Tíminn - 04.02.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.02.1956, Blaðsíða 5
29. blaff. TÍMIXN, laugardaginn 4. febrúar 1956. 5 Laugard. 4. febrúar ERLENT YFIRLIT: Var hægt að afla nvrrateknaáannan hátt en gert yar? í sambandi við hinar nýju á- lögur, sem hafa verið lagðar á til að tryggja rekstur útgerðar- innar og koma í veg fvrir íjár- þrot ríkissjóðs, hefir nokkuð verið um það ræít, hvort ekki hafi verið mögulegt að finna aðrar tekjuöfl- unarleiðir, er legðust meira á skattþegnana eftir efnum og á- stæðum. í þessu sambandi hefir einkum verið minnzt á hækkun tekju- skattsins og hækkun tolla á miður nauðsynlegum vörum. Bá'ð'ar þesar leiðir voru athug- aðar áður en liinar nýju álög- Ur voru ákveðnar. Tekjuskatts- léiðinþótti ekki fær vegna þess að fyrirsjáanlegt er, að útsvör munu hækka mjög mikið eða um 30—40% víðast. Ilækkun tekju- skattsins hefði skert þennan tekjustofn bæjari- og sveitarfé- laganna, sem þau geta ekki án verið. Mjög vafasamt er líka, hvort réttmætt sé að hækka beinu skattana meira en svarar liækkun ú’tsvaranna. í þessu sambandi er ekki úr vegi að benda á, að launastéttirn- ar telja beina skatta lenda harka- legar á sér en öðrum, því að flest- ar aðrar stéttir hafi möguleika íil að draga eitthvað af tekjum sín- um undan, þrátt fyrir strangt skattaeftirlit. Um hina leiðina, þ. e. að liækka aðallega tolla á miður þörfum vöriim, er það að segja. að þetta er að nokkru leyti gert með hinum nýju álöguni. t. d. með hækkun verðtollsins, sem er liæstur á þessum vörum. Þess ber svo að gæta, að áður er bú- ið að skattleggja þessar vörur sérstaklega, t. d. ineð hinu svo- kallaða bátaálagi. Verður að telja mjög vafasamt, að hægt sé að skattleggja þessar vörur öllu meira, ef þæf eiga að reyn- ast seljanlegar. Þegar þetta er athugað, hlýtur því niðurstaðan að verða sú, að örðugt hafi verið að finna aðrar tekjuöflunarleiðir en þær, sem farnar voru. Rétt er ao geta þess, að þeirri hugmynd ' hefir verið hreyft, að fjár hefði mátt afla með því að leggja á sérstakan stóreigna- og verðhækkunarskatt. Sú leið verð- ur þó að teljast í mesta máta va'fasöm, að eignaaukningin . að undanförnu sé skert til að standa undir relcsturskostnaði atvinnu- veganna. Sú leið myndi ekki held- ur reynast fær, nema stutta stund. Með þessu er það hins vegar ekki sagt, að sérstakur stóreigna skattur eoa verðhækkunarskatl- ur eigi ekki rétt á sér. Ef að slíkri skattálagningu væri horfið, virðist eðlilegast, að þeim tekj- um, sem þannig. fást, yrði varið til að auka eignir eða bæta að- stöðu þeirra, sem verðbólgan hefir Ieikið grálegast. Hér er m. a. átt við það, að þetta fé yrði notað til að byggja upp atvinnu- rekstur þeirra sjóþorpa og kaup staða, sem nú standa höllustum fæti, til ræktunar og byggingar í sveitum og til að koma upp verkamannabústöðum og sam- vinnuíbúðum við sjávarsíðuna. Eftir því, sem þessi mál eru þannjg athuguð nánar, kemur það betur og. betur í ljós, að undir ríkjandi kringumstæðum var erfitt að afla nýrra tekna á ann- an veg en þann, sem gert var. Hitt er svo rétt mál, að þess- ar nýju álögur verða erfiðar al- menningi. En ekki hefði það skert kjör hans minna, ef útflutnings- framleiðslan hefði stöðvazt. Þá hefði kjaraskerðingin