Tíminn - 01.03.1956, Side 2
2
T I M I N N, fimnitudaginn 1. marz 1956
Jóhann Konráðsson
kynnir dægurlög
Félag íslenzkra dægurlagahöf-
unda efnir til kynningar á dægur-
Grlmiír Thomsen
Einarsson
jarðsunginn í dag
'.u
Áttræður er í dag Lárus Bjarna-
son, fyrr. skólastjóri, Mjóstræti 6,
Reykjavík. Grein um Lárus birtist
í blaðinu á morgun.
í dag verður til moldar borinn
frá Dómkirkjunni Grímur Thom-
sen Einarsson, fyrrv. umsjónar-
maður Sambandshússins í Reykja-
vík. Hann andaðist 24. þ. m. Minn
ingargrein um Grím birtist í Tím-
rnum á morgun.
ÁttræÖur í dag:
Lárus Bjarnason fyrrv.
skólasíjóri
lögum í Ausíurbæjarbíói n. k.
sunnudagskvöld og koma þar fram
ýmsir ágætir söngmenn. Meðal
þeirra er hinn vinsæli og ágæti
söngvari Jóhann Konráðsson frá
Akureyri.
"V
Landgöngubrúin
fór í sjóiim
Frá fréttaritara Tímans
í Veslmannaeyjum.
í gær munaði litlu að slys yrði,
þegar strandferðaskipiö Ilekla var
afgreitt í Vestmannaeyjum.
Þegar skipið var komið að bryggju
og farþegarnir að ganga á land
slitnuðu landfestar skipsins að aft J
an. Meðan verið var að festa skip
ið að nýju rann það áfram með-
fram bryggjunni og sleit festarhald
upp úr bryggjunni, sem það var |
bundio við að framan. Meðan á!
þessu stóð fór landgöngubrúin i;
sjóinn, en fyrir snarræði skipverja !
á Hekiu var búið að stöðva utnferð J
um landganginn, þegar séð var að !
illa horfði er skipið losnaði að
aftan.
Múlakvísl hljóp
undan nýjn
brúnni
Frá fréttaritara Tímans í
Vík í Mýrdal.
Fyrir tvéim dögum gerði hér
mikla hláku og bráða, og hljóp
þá nokkur vöxtur í vötn, því að
snjór hafði verið dálítill íyrir.
Múlakvísl hljöp þá undan brúnni
og rann fram hiá henni um stund.
Stafaði það af því, að eftir var
að fvlla að brúarsporðum, varð
ekki lokið áður en frost kom í
jörð í haust. Áin gróf þó ekki til
verulegs skaða og féll í farveg
sinn undir brúna aftur, þegar í
henni minnkaði. ÓJ.
Skálholt
(Framhald af 12. síðu.)
Reykjavík og fundir og samkvæmi
liinna kirkjulegu boðsgesta.
Þá mun og vera ákveðið að efna
til kirkjulegrar sýningar hér í
Reykjavík um það leyti, sem hátíð
in verður, og hefir verið skipuð
nefnd til þess að annast liana. Er
Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður
formaður hennar.
Eins og börn og unglingar hér á ísiandi fagna snjónum, fagna holienzku bsrnin frostunum, því þá gefst
þeim kostur á að sýna listir sínar á hinum mörgu sýkjum Hoilands og það er auðséð, að þau taka skauta-
íþróttina hátíðlega, því eftir myndinni að dæma, hafaþau brugðið sér í betri flíkurnar.
Aflahæstu Saodgerðisbátar komnir
með um 300 lesíir á rúmum mánuði
Undanfarna daga hefir verið stormasamt á miðum Faxa-
flóabáta. Oftast er stormur og brim og því ekki næðisamt
fyrir bátana að sinna veiðum á miðunum. Afli er líka yfir-
leitt lítill í verstöðvunum síðustu dagana.
Eisesihowe?
(Framhald af 1. síðu.)
tryggi það að ekkert millibilsá-
sland skapist í utanríkismálum
Bandarikjanr.a fram um næstu
kosningar. í París sögðu franskir
stjórnmálamenn, að Eisenhower
væri fpiðarsinni og einlægur vin-
ur Frakklands.
