Tíminn - 01.03.1956, Side 6
T í MIN N, fimmtudaginn 1. mara 1956
6
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu.
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Frentsmiðjan Edda h.f.
Félagslegt öryggi
\ LMANNAVALDIÐ
reynir stöðugt að
bæta lífskjör fólksins, tryggja
atvinnu og félagslegt öryggi.
Þannig þróast heilbrigt lýðræð-
isþjóðfélag. Allt fer þar ekki
eftir beinni braut áætlunar
eða fastmótaðs skipulags, en
samt verður útkoman sú, að
ýinsar lýðræðisþjóðir eru lengst
komnar allra þjóða að styðja
einstaklinginn í lífsbráttunni.
íslendingar eru í fremstu röð
þessara þjóða. Ilér á landi hef-
ir orðið mikil breyting í at-
vinnumálum og framleiðslu-
háttum á síðustu áratugum,
jafnvel svo, að kalla má tækni-
lega byltingu. En hér hefir
líka orðið stórfelld framför i
fólagsmálum, þótt hljóðlátleg-
ar hafi gerzt. Þess hefir verið
gætt, að sá málaflokkur dagaði
ekki uppi meðan athyglin beind
ist mest að tæknilegri framför.
Þegar á hvort tveggja er litið
er ljóst, að lífskjör almenn-
ings hér á íslandi eru um
flesta hluti sambærileg við það,
sem gerist hjá þeim þjóðum,
sem oklcur eru skyldastar og
miklu betri en hjá ýmsum þjóð
um, sem hafa mátt þola ófrelsi
og kúgun í einni eða annarri
mynd á síðustu tímum. Þetta
gleymist stundum þegar menn
kappræða um okkar þjóðarhag.
En þessi samanburður er nauð
synlegur til þess að menn skilji
hvar á vegi við erum staddir.
ÞETTA MEGA MENN líka
hafa í huga er þeir kynna sér
hið nýja frumvarp um atvinnu-
leysistryggingar, sem nú er
komið fram á Alþingi. Félags-
málaráðherra flytur íramsögu-
ræðu um málið á þingi í dag,
og verður greint frá henni —
og efni frumvarpsins — í blað-
inu á morgun. Hér er um að
ræða enn eitt skref í áttina til
réttlátara þjóðfélags, til félags-
legs öryggis. Heildin á að
styðja einstaklinginn og vernda
rétt hans. Um það fjallar lög-
gjöf af þessu tagi. Um hitt eru
ekki lagabókstafir, að vita-
skuld verða einstaklingarnir
líka, hver á sinn hátt, að stuðla
að farsæld ríkisheildarinnar.
Slík viðhorf eru raunverulega
undirstaða allrar félagsmála-
löggjafar, sem á að verða til
heilla. Þjóðfélag, sem er hol-
grafið af óeiningu og tortryggni
fær ekki notið neinna frjáls-
lyndrar löggjafar um félags-
legt réttlæti. Og félagsmálaör-
yggi er líka hætt, ef þróun efna
hags- og fjármála er slitin úr
tengslum.
ÞAÐ ER ÞVÍ íhugunarefni fyr-
ir alla landsmenn, um leið og
þeir virða fyrir sér hið nýja
frumvarp um atvinnuleysis-
tryggingar, og aðra félagsmála-
löggjöf seinni ára, hvort grunn
urinn sé ekki í rauninni ótraust
ur.Hér byggist mikið á efnahag
atvinnuvega og ríkis. Þar er nú
flest á hverfandi hveli, og er
sjálfskaparvíti. Það er ekki
hægt að hlaða upp tryggingum
og öryggisráðstöfunum með
annarri hendinni, en rífa sam-
tímis niður grunnmúra þjóðfé-
lagsbyggingarinnar með hinni.
Þó eru sumir menn að reyna
þetta. En heilbrigði félagsmála
löggjafar okkar á komandi tím-
um er undir því komið, að nógu
margir landsmenn átti sig á því
í tíma, að efnahagsmál og fé-
lagsmál verða ekki aðskilin
heldur eru órjúfanleg heild.
Farisear fyrr og rní
BÍBLÍUSÖGUNUM
hermir frá mann-
tegund, sem þakkaði guði fyr-
ir að hún væri ekki eins og
annað fólk, heldur iðkaði betri
siði og líferni. Þetta samrímd-
ist hins vegar ekki veruleik-
anum og því hefir nafn þess-
arar manntegundar lifað fram
á þennan dag og festzt við þá,
sem ranglega hafa reynt að
telja sig betri menn en þeir
eru.
