Tíminn - 29.06.1956, Síða 8

Tíminn - 29.06.1956, Síða 8
Teðrið í dag: Norðaustan kaldi. Létt skýjað. 40. árg._______________________ Föstudagur 29. júní 1956. Hitinn á nokkrum stöðum kl. 18. Reykjavík 16 st., Akureyri 9, Kaup mannahöfn 11 París 18, Nevv York 28. Iðnrekendur þakka Páli fyrir sámstarfið , Félagsmenn í Félagi ísl. iðnrek cnda efndu.iil heiðurssamsætis íyr ir Pál iS, -Pálsson hæstaréttarlög- i«ann, mjðyikudagikvöldið 27. þ. in.í MMtir-, voru rúmlegá 70 'ð'n- í ökendMti.., Hófinu stjómaSi Ás- björn Sigurjónsson, Álafosai. Flutti i aMpJPJiJjJþrna'öaróikir og í.eroi honunÁ Aflafossteppi a3 gjif. Aðal læ-ðu kvöldsins flutti KriátjÁn Frlð 1 irtFÍtima, rakti hann ýms atrlði úr samstarfi þeirra í félags stjórn "og" árangurs af glæsiiegu starfi ’Pál á v'eltvangi iðnaðarms. l'áli S. Pálsson þakkaði pann heið vr sem hönum væri sýndur. Rakti hann ilokkuð feril sinn í starfi hjá i inrekendum. Lagði hann út af þeiiii' \staðreyndum, að það eru samfelldir málaflutningar að starfa Ljá stéttarfélagi og væri það sér ómetanlegt um ókominn tíma sem lögfræðingur að hafa þessa reynslu að baki sér. Væri eki sízt mikils vert að hafa starfað hjá þeirri at vinnugrein sem á eftir að vera lún styrka.stojS þessa þjóðfélags um ókirtit - *; tíma. Heiðursgesturinn þakkaði með.nokkur orðum hlýhug og velvilja félagsmanna og ánægju legt Samstarf á liðnum árum. Kvaðst hann framvegis sem hingað til vera reiðubúinn til að taka að sér trúnaðarstörf fyrir iðnaðinn. Veizlustjórinn sleit hófinu með nokkrum ávarpsorðum. Hófið var hið ánægjulegasta og fór vel fram. Þjóðverjar kaupa kol frá Bandaríkjunum Nýlega voru undirritaðir samn ingar í New York, milli þýzkra jáfn- og stálframleiðenda og banda rískra kolaútflytjenda. Dr. Siebert, forstjóri Phonenix- Rheinehr stálframleiðslufyrirtækis ins undirritaði samningan fvrir hönd þjóðverja. Hann sagði að í ár myndu 3—4 lestir verða flutt ar til Þýzkalands og líkur væru til að þessi viðskipti héldu áfram. Kolin eru frá mörgum kolafram leiðendum og Þjóðverjar munu greiða þau í dollurum. Kaupsamn ingurin nmun verða endurnýja'ð ur hvert ár. Rúið á Blönduósi um helgina Blöndúósi í gær: Um miðjan júnímánuð fór grasið að vaxa fyrir alvöru og munu flest tún vera sæmilega vel sprottin og er hey- skapur í þann veginn að hefjast um þessar mundir. Fénaðarhöld voru -•■p’leitt góð og verður al- mennlfrúið um helgina. Atvinna er nú sæmileg á Blönduósi. Að vísu engar stórframkvæmdir, en verkamenn líka fremur fáir. Bátnr frá Skagaströnd hafa aflað vel á handfæri að undanförnu. Starfsmannaskipti í fiskiðnaði Á vegum Evrópuráðsins var ný- lega komið á starfsmannaskiptum milli íslands og Þýzkalands. Héðan fara starfsmenn við niðursuðuiðn- að en í staðinn er gert ráð fyrir að ísland taki á móti starfsmönn- um við frystihús. Tólf umsóknir bárust um ferð- ina til Þýzkalands. Þessir menn voru valdir úr hópi umsækjenda: Ole Olsen, ísafirði, Jón Þorsteins- son, Reykjavík, Ingimundur Svein- björnsson; 'ísafirði. Til vara Jó- hannés Bér^sveinsson, Reykjavík. Fararstjóri verður Sigurður Péturs son, gerlafræðingur. Enn hefir brottfarardagur ekki verið ákveðinn, en atvinnumála- ráðuneytið í Bonn ráðgerir að geta veitt íslendingunum móttöku um 20. júlí. (Frá menntamálaráðuneytinu). Skálholtsfélagið á nú hálfa milljón kr. í viðreisnarsjóði Skálholtsstóls Skálholtsfflagið hélt aðalfund sinn fyrir nokkru og' gaf formaður félagsins, séra Sigurbjörn Einarsson, prófessor, blaðinu yfirlit yfir störf þess. Félagið hefir nú stárfað í sjö ár og orðið niikið ágengt í starfi sínu. Á það nú alldigran sjóð, sem ætiaður er til endurreisnar í Skálholti, einkum til búnað- ar hinni nýju kirkju. Skemmtllegasfa greinin á íþróttamótinu milli Bromma og ÍR í fyrrakvöld var 800 metra hlaupiS. Þórir Þorsteinsson siqraSi Svavar Markússon með litlum mun eins oq sést á myodinni. BáSir náðu ágætum tima og Þórir þeim bezta, sem náðst hefir hér á vellinum. Grein um mótið er á 5. síðu blaðsins. í staðkalda stríðsins heyja Rússar nú viðskiptastyrjöld Og þeir standa betur að vígi í henni en vesturveldin, segir Eden á ráðsteínu samveldislandanna London, 28. júní. Forsætisráðherrar frá 9 sjálfstæðum ríkj- um, sem öll eru innan vebanda brezka samveldisins, komu saman til furdar í London í dag. Umræðurnar snerust um- þá erfiðleika, sem nú blasa við samveldislöndunum, eftir að Ráðstjórnarríkin breyttu um baráttuaðferð og leitast við að afla sér vina og áhrifa með.