Tíminn - 29.12.1956, Page 6

Tíminn - 29.12.1956, Page 6
6 TÍMINN, laugardaginn 29. desember 1958. - . ■' *~i. Útgefandi: yramsóknarflokkurinn. Eitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (&b.). Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Simar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaSamenn). auglýsingar 82523, afgreiösla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. .■> --------- *"■' ■ Tvö lærdómsrík dæmi T ÞAÐ HEFUR löngum ver- lð boðskapur Sjálfstæðisfl., að. forráðamönnum hans væri bezt treystandi til þess að hafa forustu um verkleg- ar framkvæmdir og framfar- ir. Jafnframt hafa þeir pré- dikað, að það væri giftu- drýgst að láta einstaklinga og einkafyrirtæki hafa slíka forgöngu sem mest með hönd um, en að opinberir aðilar eða samvinnufélög kæmu þar sem minnst nærri. Þjóðin hefur nú fyrir aug- um tvö glögg dæmi um rétt- mæti þessara kenninga. Ann- að snertir fiskiskipastólinn, en hitt kaupskipastólinn. FORMAÐUR Sjálfstæðis flokksins, Ólafur Thors, hef- ur verið sjávarútvegsmálaráð herra á undanförnu sex ára tímabili, eða síðan í desem- ber 1949, og þangað til í júlí 1956. Á þessu tífnabili hefur ekkert nýtt skip bæzt í tog- araflota landsins, og mun færri vélbátar verið keyptir til landsins en beðið hefur ver ið um innflutningsleyfi fyrir. Undir forustu Ólafs hefur allt framtak vantað til að efla togaraflotann, en inn- flutningshöftum verið beitt til að hindra stækkun vélbáta flotans. Þó er aukning fiskiskipa- stólsins eitt höfuðskilyrði þess, að framleiðsla þjóðar- innar aukizt og kjör hennar batni. Undir forustu Sjálf- stæðisflokksins var sannar- lega flotið að feigðarósi í þess um efnum. Fiskiskipaflotinn var látinn ganga úr sér, án þess að skipa væri aflað til endurnýjunar og aukningar. í KAUPSKIPAMÁLINU hafa Sjálfstæðismenn beitt sér fyrir því, að Eimskipafé- lag íslands hefði þar einok- unaraðstöðu. Þeir hafa talið, að með þeim hætti yrði vel séð fyrir eflingu kaupskipa- stólsins. Það vantar ekki heldur, að Eimskipafélaginu hafi verið tryggð aðstaða til þess að fullnægja þessu hlutverki. Það hefur alltaf verið skatt- frjálst. Það hefur jafnan haft beztu aðstöðu til fjársöfnun- ar, og þó alveg sérstaklega á stríðsárunum. Hvernig væri svo ástatt í þessum málum í dag, ef alveg hefði verið treyst á forustu Eimskipafélagsins, eins og Sjálfstæðismenn hafa helzt viljað? Kaupskipastóllinn væri þá helmingi minni en hann er nú. Ekkert stórt olíuskip væri þá til í íslenzka flotanum. Skipadeild SÍS ræður nú yfir jafnmiklum kaupskipa- stól og Eimskipafélagið, þótt hún sé fjórum sinnum yngri að áratölum og hafi ekki haft annan eins bakhj arl og stríðs gróðinn hefur verið Eimskipa félaginu. En þetta fyrirtæki hafa forustumenn Sjálfstæð- isflokksins ofsótt og reynt að eyðileggja með öllum ráðum. Ef þeir hefðu fengið að ráða, væri kaupskipastóll landsins því helmingi minni í dag en hann raunverulega er. Hér hefur þjóðin glöggt dæmi þess, hvernig það er að treysta á forustu Sjálfstæðismanna á sviði verklegra framkvæmda og framfara. EN SVONA má