Síðan samstarf Sjálfstæðis-
manna og Framsóknarmanna
hófst um stjórn landsins, hefir
vart liðið sá dagur, að eitt-
hvert af málgögnum Sjálfstæð
ismanna eða einhver af for-
ráðamönnum þeirra hafi ekki
látið um mælt á þessa leið:
Sjáið, hvað við erum miklu
drengíj/ndari en Framsóknar-
rnenn! Þeir sýna alls konar ó-
iaokkaskap og ódrengskap í
samstarfinu! Við launum illt
með góðu! Við erum í allri
okkar framkomu við samstrfs-
ílokkinn ímynd umburðarlynd
is og drengskapar!
Þessu til sönnunar er svo
öðru hvoru vitnað í það, að
ríminn hafi gagnrýnt eitt eða
annað í fari Sjálfstæðismanna.
MEÐ STJÓRNARSAMSTARFI
ójíkra flokka er'að sjálfsögðu
ekki ætlast til þess, að þeir
táti alla nauðsynlega gagnrýni
niður falla. Því hafa Fram-
sóknarmenn ekki kvartað und
an því, þótt oft hafi verið deilt
hart á þá og ómaklega í Mbl.
Það hefir verið gert fyrir opn-
um tjöldum og því verið hægt
að mæta því. Það hefir meira
að segja ekki verið kvartað
lindan því, þótt Mbl. drægi
óviðkomandi skyldmenni for-
ustumanna Framsóknarflokks-
ins inn í pólitískar illdeilur,
eins og gert var við son Her-
manns Jónassonar, á síðastl.
sumri.
Þetta horfir hins vegar nokk
uð öðru vísi við, þegar gefin
eru út sorpblöð, sem tæpast
eru svaraverð, til að dreifa út
alls konar rógi um samstarfs-
flokkinn. Þessa iðju hafa Sjálf
stæðismenn mjög kappsamlega
iðkað. í þeim efnum er
skemmst að minnast á Flug-
vallarblaðið, sem hefir verið
látið halda því fram, að nijv.
utanríkisráðherra væri þjónn
Rússa! Með því er ekki aðeins
reynt að ófrægja viðkomandi
mann inn á við, heldur að spilla
fyrir honum og raunar allri
þjóðinni út á við.
Svo koma þeir menn, sem
slíka iðju hafa stundað og hæla
sér fyrir drengskap!
ÞÓ ER ÞETTA engan veginn
hið versta. Þá fyrst fer slíkur
drengskapur að færast upp í
bekkinn, þegar reynt er með
hvers konar rógi og misnotk-
un á fjármagni að hnekkja
gengi þeirra þingmanna sam-
starfsflokksins, sem eru í bar-
áttukjördæmunum. Það er veg
ið aftan að en ekki beint. Því
miður er hægt að nefna slíks
mörg dæmi, ef þörf krefur.
Forkólfar Sjálfstæðisflokks-
ins ættu því vissulega að hætta
öllum leikaraskap í þessum
efnum. Þeir græða ekkert á
honum, heldur auglýsa með
honum það eitt, að enn hafa
vissir menn ekki náð meiri
þroska en þeir, sem voru
mestir yfirdrepsmenn og hræsn
arar á tímum biblíunnar.
ERLENT YFIRLIT:
Urho Kaleva Kekkonen
Umdeildasti stjórnmálamaíur Finnlands tekur í dag vií hirni valdamikla emb-
ætti nkisforsetans
Þar sem forsetar eru valdlitlir,
þykja það ekki stórtíðindi, þegar
einn fer og annar kemur í staðinn.
Þetta gildir hins vegar ekki um
Finnland, því að þar hefir forset-
inn mjög mikil völd og það getur
því haft meginþýðingu fyrir gang
málanna, hvernig hann beitir
þeim. Þao er t. d. hlutverk forset-
ans samkvæmt stjórnarskrá að
marka utanríkisstefnu landsins og
þarf hann aðeins að bera þýðing-
armestu sámninga undir þingið.
í samræmi við þetta tilnefnir hann
persónulega alla heiztu starfs-
menn utanríkisþjónustunnar.
