Tíminn - 01.03.1956, Side 5
RITSTJÓRI: ÁSKELL EINARSSON.
Stefán Gannarsson:
h
ingum íhalris og kommunista
Þjóðmálastefna Framsóknarflokksins er sámvinnustefnan
sem byggir á lýðræði og virðingu íyrir rétti einstaklingsins.
Flokkurinn vill efla persónulegt sjálfstæði og ábyrga hlut-
deild almennings í atvinnurekstri og framkvæmdalífi með'
skipulagi samvinnunnar, sem reisir skorður v:ð ofríki ein-
stakra manna og ójöfnuði og afstýrir þannig tortryggni og
hagsmunaárekstrum, sem jafnan va.lda deiium og vandræðum.
íhlutun fíkisvaldsins um stórfrarnkvæmdir og heildarfjár-
festingu þjóðarinnar telur flokkurinn óhjákvæmilega, en er
andvígur þjóðnýtingu, nema alveg sérstakar ástæður séu
fyrir hendi.
Floldturinn vekur athygli á
því að þjóðfélagsstefna hans
byggist á þroska einstakling-
anna og félagshyggju. Samhjilp
einstaklinganna og samvinna Ieið
ir til hagsældar fyrir heildina,
lyftir öllum frjálsum samtökum
til nieira starfs, betra lífs og auk
ins þroska.
Eg skil það ekki, og skil það þó,
að ýmsir hafi eitthvað að athuga
við þessá þjóðmálastefnu Fram-
sóknarmanna. Eg skil það að
kommúnistar aðhyllist ekki þessa
þjóðmálastpínu, því að þeir vilja
ekki að borin sé virðing fyrir rétti
einstakljng.BÍns og ég skil það enn
betur að Sjálfstæðismenn séu
verstir óvinir þessarar stefnu, því
að þeir trúa á ofriki einstakra
manna. Þeirra versti óvinur er
samvinnustefnan. Þeir vilja ekki
hlutdeild almennings í atvinnu-
rekstri og framkvæmdalífi. Þeirra
þjóðmálastefna byggist ekki á
þroska og féíagshyggju einstakling
anna, heldur ofríki og einstak-
lingskúgun.
Kommúnistmn og SjálfstæSis-
mönnum er það sameiginlegt, að
vilja alræði. ,Alræði öreiganna",
segja koramúnistar, alræði auð-
valdsins, "egja Sjálfstæðismenn.
Þessir tveir flokkar eiga ánnað
sameiginlegt. Kommúnistaflokk-
urinn kaJIar sig Sameiningar-
flokk aiþýðu, Sósíalistaflokkinn,
íhaldsmenn kalla sig Sjalfstæðis
menn.
Nú skyldi enginn ætla að ég1 á-
líti, að a’lir sem kjósi kpmmúnista
eða Sjálfstæðismenn, séu óalandi
og illir menn, en hitt veit ég, að
fjöldinn allur, sem fylgir þessum
flokkum að málum, gerir það af
misskiluingi, hörmulegum misskiln
ingi.
Eg vil reyna liér á eftir, að
benda á í hverju þessi misskiln-
ingur er oft fólgin.
„Alræði öreiganna". Þetta eru
falleg orð, og ég hefi satt að segja
alllaf trúað því að hin upphaflega
stefna Tvommúnista hafi verið fög-
ur og tímabær hugsjón, hugsjón,
sem hvergi í heiminum, allra sí/t
fyrir austau járntjald, sé ríkjandi
nú í dag. — Er það alræði öreig-
anna, sem ríkir þav sem hervörður
stendur alltaf við millilandaskip,
sem Ieggjast að bryggju svo sem í
Rússlandi, Austur-Þýzkalandi, Pól-
Iandi og Eystrasaltslöndunum, til
þess að liindra samgang skipverja
og landsmanna?
Er það vegna alræðis öreiganna
að myndavélar skipverja á þessum
| skipum eru innsiglaður meðan
skipin eru við landfestar?
Er alra'ði öreiganna í þessum
kommúnistalöndum, meðan einn
eða tveir menn í Moskvu ráða, eru
einvaldir? Þetta eru aðeins smá-
tákn um stjórnarfarið.
Sérhver, sem vill svara þessum
spurningum hlýtur að segja nei.