því að bjóða þjóðum, sem skammt eru á veg komnar, hágkvæm viðskipti og fjárhagslegan stuðnirig. . ; -í. - Sir Anthony Eden, forsætisráð- herra Breta flutti yfirlitsræðu: um stefnu núverandi leiðtoga Rússa og gaf skýrslu um viðræður sínar við Búlganin og Krustjpff,, er þeir voru í Bretlandi í voú. Komst hann að þeirri niðprstöðu, að því er óstaðfestar fregnir herma, að Rúss ar væru nú að byrja öflugt við- skiptastríð og hélt því jafnframí fram, að Rússar stæðu þar betur að vígi en keppinautar þeirra á Vesturlöndum. Orsökin væri meðal annars sú, að valdhafar í Rússlandi hefðu getað söðlað um frá vopna- framleiðslu til útflutningsfram- leiðslu án þess að þurfa að taka minnsta tillit til almennings í land inu. Félagið var stofnað af nokkrum áhugamönnum um'-ehdúrreisn Skál holts, prestum og' leikmönnum. Höfuðtilgangur félágsins var að leitast við að vekja áhuga fyrir endurreisn Skálholts og berjast fyr ir því, að Skálholt yrði á nýjan leik biskupsstóll óg réist yrði þar kirkja. EinhisiVaon félagið að fjár söfnun til þessara mála og stofn aði Viðrei’snarsjóð Skálholts. Segja ;.má, að mikill árangur hafi orðið af starfi Skálholtsfélags ins á þessum sjö árum. Mikill al ; menur áhugi er vaknaður fyrir I m^tipt| • og líkur til ,að nú verði I bætt' fyrir langa vanrækslu þjóðar inar á þessum stað. Skálholtshátíðir. Félagið hefir nokkur undanfar in sumur efnt til hátíða í Skálholti og hafa þær verið fjölsóttar. Þar hefir og safnazt hokkurt fé. Engin Skálholtshátíð verður á vegum fé- lagsins í sumar, þar sem hin mikla afmælishátíð er þar, en félagið hyggst halda slíkum hátíðum á fram næstu sumur, en þær haía jafnan verið haldnar á Þorláks- messu á sumri kringum 20. júlí. Félagið hefir notið nokkurs stýrks til starfsemi sinnar en ann ars safnað með ýmsum hæt.ti. Á félágið nú' í Viðreisnarsjóði Ská! holts um hálfa millj: kr þar af um 300 þús. í handbæru fé, en hitt er fasteign. Sjóður þessi á að vera eign Skálholtsdómkirkju. Félagsstjórnin kvaðst vilja þakka öllurn þeim, sem hér hefðu lagt sig fram til stuðnings mál- efninu og látið gjafir af hendi rakna. Aðalfundurinn, sem haldinn var 2. júní samþykkti eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Skálholtsfélagsins í Reykjavík 2. júní 1956 vot.tar þakk ir öllum þeim, sem hafa stutt té lagið á undanförnum árum og látið gjafir af hendi rákna í Viðreisnar sjóð Skálholtsst'óls. J'afnframt. á- lyktar fundurinn að fresta rálslöf unum á söfnunarfénu þar til síð Stjórn félagsins skipa nú ,Séra Sigurþjörn Einarsson, formaður, Hróbjartur Bjarnason, Jón Opup. laugsson, Ólafur Jónsson og Svein björn Finnsson. í varastjórn era Magnús Víglundsson:og;Þórir Þórð arson. Endurskoðendur eru Árni Óla og Björn Þórðarson. Deildir úr félaginu eru í Árnessýslu og nokkr um öðrum stöðum. Heyskapur að byrja í Reyðarfirði Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði. Heyskapur er nú í þann veginn að hefjast í Reyðarfirði og munu margir byrja að slá um næstu helgi. Einn bóndi í Reyðarfirði, Ólafur Jónsson, Seljateig, er bú- inn að slá og hirða hey af nýrækt og er það fyrsti heyfengur sumars- ins hér um slóðir. Grasspretta er samt ekki mikil enn sem komið er, en gróðri fer ört fram. Sjór er nokkuð stundaður við Reyðarfjörð um þessar mundir og róa bændur við fjörðinn, aðallega með