Bera sig borginnianitlega.
Demokrötum mun sennilega ekki
hafa þótt tíðindin góð, en láta
samt engan bilbug á sór finna og
segja sér sigurinn vísan. Butler,
formaður flokksins, sagði í kvöld.
að bandaríska þjóðin mundi aldrei
fást til að kjósa mann til forseta.
sem ekki gæti lagt fram fuila og
óskerta krafta í forsetastarfinu.
Bendir þetta til þess, að heilsufar
forsetans muni verða eitt helzta
kosningavopn demokrata.
í Sandgerði voru bátar í gær
til dæmis með 4—6 lestir í róðri
og er það með lélegustu afladög-
um það sem af er vertíð. Reru
bátarnir stutt, sakir óveðurs.
Annars aflast vel í Sandgerði í
vetur. Eru margir bátanna komnir
með góðan afla. eftir að róðrar
hafa staðið í rúman mánuð. Afla-
hæstu bátarnir munu vera með
um og yfir 300 lestir í afla á þess-
um stutta tíma.
Róðrar hófust að þessu sinni um
það bil þremur vikur seinna en í
fyrra en þá var ágætur vertíðar-
afli í Sandgerði. Voru íveir afla-
hæstu bátarnir með 900—1000 lest
ir eftir vertíðina Qg var það met-
afli í verstöðinni.
Kvenréttindafélagið minnir á tillögur
kvennasamtaka í tryggingamálum
Verðlaunagáturnar úr út
varpsþættinum Heilabrot
Verðlaunagátur fluttar í þættinum ,,Heilabrot“ í Ríkisút-
varpinu sunnudaginn 26. þ. m. Stjórnandi Zóphónas Péturs-
son. Lausnir skulu hafa borizt til þáttarins fyrir 31. marz.
Þrenn verðlaun verða veitt.
. . . kvæmlega í réttu hlutfalli við ald-
Alþingismennirnir: ursstöðu þeirra. í bæði skiptin
A Alþingi var skipuð þriggja fýi-i- eltt þarnanna sömu uppnæð.
manna nefnd. I nefndmm voru Hvað var það gamalt?
þingmennirnir A, B og C. C. er
helmingi fleiri árum eldri en B
er eldri en A. C, sem setið hefir
á Alþingi í 16 ár, er einum ellefta
eldri en A.
Hve gamlir eru alþingismenn-
irnir?
Gáta:
Hvað er það sem snýr rótinni upp
en krónunni niður?
Sparifé'ð.
Tvenn síðastliðin jól lagði maður
nokkur inn í sparisjóðsbækur
barna sinna 1000,00 krónur í hvert
sinn. Hann skipti upphæðinni ná-
Ferðafélagið
helclur
skemmtifuricl
Ferðafélag íslands heldur eina
! hinna vinsælu kvöldskemmtana
i sinna í Sjálfstæðishúsinu í kvöld
i kl. 8,30. Sýndar verða litskugga-
j myndir frá Herðubreiðarlindum,
Hólmatungum og fleiri stöðum.
Steinar Guðmundsson hefir tekið
myndirnar, en Hallgrímur Jónas-
son útskýrir þær. Þá er myndaget-
raun og verðiaun veilt og að lok-
um dansað. — Fjölmenni er jafn-
an á kvöldskemmtunum Ferðafé-
lagsins.
Kvenréttindafélag íslands hélt að
alfund sinn 27. febrúar s. 1.
Sigríður J. Magnússon var end-
urkjörin formaður félagsins, en
auk hennar áttu þrjár konur að
ganga úr stjórninni. Þessar konur
hlutu kosningu: Adda Bára Sig-
fúsdóttir og Guðný Heigadóttir,
■ báðar endurkosr.ar og Ragnheiður
JÁsta Björnsdóttir, Svava Þorleifs-
dóttir og Sóíveig Ólafsdóttir. Lára
I Sigurbjörnsdóttir er varaformaður
! félagsins, aðrar konur í stjórn þess
I eru: Kristín L. Sigurðardóttir,
Teresía Guðmundsson, Védís Jcns-
dóttir og Guðrún Gísladóttir.
