Tíminn - 04.02.1956, Síða 7

Tíminn - 04.02.1956, Síða 7
TÍMINN, laugardaginn 4. febrúar 1956. 1 29, blað. Hvar eru skipin Sklpadeild S. í. S.: Ilvassafell er í Hamborg. Arnar- fell; átti að fara 2. þ. m. frá New York áleiðis til Rvíkur. Jökulfell fór vEÞntanlega í gær frá Fáskrúðsfirði áieiðis,«til HuH, Bouiogne og Vents- píls. iJísarfell fór 25. f. m. frá Hafn- arfirði áleiðis’til Patras og Piraeus. Litlafeil er í olíuflutningum á Faxa- fióa. Helgafell er í Rvík. Appian er í Reykjavík. Skipaútgerð ríkisins: Hekia er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja vaf á Akureyri í gær- kvöldi á austurleið. 1-Ierðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjald breið kom tii Reykjavíkur í gær- kvöldi frá Breiðafirði. Þyrill er vænt anlegur til Rvíkur í dag frá Vest- mannaeyjum. Eimskipafélag Islands: Brúarfoss fer væntanlega frá Hull í dag til Rvíkur. Dettifoss hefir væntanlega farjð frá Hamborg 2. þ. m. til Rotterdam og Rvíkur. Fjall- foss fór frá Akranesi 31. f. m. til Rotterdam, Ahtwerpen og Hull. Goðafoss fór frá Sauðárkróki í fyrri- nótt til Ventspils og Hangö. Gull- foss var væntanlegur í morgun. Lag arfoss 'kom tfl New York 26. f. m. frá Rvík. Reýkjafoss kom til Rvíkur 30.1. frá Rotterdam. Selfoss fór frá Rvík 1. þ. m. til Ghent. Tröllafoss fer væntanjega, frá Rvík í kvöld til Vestmanriáéyja 'óg New York. Tungu foss fór frá Belfast 2. þ. m. til Rott- erdani. ::J íi«J Flugferðir Flugfélag íslands: Gullfaxi fór til Kaupmannahafnar og Hamborgar í morgun. Vélin er væntanleg til Rvíkur á morgun kl. 16.45. — Innanlandsflug: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Bíldudals, Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Sauðár- króks og Vestmannaeyja. Loftleiðir: Saga er væntanleg kl. 7.00 frá New York, flugvélin fer kl. 8.00 á- leiðis til Bergen, Stavanger og Lux- emborgar. Einnig er væntanleg í dag Hekla frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Osló kl. 18.30. Vélin fer kl. 20.00 til New York. Messur á morgim Dómkirkjan: Messa kl. 11 f. h. — Séra Óskar J. Þorláksson. (Biblíudagur). — Síð- degismessa kl. 5. Séra Jón Auðuns. Háteigsprestakall: Barnasamkoma í Sjómannaskólan- um kl. 10.30. — Aðaisafnaðarfundur kl. 2. Séra Jón Þorvarðarson. Nesprestakall: Messað í kapellu Háskólans kl. 2 e. h. — Séra Jón Thorarensen. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e. h. Séra Bent Mol- ander frá Svxþjóð prédikar. — Barnaguðsþjónusta kl. 10.15 f. h. Sr. Garðar Svavarsson. Bústaðaprestakall: Messað í Háagerðisskóla kl. 2. — Barnasamkoma kl. 10.30 f. h. á sama stað. (Barnakórinn beðinn að koma kl. 9,30). SéHi Gunriar Árnason. Hallgrímskirkja: iní! Messa kl. 11 f. h. Séra ‘Jakob Jónsson. Messa kl. 2 e. h. Séra Sig- urjón Þ. Árnasón. Barnaguðsþjón- usta kl. 10 f. a. Séra Jakob Jónsson. Langholtsprestakall: Messa í Laugarneskirkju kl. 5. (Biblíudagurinn). Sr. Árelíus Níels- son. . Fríkirkjan I Hafnarfirði. Messá kl. 2. Sr. Kristinn Stefáns- son. Fríkirkjan. Messað ki. 2 e. h. Sr. Þorsteinn Bjö.rnsson. fcfe&S tfc ■ Kálfatjörn. X Messa kl. 2 e. h. Sr. Garðar Þor- st'einsson. \\f * Ur ýmsum áttum Aðalsafnaðarfundur í Háteigssókn fer fram á morgun kl. 2 í hátíðasal Sjómannaskólans. Kirkjukór Langholtssóknar heldur skemmtikvöld í hxísi U. M. F. R. við Holtaveg í kvöid. Spiluð verður félagsvist. Dansað á eftir. — Aliir velkomnir. Klrkjukvöld. Ánnað kvöld klukkan 8,30 verður almenn samkoma í Haligi-ímskirkju. Ræðumaður kvöldsins verður Þórir Kr. Þórðarson, dósent, og