Tíminn - 13.09.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.09.1956, Blaðsíða 8
J 50 ára hjúskaparafmæli eiga íj Edag, 13. september, merkishjónin Páll Gíslason og Þorsteinsína Brynjólfsdóttir á Víðidalsá í Sírandasýslu. í; Ekkj p það ætlun mín að rekja Mtir. þen-ra hjóna eða skrifa langt mál um lífsstarf þeirra, sem þó værd ásj;æða til á þessum merliu tímámótum í lífi þeirra. Til þess breátúí mig bæði getu og nægan kunnugleik enda verða þar mér færari menn til um. Eg vil aðeins með línum þessum vegna fjar- lægðar minnar frá þeim, þar sem ég ekki hefi tækifæri til þess að taka i hí'iid þeirra til hamingju- óska senda þeim mínar innilegustu kvéðjur og þakklæti og óska þeim t.T hamingju á þessum merkisdegi í lífi þeirra. Páll er nú nær áttræður að aldri, f nddur a Víðidalsá 19. ágúst 1877. Ilánn hefir átt heima á Víðidalsá ; la sína ævi og húið þar stóru r usnar og myndarbúi um 50 ár. ’ilahri hei'ir gert stórfelldar umbæt- 'úrlf jarða- og húsabótum, gengt j ’.örgum opinberum störfum, ver- i hjálpsamur og hjartahlýr bæði I ‘ima og heiman og vísað á bug < lum deilum manna á meðal með s ttfysi sinni og góðvild. Frú Þorsteinsína er 76 ára f add á Broddanesi í Strandasýslu 11. marz 1880. Hún hefir að því er é:'t bézt veit átt heimili sitt um ;■ viná á þrem bæjum þ. e. Brodda- r.3sí,. þar sem hún er fædd og lioþálin og Broddadalsá, þar sem ]1 in lifði nokkuð af uppvaxtarárum í.niim. Á Víðidalsá hefir svo heimili h mnar verið undanfarin 50 ár. Þar Ii tir hún unnið lífsstarf sitt sem ; óðir og húsfreyja á stóru og oft t mannmörgu heimili, þar sem ; ituí hefir verið mikjð ,u,m gesti < ’.da gestrisni frábær, þar hefir 1 .in stjórnað af skörungsskap og f rðuleik en þó með þeirri hlýju <;; alúð sem henni er svo eiginleg < ; sem allir virða og meta. Þegar þau hjón hófu búskap á ðidalsá skömmu eftir aldamótin byggingar litlar og lélegar < n? ög nær alls staðar á þeim ár- Tún var lítið og að mestu ,,1 ft. Heyskapur var að mestu tek- Mpwéi.'ö slægjulöndum til fjalla og 'JfTttúr um langan veg. Á þessu. ■ T’ir, orðið gjörbylting í búskap- , ; ' fíð þeirra. Nú eru öll hús jarðar- ,i „riar uppbyggð úr steinsteypu. í- 1 TðaiTiús er stórt og mikið tví- riIisHús og öll gripahús sambyggð ‘5 tvennu lagi. Girðingar eru um 1 n og haga. Gamla túnið hefir ; It verið sléttað og stórfeldri ný- ? ekt bætt við sem öll er goít tún. ! un nú túnið gefa af sér 6—8 falt •i iðað við það sem áður var, enda < nú nær allur heyskapur tekinn á ektuðu landi og unninn með vél- ,; m.. Nýbýli var stofnað í landi jarð- innar árið 1945 af þriðja hluta ! snnar og fylgdi því þá allmikið raekituðu landi frá heimajörð- mi. Nýbýlið stofnaði og byggði : .yndarlega bæði af húsum og : ektun tengdasonur þeirra hjóna, ígólfur Lárusson og Kristín kona ; nns. Páll hlaut verðlaun úr styrktar- , lóði Kristjáns konungs IX. árið 335,-fyrir framkvæmdir í ræktun < % húsabótum. Páll bjó Iengst af stóru búi, að- ílega með sauðfé. Þessu breytti ann þó nokkuð aðallega hin síð- d ár, þá fækkaði hann sauðfé en iölgaði nautgripum enda höfðu í fjárpestirnar höggvið skarð í iárst.ofn hans. Hafði hann eftir að nokkra mjólkursölu til Hólina- íkur a. m. k. á þeim tímum árs r helst var þar mjólkurskortur. Þéim lijónum hefir gengið vel 3 halda fólk og ég held að þau ' afi aldrei skort