orðið marg Sambandsríkið á Malaya Eftir a<$ þa<S fær fullt sjálfstætSi á næsta ári, hafa vestrænu þjóðirnar ekki leng- ur neina stóra nýlendu í Asíu Undanfarið hefir Tengku Abdul i Rahman, forsætisráðherra sam- bandsríkisins á Malayaskaganum, dvalist í Lundúnum og rætt við brezku stjórnina. Umræðuefnið hefir verið, að brezka stjórnin féllist á að veita sambandsríkinu fullt sjálfstæði strax á næsta ári. Flest bendir til, að brezka stjórn- in samþykki þetta gegn því, að sambandsríkið verði áfram innan brezka samveldisins, líkt og Ind- land og Pakistan. ~ Þegar sambandsríkið á Malya- hefir fengið sjálfstæði sitt, ráða Vestur-Evrópuþjóðir ekki lengur yfir neinni stórri nýlendu í Asíu. Rússar verða eftir það eina Evrópu þjóðin, sem ræður þar áfram yfir stóru nýlendusvæði eða allri Siber- iu. Arásir rússneskra valdamanna á nýlendustjórn vestrænu þjóð- anna munu ekki sízt gerðar í því augnamiði að draga athyglina írá þessari staðreynd. Það var á síðari hluta 19. aldar. sem Bretar byrjuðu að leggja Mal- avaskagann undir sig. Þeir tóku sér bækistöð í Singapore um 1820 og hafa byggt þar upp eina helztu samgöngustöð veraldar. Smásaman fikruðu þeir sig svo upp skagann, unz þeir höfðu fengið níu fursta- ríki þar til að ganga undir vernd sína. Jafnframt því stofnuðu þeir agir eru 40. RAHMAN þessurn efnum. Annað var það, að herstyrkur kommúnistat var hlut- fallslega veikari á Malayaskaga, en í Indó-Kína, og Brelar líka hernaðarlega öflugri en Frakkar. Hitt mun þó hafa ráðið enn meiru um úrslitin, að Bretar buðu þjóð- um Malaya vaxandi sjálfstæði og frelsi í tæka tíð og hindruðu þann ig fylgi þeirra við kommúnista. Kosningar til sambandsþingsins fóru fram í júní í fyrra. Kosnir voru 52 þingmenn, en stjórnskip- tvær litlar nýlendur, Malacca og Penang. Nokkru áður en síðari heims- styrjöldinni lauk, byrjuðu Bretar að undirbúa fyrirætlun um að sameina smáríkin á Malagaskagan- um í eitt sambandsríki, ásamt hin um tveimur nýlendum sínum þar. Singapore-nýlendan skyldi þó vera utan þessa nýja sambandsríkis. Eftir að Japanir höfðu verið hraktir af Malayaskaganum í stríðs lokin, hófust Bretar handa um að framkvæma þessa áætlun. Þann 1., febrúar 1948 gengu lögin um sam- bandsríkið í gildi, en samkvæmt þeim skyldu hermál og utanríkis- mál heyra undir það, en hvert furstadæmi hafa víðtæka sjálfs- stjórn að öðru leyti. Kosningar til sambandsþings áttu að fara fram þá þegar, en var frestað af ástæð- um, er síðar greinir, og voru allir þingmennirnir því tilnefndir af nýlendust j órninni. Um það leyti, sem Japanir voru að hrökklast burtu af Malayaskag- anum, hófu kommúnistar að skipu leggja þar skæruliðasveitir líkt og í Indó-Kína. Þegar Bretar komu þangað aftur í stríðslokin, höfðu kommúnistar orðið allstór lands- svæði á valdi sínu. Lengi vel gekk Bretum illa að fást við skæruliða- sveitir þeirra og urðu þeir að flytja mikinn herafla til landsins. Nú má svo heita, að búið sé að friða alla þá hluta landsins, sem byggðir eru, en nokkur þúsund kommúnistískra skæruliða hafast þó enn við í frumskógum og valda rneiri og minni skráveifur öðru hverju. Vegna þessarar styrjaldar við kommúnista, þótti ekki fært að láta fara fram almennar kosning- ar til sambandsþings fyrr en á síðastliðnu ári. Ef Bretar hefðu ekki staðið sig betur á Malaya en Frakkar í Indó- Kina, myndu kommúnistar nú vel á veg komnir að má vÖldum þar. Tvennt hefir gert gæfumuninn í Urslit kosninganna urðu þau, að flokkasamsteypa, er kallar sig Bandalagið, fékk alla hina kjörnu .