Tíminn - 01.03.1956, Blaðsíða 7
7
1 í M IN N, fimmtuclaginn 1. marz 195G
ArnarfeH kemur til hafnar.
SigJingar á vegum Skipadeildar SÍS:
Þrátt lyrir 6 myndarleg kanpskip í
eigu saniYÍnnumanna, þurfti SIS a?
flytja þriðjung meS leiguskipum
Kaupskip samvinnumanna höíðu á síðastliönu ári 956 við-
komustaði í 66 íslenzkum höfnum, eða sem næst þrem við-
komum á hverjum degi allt árið. Fluttu skipin tæplega
20Q OOO smálestir af vörum og sigldu 235 000 sjómílur, og
eru þá ekki meðtalin leiguskip, sem SÍS þurfti að taka eitt
á viku og nokkru betur.
Þessar tölur gefa glögga hug-
mynd um þá umfangsmiklu þjón-
ustu, sem samvinnuskipin veita
landsfólkinu, og þá alveg sórstak-
lega hinni dreifðu byggð utan höf-
uðstaðarins. Er sá reginmunur á
siglingum þessara skipa og ann!
arra íslenzkra millilandaskipa, að
Sambandsskipin eru látin sigla sem
alira mcst beint til hinna ýmsp
hafna víðs vegar um land í stað
þess að umskipa vörum sínum í
Reykjavík. Siglingum þessum
stjórnar skipadeild SÍS undir fram
kvæmdastjórn Hjartar Hjartar.
ÖR ÞRÓtJN Á TÍU ÁP.UM.
Fyrir rétium tíu árum voru for
rá'ðamenn Samhandsins að ganga
frá samningum um kaup á fyrsta
kaupsklpi samvinnumanna,
Iívassafelli. Síðan eru skipin orð-
in sex og er nú verið að undirbúa
kaup eða smíði á 1S—20 þús. smá-
lesta olíuskipi, sem ekki aðeins
verður langstærsta skip íslend-
inga, heldur nálega tvisvar sinn-
um stærra að smálestatölu en öll
hin samvinnuskipin sex.
Hvassafell, fyrsta kaupskip Sam-
bándsins, var keypf frá Italíu 1946
og kom til heimahafnar sinnar á
Akureyri þá um haustið. Siðar
kbitm Arnarfell, Jökulfgll, Dísar-
fell, í.itiafell og Ilelgafell, öll
sntíðuð í Svíþjóð, nema Dísarfell,
s<?m sraíðað var 1 Hollandi. Skipin
hafa ekki aðeins reynzt hin hent-
ugustu í alla staði, heldur og ver-
ið gæfuskip í hvívetna, mönnuð
hinum yöskustu áhöfnum. Hefur
það vcrið heppni samvinnuhreyf-
ingarinnar, hversu ungir og dug-
ahdi raenn hafa valizt í hvert rúm
á skipunum, en meðalaldur skip-
stjórannn er nú aðeins 40 ór og
fyrstu stýrimanna 35 ár.
ENN ÞÖRF FLEIRI SKIPA.
Það var eitt höfuðeinkenni á
rekstri skipadeildar SÍS s.l. ár, að
luin þurfti að leigja 41 erlent
skip til 51 ferða og fluttu þessi
skip 69 381 smálest af vörum til
landsins, Voru þau hálfdrætting-
ar á móti Sambandsskipunum, ef
olíuflutningar eru ekki með-
taldir.
Að vísu voru ýmsar, sérstakar
ástæður fyrir þessari miklu þörf
fyrir leiguskip ó síðasta ári. Bygg-
ingarefnisflutningar voru mjög
miklir og fóðurbætisflutningar
seinni hluta árs meiri en venju-
lega. Þá hafði verkfallið s.l. vor
þau áhrif, að leigja varð fleiri skip
en ella.
