Tíminn - 29.12.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.12.1956, Blaðsíða 7
TÍMINN, laugardaginn 29. desember 1956. 7 Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri: „Hamrafell” greiðir olíuverðið niður Upphæðin nemur 8,3 millj. króna af fjórum fyrstu f örmum skipsins - aðrar rekstrarvörur atvinnuveg- anna fluttar til landsins á heimsmarkaðsfarmgjaldi. í dag hefSu tvö olíuskip siglt undir íslenzkum fána, ef ekki hefði verií staftiS gegn leyfisveitingum á örlagaríkum tíma ÉG VIL hefja mál mitt á því að rifja upp helztu tölur um notkun olíu síðasta áratuginn, en á þeim tíma hefir olíunotkun landsmanna aukizt geysilega, svo sem að neð- an greinir. Árið 1946 var notkunin 55.000 — 1947 - — 80.117 — 1948 _ ' 116.472 1949 - — 128.469 •' 1950 - — 163.223 — 1951 - — 181.983 — 1952 - — 197.916 — 1953 - — 217.239 — 1954 - — 241.574 — 1955 - — 265.188 — 1956 - — 297.000 Tek ég notkun þessara ára með- al annars til athugunar vegna þess að Olíufélagið h. f. var stofnað ár- ið 1946 og er því réttra tíu ára Hefir vöxtur þess og viðgangur bæði við Faxaflóa og út um allt land verið í fullu samræmi við hina öru þróun þessara mála. Munu fá dæmi í sögu landsins um svo risavaxnar framkvæmdir á jafnskömmum tíma. Þótt okkur samvinnumönnum og öðrum þeim, er stóðu að stofnun Olíufélagsins yrði snemma Ijóst, að við íslendingar þyrftum að cignast olíuskip, var ekki unnt af fjárhags- ástæðum að sinna því máli í bráð nema hagstæð lán fengjust til skipakaupa. Hins vegar var okkur vel ljóst, að bygging olíuskipa hélzt engan veginn í hendur við framleiðsluaukninguna, svo að fyrr eða síðar hlaut að koma að því, að skortur yrði á skipum til þessara flutninga. Seint á árinu 1952 rofaði nokk- uð. til um útvegun lánsfjár, og á öndverðu ári 1953 var farið að leita hófanna við íslenzk stjórnar- völd um leyfi til skipakaupa, en sú saga er landslýð kunn og verður ekki rakin hér. Ef gifta hefSi ráðið Ég hefi haft þennan formála fyr- ir máli mínu til þess að sýna vænt- anlegum lesendum, að svo giftu- samlega hefði mátt til takast, að íslendingar ættu í dag TVÖ stór olíuskip, ef vissir aðilar í þáver- andi rikisstjórn hefðu ekki af al- efli staðið gegn því, að samvinnu- menn fengju leyfi til kaupanna. Það er orðin svo að segja ófrá- víkjanleg hefð, þegar nýtt skip bætist í íslenzka flotann, að því sé fagnað af alþjóð. En svo varð þó ekkij þegar m.s. Hamrafell sigldi fyrsta sinni í ís- lenzka höfn, heldur mættu því kaldar kveðjur í blöðum Sjálfstæð- ismanna, ásamt persónulegum skömmum um þá menn, er staðið höfðu að kaupum skipsins og stjórna flutningum þess. Aöaltil- efni ádeilnanna hefir verið ákvörð un um farmgjöld á olíuvörum frá Svartahafshöfnum til íslands, og mun ég nú víkja nokkru nánar að því atriði. FarmgjöSdin Ég held, að nokkrar spurningar og RÉTT svör við þeim verði til glöggvunar í þessu efni. 1. Hvaða farmgjöld hafa verið til þessa á kolum til landsins? 2. Hvaða farmgjöld hafa verið til þessa á salti til landsins? 3. Hvaða farmgjöld liafa verið til þessa á sementi til landsins? 