vinnukraft. Mörg iú voru hjá þeim árum saman rr á árum og börn þeirra hafa nnið heima hjá þeim þar til þau áfa slofnað sitt eigið heimili að ndahteknum þeim tíma, er þau ' ;:áfá verið burtu til ijáms. Eins og að líkum lætur á svo " öru heimili þurfti mikla vinnu Jð að hafa svo vel færi. Hjálpar- elji voru fá fyrr en á seinni árum :g 'oft'þurfti að hafa langan vinnu- ág. Ákv< ðnum störfum varð að ; úka hvað sem vinnutíma leið. ettá var svona í öllum sveitum og " í'. ölium bæjum, þar sem áhugi og - ugnaður, fórii saman. Á Víðidalsá burfhm alíir <að virina bæði ungir lg gáírilir, hver' við þau störf, er •13 T f M I N N, GuSlbrúðkaup :ir og Páll Gíslas Víðidalsá í Sfrandasýslu honum hæfðu bezt og ekki voru börn þeirra hióna þar nein undan tekning og sjálf munu hjóiííri haia haft lengstan vinnudag. Um marga vetur höfðu þau hjón barnaskóla á heimili sínu. Fyrst var það einkaskóli, sem þau liéldu vegna barna sinna, þótt alltaf tækju þau einnig börn frá öðrum heimilum. Síðar var þar farskóli samkvæmt lögum um fræðslu barna. Það var eins og sjálfsagt að hafa skólann á Víðidalsá, þar sem þar var fyrst og fremst mikill og góður húsakostur til þessarar starfsemi og ennfremur geta, áhugi óg vilji til þess að hafa skólann, og þau börn, sem hann þurftu að sækja. Gott var fyrir börn í skóla á Víði dalsá. Hjónin voru þeim sem góðir og umhyggjusamir foreldrar, börn þeirra þeim sem systkini og um þau var hugsað sem bczt m.átti .verða, bæði um aðbþð qggiám. Þar gát maður verið viss um að þau lærðu og að þeim leið vel. Og þó nokkurs óyndis gætti fyrst i stað eins og oft vill verða um þau börn, sem fyrst fara að heim- an úr foreldrahúsum þá hvarf það fljótt og gleymdist. á hinu glað- væra og umhyggjusama heimili. Eg hygg að öll börn eigi ekki nema góðar og ánægjusamar cndurminn ingar frá veru sinni þar. Sama má og segja um öll þau mörgu börn, sem þau hjón tóku til sumardval- ar, bæði úr Reykjavík og annars staðar af landiriu, en alls í bú- skapartíð sinni hafa þau hjón haft fjölda barna um lengri og skemmri tíina að sumrinu og mörg af þeim sumar eftir sumar. Munu a. m. k. sum af þeim hafa lialdið tryggð við þau hjón og hcimili þeirra þó að nú séu löngu af barnsaldri og búsett í fjarlægð. Eg tel þau hjón mikla og góða barnauppalendur, góðvild þeirra og glaðlyndi ásamt umhyggju og til- litssemi var svo mikil. Þau hafa verið þeim gamalmenn- um og vanburða fólki, sem hjá þeim nefir dvalist umhyggjusamir og nærgætnir félagar. Alltaf var reynt að milda og bæta ef eiít- hvað amaði að. í þessu sem öðru voru þau hjón samhent og hjálp- uðu hvort öðru. Til þcss þarf hæfi leika, sem a. m. k. ekki er öllum gefin án takmarkana. Þau hjónin hafa átt þennan hæfileika í ríkum mæli, þeim hefir notast hann vel og ég tel þetta einn mcrkasta þáttinn í lífsstarfi þeirra. Þau hjónin hafa verið með af- brigðum gestrisin og félágslynd Þar er öllum tekið opnum örmum og þar eru oftast einhverjir að koma og aðrir að fara. Þar eru all ir sem heima hjá sér og finnst tím inn líða allt of fljótt. Frú Þor- steinsína er ræðinn og skemmtileg, fylgist vel með og iðar af lífi og fjöri. Hún vill öllum gott og veit- ir af rausn og myndarskap. Páll er kátur og spaugsamur, fróður og minnugur enda greindur vel. Hann skortir aldrei umræðu efni að hæfi, né tíma til þess að sinria gestum