þingmenn, nema einn. Aðalstefnu- skráratriði Bandalagsins var að I krefjast fulls sjálfstæðis. Þess! vegna safnaði Bandalagið nær öll- um flokkum landsins undir merki sitt og vann jafnan eindreginn kosningasigur. Úrslitin sýndu vilja kjósendanna svo ótvírætt, að ekki verður um hann villst. Forgöngumaður Bandalagsins, Tengku Abdul Rahman prins, myndaði stjórn strax að kosning- um loknum. Stjórn hans hefir tak mörkuð völd, þar sem nýlendu- stjórn Breta ræður enn mestu um ýms mikilvægustu málin, t. d. her mál og utanríkismál. Hins vegar er það ætlunin, að hin umtalaða stjórn fái þessi völd nýlendustjórn arinnar í sínar hendur. Bretar hafa ráðgert, að það yrði í síð- asta lagi gert fyrir 1960, en nú hefir Rahman krafist þess, að það verði strax á næsta ári. Samn- ingar hafa staðið yfir um það að undanförnu og þykir líklegt, að þeir takist á þeim grundvelli. í kosningabaráttunni lofaði Rah- man því, að hann myndi beita sér fyrir sakaruppgjöf allra þeirra skæruliða, sem vildu leggja niður vopn af fúsum og frjálsum vilja. í samræmi við þetta loforð sitt, fékk hann foringja skæruliða kom múnista til þess að ræða um þessi mál við sig um áramótin séinustu. Samningar náðust ekki milli þeirra og hefir Rahman nú heitið því, að hann muni gera sitt ítrasta til þess aö brjóta starfsemi skærulið- anna á bak aftur. Meðan hann á í þeirri baráttu, mun hann þurfa að njóta aðstoðar brczka hersins. Ljóst er það, að hinu sjálfstæða sambandsríki á Malaya munu mæta margir erfiðleikar í fæðing unni. Einn er sá, að hinir inn- fæddu þjóðflokkar, Malayar, eru ekki nema rúmur helmingur íbú- anna eða um 3 millj. Iíinn helm- ingurinn eru aðkomumenn, aðal- lega Kínverjar og svo Indverjar. Kínverjar hafa lagt mikið af verzl un og i'ðnaði landsins undir sig og mynda eins konar vfirstétt í landinu. Hingað til hcfir ekki nema takmarkaður hluti þeirra tekið þarlendan borgararétt. Þetta kann að breytast eftir að landið hlýtur sjáll'stæði. Margir telja, að þcssu hljóti að fylgja mikil átök milli Malaya og Kínverja. Malayar krefjast þess t. d., að stjórnar- skráin ákveði það, að ekki verði viðurkennt nema eitt opinbert tungumál. Kínverjar krefjast hins vegar jafnra réttinda fyrir kín- verskuna. Þannig mætti lengi lelja, Þá óttast ýmsir, að Kínverj- ar vilji hafa nánari samvinnu við Kína í framtíðinni en Malayar, scm vilja að land þeirra verði á- fram innan brezka samríkisins og taki sér Indland til fyrirmyndar. Meðal Malaya sjálfra ber og á ýmsum ágreiningi. Þeir eru nú skiptir milli 9 furstadæma og fylg ir því ýmis konar kritur. T. d. mun vera ágreiningur um það hver höfuðborgin skuli vera, en hún er nú Kuala Lumpur. Malaya hefir oft verið talið í röð ríkustu landa heimsins. Því hefir einkum valdið, að þar hefir verið meiri hrágúmmí- og tinfram leiðsla en annars staðar í heimin- um og hefir oft verið mjög hátt verð á þessum vörum. Hrágúmmí- ið hefir nú fengið skæðan keppi- naut, þar sem gerfigúmmíið er. Þrátt fyrir