Tíminn - 29.12.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1956, Blaðsíða 2
2 T f MIN N, Iaugardaginn 29. desember 1956, Jólabréf og kort horin út í Reykjavík reyndust 385 þúsund að þessu sinni Póstmagnií, sem fer um póststofuna í Reykjavík fer sívaxandi og náíi nýju hámarki í desember Póstmagnið, sem póststofan í Revkjavík hefir haft til með- ferðar á tímabilinu 1. til 24. des. er eitt hið mesta, sem orðið hefir, og reyndist allmiklu meira en á sama tíma í fyrra. Til útlanda voru sendir sjóleiðis og flugleiðis 386 pokar af bréfa pósti, samtals 6100 kg. og 486 pok ar af bögglapósti, samtals 12623 kg. (Tilsvarandi tölur frá fyrra ári 260—5300 og 292—7406). Frá út löndum kom á sama tímabili til Reykjavíkur sjóleiðis og flugleið- is 1085 pokar, 19670 kg. af bréfa pósti og 658 pokar, 19391 kg., af bögglapósti. (Tilsvarandi tölur frá fyrra ári 949—17600 kg. og 624 —19070). Póstflutningar frá Reykjavík á láði, legi og í lofti voru einnig meiri á þessu sama tímabili en undan farin ár. Frá Reykjavík út um land voru sendir 1974 pokar, samtals 32500 kg., af bréfapósti og 3131 poki, samtals 68200 kg., af bögglapósti. (Tilsvarandi tölur frá fyrra ári 1710—27500—2290—62600). Til Reykjavíkur barst utan af landi á þessum tíma 1095 pokar. samtals 11000 kg., af bréfapósti og 1200 pokar, samtals 35700 kg., af bögglapósti. (Tilsvarandi tölur frá fyrra ári 900—9000—1035—28200). Á tímabilinu námu innborgaðir póstávísanir í póststofunni kr. 1.762.200.00 en útborgaðar ávísan ir kr. 12.124.900.00. Útburður jólapóstsendinga var einnig talsvert meiri í ár en und- anfarið Auk hins venjulega út- burðar, sem daglega fer fram á sendingum, sem ekki voru jóla- merktar, var borið út á aðafnga dag 2937,5 kg. og á 3. jóladag 753 kg., en það var póstur, sem kom inn á Þorláksmessu og aðfanga- Minnzt 100 ára afmæl is Woodrow Wilsons Washington, 28. des. — í dag aru 100 ár liðin frá fæðingu Wood :row Wilsons forseta Bandaríkjanna i fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var nelzti höfundur Þjóðabandalagsins gamla og þannig einnig samtaka 3. þ. sem eru beinn arftaki banda- lagsins. Frakkar hafa látið gera rninnsmerki um forsetann í tilefni aessa afmælis og sett upp í París. Við það tækifæri var flutt ávarp trá Eisehhower forseta, sem sagði, ið stefna Bandaríkjanna markað- st enn í dag af þeirri hugsjón tVilsons, að þjóðir heiriis skyldu úfa saman í friði eins og um eina rjölskyldu væri að ræða, þar sem réttlæti og lög ríktu í samskipt- im. dag, bæði úr bænum, utan af landi og frá útlöndum. Telja má að all ur þessi póstur, 3690,5 kg., skipt ist þannig: Kort 18.200, bréf 366.900. Sam tals 385.100 sendingar. Auk hins fasta starfsliðs unnu að útburði 134 aukamenn og not aTSir voru 8 vagnar til útkeyrslu á pósti þegar mest var að gera. Háspennulína lögð um V-Landeyjar HvolsveHi í gær. — Unnið er nú að lagningu háspennulínu frá Hvolsvelli um Vestur-Landeyja- hrepp og á iínan að liggja þaðan um Austur-Landeyjar og austur undir Eyjafjöll. Búið er að setja upp staura á löngum kafla, en ekki farið að strengja línuna. í Vestur Landeyjum munun 50—60 bæir verða aðnjótandi rafmagns, þegar lína þessi er komin upp. PE. Efnahagslíf Ungverja i kalda koli Búdapest, 28. des.' — Búdapest- útvarpið skýrir svo frá í dag, að landið eigi við sívaxandi efnahags örðugleika að stríða. Það er eink- um kola- og rafmagnsskorturinn, sem þessu veldur. Margar iðngrein ar eru af þessum sökum, svo og hrá efnaskorti yfirleitt, algerlega stöðv