Aiþingi minnt á tiilögur.
Svohljóðandi ályktun var ein-
róma samþykkt á fundinum: .f
sarnbandi við umræður um trygg-
ingamálin, er nú standa yfir á Al-
þingi, vill aðalfundur Kvenrétt-
indafélags íslands, haldinn 27. feb.
1956, leggja áherslu á það við hið
háa Alþingi, að það taki til greina
tillögur kvennasamtakanna í þeim
málum.
Fréttir frá landsbyggðiniii
Héraísþing UMF Eyja-
fjaríar
Dalvík í gær: — Héraðsþing
UMF Eyjafjarðar var haldið að
Húsabakka í Svarfaðardal um sl.
helgi. Þingið sóttu 38 fulltrúar
sambandsfélaganna, sem eru 18
ungmenna-, íþrótta- og bindindis-
félög. í Sambandinu eru 355 íél-
agsmenn. Stjórn UMSE eru: Jó-
hannes Helgason, íorm., Hreinn
Ketilsson, ritari, Hjalti Finnsson,
gjaldk., Árni Magnússon og Svein
björn Halldórss. Að loknu þingi
bauð UMF Þorst. Svörfuður til
samkomu að Grund. Var þar m.
a. sýnd kvikmynd frá Landsmóti
ungmennafélaganna á Akureyri í
sumar.
Laugameyjar heimsækja
Laugalandsmeyjar
Akureyri í gær: — Námsmeyj-
ar Kvennaskólans á Laugum
komu í dag í heimsókn íil náms-
meyja að Laugalandi í Eyjafirði
og var vel fagnað. í kvöld sjá
þær Menntaskólaleikinn á Akur-I
eyri, „Æðikoll“ eftir Holberg.
NortSanáit meí snjó-
komu nyrðra
Akureyri í gær: í dag hefir
brugðið til norðanáttar, er snjó-
föl á Akureyri og innsveitum, en
talsverð norðanhríð í útsveitum.
Jóhann Frímann skóla-
stjóri heiðraður
Nýlega var Jóhann Frímann
skólastjóri Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar kjörinn heiðursfélagi Fon-
aðarmannafélagsins á Akureyri í
heiðurs- og þakklætisskyni fyrir
25 ára farsæla stjórn hans á Iðn-
skóla Akureyrar.
Helmingi meiri fóSar-
bæíisgjöf en í fyrra
Ásahreppi, 26. febr. — Mikil
veðurblíða hefir verið hér í febr.,
oftast írostlaust og lygnt og stund-
um vel hlýtt. Snjór hefir verið á
jörð síðan um miðjan mánuðinn,
en er nú að hverfa. Hrossum hefir
ekki verið gefjð mikið í vetur, og
beitarfé dreifir sér oft um haga,
en það þarf mjög mikið kjarnfóð-
ur með hinum léttu heyjum. Kún-
um þykir votheyið óvenjugott, og
þær mjólka sæmilega, ef þær fá
hálfa gjöf af votheyi og helmingi
meira kjarnfóður en í fyrra. — S.R.
Skákkeppni ungmenna-
félaga
Önnur umferð á skákmóti UM
SK var tefld sl. miðvikudag og
fóru leikar þannig: UMF Drengur
í Kjós vann UMF Kjalarnesinga
með 3-1. UMF Afturelding vann
UMF Bessastaðahrepps með 2Vt
gegn l4. Þriðja umferð var íefld
á sunnudag. UMF Breiðablik í
Kópavogi vann UMF Kjalarnes-
inga með 3-1. Drengur vann UMF
Bessastaða með 2% gegn IVz. Eft-
ir þessar umferðir er Drengur
efst með átta vinninga, en næst
kemur Afturelding með sex.
Fjórða umferð verður tefld annað
kvöld.