það, mun hrágúmmíið verða eftirsótt vara lengi enn, ef framleiðslukostnaði þess verður haldið í skefjum. Mikill hluti Malaya, sem er um 51 þús. ferkm. að flatarmáli, er enn vaxið frumskógi og þykir sennilegt, að þar eigi eftir að finnast mörg verðmæti. Yfirleitt er talið, að Malaya sé mikið fram- tíðarland sakir auðæfa sinna. Singapore tilheyrir ekki sam- bandsríkinu eins og áður segir. Bretar hafa gert borgina og ná- grenni hennar, sem nær yfir 282 fermílur, að sérstöku ríki, sem þegar hefir hlotið sjálfstjórn. íbú- ar þar eru 12 millj. og er megin- þorri þeirra kínverskur. Eðlilegt væri af mörgum ástæðum, að Singapore tilheyrði sambands- ríkinu, en Malayar munu þó ekki kærá sig um það, því að Kínverj- ar yrðu þá í meirihluta í ríkinu. í Singapore fóru fram kosning- ar fyrir nokkru. Stjórn sú, sem var mynduð á grundvelli þeirra, hefir nú krafist fulls sjálfstæðis fyrir Singapore þegar á næsta ári. Bretar munu sennilega tregari til þess að veita Singapore sjálfstæði en Malaya, m. a. vegna þess, hve mikilvæg samgöngustöð hún er. Þá eru Kínverjar þeir, sem þar eru, taldir hlynntir hinni komm- únistisku stjórn Kína. Af þeim á- stæðum munu líka Malayar hafa takmarkaðan áhuga fyrir sjálf- stæði Singapore. föld á við það, sem hún þó verður. Að sjálfsögðu má draga tals- vert úr þessari kjaraskerðingu með því að gera ráðstafanir til að lækka milliliðakostnaðinn. Alveg sérstaklega gæti það þó orðið þýðingarmikið í höfuðstaðn- um, ef ráðstafanir yrðu gerðar til að lækka húsnæðiskostnaðinn. Hvergi er dýrtíðin ægilegri og til- finnanlegri en á því sviði og hvergi maka braskararnir krókinn meira en þar. Verulegar og varanlegar kjara- bætur munu þó ekki fást, nema framleiðslan aukist. Kauphækk- anirnar, sem urðu í fyrra, fara í súginn fyrst og fremst vegna þess, að framleiðslan hefir ekki aukizt til að standa undir þeim. Aukn- ing framleiðslunnar er hin eina raunhæfa kjarabót. Þess vegna þurfa hinar vinnandi stéttir að sameinast um að efla hana á all- an hátt. Sé þess ekki gætt að fryggja rekstur hennar og aukn- ingu, munu lífskjörin rýrna, hvaða ráðstafanir aðrar, sem kunna að verða gerðar til að reyna að af- stýra því. Tónverk eftir Leif Þórar- insson á alþjóíahátíí nú- tímatónlistar Tónskáldafélag íslands fékk ný- lega tilkynningu frá dómnefnd „Alþjóðasambands nútímatónlist- ar“ um að hún hefði af þeim sex íslenzku tónverkum, er henni voru send, valið „Sónötu fyrir fiðlu og píanó“ (1955) eftir Leif Þórarins- son til flutnings á næstu alþjóða- tónlistarhátíð, sem lialdin varður í Stokkhólmi í júnímánuði næstkom andi. Þetta er þrítugasta alþjóða- hátíð („World Music Festival") sambandsins „International Soc- iety for Contemporary Music“. Leifur Þórarinsson er maður um tvítugt, sonur Þórarins Krist- jánssonar símritara og Öldu heit- innar Möller leikkonu, og dvelst Ræða Steingríms (Framhald af 4. síðu.) semi, sem rekin hefir verið á veg- um Lánadeildar smáíbúða en eign ir þeirrar deildar, renna í vara- sjóð hins almenna veðlánakerfis. Lánadeild smáíbúða starfað árin 1952—1955. Lánveitingar é vegum deildarinnar námu. sam- tals um 41 mílj. króna og voru veitt lán til 1856 íbúða. Lánum hefir þegar verið úthlutað til 650 ibúða samkv. nýju íbúðabygginga- lögunum