flytur hann fyrirlestur um boðorðin og Meirihluti ailra heyja, sem úti stóðu, fauk GeysimikTð tjón af vet>rinu í Mývatnssveit Mývatnssveit í gær. Til viðbótar þeim fréttum, sem birtust hér í blaðinu í gær af veðurtjóni í Mývatnssveit, símaði fréttaritarinn í gær eftir- farandi: Veðurofsinn var mikill en regn lítið. Miklar skemmdir urðu á hús- um og tjón á heyjum. íbúðarhús skemmdust á Borg, Geirastöðum, Haganesi og Skútustöðum, tók járn af þökum og gluggar brotn- uðu. Fjárhús skemmdust á Stöng, féll stafn út og hluti af þakinu. í Haganesi losnaði fjárhúsþak, féll inn og drap eina kind. Þar fauk líka fjósþak. Á Litlu-Strönd fauk stór heyhlaða, og fór brak á gamla bæinn og braut hann inn. Munaði minnstu, að Steingrímur bóndi þar yrði fyrir miklu járni. Þök fuku víðar af gömlum hey- hlöðum. í Reykjahlíð fauk hluti af tveim geymslubröggum og þrír þvotta- hjallar brotnuðu. Einnig fór hluti af þaki Reykjahlíðarkirkju. Þök fóru af votheyshlöðum á Græna- vatni og Gautlöndum. í Garðj fauk heyvagn og brotnaði. Geysimikið heyfok. Þá er ógetið hins mikla heyfoks, sem varð í sveitinni og mun nema alls að minnsta kosti 400 hestum, mest um 50 hestum hjá einum bónda, Kolbeini á Stöng. Meiri- hluti allra heyja, sem stóðu á víðavangi í sveitinni, mun hafa fokið. Hvassast varð um nóttina og mun vindhraðinn þá hafa náð fullum 12 vindstigum. — PJ. Vindrafstöðin hrundi saman Frá fréttaritara Tímans á Grímsstöðum. Hér gerði ofsaveður á suðaust- an á miðvikudaginn og fór vaxandi með kvöldinu. Þá mun vindhrað- inn hafa verið frá 11—12 vindstig og mun vart svo mikið veður hafa komið hér. Fé náðist alls staðar á hús, áður en hvessti .Um nóttina fauk járn af húsi í Grímstungu og nokkrar járnplötur af fjárhúsi á Grímsstöðum- Einnig eyðilagðist vindrafstöð í Grímstungu. Á öðr- um bæjum urðu ekki teljandi skaðar. Nokkrar bilan'ir urðu á símanum og brotnuðu tveir staur ar á leiðinni héðan frá Grímsstöð- um niður að Jökulsá. — KS. uppruna þeirra. Hallgrímskórinn mun syngja nokkur iög. Séra Jakob Jónsson flytur hugleiðingu. Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur verður í Hafnarstræti 11 mánudaginn 6. þ. m. og hefst kl. 20. — Stjórnin. Kennsla I sænsku' fyrir almenning í háskólanum hefst aftur þriðjudaginn 7. febrúar klukkan 20.15. í dag verður jarðsunginn frá Þingvalla- kirkju Guðmundur Jónsson Ottesen bóndi að Miðfelli x Þingvallasveit. Godtfredsen (Fi-amhald af 8. síðu.) hag sínurn. Skipin séu flest frá Murmansk. Með nokkru millibili komi eitthvert móðurskipanna með nýjar vistir og útgerðai-vörur og það flytur líka að heiman sjó- menn sem leysa af aðra, sem bún- ir eru að vera lengi á sjónum. Það er líka margt kvenna um borð á móðurskipunum. Vinna þær við innpökkun og fiskþvott. Á móður- skipunum eru kvikmyndasýningar, þar er rekin brauðgerð, veitinga- salur o. s. frv. Fréttamaðurinn spurði Godtfred sen hvar síldarskipin væru byggð. Hann kvað mjög mörg þeirra vera dönsk, flest væru þau ný. Sjó- mennirnir væru íramúrskarandi duglegir við störf sín. Annars væru Rússar ekki þeir einu, sem stunduðu veiðar í Noi-ðursjó og norðanvert Atlantshaf. Pólverjar senda á þessu ári ekki færri en 525 ný fiskiskip til veiða á þess- um slóðum í ár. Þar á meðal er eitt 8000 smál. móðurskip. Þeir reikna með því að fiska 1.286.000 tunnur síldar á þessu ári. Það er því augljóst, að hér er ekki um neina smáræðis samkeppni að ræða við fiskveiðar íslendinga og Færeyinga. JartJhiti (Framhald af 1. síðu.) Itikið hafi forgöngu í málinu. Flutningsmenn