Varla eru þeir íslendingar marg
ir, en efalaust nokkrir, sem trúa
því að þetta sé það sem eigi að
verða og koma skuli. Við þessa
nokkra, er raunverulega ekkert að
segja, nema það væri mjög æski-
legt að þeir skipti um skoðun, hins
vegar er það virðingarvert við
þessa menn, að þeir skuli vilja
berjast fyrir því, að almenningur
I eignist þessi lífskjör fyrst að þeim
i finnst þau svo dásamleg.
Þá er og flokkur manna, sem
' verða kommúnistar af ásettu ráði
i ef svo mætti segja, það eru menn
; sem telja sig hafa orðið undir i
lífsbaráltunni vegna rangsleitni ör
laganna. Þessir rnenn hugsa ekk-
; ert um stefnuna, en þeim finnst
að þeir séu að hcfna sín, um leið
og þeir segja, „ég er kommúnisti".
Það eru þessir menn sem segja
„Hvað varðar mig um þjóðarhag“.
í þessum flokki mætti einnig
telja þá ungu menn, sem standa í
þeirri meiningu. að þeir fái á sig
einhvern sérstakan, eftirtektarverð
an og minnisstaðan svip, verði
jafrivel skáld, ef þeir ganga um
ógreiddir, bindislausir og þykjast
vera kommúnistar. Þeim mönnum
má líkja við 12 ára gamla stráka
sem pína sig til að reykja, svo að
þeir virðist mannalegri.
En fjölmennastur mun sá hóp-
ur, af þeim sem kjósa Kommúnista
flokkinn, er lætur nrífast af slag-
orðum foringjanna, af þeim mikla
baráttuvilja, sem þeir virðast í
fljótu bragði eiga og þeirra feikna
föðurlandsást. Aðeins það versta
við þetta allt saman er, og það
vita þessir foringjar, þótt þeir
ncfni það aldrei, að yrðu þeir hér
| alls ráðandi þá yrði vort föðurland
! aðeins leppríki Rússaveldis, undir-
okað og þjóð, eins og öll önnur
leppríki stórvelda, því ekki er ís-
land föðurland Búlganins.
Á meðan foringjar Sameining-
arflokks alþýðu, Sósíalistaflokks
ins eru tilbiðjendur og þjónar
valdhafa erlends ríkis eiga þeir
ekki tilverurétt í íslenzku þjóð-
félagi. Fyrst þegar þeir hætta
því, geta þeir farið að vinna
raunhæft, fyrir hag alþýðunnar
með Alþýðuflokknuin og Fram-
sóknarflokknum með samvinnu
og samhjálp að leiðarljósi.
Hver einasti þegn íslands verð
ur að eiga það stolt að þjóð hans
megi aldrei heita „hamar og sigð
í austri né vera ein stjarnan í
fána Randaríkjamanna.
En til þess að vinna gegn
þessu má ekki stofna ótal smá-
flokka sem eiga í sífelldum erj-
um sín í milli, heldur stöndum
saman, vinnum saman.
Enginn íslenzkur stjórnmála-
flokkur fær eins mörg atkvæði af
misskiiningi, eins og broddborgara
og' heildsalaflokkurinn.
Það er óneitanlega glæsilegt að
segja, „ég er sjálfstæðismaður“, en
ljóminn fer af þegar hugsað er til
þess, að Sjálfstæðismaðurinn er
íhaldsmaður.
Verkamaður, sem stritar fyrir
sínu daglega brauði, í ef til vill
stopulli, erfiðri líkamlegri vinnu,
hann getur ekki verið sjálfstæðis-
maður, hailn getur ekki sótzt eftir
því, að þeir komizt til valda, sem
trúa á einstaklingshyggju og pen-
ingagróða einstakra manna, hann
getur ekki þráð alræði auðvalds-
ins.
Ungir menn, sem eru sjálfstæð-
ismenn. þeir hljóta að vera hug-
sjónalausir, og láta stjórnast af
eiginhagsmunum og valdafíkn.
Mér finnst óeðlilegt að nokkur
ungur maður, sem vill vinna þjóð
sinni gagn skuli skipa sér í raðir
Sjálfstæðisflokksins, því að þá hef-
ir hann ekkert til að berjast fyrir,
því að Sjálfstæðisflokkurinn vill
sitt í dag og annað á morgun, allt
eftir því hvað álitið er að gangi
bezt í fólkið, aðeins eitt vill hann
alltaf, hann vill völd.
Euginn samvinnumaður, eng-
inn gétur veri'ð sjálfstæðismað-
ur. Sjálfstæðisflokkurinn er
versti óvinur samvinnustefnunn-
ar, því verður liver og einn, sem
hyggst vera í samvinnufélagi að
gera sér það ljóst, að hann getur
ekki verið sjálfstæðismaður, allt
annað frekar.