Á vegum hins almenna veðlána- kerfis, samkvæmt hinum nýju lög- um, hefir þegar verið úthlutað lán um til 650 íbúða. Upphæð A-lána nemur 33,4 millj. króna og B-lána 13,4 millj. kr. eða samtals A-lán og B-lán 46,8 millj. króna, þar af 12 millj. til byggingarsjóða sveit- anna. Til viðbótar þessu er óút- hlutað, en handbært til úthlutun- ar, 8 millj. króna af tekjuafgangi síðasta árs og 3 millj. króna, sem á því ári var ætlað til útrýmingar heilsuspillandi íbúða eða samtals 11 millj. króna. Er þar ekki með lalið framlag sveitarfélaga til út- rýmingar heilsuspillandi íbúða, sem eigi skal lægra vera en 4—5 millj. króna, né heldur tilsvarandi B-lán, sem áætla m. a. m. k. 2,5 millj. króna. Enn eru ótalin lán tryggingafélaganna til íbúðabygg- inga, sem námu a. m. k. 4 millj. króna á síðasta ári. Enn liggja ekki fyrir endanlegar skýrslur um lánveitingar sparisjóða, lífeyris- sjóða og annarra lánastofnana til íbúðabygginga á árinu 1955, en ör- uggt má telja, ef þær lánveiting- ar eru taldar með, að þá hafi lán- veitingar til byggingar íbúðarhúsa komist eitthvað talsvert á annað hundrað millj. króna á árinu 1955, en samkvæmt athugasemdum með frumvarpi stjórnarinnar var ekki gert ráð fyrir að hægt væri að verja til íbúðabygginga í heild meira en um 100 millj. króna á því ári. Kommúnistar og bygg- ingamáfin Þetta, sem hér hefir verið frá skýrt bcr þess vitni að það hefir verið lagt fram meira fjármagn til íbúðarhúsabygginga en lofað var, samkvæmt þeim lögum, er síðasta Alþingi samþykkti. Þá má og full- yrða, að engin ríkisstjórn og þing meirihluti, hafa gert neitt svipað í þessum málum og sú ríkisstjórn er nú situr. Það er ávallt hættu- legt fyrir þá, er búa í glerhúsi að kasta steinum að öðrum. Háttv. 2. landskj. Brynjólfur Bjarnason, sat einu sinni í ríkisstjórn, sem skírði sig fögrum nöfnum og tók við meiri auðæfum en nokkur önnur, sem með völd hefir farið. Má ég spyrja hæstv. 2. landskj. Hvað var þá gert í húsnæðismálum fyrir al- menning? Þaö er fljótsagt: Ekki neitt. Þá fengu nýríku mennirnir frá styrjaldarárunum að reisa lúx usíbúðir óáreittir með öllu. Hitt gleymdist að koma nothæfu skipu- lagi á hvernig komið skyldi upp í- búðum við almennings hæfi. Þetta gerðist undir stjórn háttv. 2. lands- kj. (Brynjólfs Bjarnasonar). Þess um háttvirta þingmanni ferst um að tala eins og hans forsaga er. Endurskoðun almanna- tryggingalaganna Margt er það fleira, sem ástæða væri til að nefna af þeim mála- flokkum er heyra til félagsmála- ráðuneytinu, en fátt eitt verður talið. Eg vil þó leyfa mér að nefna það, að almannatryggingalöggjöf- in hefir verið í endurskoðun frá því 1954. Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri var formaður þeirrar nefndar, er endurskoðun- ina framkvæmdi. Það frumvarp liggur nú fyrir Alþingi og eru vonir til að það verði afgreitt áð- ur en þessu þingi slítur. Ýmsar mikilvægar umbætur felast í þessu frumvarpi. Nefna má að hámarks- uppbót á lífeyri gamalmenna og öryrkja hækkar úr 40% í 100%. Fæðingarstyrkur hækkar og veru- lega eða í 900 krónur fyrir hverja fæðingu. Ákvæðin um mæðralaun eru endurbætt og þau aukin veru- lega. Hins vegar falla niður fjöl- (Framhald á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.