Samt sem áður gefa þessar töl-
ur tvímælalaust bendingu í þá átt,
að samvinnumenn þurfi að auka
enn tölu flutningaskipa sinna til
þess að geta annað öllum þeim
flutningum sínum, sem eðlilegt
má kalla að eigin skip geti afkast-
að.
Þörfin fyrir nýtt olíuskip til
niillilandasiglmga, sem nú er
verið að reyna að fá, er svo ann-
að mál, og getur engum manni
dulizt, sem fylgzt hefir með skrif
um um olíufluíninga til landsins
umlapfarið, að það sé sjálfsagt
skref fyrir ísleudinga og hag-
kvæmt að taka þá flutninga að
vcrulegu leyti í eigin liendur.
FLUTNINGAR HINNA
EINSTÖKU SKIPA.
,,Fellin“ 'sex eru öll vöruflutn-
ingaskip, sém smíðuð voru með sér
stöku tilliti til flutningaþarfar ís-
lendinga og beiniínis fyrir þá skip-
an flutninga, sem samvinnumenn
telja landsmenn þuría. Eru Jökul-
fell og Dísarfell alveg sérstaklega
miðuð við að geta komið á sem
flestar smáhafnir, og hafa þau ver-
ið atvinnulrfi víðs vegar um landið
ómetanlegtfr stuðningur með því
að flytja ört frá frystihúsum og
mjölverksmiðjum afurðir þeirra.
Hvassafell, Arnarfell og Helgafell
hafa aðallega annast þungavöru-
flutninga, en Sambandsskipin ann-
ast enn tiltölulega minnstan hluta
af stykkjavöruflutningum.
Ilvassafell (2300 Dwt) fór s.l. ár
17 ferðir, flutti 31. 153 smálestir
af vörum og sigldi 36.270 sjómílur.
Hjörfur Hjarfar
framkvæmdastjóri.
Skipstjóri er Guðmundur Hjalta-
: son.
í Arnaríell (2300 Dv/t) fór 9 ferð-
ir, flutti 17.375 lestir og sigldi 43.
944 sjómílur. Skipstjóri er Sverrir
Þór.
í Jökulfell (1045 Dwt) fór 22 ferð-
j ir, fiutti 18.402 lestir og sigldi 43.
• 046 sjómílur. Skipstjóri er Guðni
Jónsson.
; Dísarfell (1031 Dwt) fór 17 ferð
ir, flutti 15.397 lestir og sigldi 41.
164 sjómilur. Skipstjóri er Arnór
: Gíslason.
I Litlafell (917 Dwt) fór 115 ferð-
i ir, flutti 88.285 lestir og sigldi 28.
I 137 sjómílur. Skipstjóri er Bernarð
Pálsson.
Helgafell (3250 Dwt) fór 12 ferð
ir, flutti 25.761 lest og sigldi 43.100
sjómílur. Skipstjóri er Bergur Páls
son.
Eins og tölurnar bera með sér,
hafa verkefni skipanna verið mjög
; mismunandi, enda fara þessar töl-
; ur verulega eftir siglingaleiðum
| þeim, sem þau eru send á, hvort
ferðir eru langar eða stuttar.
; Litlafell var eingöngu í strandferð
1 um með olíu.
:
,
HVAÐA ISLENZKAR HAFNIR
KOMU SKXPIN Á?
Það er fróðlegt fyrlr menn aö
kynnast því, hvaða hafnir sam-
vinnuskipin komu á innanlands.
Er þá athyglisvert, að millilanda-
skip skuli koma til rúmlega 60
haína hér á landi, og hcfði það
þótt óírúlegt fyrir einum eða
tveim áratugum. Hafa samvinnu-
menn með þessari skipan siglinga
sinna átt verulegan þatt í að auka
Surmlenzkur bóndi: Orðið er frjálst
Fjórðungssjúkra-
hús á Suðurlandi
Nýlega er komið fram á Alþingi frumvarp um svonefnt
talnahappdrætti og er fyrirhugað að ágóða af því skuli varið
til byggingar fjórðungssjúkrahúss á Suðurlandi, og er talið,
að fyrir það fé er inn kæmi af slíku happdrætti, sé unnt að
reisa sjúkrahúsið, og jafnvel fleiri sjúkrahús síðar, þar sem
þeirra er mest þörf.