4. Hvaða farmgjöld hafa verið til þessa á olíum og benzíni? Rctta svarið við öllum spurning- unum er það sama: Það verð, sem hverju sinni hefir gilt á heims- markaði — með aðeins einni ein- ustu undantekningu, FARMGJÖLD M.S. HAMRAFELLS NÚ ERU LANGT FYRIR NEÐAN VERÐ Á HEIMSMARKAÐI. Hverju sætir það, að Sjálfstæð- ismenn hafa ekki fyrir löngu, t. d. þegar þeir hafa setið í ríkisstjórn, beitt valdi sínu til þess að fá þessu breytt? Svarið er einfalt. þeir hafa ekki getað það, því að útlend skip hafa annazt þessa flutninga að miklu leyti og vitanlega tekið það gjald, sem gilti á heimsmarkaði. Ef einhver efast um, að hér að framan sé rétt með farið, er injög auðvelt að fá staðfestingu á því bæði hjá Innflutningsskrifstofunni, sem veitir leyfin, og gjaldeyris- bönkunum, er annast yfirfærslurn- ar. Varðandi farmgjöld á olíuvörum tel ég rétt, að hér komi fram, að Sovétríkin fluttu olíuna í íslenzka höfn og seldu hana þar á föstu verði (c. i. f.), fyrst eftir að vöru- skiptasamningar voru gerðir milli landanna, og stóð svo til ársloka 1954 eða þar til farmgjöldin tóku að hækka. Þá neituðu Sovétríkin að selja olíuna nema f. o. b., sem þýðir, að hún sé komin í skip í höfn hjá þeim. Hafa þeir ekki tal- ið sér ffært að greiða niður eða greiða með olíu til íslands. Olían greidd niður Nú er það staðreynd, að tvö er- lend skip hafa verið leigð til að flytja olíu frá Svartahafshöfnum til íslands, og taka þau 220 shill- inga fyrir hverja smálest á sama tíma og m. s. Hamrafell hefir ver- ið leigt í fjórar ferðir og flytur hverja smál. fyrir 160 shillinga eða 60 shillingum minna en útlendu skipin. Ég vil víkja nokkrum fleiri orðum að þessum þætti málsins. Olíufélagið h. f. hefir undanfarin ár flutt inn um 48% af olíu þeirri, sem landsmenn nota, en hin félög- in, Olíuverzlun íslands h.f. og Skeljungur, hinn hlutann, 52%. M.s. Hamrafell flytur í liverri fcrð um 15.300 smál. eða 61.200 smál. í fjórum feroum. Ef goldnir hefðu verið 220 shillingar fyrir hverja smál. af því olíumagni, væru það £673.200:0:0 á 45/70 eða ísl. kr. 30.765.240,00, en með því að Hamrafell tekur aðeins 160 sh. fyr- ir lestina, greiða S. í. S. og Olíu- félagið olíuna í rauninni niður um 60 sh. á smál. eða samtals um kr. 8.390.520,00. Eins og áður segir, annast hin olíufélögin 52% af olíuverzluninni, og eiga þau því hlutfallslega að sjá um innflutning á um það bil 66.300 smál. af olíu, og munu flutningsgjöldin af því magni nema um 33.329.010,00 kr., ef greiddir eru 220 sh. fyrir lestina. Ekki virðist ósanngjarnt að ætl- ast til, að Oliuverzlun íslands h. f og Skeljungur greiði farmgjöldin og þar með olíuverðið niður í hlut- falli við niðurgreiðslu Olíufélags- ins h.f. og S.Í.S. og mundi sú nið- urgreiðsla af umræddu rnagni nema kr. 9.089.730,00. Verður mönnum því á að spyrja, hvenær von sé á niðurgreiðslu frá þeirra liendi. SkiIyrSi S}álfstæðismanna Sjálfstæðismenn vita mætavel að ráðherrar þeirra settu það að skil- yrði þegar innflutningsleyfi var veitt fyrir m.s. Hamrafelli, að aðr- ir olíuinnflytjendur ættu kost hins sama, ef þeir óskuðu þess. Verður mönnum því enn á að spyrja: Hvar er þeirra skip? Var það fyrir kjarkleysi eða skort á fyrirhyggju eða var það af því, að þessum aðilum var ekki treyst til að standa í skilum með erlend lán, að þeim tókst ekki að kaupa skip á sama tíma og S.