aðar. Sem dæmi nefndi útvarpið að ekki væri nú unnt að vinna syk ur úr sykurrófum í landinu, nema í smáum stíl. Væri helzt í ráði að senda rófurnar til Tékkósióvakíu til vinnslu þar. Milli 50—60 þús. vagnhlöss bíða vinnslu. Mikið byggt í Grinda vík á síðasta sumri Grindavík í gær. — Hér var mik ið um byggingar á liðnu sumri. — Byggð var ein stór verbúð fyrir tvo báta. Er þar einnig aðgerðarað- staða og öll útgerðaraðstaða. Þá voru byggð allmörg íbúðarhús. Um 20 bátar munu verða gerðir út á vetrarvertíð hér, voru 18 í fyrra. Þar af eru 12 heimabátar. Róðrar munu hefjast þegar upp úr nýári. Nýtt stórt verzlunarhús og símstöðvarbygging í Borgarnesi Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. í sumar hefir verið óhemju miltið um byggingaframkvæmd- :lr í Borgarnesi og hafnar framkvæmdir við tvær stórbygg- mgar, sem staðið hefir til að byggja um nokkurra ára skeið. Er það kaupfélagshúsið nýja og símstöðin. Bygging símstöðvarinnar hófst i sumar og hefir sú framkvæmd gengið fljótt því húsið er komið andir þak. Er hér um að ræða stór 'hýsi tvær hæðir. Stendur það á ein am bezta stað í kauptúninu í því .niðju í svokölluðum Skallagríms dal. í þessari byggingu símans verður :il húsa öll símaþjónusta Borganess ag skiptistöðvar þar. Ráðgert e.r að þar komi síðar fjölsímasamband, og þráðlaust símasamband, enda eru skilyrði talin góð í Borgarnesi fyrir slíka stöð. Þrjú íbúðarhús eru í smíðum 1 Borgarnesi, ennfremur var í sum ar byggð viðbót við bílaverkstæði, þar sem til húsa verður meðal annars málnigarstofa fyrir bíla. Að undanförnu hefir verið unn ið að því að steypa neðstu hæð ina á stóru verzlunarhúsi, sem Kaupfélag Borgfirðinga er að hefja byggingu á í Borgarnesi. Verður það stórhýsi mikið um 42 metrar meðfram götu. Verða þar væntan lega til húsa verzlanir, vörugeymsl ur og skrifstofur. Aðalverzlunar hús félagsins er gamallt og því mik il þörf á því að byggja þetta nýja i verzlunarhús, þar sem stórt hérað sækir mest af verzlun sinni til þessa samvinnufélags. Þá er í ráði aö stækka verulega frystihús kaupfélagsins í Borgar nesi, en þar er fryst mikið af kjöt afurðum héraðsins. en hins vegar lítil sem engin fiskvinnsla, þar sem útgerð er nú engin að kalla úr Borgarnesi og búið að selja vélskipið Eldborg til Noregs. En hún var sögufrægt aflaskip á sín um tíma og gerð út frá Borgarnesi með miklum myndarbrag meðan vel áraði fyrir útgerð í landinu. Fióitaféikití (Framh. af 1. síðu). hópnum. Þau komust út úr spitalan um, yfir tvær girðingar og út í borgina. Ekki þorðu þau heim til sín af ótta við að verða tekin föst. Hún flýði áleiðis til Austurríkis næsta dag og naut aðstoðar ung- verskra bænda. Ekki gat hún séð litlu dóttur sina áður en hún fór. Maðurinn hennar er týndur síð an 24. október og nú lifir hún í þeirri von að hægt verði að koma barninu sem dVelur hjá foreldr um hennar í Búdapest hingað til lands. Ef hún fer til baka bíður dauð inn hennar fyrir störf hennar í þágu frelsisvina. Dr. Gunnlaugur Þórðarson sagði að ráðstafanir hefðu þegar verið gerðar til að nálgast litlu stúlkuna en sænski Rauði krossinn hefir gengið vel fram í því að sameina fjölskyldur, sem sundrast hafa. Ekki gat stúlkan látið neinn ætt ingja sinn vita, hvert hún ætlaði Hún hefir skrifað heim en ekkert svar fengið ennþá. Nýtt félagsheimili vígt við hátíSa- samkomu á Reistará í EyjafirSi Bætir ór brýnni þörf í fjölmennri sveit Akureyri: S.l. fimmtudagskvöld fór fram vígsla félagsheimilis að Reistará í Arnarneshreppi í Eyja firði