Tíminn - 28.04.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.04.1956, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn 28. aprfl 195®. Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Eitstjórar: Hankur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (éb.), Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Sjálfsákvörðunarréttur og gull 8J er nú kominn á und- mhald í varnarmálunum. Hann átar skýlaust í Mbl. í gær, að íslendingar hafi einhliða rétt til að segja upp varnarsamning- inum, og að samkv. honum sé það nánast sagt formsatriði að spyrja um álit Atlantshafs- bandalagsins. Þessar staðreynd- ir liggja líka svo ljóst fyrir, að ekki tjáði annað fyrir Bjai-na en að viðurkenna þær. Þrátt fyrir þetta er Bjarni samt ekki af baki dottinn. Þótt hann viðurkenni, að álit Atlants hafsráðsins sé ekki að neinu leyti samningsjega bindandi fyr ir okkur, lætur hann eigi að síður ótvírætt í ljós, að við eigum að fara eftir því eða m. ö. o. að við eigum að afhenda bandalaginu sjálfsákvörðunar- réttinn, þótt við eigum hann samningslega. BJARNI orðar þetta þannig I Morgunblaðsgreininni, að „við eigum að kynna okkur stað- reyndir mála áður en ákvai'ð- anir séu teknar um þær“. Með þessu hyggst Bjarni bersýnilega að segja það, að íslendingar sjálfir séu ekki færir um að kynna sér staðreyndir mála og' að þeir eigi í þessu tilfelli að láta framandi aðila, Atlantshafs ráðið, meta þær fyrir sig. Slíkt þýðir í framkvæmdinni hið sama og að láta sjálfsákvörðun- arréttinn af hendi. Ef íslendingar vilja halda fast á rétti sínum og frelsi, mega þeir aklrei fallast á þá stefnu, að framandi aðili sé neitt færari en þeir til að meta þær staðreyndir^er máli skipta fyrir sjálfstæði íslands. Það er líka öldungis víst, að engin önnur þjóð i Atlantshafsbanda- iaginu myndi vilja á það fall- ast, að bandalagið ætti að meta það fyrir liana, hvaða mat hún eigi að leggja á alþjóðleg við- horf. Þann rétt ætlar hún þingi sínu og ríkisstjórn og engum aðilum öðrum. ÞJ2IR, SEM stóðu að ályktun Alþingis um varnarmálín, hofðu fyllstu hliðsjón af þróun alþjóðamála seinustu misserin. Sú athugun sýndi, að stórfelld breyting hafði orðið síðan að> varnarsamningurinn var gerð- ur. Kóreustyrjöldin er hætt, Indó-Kínastyrjöldin er hætt. Mjög ólíklegt þykir nú orðið, að Formósudeilan leiði til styrj- aldar, sem talin var mikil liætta á um skeið. Óttinn við vetnis- sprengjuna hefir gert stórvelda- styrjöld ótrúlega. Ábyrguscu stjórnmálamenn vesturvcldanna eins og t. d. Eisenhower for- seti, hafa sagt ótvírætt, að þeir teldu stórveldastvrjöld nær óhugsandi, en að öðrum kosti er ósennilegt að ísland dragist inn í styrjaldarátök. í Sovét- ríkjunum hafa svo gerzt veru- legar breytingar á stjórnar- stefnu, er benda til þess að valdhafarnir þar hyggi nú miklu minna en í tíð Stalins á hernaðarlcga landvinninga, heldur fyrst og fremst stjórn- málalega og efnahagslega. Þetta og fleira veldur því, að það er nú almennt viður- kennt, að ástandið í alþjóða- ínálum sé að taka gerbreytingu. Það, sem var réttmætt í gær, á ekki Iengur við í dag, heldur ber að leita nýrra úrræða og viðbragða. Flest bendir til, að stjórn Bandaríkjanna hafi gert sér þetta ljóst, og. fyrirhugi róttækar breytingar á utanrikis- stcfnu sinni, er m. a. felist í því að legga ekki jafn einhliða áherziu á hernaðarlegt samstarf og áður, heldur öllu meira á stjórnmálalegt og efuahagslegt samstarf. ÁLYKTUN ALÞINGIS er því í fullu samræmi við framvindu alþjóðamála og þá