halda á- fram að rekja dæmin. Það hefur orðið að knýja Sjálf- stæðisflokkinn til þess að fall ast á framlögin, sem eru und- irstaða framfaranna í sveit- unum. Ólafur Thors skildi við sementsverksmiðjuna sem strandað fyrirtæki. Stjórn hans tókst hvergi að fá lán til fyrirhugaðrar Sogs- virkjunar. Þannig má halda áfi’^jn upptalningunni, sem sýnir og sannar, að Sjálf- stæðisflokkurinn leiðir kyrr- stöðu og strand yfir verklegar framsókn og íramfarir, ef hann kemur þar nærri. Þess- vegna var tími kominn til þess að veita honum lausn frá stjórnarstörfum. Þess- vegna er nú góð von til þess, að horfið verði frá kyrrstöð- unni varðandi eflingu fiski- skipastólsins og að sements- verksmiðjan og Sogsvirkjun- in nýja reynist ekki lengur strönduð fyrirtæki. Einstæð tillaga ÓLAFUR THORS og Bjarni Benediktsson hafa flutt þingsályktunartillögu um þingrof og kosningar. —• Sennilega hefur aldrei sézt furðulegra plagg í þingsögu nokkurs lands. Þegar stjórnarandstæðing- ar flytja slíkar tillögur, eru þær jafnan rökstuddar með því, að þörf sé stefnubreyt- ingar og er þá jafnframt bent á, hvaða aðrar stefnu þeir bjóöa upp á en þá, sem ríkis stjórnin fylgir. Ólafur og Bjarni færa ekki íram neinar slíkar röksemd- :ir. Þeir bjóða ekki upp á neina aðra stefnu en þá, sem stjórnin hefur fylgt í þeim málum, er þegar hafa komið til kasta Alþlngis. Betur geta þeir Bjarni og Ólafur ekki sýnt, að fyrir þeim vakir ekki málefna- legur áhugi, heldur aðeins valdabrölt. Þeir vilja aðeins koma á róti í stjórnmálalíf- inu í þeirri von, aö það skoli þeim aftur upp í ráðherra- stólana. Það er alveg óhætt að segja þeim Bjarna og Óiafi það strax, að þeim mun ekki verða að þessari von sinni. Þjóðinni er Ijóst, að ríkis- stjórnin er að losa þjóðar- skútuna úr því strandi, er stjórn Ólafs hafði siglt henni í. í stað atvinnustöðvunar, sem yfir vofði, mun útflutn- ingsframleiðslan starfa með Sameiginleg sala á olíu til V-Evrópu Skýrsla S. Þ. um þau megináhrif, sem atburS- irnir í Austur-Evrópu og löndunum austan Mi«S- jaríarhafs munu hafa á fjárhag Evrópu Enda þótt fjárhagsmálefn- um verði komið í eðliiegt horf eins fljótt og hægt er, munu atburðir síðustu tíma í Ausíur-Evrópu og löndum austan Miðjarðarhafs hafa mjög alvarleg áhrif á fjár- hag Evrópuríkjanna, segir í „Economic Bulletin for Eur- geta lagt dóm á afleiðingar ung- versku frelsisbaráttunnar að fullu, en er þeirrar trúar, að auk mann- tjónsins verði að gera ráð fyrir hættulegri rýrnun lifnaðarhátt- anna og alvarlegum afleiðingum á heilbrigði manna, og þetta mun varla breytast, nema nauðsynleg- ar hjálparráðstafanir verði gerð- ar. ópulanda (Stóra-Bretland, Frakk- land, Hoiland og Ítalía) munu vafalaust geta takmarkað áhrif olíuskortsins á iðnað sinn með því að minnka eða stöðva olíuútflutn- ing alveg. Þetta getur haft hættulegar a£- leiðingar íyrir innflutningslöndin. Verði olíuskorturinn langvarandi, álítur ECE nauðsynlegt að sam- eina allan olíuforða, sem fyrir hendi er, og dreifa síðan milli landanna og iðnfyrirtækja innan þeirra. Fer iðnaðarframleiðsla ope", sem