Það þarf ekki að ræða hina
brýnu þörf, sem orðin er fyrir
sjúkrahús á Suðurlandsundirlend-
inu. Þessa þörf þekkja allir, og
mest aðkallandi vandamálið hjá
Sunnlendingum í dag, er að sjúkra
húsið komist sem fyrst upp, —
og þyrfti raunar að vera komið
fyrir löngu.
Þegar frv. um talnahappdrættið
kom fram á Alþingi um daginn,
brá svo undarlega við, að Þjóð-
varnarmenn og kommúnistar virð-
ast ætla að vinna þessu þarfa máli
allt það ógagn, er þeir mega. Risu
þeir upp úr sætum sínum kump-
ánarnir Einar Olgeirsson og Berg-
ur Sigurbjörnsson, og börðust um
sem naut í flagi gegn happdrætt-
inu. Og hvað skyldi þá svo sem
varða um líf og heilsu sveitafólks-
ins? Sjálfir hafa þeir sjúkrahús
og mýmarga lækna svo að segja
við húsdyrnar hjá sér, svo þeir
og þeirra nánustu geta fengið
skjóta hjálp, ef veikindi ber að
veg margra hafna víðs vegar um
land, og er athyglisvert fyrir
sunnlendinga að heyra það til
dæmis, að „Fellin“ hafi komið 23
sinnum á árinu í Þorlákshöfn.
Þeir búa ekki í „liafnlausu" hér-
aði lengur. Svipaða sögu geta
aðrir sagt víðsvegar um land.
. Hér fer á eftir listi yfir hafn-
irnar og tölur um viðkomur í
hverri höfn;
Viðkomur
Akranes ................. 27
Borgarnes ............... 10
Hellisandur .............. 3
Ólafsvík ................ 11
Grundarfjörður ........... 11
Stykkishólmur ............ 13
Búðardalur ................ 3
Salthólmavík ............. 2
Gjögur .................... 2
Króksfjarðarnes ........... 2
Hvalsker .................. 1
Flatey ................... 3
Patreksfjörður ........... 15
Tálknafjörður ............. 7
Bíldudalur ............... 12
Þingeyri ................ 24
Flateyri ................. 23
Súgandafjörður ........... 11
Bolungarvík ............... 1
ísafjörður ............... 33
Langeyri .................. 3
Ingólfsfjörður............. 1
Norðurfjörður ............. 5
Drangsnes ................. 4 N
Djúpavík ................. 1
Hólmavík ................. 18
Óspakseyri ................ 4
Borðeyri .................. 6
Hvammstangi .............. 16
Blönduós .................. 3
Skagaströnd............... 28
Sauðárkrókur ......,.... 25
Hofsós ................... 8
Haganesvík ............... 3
Siglufjörður ............. 37
Ólafsfjörður ............. 14
Dalvík ................... 25
Hrísey ................... 14
Dagverðareyri ............ 1
Krossanes ................ 3
Hjalteyri ................ 6
Akureyri ................. 56
Svalbarðseyri ............ 13
Húsartk .................. 37
Kópaskcr ................. 6
ltaufarhöfn .............. 13
Þórshöfn ................. 16
Bakkafjörður ............. 7
Vopnafjörður ............. 17
Borgarfjörður ............ 9
Seyðisfjörður ............ 25
Norðfjörður .............. 19
Eskifjörður .............. 16
Reyðarfjörður ............ 34
(Framhald á 8. síðu.)
höndum. Lengra virðist þeirra
hugsun ekki ná.
Ekki úr háum söðli að detta.