yfirlýsingu íslendinga að vilja ekki hafa hér erl. her á friðartímum. Þetta liggur svo ljóst fyrir, að íslendingar þurfa ekki að bíða eftir neinu áliti annarra til þess að geta tekið ákvarðanir sínar — enda aldrei til þess ætlazt, að slíkt álit væri annað eða meira en formsatriði. Bjarni Benediktsson Jiangir því á al- geru hálmstrái, þegar hann er að afsaka afstöðu sína með því, að slíkt álit liggi ekki fyrir. Sú afsökun sýnir ekkert annað en að hann vill afhenda útlend- ingum matsvaldið og ákvörð- unarréttinn í þessum málum í þcirri von, að hersetan vari hér sem lengst. Stefna hans er stefna þeirra, er meta gullið meira en sjálfsákvörðunarrétt- inn. Þá stefnu má enginn sann- ur íslendingur gera sig sekan um að styðja í næstu kosning- um. Haftafarganið færist í aukana N! rú í VIKUNNI hafa dag- bjöðin birt greinargerð trá Landsbankanum, þar 'sem sk-ýrt var frá þvi, að gjaldeyris- staðan við útlönd hefði versnað um 39.4 millj. þrjá fyrstu mán- cði þessa árs. í marzlok námu skuldir og skuldbindingar bank anna út á við 158 millj. kr. um- fram eignir, og er það 137 millj. kr. lakari staða en á sama' ‘ tíma í fyrra. Birgðir af útflutn- ingsvörum munu vera eitthvað meiri nú en þá, en samt ekki svo, að það hafi verulega þýð- ingu. Vissulega eru þessar upplýs- mgar um gjaldeyrisafkomuna hinar ömurlegustu. Þær eru enn óglæsilegri, þegar þess er jafnframt gætt, að aflabrögð eru nú mun lakari en í fyrra, einkum þó hjá togurunum. Allt bendir því til, að hér verði mikill og tilfinnanlegur gjald- eyrisskortur, þegar kemur fram á árið. Þessi skortur er þó þegar svo mikill, að stórlega er takmarkaður innflutningur á flestum nauðsynjavörum og óafgreiddar leyfisbeiðnir auk- ast daglega hjá Innflutnings- skrifstofunni og gjaldeyris- bönkunum. ÞJÓÐIN STENDUR því frammi fyrir þeirri staðreynd, að hún býr nú við vaxandi gjaldeyrisskort og ströng inn- flutningshöft á öllum vörum, nema þeim óþörfustu, sem eru á svonefndum bátagjaldeyris- lista. Það er því meginfjar- stæða, að núverandi stjórn hafi með stefnu sinni aukið frjálsræði í viðskiptum, heldur hefir það leitt af ofþenslu- stefnu hennar, að innflutnings- höftin eru nú miklu strangari í reynd en þegar stjórnin kom til valda. AF ÞESSU MÁ það vera ljóst, að höftin munu fara harðnandi og vaxandi að óÖreyttri stjórnarstefnu. Breytt stjórnarstefna, • er stuðlar að örvun framleiðslunnar, er eina SYLVI KEKKONEN Ný húsmóðir er komin í höll forsetans, æðsta heimilis lands- ins. Sylvi Kekkonen, tignasta kona lýðveldisins og landsins móðir, er þó engan vegin ókunn samborgurum sínum. Sem fyrri húsmóðir í höllinni, stóð liún við hlið manns síns í opinberu lífi, áður en hún varð forsetafrú. Áður en Sylvi Iíekkonen tók við þessu nýja og mikla hlutverki sínu hafði hún í þrjátíu ára hjónabandi gengið í hinn langa og stranga skóla þjóðmálanna. Þessi langi tírni, margvísleg störf, aðkallandi skyldur og sífelldur sjálfsagi hafa mótað hana og gert að slíkri per- sónu, að naumast mun það dregið í efa, að hún sé hinu nýja hlut- verki vaxin og muni gegna hinu nýja starfi sínu og skyldum á þann veg, sem bezt verður á kosið. Hingað lil hefir Sylvi Kekkonen orðið að gegna tveimur störfum. Hún hefir sem trúr förunautur manns síns, rækt skyldustörfin í opinberu lífi, og sem eiginkona og húsmóðir, heimílisstörfin. En með þessari tvískiptingu er þó ekki allt .talið, liún er einnig rithöfundur. SYLVI KEKKONEN fæddist í Pieksámaki 12. marz 1900, fjórða dóttir þáverandi aðstoðarprests, Kauo