sínum. og gestrisni. Andstæða Páls er þá hann er ut- ’ an heimilis að sinna erindum sín- [ um, er þá cins og hann hafi aldrei á|ma til annars en þess sem nauð- synlega tilheyrir erindi hans. Þetta er ákafi hans í starfi. Eins og fyrr segir þá hefir Páll gegnt ýmsum opinberum störfum. Hann hefifr verið hreppsnefndar- maður um 40 ár og þar af oddviti hreppsnefndar a .m. k. um 10 ára skeið. — Skattanefndarstörfum gengdi hann um fjölda ára og ýms fleiri trúnaðarstörf mun hann hafa haft á hendi fyrir sveit sína og sýslu. ÖUum slíkum störfum hefir hann gengt af trúmennsku og sam- vizkusemi. Hann hefir verið áhuga og reglusamur og frágangur allur ágætur enda skrifar hann hreina og góða hönd. Frú Þorsteinsína hefir a. m. k. verið félagi í ICven- félagi hreppsins frá stofnun þess og mun vera enn. Þar hefir hún starfað af lífi og sál, verið félags- lynd og íramtakssöm og.,áreiðan- lega hafa öll líknar og góðgerða- mál félagsins átt hauk í horni þar sem hún var. Börn þeirra hjóna eru: Stefán bóndi á Víðidalsá, Sigríður gift Hirti Sigurðssyni bónda og smið á Undralandi, Ragnheiður ógiít heima hjá foreldrum sínum, Krist- björg gift Þorgeiri Sigurðssyni smið á Hólmavík, Gestur bóridi á Víðidalsá kvæntur Halldóru Gunn- arsdóttur, Kristín gift Ingólfi Lár- ussyni ráðsmanni á Lundi, Akur- eyri, Þorbjörg gift Skúla Magnús- syni kennara á Akureyri og Eryn- hildur gift sænskum manni búsett : í Svíþjóð. | Auk þess hafa þau hjónin alið ! upp einn pilt allt frá fæðingu, Pál j Traustason. Er hann nú nýfluttur [ frá þeim og er bóndi á Þorpum, kvæntur Elinborgu Oddsdóttur bónda sama stað. Ragnheiður hef ir alltaf dvalist á heimili foreldra sinna með litlum fráhvörfum. Hef- ir hún a. m. k. nú hin seinni ár ver ið þeirra önnur hönd við búrekst- ur og heimilishald enda hefir þeim verið það ómetanlegur styrkur ekki j sízt eftir að heilsu þeirra tók að hnigna, og hefðu þau tæplega get- að haldið uppi búskap svo lengi sem raun er á orðin með gestrisni og rausn og oft með dvalargestum a. m. k. hin síðari ár, án hinnar myndarlegu þátttöku Ragnheiðar i j starfi þeirra. Og svo að lokum, — beztu ham [ingjuóskir og þakklæti fyrir hin ! góðu kynni og samstarf. Megi hin glaða og létta lund ykkar endast að leiðarlokum, þá er vel um ævi- kvöldið. J. S. í dag 13. sept. 1956 eiga merkis- , hjónin Páll Gíslason óðalsbóndi á i Víðidalsá í Strandasýslu og kona I hans Þorsteinsína Brynjólfsdóttir : 50 ára hjúskaparafmæli. Páll er fæddur á óðali feðra |sinna 19. ágúst 1877. Foreldrar [ hans voru Gísli Jónsson og Sig- ríður Jónsdóttir frá Laugabóli. Jón Jónsson föðurfaðir Páls hóf búskap á Víðidalsá rösklega þrítugur að aldri árið 1844. Kona hans var Kristín Gísladóttir fiá Bæ á Sel strönd. Hefir jörðin nú verið i eigu ættarinnar í 112 ár. Páll er meðalmaður á vöxt. dökk hærður mcð skegg á efri vör. Yfir- bragðið gáfulegt og fjörlegt í senn. Páll er bókhneigður og býr lengi að hverri lesningu því að hann er gæddur góðri greínd og stálminni. Hann er því fjölfróður og svo vel heima í fornbókmenntum að fáir myndu ríða feitum hesti frá hon- um eftir orðaskak á þeim vett- vangi og það engu síður þótt á hólminn væri brokkað í trausti mikils lærdóms og langrar skóla- göngu. Páll var einn af fyrstu nemend- um Heydalsárskóla. Stundaði þar nám 1897—8 og 1898—9. Á þennan nárrísgrundvöll