Hann skipar einnig persónulega
dómara og prófessora. Hann getur
synjað lögum frá þinginu um
staðfestingu og getur þingið ekki
endursamþykkt þau, svo að þau
hljóti endanlegt gildi, fyrr en að
afloknum kosningum. Hann er
ekki háður neinum þingræðisvenj-
um við myndun ríkisstjórnar og
getur því haft nokkru meiri á-
hrif á skipun stjórnarinnar en ella.
Þannig mætti nefna margt fleira
um sérstöðu finnska forsetans.
Af kunnugum mönnum er það
líka talið nokkurn veginn víst, að
sá maður, sem tekur við finnska
forsetaembættinu í dag, hefði aldr
ei sótzt eftir því, ef það liefði að-
eins verið tildursstaða, líkt og íor
setaembættin eru víða annars
staðar. Urho Kaleva Kekkonen
hefir fengið það orð á sig að vera
bæði ráðríkur og afskiptasamur.
Þess vegna var líka barist óvægi-
legar gegn honum en nokkru
öðru finnsku forsetaefni fyrr og
síðar.
Urho Kaleva Kekkonen er ný-
lega orðinn 56 ára gamall. Hann
er fæddur og uppalinn í Norður-
Finnlandi, sonur fátæks skógar-
höggsmanns. Á unglingsárum sín-
um vann hann um hríð að timb-
urflutningum á fljótum Norður-
Finnlands. Hann brauzt til
mennta með miklum dugnaði, þar
sem hann varð að vinna fyrir sér
jafnframt náminu. Hann tók stú-
dentspróf 19 ára og lögfræðipróf
28 ára. Um skeið hneigðist hugur
hans mest að vísindastörfum og
samdi hann m. a. ítarlegt rit um
sveitarstjórnarkosningar og hlaut
hann fyrir það doktorsnafnbót
1936. Á þessum árum gaf hann sig
mikið að íþróttum og var um
tíma Finnlandsmeistari í há-
stökki. Forseti finnska íþrótta-
sambandsins var hann 1932.
Kekkonen gaf sig nokkuð að
stjórnmálum á námsárum sinum
og var þá mjög afturhaldssamur
þjóðernissinni. Það mun þó hafa
ráðið mestu um, að hann gerði
stjórnmál að lífsstarfi sínu, að
hann gerðist lögfræðingur Bænda
flokksins skömmu eftir að hann
lauk lagaprófi. Forráðamönnum
flokksins þótti hann álitiegur til
forustu og gerðu hann því að
dómsmálaráðherra 1936. Nokkru
seinna varð hann inhanríkisráð-
herra. Þvi starfi gegndi hann til
1939, er stjórnarskipti urðu vegna
árásar Rússa á Finnland. Kekko-
nen var þá í hópi þeirra, sem voru
mótfallnir friðarsamningum við
Rússa veturinn 1940. Hann vildi
heldur láta berjast til þrautar. M.
a. starfaði hann þá allmikið í fé-
lagi akademiskra borgara, er
hafði endurheimt Kyrjálaeiðis á
stefnuskrá sinni. Þessi afstaða
hans varð til þess, að hann dró sig
nokkuð í hló um skeið.
Þegar Kekkoaen lét aftur til sín
heyra, hafði hann breytt um
stefnu í þessum málum. Árið 1943
myndaði hann um sig smáhóp inn-
an Bændaflokksins, er beitti sér
fyrir samningum við Rússa. Hann
sá þá þegar fyrir, hvernig styrjöld
in myndi fara, og taldi óhjá-
kvæmilegt að taka afleiðingunum
af því. Hann hefir oft verið áfelld-
ur fyrir þessi skoðanaskipti síðar.
Þau urðu þess hins vegar valdandi,
að hlutur hans kom upp eftir
KEKKONEN
stríðslokin og hefir hann frá þeim
tíma verið aðalleiðtogi Bænda-
flokksins, þótt hann hafi aldrei
verið kjörinn formaður hans.
Kann héfir setið í langflestum
stjórnum, er farið hafa með völd
seinustu 10 árin, og oftast verið
forsætisrá'ðherra síðan 1950. Hann
var forsetáefni Bændaflokksins í
forsetakosningunum 1950 og aftur
nú. Hann hóf kosningabaráttuna
mjög snemma að þessu sinni og
sótti hana af hinu mesta kanpi.