að viðstöddu fjölmenni. Arnaneshreppur, Ungmennafé- lag sveitarinnar og kvenfélagið Freyja stóðu fyrir byggingafram kvæmdum. Gamla samkomuhúsið j á Reistará var fellt inn í nýju bygg ingu, gamli hlutinn gerður upp að nýju og stór viðbygging gerð. Er félagsheimilið er nú rúmgott og vistlegt og bætir úr brýnni þörf í fjölmennri sveit. Hátíðasamkoma á fimmtudagskvöld. Á fjölmennri samkomu á fimmtudagskvöldið var heimilið vígt og gerði það prófasturinn, séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöll- um. Samkomuhaldi, sem á eftir fór stjórnaði Vésteinn Guðmunds son hreppstjóri á Hjalteyri, söng stjórnaði Jón Kristjánsson í Brag holti. Ræður fluttu: Halldór Ól- afsson oddviti í Búlandi, Ingimar Brynjólfsson á Ásláksstöðum, form. bygginganefndar, frú Ása Þórhallsdóttir á Möðruvöllum, Jón Melstað á Hallgilsstöðum og Árni Björnsson kennari á Akureyri. Það jsetti sérstaklega ánægjulegan blss | á þessa samkomu, að Davíð skáld | Stéfánsson frá Fagraskógi kom þar og las tvö kvæði úr hinni nýju ijóðabók sinni og vakti lestur hans mikla hrifningu áheyrenda. Yfirsmiður við þessa nýbygg- ingu var Jóhannes Björnsson á Hjalteyri. Þrjátiu ára dánarafmæli skáldsins Rainer Maria Rilkes Stofnaft safn til minningar um skáldi'Ö í síðasta heimili hans í Sviss í dag er þrjátíu ára dánarafmæli austurríska skáldsins Rainer Maria Rilke og er hans minnzt víða um heim í því tilefni. Rilke er eitt hið merkasta skáld þýzkumælandi þjóða á þessari öld og hafa verk hans verði þýdd á flest menning- armál og hann hefir haft mikil áhrif á yngri skáld víða um heim. Á íslenzku hefir ekkert verið þýtt af verkum Rilkes nema fáein Ijóðmæli. Hjálpin sem ekki kom. — Við áttum von á hjálp frá vesturveldunum á hverjum degi en hún kom ekki. Við vissum að við gætum aldrei sigrað Rússa en við börðumst fyrir því sem okkur er dýrmætast — frelsinu. Maðurinn, sem svo mælti verð ur tuttugu og eins árs í febrúar. Hann var járnbrautarstarfsmaður í bænum Stalinvaros og gekk þegar í lið með uppreisnarmönnum er uppreisnin hófst. Hann tók þátt í bardögum í vest urhluta landsins, en þar voru á- tökin einna hörðust. — Við liefðu aldrei gefizt upp hefðum við haft vopn og matvæli. Þessi ungi frelsisvinur segir frá bardögunum á sinn æðrulausa hátt. Hann sá unga menn og konur berj ast og falla. Eitt sinn kom níu ára drengur til hans, þar sem hann stóð vörð og spurði hvar Rússarnir væru. Er hann var spurður hvað hann vildi þeim, lyfti hann upp yfirhöfn sinni og sýndi röð af hand sprengjum. „Ég ætia að hjálpa til að frelsa landið okkar.“ Hon- um var því næst sagt hvar víg- stöðvarnar væru og þangað fór hann. Það er barizt í fjöllunum ennþá. — Við vorum umkringdir af Rússunum og töpuðum sambandi við félaga okkar. Sáum okkur því vænstan kostinn að flýja til Aust urríkis. En það er barizt í fjöllunum enn- þá. Við vorum tólf saman, sem fórum yfir landamærin. Engir hafa gert eins mikið fyrir Ungverja og Austurríkismenn. Fólkið sem ég hefi kynnzt hér á landi er gott. bezta fólk, sem ég hefi hitt, að minnsta kosti í seinni tíð. Samkvæmt skipulagsskrá dags. 26. september s. 1. er menntamála ráðuneytið hefur staðfest, hefur verið stofnaður sjóður við Ríkisút- varpið, er nefnist Rithöfundasjóð- ur Ríkisútvarpsins og er honum ætlað að styrkja íslenzka rithöf unda til ritstarfa eða undirbúnings undir þau, einkum með utanferð um, og láta Ríkisútvarpinu í té nýtt efni til flutnings eftir heim- komuna. Sjóðurinn er nú rúmlega 230 þúsund