ÞESSI AFSTAÐA Þjóðvarnar-
manna kemur ýmsum á óvart, því
að þeir hafa jafnan látið svo að
þeir bæru hag sveitanna fyrir
brjósti. Er ekki nema gott um það
að segja, að þeir skuli nú hafa
sýnt sveitafólkinu sitt rétta andlit,
og mun þeim verða þökkuð þessi
frammistaða að verðleikum á sín-
um tima — kannske gefst tæki-
færi til þess strax í vor. Afstaða
kommúnista kemur engum á
óvart. Þeir hafa alltaf sýnt sveita-
fólki ýmist ódulinn eða illa dul-
inn fjandskap. Þegar bændur hafa
fengið hækkun á afurðaverði sinu
í samræmi við launahækkanir
annarra stétta, þá hefir það ætíð
heitað á máli Þjóðviljans: „Ný
árás á lífskjör alþýðunnar“. Komm
únistar vita sem er, að þeir hafa
ekki úr háum söðli að detta með
fylgi sitt í sveitum, enda fer það
stöðugt minnkandi, þó að enn
finnist einn og einn maður í sum-
um sveitum landsins, sem heldur
tryggð við rússneska heimatrú-
boðið.
Bjálkinn í eigin auga.
OG HVAÐ var það svo, sem
Einar og Bergur fundu talnahapp-
drættinu til foráttu? Jú, þeir sögðu
að það væri táknrænt fyrir spill-
inguna í þjóðfélagimi, og með því
væri slegið á lægstu strengi fjár-
glæfra- og svikastarfsemi. Komm-
únistar og Þjóðvarnarmenn hafa
eínt til happdrættis til framdrátt-
ar blöðum sínum, og kommúnistar
raunar á hverju ári. Ekki hafa
þeir félagar fordæmt þessi happ^
drætti. Til er happdrætti hér á
landi, sem í eðli sínu er líkt talna-
happdrættinu. Það eru getraunir,
þar sem gizkað er á, hver muni
verða úrslit í knattspyrnukappleikj
um úti í Bretlandi. Ekki hafa þeir
félagar fordæmt þetta happdrætti,
það ég veit, og er þó ekki ágóða
af því varið til jafn þarflegra
hluta og sjúkrahúss. — Árið 1954
„þurftu“ kommúnistar að kaupa
dýra húseign í Reykjavík til áróð-
ursstarfsemi sinnar, en höfðu ekki
handbært fé til kaupanna. Og þá
fóru þeir að safna fé, með þeim
árangri, sem alkunnur er orðinn,
að þeir skófluðu upp á örskömm-
um tíma á aðra milljón .króna.
Sagði Þjóðviljinn, að fó þetta hefði
safnazt hjá íslenzkri alþýðu — og
þá sennilega þeirri sömu alþýðu,
sem hafði svo lágt kaup og var
svo dreppínd af sköttum, að hún
hafði vart málungi matar eða
ígangsklæði — samkvæmt frásögn
Þjóðviljans fyrr og síðar. Ekki
minnist ég þess, að þeir Einar og
Bergur töluðu um „spillingu, fjár-
glæfra- og svikastarfsemi" í sam-
bandi við þessa síðastnefndu söfn-
un.
Ef þeir Einar og Bergur hefðu
komizt í þá þungu raun, sem
margt sveitafólk hefir mátt þola
á undanförnum árum, og þolir
enn, að sjá einhvern af sínum
nánustu kveljast og tærast upp
í heimahúsum nieðan beðið var
eftir sjúkrahúsvist, og svo þegar
sjúkrarúm loks losnaðf, máske
4—6 vikum eftir að það var pant-
að, þá var allt orðið um seinan;
sjúkdómurinn kominn á það hátt
stig, að ekkert varð aðgert, og
sjúklingar í sumum tilfellum dáu
ir, þegar sjúkrarúm losnaði, —
þá efast ég um að þeir hefðu
sýnt það vítaverða ábyrgðarleysi,
að lcggja stein í götu þessat
máls. 4