frv. álíta, að ríkið eigi að taka að sér forgöngu í málum þessum, annast og kosta rannsóknir og boranir eftir heitu vatni, þar sem trúnaðarmenn þess telja rétt frá jarðfræðilegu og hag fræðilegu sjónarmiði, að þær séu gerðar, láta síðan þá, er fyrst og fremst njóta jarðhitans, greiða kostnaðinn eftir því, sem árang- urinn verður. Flutningsmenn vekja athygli á því, að jarðhiti, sem tök nást á til virkjunar, endist ekki aðeins þeim einstaklingum, sem nú lifa, heldur væntanlega svo lengi, sem þjóðin lifir í land- inu. Lítið tjón á Fljóts- dalshéraði Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum. Hér á Héraði var hvassviðrið i fyrradag geysilegt með því mesta sem hér kemur. Þó hefir ekki frétzt um stórfelldar skemmdir og munum við að líkindum hafa sloppið öllu betur en margir aðr- ir. Víða fuku þó járnplötur af húsum, heyskemmdir urðu nokkr- ar og fleira smávegis. — Flug- völlurinn hefir verið blautur, og ekki var flogið í gær, en nú er hann að frjósa, og væntum við því flugvéla á ný. — ES. | Bændur! j :: Við getum með stuttum fyrirvara útvegað yður j: : eldtrausta peningaskápa, sem taka mjög lítið rúm og i : kosta kr. 2.600, hingað komnir með öllum kostnaði. :: Þessir skápar hafa þegar sýnt, að þeir þola alltað 4—5 :i : tíma eldhaf, án þess að innihaldið verði fyrir tjóni. :j Vinsamlegast skrifið og leitið nánari upplýsinga. GOTTFRED BERNHÖFT & CO H. F. Kirkjuhvoli — sími 5912. :; K$$$$J$$$$$$5$$$5$$$7$5$$$$5$$$$$$$5$$$$$$$í$$$$J$$$$$S$$$S$$$SSCaS$S$l Bílskúrinn fauk í heiíu lagi Frá fréttaritara Tímans í Kelduhverfi. Óveðrið á aðfaranótt fimmtu- dags olli nokkrum skemmdum hér í Kelduhverfi. í hvössustu hryðj- unum mun veðurhæðin hafa náð ellefu vindstigum. Nokkur hluti hlöðuþaks fauk í Keldunesi og þak af áttatíu kinda fjárhúsi í Fram- nesi. Þak fór af fjósi í Garði og bílskúr fauk í heilu lagi á Þórs- eyri. Fimmtíu hestar af heyi fuku á Tóvegg og aðrir fimmtíu á Und- irvegg. Á allmörgum bæjum fauk meira og minna af heyi. — IH. Frosti (Framhald af 1. síöu.) ið af tækjum og mönnum, sem vanir eru að fást við björgun. Var unnið að því í gær að rétta bátinn og koma í hann iandfest- um og ná úr honum sjó, sem í hann komst á leiðinni inn um brim garðinn, er hurð fór af stýrishúsi. í flóðinu í nótt átti svo að snúa bátnum svo að auðveldara verði um björgunaraðgerðir, þegar reynt verður að ná bátnum út, þegar veður og sjór ieyfa. Hekla (Framhaltl af 1. síðu.) skipið lá undir landi, var hvass- viðrið svo mikið, að varla sást út úr augunum fyrir særoki. Á bæn- um urðu skaðar af völdum veð- ursins. Bryggja fauk og járn af fjárhúsi, fjósi og einnig nokkuð af íbúðarhúsi og rúður brotnuðu. MS. Stofnun slysavarna- deildar í Kópavogi Nokkrir íbúar í Kópavogskaup- stað gangast fyrir að stofna slysa- varnardeiid í barnaskóla staðarins á sunnudaginn kemur kl. 16. For- Eru skepnurnar og heyið tryggl? SAMvnNNTnna'tnoaimiBjm seti Slysavarnafélags íslands og stjórn slysavarnadeildarinnar Ing- ólfs mæta. Framkvæmdasljóri Slysavarnafélags íslands mun sýna kvikmynd af björgun. Allir vel- unnarar slysavarnamála eru vel- komnir á fundinn. Gerið kjarakaup í kjörbúðinni Guíar heilbaunir í pokum s jif§[ Holienzki eplamauk í glösum j|§ Egg í hentugum pappaöskjum Jaffa appelsínur — Sítrónur — EpH Ljósbleika þvottaduftið DREFT í stórum og hagkvæmum umbúöum Fjölvirki hreinsilögurinn GERMEDIN er sótthreinsandi og sérstaklega hagkvæmur við hvers konar hreingerningar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.