Hver meðlinuir í samvinnufélagi
er hlekkur í keðju. Ef nú einhver
t.d. meðlimur kaupfélags, bóndi,
flytur eitthvað af viðskiptum sín-
um, leggur inn afurðir bús síns,
hjá kaupmanni, þá er hann brot-
inn hlekkur, sem ekki er hægt að
treysta á, það verður að hafa gát á
honum, jafnvel taka hann úr keðj-
unni, kasta honum burt.
Engúm þarf að detta í hug, að
FPlItrúáV' úngra Framsóknarmanna á síðasta fl okksþingi. Nokkra fulltrúa vantar á myndina
r rí n' í ' ■ *' í>* IV : ", -'
liann græði á að verzla við kaup-
mann fremur en kaupfélag. Það er
minnsta kosti í hæsta máta ótrú-
legt að nokkur einstaklingur verði
kaupmaður, aðallega neytendunum
til hagnaðar, en kaupfélagið, ekki
græðir kaupfélagsstjórinn, þótt
kaupfélagið hljóti hagnað. Ekki
er það forstjórinn sem græðir þótt
Sambandið hljóti hagnað. Nei, það
ert þú sem græðir, þú sem ert í
kaupfélagi, því kaupfélagið er
fólkið sem í þeim er og Samband-
ið er kaupfélögin. Þú ert ekki að-
eins, ásamt öðrum meðlimum, þú
ert einnig einn af eigendum Sam-
bands ísl. samvinnufélaga.
Margir, sem standa framan við
kjörborðið hugsa eitthvað á þessa
leið; mér lýst nú bara vel á þenn-
an, betur en hinn, þótt þessi sé
sjálfstæðismaður þá er ég viss um
að hann er bezti maður.
Þetta getur verið rétt, að beztu
menn hafi látið glepjast til að
bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, En við eigum að kjósa
um stefnur og málefni en ekki
menn.' Ef við viljum að einhver
viss stefna eflist og vaxi þá eigum
við að stuðla að því, við hvert
mögulegt tækifæri.
Ég hefi með þessum línum vilj-
að reyna að vekja menn til um-
hugsunar, hvort þeir hugsi rök-
rétt í skoðunum sínum, hvort þeir
séu trúir sinni stefnu, hvort þeir
gera sér ljóst að þeir verða að
„vera aða vera ekki“.
Alexander mikli tárfelldi yfir
því að hann hélt að faðir hans
hefði unnið alla mögulega sigra.
að var misskilningur og enn eru
óteljandi þeir sigrar ,sem hægt er
að vinna.
Styðjum hver annan. Kjörorðið
er, samvinna.
S. G.
...r~~iTini 'i'nnr n nni iiiiiiiini i iniimmi iiiui—n
Z 6.
| Getsakir |
| Bjarna Ben.;
| m Churchill |
E „Ef reyndur stiórnvitringur i
= gat þá verið í vafa, ætti a3 ;
i vera skiljanlegt, að óreynd- §
um æskumönnum gæti mis- |
| sýnst." ummæli Bjarria Ben. '§
| Krónprins Sjálfstæöisflokksins, §
1 staögengill Ólafs Thors (einskon- I
i ar Borman),. hópaöi um sig 1
= svonefndum sjálfstæðisverka- |
: mönnum og las þeim fyrir reiði-=
i lestur mikinn um andstæðingana. =
= Mitt í orðaflaumnum komst stað- i
= gengillinn að þeirri niðurstöðu =
i að Churchill hafi missýnst um i
= starf og tilgang Hitlers á árinu i
i 1935 og á það að vei'a afsökun =
i fyrir nazistadýrkun „óreyndra i
= æskumanna" á þeim árum. Þessi |
i ummæli eru frámunalega lúaleg |
| um einn drengilegasta andstæð- i
= ing nazismans allt fi-á byrjun. |
i Bak Churchills hefir aldrei verið :
| skjól nazistadeildar Sjálfstæðis- §
1 ílokksins. 3
i Skyldi sú hugsun hvarfla að i
: Bjarna Benediktssyni að hann sé |
Í „stjórnvitringur“ á borð við §
| Churchill? Af Óðinsræðunni §
1 mætti halda það. 5
' ' .• - ..,.3
1111111111111111 llllllllllllllllllltlllllllllllllltlUllllllSIIXtflM