Edward Uino. Það fólst ef til vill í því vísbending um framtíð Sylvi, að sjö daga gömul skipti hún í fyrsta sinn um heimili. Fjölskyld an flutti sem sé til Heinola og það an fjórum árum síðar til Metsá- pirtti, en þar var séra Uino sókn- arprestur til 1910, er hann fluttist til Puumala, og þá voru börriin orð in sex. Systkinin áttu hamingjusama æsku. Það kom snemma í ljós, að dóttirin Sylvi var mjög viðkvæm að eðlisfari. Hún elskaði blóm, fugla og tré og þótti ósköp vænt um öll dýr. Þessi ást hennar á náttúrunni kemur sérlega greini- lega í ljós í bók hennar Við brunn- inn heima. Móðir hennar áleit, að börnin á prestsetrinu ættu ekki að ganga í barnaskóla, heldur læra heima, og Sylvi byrjaði því ekki skóla- göngu fyrr en í Mikkelis finnska samskóla og þaðan lauk hún stúd- entsprófi átta árum síðar. Nú var að velja sér ævistarf. Sylvi Uino hugðist fyrst gerast hjúkrunarkona en þegar hún hafði verið heimilis- kennari um hríð, ákvað hún að fara til Helsingofrs 1919 og lesa lögfræði. Hún hafði á þessum árum kom- ist í kýnni við alvöru lífsins. Faðir hennar dó, þegar hún var 16 ára, og það var því eðlilegt, að eldri systkinin yrðu að hjálpa heimilinu og yngri systkinunum fjárhags- lega. Árið 1918 hafði verðbólga gert mörgum erfitt fyrir. Þá var ekki venja að bjarga sér með láns- fé til námsins, og þess vegna réð Sylvi sig í vinnu, til þess að geta bæði stundað nám og hjálpað syst- kynum sínum. Nú byrjuðu erfið ár fyrir ungu stúlkuna úr sveitinni. Á daginn vann hún á skrifstofu og á kvöldin saumaði hún fyrir félagið „Hann- yrðavinurinn“. Lögfræðin varð að lúta í lægra haldi fyrir áhuga henn ar á listiðnaði. Það var í hópi stúdenta, sem þau kynntust, Sylvi Uino frá Puumala og Urho Kekkonen frá Savalax. Þau giftust árið 1926, þegar Kekk- onen var 26 ára og hafði nýlokið lögfræðiprófi. í SEPTEMBER 1928 eignuð- ust þau Sylvi og Urho Kekkonen leiðin til að koma í veg fyrir meira haftafargan. Þeirri stórnarstefnu verður því að- eins komið fram, að Sjálfstæð- isflokkurinn tapi í kosningun- um, því að hann heldur dauða- haldi í þá stefnu, sem fylgt er nú. Hin nauðsynlega breyting, sem þarf að koma fram, getur því aðeins orðið, að bandalag Framsóknarflokksins fái meiri- hlutann. Að öðrum kosti verður stefnan hin sama og áður og óhjákvæmileg afleiðing þess verður meiri gjaldeyrisskortur og stóraukin höft. Ný húsfreyja í höíl forsetans í Finnlandi Finnsku forsetahjónin — myndin er tekin á heimili þeirra í Heisinki daginn eftir forsetakjörið. tvo drengi, Matti og Tanelli. Þeir fæddust á þriðjudag og daginn áð- ur hafði móðir þeirra unnið á skrif stofunni eins og venjulega. Frá þessum degi varð hún að hætta störfum utan heimiiis, og það féll lienni ekki þungt. því.að hún vildi með engu móti fela börnin sín ó- kunnugu fólki. Henni fannst móð- urhlutverkið dýrmætara öllu öðru. Hún var orðin ágæt saumakona, og það kom allri fjölskyldunni að í gagni. Húsmóðirin saumaði öll föt| á litlu drengina og sjálfa sig. Ný skyldustörf biðu Sylvi Kekk-! onen, þegar dr. jur. Urho Kekk- onen var kjörinn á þing árið 1936 og varð skömmu síðar ráðherra. Hann var síðan lengst af ráðherra, og þegar hann varð forsætisráð- herra, urðu þau æ fleiri opinberu skyldustörfin, sem Sylvi Kekkon- en þurfti að sinna við hlið hans. En hún hafði vanizt vinnu alla ævi og að neita sér um eitt og annað til þess að rækja skyldu sína. Auk þess voru húsmóðurstörfin nú orð- in stórum léttari. Tanali var orð- in magister í stjórnfræðum, og