Í.S. og Olíufélagið keyptu Hamrafcll? Þessum spurningum ættu blöð Sjálfstæðismanna að velta fyrir sér og svara af hreinskilni. Það va;ri næsta fróðlegt fyrir almenning sem vissulega vill fylgjast vel með þessum málum. Ekki er því að leyna, að einn örðugasti þátturinn í kaupum m.s. Hamrafells var útvegun lánsfjár hjá National City Bank í New York, því að bankinn varð að víkja langt frá viðteknum venjum um lán vegna olíuskipa. Er hætt við að orðið hefði þó enn þyngra fyrir fæti í þ.essu efni, ef nokkurn hefði grunað, að þess yrði krafizt, að skipið flytti olíu fyrir langtum lægra gjald en nokkurt annað skip. Og einsætt er, að íslendingar ættu nú ekkert olíuskip, en auðguðu í þess stað erlenda aðila, ef þær frumlegu hugmyndir hefðu þá ver- ið komnar á kreik. Ef stjórnarvöld landsins hefðu unnið að því með ráðum og dáð að styðja samvinnumenn til kaupa á olíuskipi, þegar þess var farið á leit árið 1953, hefði horft öðruvísi við, ef farið hefði verið fram á nið- urfærslu farmgjalda, svo sem nú er ráð fyrir gert. En því var ekki að heilsa, eins og landslýð er félögum. En sífelldar blaðadeilur um slík mál eru óheppilegar og ó- maklegar og varpa þungri ábyrg'ð á herðar þeim, sem upphafinu valda. Frumherjar íslenzkrar samvinnu hreyfingar, bændurnir í Þingeyjar- sýslu, voru bjartsýnir framfara- og hugsjónamenn, sem ekki létu eigin hagsmuni líðandi stundar villa sér sýn. Þeim var ljóst, að byggja þurfti upp starfið á sterkum grunni og búa svo í haginn, að samvinnu yrði komið á víðar en í verzluninni einni. í þessum anda hafa okkar sterkustu og víðsýn- ustu samvinnuleiðtogar síðan unn- ið og byggt upp víðtækustu félags- samtök landsmanna. Litið um öxl Á verzlunarsviðinu mótaðist fyr- irkomulag samvinnumanna snemma af tveim aðalreglum: 1. Að selja vörur sínar með mjög lítilli álagningu, en greiða lít- inn eða engan arð. 2. Að sélja vörurnar á svipuðu verði og kaupmenn gerðu og endurgreiða félagsmönnum arð af viðskiptunum. Þó var gengið enn lengra í þegnskap og víð- sýni, því að í báðum tilfellum var fé lagt í sjóði til eflingar starfseminni. Eru sjóðir allra kaupfélaga landsins orðnir sem hér segir: Varasjóðir kaupfélaganna og stofnsjóðir félagsmanna voru í árs- lok 1955: Varasjóðir kr. 32.099.597,59 Stofnsjóðir kr. 41.553.192,80 Alls: kr. 73.652.790,39 Má þó ætla, að frumherjarnir hefðu lagt enn meiri áherzlu á efl- ingu sjóðanna og hraðað ýmsum framkvæmdum enn þá meir, ef þá hefði grunað, að gjaldmiðill þjóð- arinnar ætti eftir að falla svo í verði sem raun er á orðin. Þess ber einnig að geta, að um fram það fé, sem runnið hefir í of kunnugt. Þcir, sem stóðu að kaup-1 angrein(ja sjóði, hafa kaupfélögin greitt félagsmönnum sínum milljón um m.s. Hamrafells, fengu engan stuðning frá ríkisvaldinu