Tíminn - 29.06.1956, Qupperneq 2

Tíminn - 29.06.1956, Qupperneq 2
2 Meö flugvéium, bátum, bílúm og hsstum umhverfis landiö Ferðaáætlun Páls Arasonar komin út fyrir sumaritS 1956 og hefjast feríúrnar 7. júlí í gær hafði blaöið tal af Páli Arasyni, en hann er nú aö tiefja hinar vinsælu ferðir sínar um landið. Fyrsta feroin aefst 7. júlí og er það hringferð. Fyrst farið frá Reykjavík í Vatnsdal og síðan áfi'am, unz komið er til Reykjavíkur úr Sæjai'staðaskógi. Þegar þessari fyrstu ferð er lok-1 ð, hafa ýms farartæki verið notuð ' xnda er ekki alls staðar jafn greið- j :ært um okkar ágæta land. Notað- j ir verða flugvélar, bifreiðar, bátar . >g hestar og er margbreytileiki 'arartækjanna góð uppbót á þá skemmtun, sem náttúrunnar unn- índur og landslagsdýrkendur hljóta að hafa af hringferðinni. F’erðir um hálendið. Seinna í júlímánuði og í byrjun ágúst eru áætlaðar ferðir um Sprengisand, Eyvindarver og Land mannalaugar, en í ágústferðinni ;il Jökuldala og Elgjár, svo eitt- nvað sé nefnt. Fyrsta hringferðin itendur yfir í tíu daga, önnur iringferð, sem hefst 13. júlí, jtendur yfir i níu daga og þriðja aringferðin stendur’í seytján daga og er hún sú umfangsmesta. Verð- rr í það sinn farið upp á hálendið >g komið frá Landmannalaugum til Reykjavíkur. Vinsælar ferðir. Páll Arason hefir skipulagt ferð- r sem þessar undanfarin ár og aafa þær náð miklum vinsældum. vlargt útlendinga hefir jafnan tek- ið þátt í ferðunum, enda eru sum- iráætlanirnar góðar til yfirsýnar erlendum manni á landinu. Og í >inn tíma voru menn frá einum átta þjóðum saman komnir í ferð Páls. Páll hefir látið prenta ferðaáætl- inir sínar og liggja þær frammi í í’erðaskrifstofu ríkisins og er þar jafnframt hægt að fá frekari upp- lýsingar og einnig hjá Páli. HerstöSvar NATO ,'FramhaId af 1. síðu). París sagði í dag, að fastaráð banda lagsins hefði ekki uppi neinar ákveðnar ráðagerðir um að ræða nú þegar hugsanlegan brottflutn- ing hersins frá Keflavík. Benti hann á, að samkv. samningi verði ísland að tilkynna með hálfs árs fyrirvara, ef það óskar að slíta samningnum. Síðan hafa Bandarík- in aftur jafnlangan tíma til að fjytja herinn brott. Ekki vildi tals maðurinn segja neitt um það, hvaða álit menn í aðalstöðvum bandalagsins hefðu á framvindu þessa máls á íslandi. Góð spretíuíið í Ólafs- firði Ólafsfriði í gær: Veður eru nú góð og hin bezta sprettutíð. Lítið hefir aflazt undaníarið. Bátarn:r eru nú sem óðast að búa sig út á síldveiðarnar. Kristján varð fyrst- ur tilbúinn og hélt hann á miðin á þriðjuadgskvöldið. Ársþing Lionsklúbb- anna á íslandi Fyrsta ársþing Lionsklúbbanna á íslandi var haldið á Akureyri 2. jú.ní s. 1., og voru þar mættir full- trúar klúbbanna hér á landi. Ráð- gert.hafði verið að halda þingið á Siglufirði, en sökum óhagsstæðs flugveðurs var breytt um fundar- stað og ákveöiö, að þingið skyldi haldið á Akureyri. Magnús