kvæntur Brittu, dóttur Fagerholm, forseta þingsins, og starfsmaður í utanríkisþjónustimni, fyrst við sendiráðið í Moskvu, síðan í Stokk hólmi. Hinn tvíburabróðirinn, Matti, hafði lokið lögfræðiprófi og kvænzt Mirju, dóttur Taru og Eino Linnala, listafólkinu kunna. Á þessu ári bvrjaði Sylvi Kekk- onen að skrifa. Fyrsta bókin kom út 1949, hin næsta, endurminning- arnar Við brunninn iieima 1951, og Gangurinn skáldsaga, sem gerist í sjúkrahúsi, 1955. En einmitt á þessu tímabili varð Sylvi Ivekkon- en að verja meiri tíma en áður við hlið manns síns, bæði sem félagi og hjálparhella. Að kvöldi hins 15. febrúar 1956 vissi frú Sylvi Kekkonen, hvert hið pýja og vandasama hlutverk var, sem beið hennar. Það var henni ekki ljúft að gerast tignasta kona landsins, en þegar hún sagði þá um kvöldið, að nú fyndist sér of þung byrði á sig lögð, þá iiafði hún þegar ákveðið að rækja þær skyldur sem bezt hún kynni. í MYND forsetafrúarinnar Sylvi Kekkonen eru drættir, sem samferðafólk hennar uppgötvar ekki fyrr en eftir langan kunnings skap. Málari, sem á að mála af henni rnynd, hugsar sér að nota rólega liti, blátt, grátt, svart og ofurlitil Ijóst, en meðan á verk- inu stendur uppgötvar hann sér til undrunar, að hann verður einnig að taka fram skæru og biörtu lit- ina. í mynd af Sylvi Ket-konen verður að vera hlvia, líf os fiör, en einnig dvpt og þróttur, og þá fyrst er myndin sönn._________ Svlvi Kekkonen er hið ytra fín- serð. berst lítið á og hefir gott vald á siálfri sér. Þannig er einnig hennar innri maður. Hún vili aldr- ei særa neinn og gérir það ekki heldur. Hún er eins við alla. vin- gjarnleg, hjálpsöm og sarrúðarfull. Þeaar sagt er. að Svlvi Kekkonen sé lítillát, þá þýðir það nánast, að hún gerir mestar kröfur til sjálfr- ar sín. Persónulegt lítillæti og í- burðarieysi kemur í Ijós í einföld- um lífsvenium heim hjá þeim hjónum. Svlvi Kekkonen álftur á- byrgðartilfinninguna vera ema af dvggðum mannanna. Ábyrgðartil- finning í vináttu, fjölskyldulífi, í uppeldi barnanna og ekki sízt í stai-finu. Kekkonen forseti metur mikils dugnað konu sinar. Sylvi Kekkon- en lítur út eins og brothætt postu- línsbrúða. Hún er lítil og nett, og guð hefir ekki gefið henni góða heilsu. Hún hefir löngum verið við rúmið af liðagigt. En hún er þð vön erfiðri vinnu frá æsku. og yfir levtt veit fólkið hennar bað, að hafi Svlvi Kekkonén ásett sér eitt- hvað, þá kemst það í framkvæmd, hversu mikið erfiði, sem það kann að kosta. Ilún er engan veginn ó- vön að vinna með höndunum. Oft- ast hefir hún séð um heimili sitt hjálparlaust. og á stríðsárunum vann hún alla algenga sveitavinnu, eins og margar aðrar finnskar kon- ur þá. Hún er vaxandi kona í féjagsmál um, fylgist af áhuga með öllum nýjungum á því sviði og gerir sér ljósa grein fyrir gildi 'þeirra. Hún hefir einnig fylgzt af áhuga með stjórnmálaviðfangefnum þetm sem efst eru á baugi hverju sinni, og skyggnzt þar dýpra en rétt á yfir- borðið. Enginn skyldi nokkrun sinni missa vald á sjálfum sér eða týna ró stni, segir Sylvi Kekkonen. Sjálf á hún innrra öryggi og ró, og án þess myndi hún napmast hafa unn- ið bug á þeim erfiðleikum, sem orð ið hafa á vegi hennar á ævinni. Það auðnast sárafáum að varð* veita sjálfstæði sitt og persónu- leika í leiksviðsljósi hinnar opin- beru mála svo sem henni hefir tek izt það. Hún hefir verið sjálfri sér trú, hugsjónum sínum og fegurðar þrá, sem hún fékk að erfðum 'að heiman. Framhald á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.