S. Þ. hafa látið frá sér fara. Fjárhagslegar afleiðingar af því sem fram fer í Austur-Evrópu munu, segir í ECE-skýrslunni, sumpart verða beint tap vegna at- burðanna í Ungverjalandi, og enn- fremur eru miklar breytingar í efnahagsmálum þegar að gera vart við sig í Póllandi og Ungverja- landi, sérstaklega að því er snertir landbúnað. ECE-skrifstofan álítur sig ekki Illa heyrist í utvarpi þrátt fyrir nýja endur varpsstöð Frá fréttaritara Tímans í Norðfirði. Enn heyrist illa í útvarpi í Nes kaupsstað og finna menn lítinn mun á því að hlusta á Eiðastöðina beint, eða endurvarpsstöðina, sem sett var upp í Norðfirði nú fyrir hátíðarnar. Vera má þó að hér sé aðeins um byrjunarörðugleika að ræða, en hlustunarskilyrði eru oft afleit í Neskaupsstað og Norð firði öllum, vegna truflana frá er lendum útvarpsstöðvum, sem varpa út á svipuðum bylgjulengdum. Stórt fiskverkunar- húsbyggtíSandgerði Frá fréttaritara Tímans í Sandgerði. Langt er nú komið smíði mik- ils stórhýsis í Sandgerði, sem út- gerðar- og fiskverkunarfyrirtækið Miðnes hefir þar í smíðum. Er þar um að ræða rösklega 1600 fer- metra stórt fiskverkunarhús. Ætl unin er þó að nota þetta hús að- eins til verkunar og aðgerðar og til verkunar aðeins á saltfiski og skreið. Fyrirtækið á annað hús, sem endurbyggt var og fullkomnað fyrir tveimur árum og er það frystihús. Eru nú tvö all afkastamikil frysti hús í Sandgerði og í ráði mun að byggja það þriðja á næstunni. Erfiðast fyrir Danmörku og Svíþjóð Skrifstofan heldur áfram og segir, að ekki sé auðveldara að dæma fyllilega um þær afleiðing- ar,. sem lokun Súez-skurðarins og skemmdirnar á olíuleiðslunum muni hafa fyrir hagsmuni Vestur- Evrópuríkjanna. Vöntunin á olíu- skipum virðist í fyrstu vera orsök til takmarkananna á möguleikum Veslur-Evrópuþjóðanna til að birgja sig upp með olíu, og fari svo, að lokun Súez-skurðarins verði langvinn, virðist það augljóst, að hin lengri flutningaleið frá persn- eska flóanum suður um Afríku eða frá Ameriku yfir Atlantshafið hljóti að hafa í för með sér rýrn- un á öllum olíuflutningi til Evr- ópu og um leið orsaka hækkaðan flutningskostnað. ECE-skýrslan telur, að Svíþjóð og Danmörk mest allra landa Evr- ópu þarfnist brennsluolíu og mest- ur hluti innflutnings þeirra sé frá olíuhreinsunarstöðvum í öðrum löndum í Vestur-Evrópu. Lönd þau sem venjulega hafa allmikinn olíu- útflutning til annarra Vestur-Evr- Vestur-Evrópu minnkandi? ECE-skýrslan f.iallar únnig um möguleika á takmörkun afle'ðinga olíuskortsins með auknum kola- innflutningi frá Ameríku (nú sem stendur er innflutningurinn um 50 miljónir smálestir á ári). Af« greiðslumöguleikarnir í amerísk- um höfnum geta hindrað veruleg- an vöxt kolaútflutningsins til Evr- ópu, en einhver aukning ætti þó að geta komið til mála. Sennilega mundi af því leiða, að taka yrði fleiri amerísk skip úr „geyrrislu- hjúpnum". Skýrslan bendir á, að Bandaríkin eigi í bakhöndinni til muna fleiri flutningaskip en olíu- flutningaskip. ECE-skrifstofan þorir þó ekki að girða fyrir þann möguleika, að minnlcandi olíuflutningar kunni að