Kjaran, umdæmisstjóri, flutti skýrslu um starfsemi klúbb- anna og umdæmisstjórnar. Ársþing ið sat Hadar Wahrenby frá Stokk- hólmi, en hann er framkvæmda- stjóri Lions International á Norð- urlöndum. Umdæmisstjóri fyrir næsta ár var kjörinn Guðbrandur Magnússon íorstjóri. Lionsklúbbarnir eru nú 9 tals- ins hér á lanid. Voru nýlega stofn aðir klúbbar í Hafnarfirði og á ■ Akranesi. Formaður Lionsklúbbs i Hafnarfjarðar er Axel Kristjáns- | son, forstjóri, og Ólafur E. Sigurðs son, kaupmaður, formaður Lions- klúbbs Akraness. Skilja vegna skattanna! Dönsk kennslukona, Ditte Nexö Sörensen, dóttir Martin Ander- sen Nexö (Ditte Menneskebarn) og maður liennar, Sören Sören- sen, aðstoðarmaður á Sundby- sjúkralnisi, sonur H. P. Sörensen, yfirborgarstjóra í Kaupmanna- höfn, hafa ákveðið að skilja eftir nokkurra ára hjónaband. En hér er engu ósamkomulagi um að kenna, heldur gera þau þetta af fjárhagsástæðum, og þau ætla að búa saman eftir sem áður. Þau eiga 3 börn. Hjónin segjast vera orðin leið á því að vera skikkanlegt fólk, og nú hafi þau ekki efni á því lengur. Báiabryggja á Þórshöfn (Framhald af 1. síðu). að fara til lækninga suöur. Aðrir eru heima, þótt þeir séu enn tölu- vert lasburða. Aðalfundur kaupfélagsins var haldinn hér í gær. í dag er norðan kaldi og dimmt yfir, en að undan- förnu hefir verið gott veður og tún sprottið vel, en þau spruttu mjög seint vegna kuldanna í maí og framan af júní. Sláttur er ekki byrjaður. JJ. Skattar í Danmörku eru lagðir á hjón sem einn gjaldþegn, og þeg ar hjón vinna bæði úti, lenda þau í háum skatti. Með skilnaðinum segjast hjón þessi munu græða 4 þús. kr. á ári. Vekur skilnaðarmál þetta mikla athygli í Danmörku og eru uppi ýmsar raddir um það, að breyta þurfi skattalögunum. Nauðsynlegt að unnið sé að hafnarbótum í Rifi Enda þótt gert hafi verið út frá Rifi í vetur er aðstaða þar heldur slæm enn sem komið er vegna þess að nauðsynlegt er að ljúka vissum áföngum hafnargerðarinnar sem fyrst. Alþingismaðurinn, Sigurður Ágústsson, mun hafa lofað því að 8 milljónir króna kæmi til hafnar- framkvæmda í Rifi fljótlega eftir ko. ningar, ef hann næði kosningu. Hann komst við illan leik á þing, og menn búast því við að milljón- irnar séu á leiðinni. Mogginn ber sig illa undan „rang- færshim“ New York Times Heimtar leiíréttingu, þegar þaí snertir Ólaf Thors, en starfsmenn hlaðsins skutu sér undan að leií- Lausasögur og staðreyndir. Um þessar frengir er það að segja, að þær eru að mestu laus legar bollaleggingar einhvers. sém hefir litla yfirsýn um málin. Ólik legt verður að telja, að fregn um 'kröfu NATO um herstöðvar i Norður-Noregi og Danmörku eigi rætur sínar hér á landi, ef hún er þá annað en uppspuni. Þá er og kynlegt að staðhæfa, að Alþingi komi saman næsta mánudag. Það hefir ekki verið tilkynnt og óluigs andi að það verði svo snemma. Þá gengur enn aftur sú fregn að