handfæri o& afla sæmilega. Virðist svo sem afli sé heldur að glæðgast á miðum fyrir Austur- landi og gera menn sér vonir um að friðunaraðgerðir kunni að hafa einhver áhrif í þá átt, þegar tímar líða. Reuters-fregnir frá íslandi herma. Nato krefst herstöðva í N-Noregi og Danmörku ef Keflavíkurherstöðin verður lögð niður Humarafli Stokkseyrar báta að glæðast Frá fréttaritara Tímans á Stokkseyri Þrír bátar stunda humarveiðar héðan, en afli hefir verið misjafn og oftast lítill fram til þessa. Þó fékk Hásteinn 120 körfur í gær og er það ágætur afli. Gera menn ráð fyrir, að veiðarnar fari nú að glæðast. Humarinn er frystur og veitir vinnslan mikla atvinnu, eink um fyrir konur og unglinga. Slátt ur er hafinn á nokkrum bæjum og fer almennt að hefjast. Spretta er að verða sæmileg. BT Sex bátar frá Horna- firði á síld Undarleg samsuða slúðurfregna um stjórnar myndun samkomudag Alþingis og fleira sent héðan til erlendra fréttastofnana. í Reuters-fregnum í gær birtust hinar undarlegustu bolla- leggingar um íslenzk stjórnmál, sem fregnir frá fréttaritara fréttastofunnar í Reykjavík. Er þar margt að finna, sem eng- inn kannast við hér á landi og mun rétt að leyfa íslenzkum lesendum að kynnast þessum fréttaflutningi. Aðalefni „frétt- arinnar“ er á þessa leið: NTB-Reuter-Reykjavík, 28. júní. Þeir, sem bezt fylgjast með gangi stjórnmála í Reykjavík, voru þeirrar skoðunar í dag, að N-Atl- antshafsbandalagið myndi gera nýj ar kröfur um herstöðvar í Norður- Noregi eða Danmörku, ef íslend- ingar héldu til streitu kröfu sinni um brottflutning bandarískra her- sveita frá Keflavík. Örlög Kefla- víkurstöðvarinnar eru eitt helzta atriðið í sambandi við umræðurn- ar um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningarnar s. 1. sunnudag. Enn er ekki afráðið, hvaða flolck- ar muni mynda stjórnina, en menn telja alveg öruggt, að Framsókr.- arflokkurinn verði með í henni. Hið nýkjörna þing kemur saman til funda n. k. mánudag til að ræða stjórnarmyndunina. Erfitt að uppfylla kosninga- loforðið. Siðasta kjörtímabil var landinu stjórnað af Sjálfstæðisfloknum og Framsóknarflokknum. Þessir iveir flokkar höfðu og hafa enn yfir- gnæfandi meirihluta á þingi. Það kann samt að verða miklum erfið- leikum bundið fyrir Framsóknar- flokkinn að uppfylla kosningalof- orð sitt um brottflutning banda- rísku hersveitanna frá Keflavík, að því er haft er eftir stjórnmála- mönnum hér. Stjórnarslitiu. Það var einmitt í sambandi við þetta mál, sem Framsóknarflokk- urinn sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og slóst í fylgd með Alþýðuflokknum og Kommúnistaflokknum, sem einnig óska eftir því að Bandaríkjamenn hverfi frá Islandi. Leiðtogar Fram sóknarflokksins hafa tjáð sig reiðu búna til að Keflavíkurbækistöð- inni verði haldið við með aðstoð bandarískra sérfræðinga, ef her- inn fari. Sameiginlegt er það með Sjálfstæðismönnum, Framsóknar- mönnum og Alþýðuflokksrpönnum, að þeir vilja að ísland sé áfram í Atlantshafsbandalaginu. Ekkert um málið frá NATO. Talsmaður A-bandalagsins í (Framhald á 2. síðu). Frá fréttaritara Tímans í Hornafirði. Síldarbátarnir héðan eru nú ann að hvort farnir norður eða á leið- inni. Farnir eru Akurey, Hvanney og Gissur hvíti en á leiðinni Sigur fari, Helgi og Ingólfur. Verða því sex bátar héðan á síld í sumar. Hrollaugur stundar handfæraveið- ar út af Hrollaugseyjum og aflar vel. Sláttur er aðeins byrjaður hér og spretta að verða sæmileg. Sól- skin og þurrkur hefir veri'ð síðustu daga. AA. Vegabréfsáritunar þarf til Alsír-ferðar Samkvæmt tilkynningu franska sendiráðsins í Reykjavík hefir franska rikisstjórnin sett nýjar reglur um ferðalög til Alsír. Þurfa nú íslenzkir ríkisborgarar, sem ferðast vilja til Alsír, liér eftir vegabréfsáritun, sem fæst • í franska sendiráðinu í Reykjavik. (Frá utanríkisráðuneytinu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.