byggði Páll síðan framhaldsmenntun sína. Það var sjálfsnám með aðstoð fárra bóka en fjölskrúðugrar náttúru og fróð- leiksþrá vaxandi drengs. Hann öðl- aðist skíra og skemmtilega rithönd og varð bókfær á Norðurlandamál auk þess sem hann viðaði að sér fróðleik á flciri sviðum. Páll var göngugarpur og létt- leikamður á yngri árum. Er mér í minni, hversu fimlega þessi aldni bóndi henti sér á bak ber- bökuðum hesti fyrir fáum árum. Kom þessi fjaðurmagnaði unglings léttleiki mér einkum á óvart þar sem Páll var kominn á áttræðis- aldur og orðinn bilaður til gangs vegna kölkunar í mjöðm. Sem að líkum lætur hefir Páll gegnt mörgum trúnaðarstörfum um dagana. Átti m. a. sæti í hrepps nefnd um 40 ára skeið og oddviti í 10 ár. Þá var hann og í stjóru Lestrarfélags Hrófbergshrepps um margra ára bil. í frístundum vetrarkvölda tekur Páll gjarnan bók í hönd. En beri gest að garði, er sest að tafli eða spilum. Og oft verða spilin fyrir valinu því Páll er slyngur spila- maður og er uppáhaldsspil hans lomber. En ekki kunna allir gestir þetta flókna spil, þar sem allt geng: ur öfugt, fjarkinn gildir hærra en fimmið og tvisturinn er meiri kóng inum. Kunni gesturinn ekki held- ur bridge, getur hann þó altjent spilað vist, því það spil kunna allir íslendingar. Að ségja Þorsteinsínu á Víðidalg- á glaðlynda nær ekki nema hálfum sannleika. Það -orð er viðhaft um svo marga sem geta rétt kreist fram kæti um stunaarsakir á yíjr- borðinu. Víðidalsárhúsfreyjan ,er ljóshugi, sem ekki á sinn líká í þeirri lífsins list að geta sífellt miðlað samferðamönnum ófölskv- aðri glaðværð og fjöri án gaisa. Það má vera skrítinn drumbur sem ekki lifnar og lundbætist við návist hennar eina. Þorsteinsína Guðrún Brynjólfs- dóttir er fædd 11. marz 1880. Eor- eldrar hennar voru Brynjólfur Jónsson frá Broddadalsá Jónssqnar frá Skriðnisenni og Rangheiður Jónsdóttir frá Broddanesi, sy,stir Guðbjargar skáldkonu. Þorsteins- ína er meðalkona að hæð, silfur- hærð og ljós yfirlitum. Yfirbragð- ið tigulegt, göfugmannlegt og geisl- andi bjart. Hún er trúuð kona, sem gengur ekki í neinni óvissu , um framhald jarðlífsins. Það heyrist á mörgum, að gleði og trú sép ó- samrýmanlegar andstæður. En einn mesti postulinn kenndi þó: Verið glaðir. Vitanlega átti hann ekki við þá tegund gleðinnar, sem margir sækja gegnum nautnasjúkt munaðarlíf — drykkjuglaum og stundargaman stórborganna, lield- ur þá fölskvalausu gleði, sem var- ir, gleði göfugra starfa. Einmitt af þeirri gleði er Þorsteinsína svo' rík og hefir því af svo miklum auði að miðla. Þótt þau Víðidalsárhjónin séu ó lík um margt, hefir sambúð þeirra veriið giftudrjúg og farsæl í einu og öllu svo öðrum mætti vera til fyrirmyndar. , Þau koma að þessum áfángastað tímans á samferð sinni jafn ástrík, fimmtudaginn 13. september 1956. og sámstillt' nú eiris óg'þaú hóíu ferðiria fyrir' KlE&i “““““ Um margra ára skeið fór skóla- hald fram á Víðidalsá. Á siðustu árum Víðidalsskólans kynntist sá, er þetta ritar inannkostum þeirra hjóna af eigin reynd og hefir síð- an fundizt sem þar ætti liann ann- að heimili. Skólinn var þarna ekki aðeins í góðu húsnæði, heldur og í góðu andrúmslofti. Var sem nem- endur hefðu eignazt nýja foreldra, svo mikil var umhyggjan, sem bor in var fyrir börnunum. Og allt var gert, sem verða mátti mennta- viðleitninni