stjórnarsamstarfið hafi slitnað vegna varnarmálanna, en allir vita að það, voru fyrst og fremst efna- hagsmálin, sem því ollu. Um það, sem hér er sagt um yfirlýsingar leiðtoga Framsóknar- flokksins um framtíð Keflavikur- stöðvarinnar er það eitt að segja, að engar slíkar yfirlýsingar hafa verið gefnar fram yfir það, sem segir í samþylckt flokksþings Frara- sóknarmanna og ályktun Alþingis iim varnármálin. Annars. er helzt svo að sjá, að fregHir þ'essar séu samsuða úr: þeim lausasögum, sem gar.ga liér [ í fteykjavik þessa dagana, og er liitcTSrldgr ’að " érl'é'hdum 'ffétfásFóf um skuli send slík endaleysa um íslenzk stjórnmál. rétta rangar fregnir, sem þeir höftSu sent út um andstæfönga fyrir kosningar Morgunblaðið ber sig illa undan því í gær, að New York Times hafi rangfært viðtal, sem tíðindamaður blaðsins átti við Olaf Thors hér á dögunum. Segir Mogg- inn, að allt sé rangfært og ber sem óðast til balca þær staðhæfingar, sem hafðar eru eftir Ólafi um að flokkur hans ætli að beita sér Fyrir kaupbindingu, gengislækk- un til úrræða í efnahagsmálum. Ber Mogginn sig illa út af þessu, og segir, að það sé kannske eðlilegt, að erlend- um blaðamönnum misskiljist eitt og annað, en þá eigi þeir að sjá sóma sinn í því að leiðrétta það. Þjóðviljanum þykir nú þessi boðskapur Ólafs við er- lendan blaðamann tveim dögum fyrir kosningar heldur en ekki matur, og gerir sér úr hátíðarétt á forsíðu. Þetta minnir á frásagnir erlendra biaða af íslenzkum málum fyrir kosningarnar, fregnir, sem hafðar voru eft- ir íslenzkum fréttariturum, m. a. blaðamönnum við Morgunblaðið. Sumar þessar fregnir voru alrangar, en þegar Tíminn fór þess á leit að hinir islenzku fréttarit- arar l&iðréttu ranghermið, þögðu þeir sem fastast. Þá fannsí Mógganum engin ástæða til þess að Nevv York Times leiðrétti, en þegar fregnirnar snerta Óiaf Thors, kvartar Mogginn sáran og teiur sjálfsagt að leiðrátta. Það eiga víst ekki ailir jafnan rétt lil sannieikans í þín- um augura, Moggi sæll. Það á að ieiðrétfa, þegar orð ÓSafs Thors eru rangfærð, en ekki þegar andsfæðingar eiga í hluf. TÍ M 1 N N, föstudaginn 29. júní 1956. * r= -a I Fjölbreytt úrval I laf KJÖTVÖRUMl iiimmmmmmmmmmmimiiuiimiiimmmmmiiiimmmmmmmmiiimimmmmmmmmmmmmmi millllllllll!lillll!!ll!!!llllllllllllll!llllllllllll!llllllllllllimilllllllllllllltlllllllll!l!lllllllllllllll!!llllllilll!lllillliinms I Hangikjöt, svið, rjúpur folaldakjöt | | Nautakjöt og buff. Nýr lax.’ | | Fjölbreytt úrval álegg og salöt. 1 'immmiiiiimiiiiimiimiiimmiiiiimmiiimiiimiiimiiimmmiimiiiiimmmiimiiiiiiiiiimmiimiimmmnmu mmmmiimmiimmiimmmimmmmmmmmmmmmmmmmiimmiimmmmmimimmmmiimmiiiiji I Skrifstofur stjórnarráðsins | | verða lokaðar fösfudaginn 29. júní vegna skemmfi- | ferðar síarfsfólksins. 1 jimmmmmmmiíiiimiimmmmiimiiiiiimmmiimmimmimiimmmimiimmiimmmmiiimimmmiisi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.