hvorki ríkisábyrgð né annað, aðeins inn- flutningsleyfi seint og síðar meir.. En svo kynlega vill nú til, að þeir menn, sem stóðu fastast gegn því, að samvinnumenn fengju leyfi til að kaupa skipið, hugsa sér nú að njóta ávaxtanna af framtaki samvinnumanna, eftir að þeir hafa af einhverjum óskiljanlegum á- stæðum látið undir höfuð leggjast að festa kaup á skipi til sinna flutninga. Sjóðir kaupfélaganna Þjóðin er á einu máli um, að djarflegt og happasælt spor hafi á sínum tíma verið stigið með stofn- un Eimskipafélags íslands. En jafnljóst er hitt, að sakir ýmissa erfiðleika á kreppuárunum óx skipakostur félagsins miklu hægar en skyldi á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld. Þegar svo styrjöld- in var skollin á og íslendingar urðu að sækja sínar nauðsynjar að mestu leyti til Ameriku, annaði hinn innlendi skipakostur þeim flutningum engan veginn, enda tók þá hver Ameríkuferð 6—8 vilcur. Rikisstjórn íslands heppnaðist þá með aðstoð ríkisstjórnar Bandaríkj anna að leigja stærri skip til þess- ara flutninga. Eimskipafélagi ís- lands var falinn rekstur leiguskip- anna, og rann hagnaðurinn, sem nam milljónum króna, í sjóði fé- lagsins. Ekki var að þessu fundið, enda rann féð til að endurbyggja skipastól fclagsins að stríðinu loknu. En eftir því sem nú er skrif- að í blöð Sjálfstæðismanna, hefðu ráðamenn þar e. t. v. heldur kosið, að féð hefði runnið til hinna er- lendu eigenda skipanna — eða hvað? Ætíð ber að viðurkenna það, sem vel er gert og til heilla horfir með þjóðinni, hvort sem það er framkvæmt af einstaklingum eða ir króna í arð. Og þótt Olíufélagið h. f. sé, eins og að framan getur, aðeins tíu ára og kveða megi svo að orði, að það sé naumast komið af bernsku skeiði, hefir það þó þegar skilað milljónum til félags- manna sinna og fénu verið varið að mestu til að byggja upp hag- kvæmt dreifingarkerfi til sjávar og sveita. Til fróðleiks má geta þess hér, að enn í dag ráða stóru olíuíélög-' samkeppni. in lögum og lofum í olíuverzlun nágrannalanda okkar, og má af því nokkuð ráða, hvaða þrekvirki hef- ir verið unnið hér á landi með stofnun Olíufélagsins h. f. Draumur rætist Við íslendingar eigum ekki því láni að fagna, að hér hafi fundizt olía í iðrum jarðar, og verðum við því að sækja þessa dýrmætu vöru um langa vegu. Farmgjöldin verða því ætíð stór þáttur í Verðmyndun vörunnar innan lands, og höfðum við samvinnumenn snemma allan hug á að flytja þann hluta olíu- verðsins inn í landið. Sá marg- þráði draumur hefir nú ræzt við komu m.s. Hamrafells. Er skipio þegar farið að spara þjóðinni milljónir króna í erlendum gjald- eyri, þótt það sé enn allt í skuld. Það var samvinnufólkið í landinu og félagar í Olíufélaginu h. f., sem áttu frumkvæðið að því, að skipið var keypt, og á aðalfundum beggja félaganna hafa verið bókaðar end- urteknar áskoranir um að hraða sem mest framkvæmdum. Var því brugðið skjótt við, þegar leyfið loks fékkst, unnið að útvegun láns- fjár og hugað að þeim skipum, sem í boði voru, en framboð á olíuskip- um var þá eins og oftast lítið. Urðu