Andstaðan gegn honum var- hiirð
að sama skapi.
SIiMaust má segja, að Kekko-
nen hafi verið sá stjórnmálamað-
ur Finna, sem mest hefir verið
umdeildur seinasta áratuginn.
Hann hefir í utanríkismálum ver-
ið einn ákveðnasti íalsmaður þess
að kappkostuð væri góð samviana
við Rússa og hefir þessi aðstaða
hans verið umdeild. í innanlands-
málum hefir hann haldið fast
fram málum bænda og vakið með
því meiri tiltrú þeirra en nokkur
maður annar. Hann hefir haldið
því fram, að Bændaflokkurinn ætti
að vera miðflokkur landsins og
sem slíkur að geta unnið til beggja
handa. Stefna hans í innanlands-
málum hefir því færst mjög íil
frjálslyndis frá því, sem var fyrir
styrjöldina. þegar hann var talinn
einna lengst til hægri í Bænda-
flokknum. Hann hefir líka oft ver
ið minntur á þessa fyrri afstöðu
sína. eins og t. d. þá, að hann hafi
viljað láta banna jafr.aðarmanna-
flokkinn og leggja niður alla
sænskukennslu. Þessu var t. d.
hampað allmikið gegn honum í
forsetakosningunum.
En þótt andstæðingarnir finni
Knkkonen margt til foráttu og
telji hann pólitiskan ævintýra-
mann, játa þeir flestir gáfur hans.
Hann virðist samríma óveníu vel
bá kosti að, vera mikill og óvæg-
inri málafylgiumaður og lágírin
samningamaður. Hann er imræða-
góður og óraeur við að t»f!a á
tæpasta vað, ef því er að skipta.
Flestar spár hníga í þá átt, að
Kekkonen ætli sér ekki að verSa
nein dula í forsetastólnum. Hann
mun þvert á móti reyna að hafa
sem mest og víðtækust áhrif. í
utfioríkism.álum muni b-'nn stefna
að því, að Rússar afhendi Finnum
aftur Kyrjálaeiðið, og m.egi búast
við, að han vinni það til að hafa
enn nánari samvinnu við þá en
Paasikivi hafði. Hins vegar hel.dur
enginn því fram. að hann sé lík-
legur. til að láta nokkur Jandsrétt-
;n6i af höndum. Hann sé enn sem
fvrr mikill bióðernissinni, þótt
hann bióni því takmarki eftir öðr-
um leiðum en áður.
Flokkaskipun er óhrein ‘í Finn-
landi og verður þar engin stjórn
mynduð án samstarfs fleiri ílokka.
Þetta gefúr forseta eins og Kekko-
nen miklu meira svigrúm en ella.
Sú er von margra, að Kekkonen
muni nota hæfileika sína og þekk-
1 ingu til að vinna að meiri sam-
heldni í stjórnmálunum en verið
hefir um skeið. Að undanförnu
hafa Bændaflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn oftast unnið saman, en
Kekkonen er sagður vilja fá frjáls
lynda flokkinn til varanlegra sam-
starfs við þá. Það þykir ekki lík-
legt, að hann beiti sér fyrir stjórn
arþátttöku kommúnista að sinni,
þótt hann eigi þeim forsetatignina
að þakka.
i
Kona Kekkonens er Sylvi Sal-
ome Unio, sem er hámenntuS
kona og hefir gefið út smásögur
og greinasöfn, er þykja ágæt að
máli og stíl. Þau lijón eiga tvö
börn. tvíburana Motti og Taneli.
Taneli er giftur Britu, dóttur Fag-
erholms, sem er aðalleiðtogi jafn-
aðarmanna og var helzi keppinaut-
ur Kékkonens við forsetakjörið.
Að ráðum Kekkonens vinnur Fag-
(Framhald á 8. síðu.)
Þessi uncju bjón, sem sjást hér yjS útvarpstækið, eru að fyigjasí með
frásöqn af forsetaklörinu í Finnlandi. Þau höfðu fjlla ástæðu til að vylgi-
ast msð því af mikium áhuga, því að feður þeirra voru aðalkeppinaut-
arnir. Þessi ungu hión eru Taneli Kekkonen, sonur hins nv|a forseta, og
Brita, dóítlr Fagerholms, er verður að líkindum forsætisráðherra. Taneli
er ritari við finnska sendiráðið í Stokkhólmi.