til meira brautargeng is. . Hætt er við að sumar húsfreyjur nútímans væru með böggum hildar út af því að þurfa að fylla hús sín af börnum veturinn langan. En Þorstcinsína ól aldrei áhj'ggjur vegna harkalegrar umgengni smáu fótanna. Þvert á móti var hún hvað glöðust, er hún stóð í miðjum syngjandi hópnum. Það átti við hana að umgangast æskuna, enda elskuðu börnin hana öll og virtu. Það voru ung, bjartsýn og stór- huga hjón, sem tóku við Víðidals- árbúinu fyrir 50 árum. Túnið varð að stækka og töðu- fengurinn að aukast, svo að fram- fleyta mætti fleiri skepnum. Vinnu fúsar hendur knúðu ristspaðann í kargaþýfinu og skófluna til skurð- graftar í mýrinni. Síðan kom plóg- urinn til sögunnar og bylti strengj- um í óræktinni. Á hverju ári bætt- ist dálítill grænn reitur við töðu- völlinn. Jafnframt ræktuninni var unnið að húsabótum. íbúðarhús og pen- ingshús þurfti að reisa. Páll valdi steinsteypuna, og var þannig ineð fyrstu bændum hér til að hagnýta varanlegt byggingarefni. Og - nýja íbúðarhúsið reis af grunni árið 1926. Vár raunar eng- inn smákofi, heldur regluleg höll á þeirrar tíðar mælikvarða. Svo mjög bar það af öðrum húsum hér um þær mundir. En sumir töldu að þar með hefði Víðidalsárbóndinn réist sér hurð- arás um öxl. Þeir áttu þó eftir að lirista kollirin betur, því að nokkru seinna var byrjað á annarri stein- iþöll, fjárliúsunum nieð hlöðu fyrir 270 fjár. Hyerns Epyiar maður /var þáð eiginlega, .semýekki gát éiriu sinni notast við toff og sniddu til húsagerðar fyrir sauðkindur síriar? Torfbæir þóttu þá fullboðlegar vist arverur handa maririkindinni. Nú hlýtur Páll að fara á höfúðið. En hrakspárnar rættust ekki. Páll vissi að skepnurnar myndu borga það sem vel væri fyrir þær gert. Þau Páll og Þorsteinsína geta á þessum tímamótum litið ’ýfir riiikið og farsælt starf á samleið hálfrar aldar. Hver hlutur vitnar um elju og athöfn. En þau hjón hafa lítið hirt um að flíka afrekum sínum. Og þó mætti segja um búskap þeirra: „Þannig á að búa.“ Strandamenn hafa nú um skeið byggt öll hús úr steinsteypu og fært út töðuvelli. En þau Víðidals- árhjón voru brautryðjendur á því framfarasviði. Verðlaun þau sem Páll hlaut 1935 úr styrktarsjóði Kristján konungs IX. fyrir fram- kvæmdir í ræktun og húsabótum, voru því fyllilega verðskulduð. Um alfa Strandasýslu og raunar miklu. víðar er Víðidalsárheimilið orðlagt fyrir frábæra rausn og gest risni. Við sem borið höfum gæfu til að kynnast þessu heimili vitum að þaðan hljóta allir að fara glað- ari en þeir komu. Við þökkum þeim hjónum af al- hug, allar yndisstundirnar og árn- um þeim heilla á þessum merkis- degi. Guð blessi þau ófarna ævi- daga. T. G. Fimmtíu ára hjúskaparafmæli eiga í dag hjónin Þorsteinsína Guð rún Brynjólfsdóttir og Páll Gísla- son á Víöidalsá í Strandasýslu. Víðidalsá cr ættarsetur Páls, stór jörð og vel í sveit sett, skammt fyrir innan Hólmavík. Afi Páls, Jón Jónsson (bróðir Sigurð- ar kaupmanns Jöhnsens í Flatey), fluttist þangað fyrir 112 árum. Eft- ir hann bjó þar soinu’ hans, Gísli. Nú eru búskapárár Páls að fylla hálfa öld og fjórðí séttliður tekinn við fyrir nokkru. Ung hjón, dóttir og téngdasonur Víðidalsárhjóna, liafa og reist nýbýli í landi jarðar- innar. Á .Víðidalsá lieíjr löngum verið , CFramhald á 9. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.