tveir af frarpkvæmdastjórum samtakanna að fara löftleiðis alla leið til Japan til að athuga skip það, sem nú ber nafnið Hamrafell. Við, sem unnið höfum að þessu máli, verðum því ekki uppnæmir, þótt við verðum fyrir hnútuköst um frá þeim Sjálfstæðismönnum scm sjá ofsjónum yfir hverju því er vel tekst til um hjá samvinnu mönnum. Við höfum hagað störf- um okkar í einu og öllu samkvæmt vilja umbjóðenda okkar, og vona ég, að svo verði einnig um rekstuc þessa glæsilegasta skips íslenzka flotans. 8,3 millj. kr. niðurgreiðsla Samvinnumenn á íslandi hafa jafnan borið fyrir brjósti heill al- þjóðar og mun svo enn, enda höf- um við ákveðið, sakir aðsteðjandi vandamála varðandi olíuflutninga, að greiða niður olíuverðið, eins og að framan getur, um h.u.b. 8.390. 520,00 krónur af fyrstu fjórum förmum Hamrafells. En við sam- þykkjum ckki að afhenda keppi- nautum okkar í olíuverzluninni hagnaðinn af rekstri skipsins, hvort sem þeir keppinautar kunna að vera innlendir eða erlendir. Mótorskipið Hamrafell mun sigla til hagsbóta fyrir samvinnumenn í landinu, hvort sem það lcemur fram í lækkuðu vöruverði eða greiddum arði. Fólkið í landinu mun svo sjálft ákveða, hvar það vill kaupa sínar olíuvörur, og ættu blöð Sjálfstæðismanna að skilja það einna bezt, því að mest og á- kafast lofa þau blessun frjálsrar Mikil nauðsyn aukinna hafnarbóta í Sandgerði Þaían verSa nú geríir út 20 bátar á vertíð, eða eins margir og hægt er að koma þar á bátalegu Frá fréttaritara Tímans i Sandgerði. Mikill vertíðarundirbúningur er nú í Sandgerði og munu bátar hefja róðra strax á öðrum degi hins nýja árs, ef gæftir leyfa. Þaðan munu verða gerðir út um 20 bátar á vertíð í vetur. Sandgerði hefir löngum verið talin góð verstöð, sökum þess hve stutt er þaðan á fiskimiðin, venju legast aðeins 2—3 stunda sjóferð. Þaðan sést líka vel til sjávar, en hafnarskilyrði eru hins vegar ekki upp á það bezta og aðeins hægt að taka á móti takmörkuðum fjölda báta til sjósóknar. A3 þessu sinni verða um 20 bátar á vertíðinni frá Sandgerði og er það eins margt og frekast er unnt að koma fyrir með góðu Væri að öllu leyti mun hagkvæm ara og léttara fyrir sjómenn að geta látið bátana liggja við bryggj ur eða garða. Er nauðsynlegt að koma upp sérstakri bátahöfn í Sanderði og væri þá hægt að koma þar fyrir miklu fleiri bátum til ver tíðar en nú er. Um helmingur bátanna eru heimabátar, eða úr Garðinum, en hinir eru flestir að norðan og austan. Koma þeir flestir með full an mannskap, bæði sjómanna og móti, bæði vegna legupláss á liöfn landmanna, en aðbúð er góð í ver inni og aðstöðu við bryggju. j búðum í Sandgerði, eftir því sem Eru framkvæmdir í hafnarmál I gerist í verstöðum. um Sandgerðinga orðnar mjög til finnanlegar, þar sem bæði er erf- itt og illt að þurfa að leggja bát um við legufæri út á höfnina í hvert sinn er hlé veður á sjósókn. A heimabátum er einnig margt aökomumanna og eins kemur ár- lega mikill fjöldi aðkomufólks að starfa í fiskiðjuverunum á vertíð í Sandgerði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.