍKUR E. B. Malmquist. Skrifstofur vorar eru fluttar að Ránargötu 18. Innkaupastofnun ríkisins )iS«ÍS3SÍÍÍSSÍÍÍ«$ÍI33ÍSÍÍÍ3333Í3Í!5ÍÍSSS$$Í$ÍÍ3SS5SÍSÍ333$Í55SaSÍ$SSÍSS# Jörb í Mýrasýslu Til sölu er veiðiskapar og hlunninda jörð í Mýrasýslu, með góðum húsakosti. Nokkur bústofn getur fylgt. Þeir sem óska upplýsinga sendi nöfn sín í pósthólf 1105, Reykjavík. >»<S3t3SSS3SSSSS3ÍSÍ3SiSSÍSSSSSSSSgSSSSSÍSSSSSSSSSSS3Cgre«&S9tS«»l Grænmetisverzlun ríkisins -ATHUGASEMD- Undirrituðum þykir rétt, að biðja Tímann fyrir eftirfar- andi athugasemdir enda þótt ég hafi leitt hjá mér, að skrifa opinberlega um af- nám Grænmetisverzlunarinn ar, og fari ekki inn á önnur atriði í grein framkvæmda- stjórans. Sveinn Tryggvason framkvæmda stjóri Framleiðsluráðs landbúnað- arins skrifar grein í Tímann í dag um afnám Grænmetisverzlunar rík isins og fer mörgum orðum um hve sú ráðstöfun sé mikið áhuga- mál bænda. En livers vegna skrif- ar þá enginn bónttí um þetta mál, ef það er þeim eins mikið áhuga- mál og framkvæmdastjórinn vill vera láta? Eg mun ekki skrifa hér langt mál. Okkur er báðum málið nokk- uð skylt, mér sem starfsmanni Grænmetisverzlunarinnar og fram- kvæmdastjóranum, sem væntanleg um ráðamanni, eða yfirstjórnanda hinnar nýju verzlunar. En ef framkvæmdastjóranum finnst nokkuð áfátt um rekstur Grænmetisverzlunarinnar og þjón- ustu hennar við bændur síðasta áratuginn, eins og ráða má af grein hans, samanber ummæli hans um, að allt hjakki í sama farinu, þá er rétt fyrir hann og bændur að hugleiða, að fram- kvæmdastjórinn sjálfur hefir hér átt nokkurn hlut að máli, þar sem stofnun hans hefir bæði á hendi yfirstjórn á kartöflumatinu og á- kveður verð á kartöflum til fram- leiðenda. Neytendum þykir höfuðmáli skipta, að kartöflurnar sem þeir kaupa, séu góð vara. Og framleiðendum þykir höfuð- máli skipta, að þeir fái gott verð fyrir vöru sína. Þegar betur er að gætt eru þetta meginþættir málsins. Afskipti Grænmetisverzlunarinn ar hafa verið þau, að leggja á- herzlu á vöruvöndun, fullviss um að hún væri bæði framleiðendum og neytendum til hagsbóta. Hefir oft orðið að leggja fram allmikla vinnu til að endurhreinsa kartöfl- ur, sem þó höfðu flotið gegnum löggilt mat. Jafnframt hefir Grænmetisverzlunin lagt áherzlu á að hafa verðmun á úrvalsflokki og I. flokki svo mikinn, að hvatn- ing væri fyrir bændur, að rækta úrvalsflokk. Framleiðlsuráð landbúnaðarins hefir fyrst á síðastliðnu hausti við urkennt þetta sjálfsagða sjónar- mið. Um síðari þáttinn, sem veit að framleiðendum, þá hefir Græn- metisverzlunin keypt af bændum framleiðslu þeirra við því verði, sem trúnaðarmenn bændanna hafa ákveðið. Undantekning frá þessu er uppskeruárið 1953, þegar verzluninni reyndist ofviða, að kaupa alla framleiðsluna, enda var hún fullkomlega tvöföld að magni við það sem er í meðal ári. Mörgum atvinnugreinum myndi þykja það skipta nokkru máli, að hafa vissan markað fyrir alla venjulega framleiðslu sína gegn verði að eigin ákvörðun. Er ósk- andi að um alla fi’amtíð verði svo bjart yfir sölumálum bænda með gai’ðávexti, að þeii-ra hlutur verði betri, en nú hefir verið um sinn, að hafa vinveitta ríkisstofnun til að kaupa kartöflur þeirra við því verði, sem trúnaðarmenn þeirra sjálfra ákveða. Björn Guðmundsson,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.