krónur. í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins hefur menntamálaráðu- neytið í dag sikpað Kristján Eld- járn, þjóðminjavörð, formann, en aðrir í sjóðstjórninni eru Vilhjálm ur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri og Andrés Björnsson, dagskrárstjóri, af hálfu Ríkisútvarpsins, Helgi Sæmundsson, ritstjóri, af hálfu Fé- lags íslenzkra rithöfunda, og Jak- fluylíjAit í Tintahurn Rainer Maria Rilke er fæddur í Prag árið 1875 en andaðist í Sviss 1926. Lengstaf ævi sinnar bjó hann í París enda hafði hann mikið dá- læti á Frökkum og franskri menn- ingu. Hann var meðal annars einka ritari myndhöggvarans Rodins um •tíma og ritaði. um hann mikla bók á frönsku og einnig gaf hann út fleiri bækur á því máli. En öll höfuðverk hans eru samt rituð á þýzku. Af ljóðum hans eru talin merkust Orfeusarsonnetturnar og Duineser Elegien en einnig má nefna Buch der Bilder og Fröhe Gedichte. Tvær skáldsögur ritaði Rilke, Die Geschichten von lieben Gott og Malte Laurids Brugge. Einnig liggur eftir hann eitt stutt leikrit Die Wiese vom Liebe und Tod. Síðustu ár ævi sinnar bjó Rilke í Sviss en þar hafði honum verið gefin lítil höll. Nú í sambandi við þrjátíu ára dánarafmælið var stofn aður Rilke-félagsskapur í Sviss og er markmið hans að safna saman ob Benediktsson, magister, af hálfu Rithöfundafélags íslands. Karlakór Reykdæla 25 ára Akureyri: Karlakór Reykdæla er 25 ára um þessar mundir og minnt ist afmælisins með samkomu að Breiðamýri í gærkvöldi. Sóttu hana auk heimamanna, gestir víða að enda er akfæri nú gott um allar sveitir. T. d. kom 8 manna hópur frá Akureyri á samkomuna, m. a. Hermann Stefánsson, form. Karla kórasambandsins Heklu. Söngstjóri Reykdæla er Páll H. Jónsson á Laugum. Mikil brenna á Akureyri á gamlárskvöld Akureyri: íþróttafélagið Þór hér í bæ býr sig til að halda mikla brennu á Þórsvelli á Gleráreyrum á handritum, bókum og öðru safni til skáldsins og koma á fót safni til' minningar um skáldið í höllinni þar sem hann eyddi síðustu árum ævi sinnar. Verk Rilkes eru íslendingum, þeim er ekki lesa þýzku, lítt kunn og er það ómaklegt. Mætti útvarp ið, bókmenntatímarit eða aðrir þeir aðilar er kenna sig við menningar mál gjarnan gera eitthvað til að bæta úr þessu. Helgi Sæmundsson form. Menntamálar. Hið nýkjörna Menntamálaráð íslands hélt fyrsta fund sinn ár- degis í gær. Á þeim fundi var Helgi Sæmundsson ritstjóri kjör- inn formaður ráðsinS, varaform. er Haukur Snorrason ritstjóri, ritari Birgir Kjaran forstjóri. Auk þeirra eiga sæti í Menntamálaráði þeir Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri og Magnús Kjartans- son ritstjóri. LeiÖrétting I fyrirsögn hér í blaðinu í gær stóð Hvolsvallarkirkja en átti að vera Stórólfshvolskirkja, sem hlaut gjafir kvenfélagsins, messuklæði góð. gamlárskvöld. Hefur mikið efni til brennunnar þegar verið flutt á staðinn og vekur mesta athygli að stillt er þar upp 6 aflóga snurpu bátum, og á annað hundrað ónýt um síldartunnum, auk annars braks. Þykir horfa til að þetta verði ein mesta gamlárskvöldsbrenna, er sést hefur á A-kureyri. Kviksjá í Nýja Bíó á Akureyri Akureyri: Nú um jólin hóf Nýja Bíó á Akureyri að sýna cinema- seope-kvikmyndir, eða kviksjár- myndir, og er það nýjung þar. Fyrsta myndin var Sæfarinn, mynd eftir sögu Jules Verne og leikur James Mason aðalhlutverkið. Rithöfundasjóður ríkisútvarpsins á að styrkja íslenzka höfunda Menntamálaráðuineyti heíir skipaÖ sjóSstjórn Fréttlrfrá landsbyggðinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.