hafa þau áhrif, að . iðnaðarfram- leiðsla Vestur-Evrópu rýrni. Engu að síður álíta sérfræðingar ECE, að hægt verði innan vissra tak- marka í löndum Vestur-Evrópu að miða skömmtun olíunnar við þá iðnaðarframleiðslu, þar sem hætt- an af minnkaðri framleiðslu sízt raskar fjárhagslegu jafnvægi. Frá salarkynnum Sameinuðu þjóðanna í New York Aðalfumhir Ungmennafél. Reykjavíkur Aðalfundur Ungmennafélags Reykjavíkur, verður haldinn í fé- lagsheimili þess í kvöld og hefst klukkan 8,30. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og önn ur mál. vaxandi fjöri og annað at- hafnalíf eftir því. Horfur eru á, að strandaðar fyrirætlanir, eins og nýja Sogsvirkjunin, komizt í framkvæmd. Meðan þannig er haldið á málunum, óskar þjóðin ekki eftir öðru frekar en að strand mennirnir Ólafur og Bjarni séu sem lengst frá stýrinu á þjóðarknerrinum. Ólafur og Bjarni uppskera ekki annaö af þessum tillöguflutningi sínum en að brosaö sé að því, hve illa þeim tekst að leyna valdafýsninni. íslenzku húsdýrin. JÓHANN Skaptason sýslumaður hefir ritað okkur bréf um ís- lenzku húsdýrin, sem fylgt hafa landsmönnum frá fyrstu tíð, og ræktarsemina við þau. Hann segir svo: — „.... Blað yðar hef- ir nú að undanförnu nokkrum sinnum minnst á það, að hætta sé á því, að tvær húsdýrategund- ir, sem fylgt hafa íslenzkum bændum frá upphafi íslands byggðar, deyi út nú á næstunni, geitin og íslenzki hundurinn. Ég álít að þetta sé orð í tíma talað og að biaði bændanna og Búnaðarfélagi íslands beri skylda tii að koma í veg fyrir þetta. Ætti það að vera auðvelt hvað geitina snertir, hvernig sem til kynni að takast með hundana, þar þarf meiri gát á, ef vel á til að takast. Það mun alkunnugt, að í Norð- ur-Þingeyjarsýslu eru þær fáu geitur, sem enn eru til í landinu. Hitt virðist ekki jafn kunnugt, að í Tálknafirði mun vera íslenzkast hundakyn hér á landi. Jafnframt má geta þess, að húsbóndaholl- usta margra þeirra hunda er frá- bær. Verja þeir af mikill einurð eignir húsbænda sinna og liggja jafnvel dögum saman á afvikum stöðum á vakt yfir munum, sem húsbóndi þeirra hefir týnt. Sjáið nú um, að þegar verði gerðar öruggar ráðstafanir til við- halds beggja framangreindra hús- dýra“. Réttmæt ábending. ÞESSI ábending sýslumannsins er tímabær og réttmæt. íslenzka hundakynið er víst óvíða — ef nokkurs staðar — til óblandað, en nú er brezkur maður að gera tilraun til að hreinrækta það i Kalíforníu; ver til þess miklu fé og fyrirhöfn. Gæti svo farið, að íslendingar yrðu að fá íslenzka fjárhundakynið frá Ameriku í framtíðinni. íslenzka geitin er orðin sjaldséð skepna. Margir borgarbúar munu sennilega hafa séð geit í fyrsta sinn á ævinni á sviði Þjóðleikhússins í sjónleikn- um „Tehús ágústmánans". Það þarf að hafa sérstakt eftirlit með því, að geitastofninn deyi ekki al- veg út. Ekki munu vera til nema nokkrir tugir geita á öllu landinu, og er það völt undirstaða, e£ ekki er höfð sérstök gát á. Ég vil því taka undir orð sýslumanng um nauðsyn þess, að athuga það mál sérstaklega. — Finnur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.