Tíminn - 29.12.1956, Page 8

Tíminn - 29.12.1956, Page 8
3 Sjötngnr: Þorstemn Björnssoii Níundi tugur síðustu aldar var svo harðtækur á Norðlendingum, að trauðla verður til hliðstæðra harðinda jafnað frá lokum Móðu- harðindanna. Vorið 1886 réðust hjónin Helga Sigurgeirsdóttir og Björn Eysteinsson í það fífldjarfa ævintýri að reisa nýbýli langt inni á afrétt á mótum Auðkúlu- og Grímstunguheiða. Nefndu þau það Réttarhól. Þau voru bæði þekktra ætta og góðra. Þarna bjuggu þau fimm ára skeið. Á fyrsta ári þeirra þar fæddist þeim sonur hinn 10. des. 1886, sem í skírn hlaut nafnið Þorsteinn. Þegar hann fæddist, geis aði norðlenzk öræfastórhríð um Réttarhól. Varð því það eitt til bjargráða, að faðir hans annaðist Ijósmóðurstörfin. Þeim hjónum fæddist þar á Réttarhól annar son- ur sama dag þrem árum síðar og hlaut hann nafnið Lárus. Það er ekki á mínu færi að bregða upp mynd af því umhverfi, sem þessir bláeygu og björtu drengir litu fyrst, enda er trúleg- ast, að sú mynd yrði talin öfgar einar, væri hún dregin af fullum sannindum. Björn réðist í þetta ævintýri gjörsamlega eignalaus. Mun hann hafa átt um þetta eitt að velja eða ýfirgefa landið, eins og of margir gerðu þá. Hlutverk hverrar kynslóðar er að ala upp þá næstu. Þrátt fyrir öll harðræði fátæktar og erfiðis, lánaðist þeim lijónum að inna það hlutverk svo af hendi, að með ágætum er. Þorsteinn ólst upp í föðurgarði til fullorðins ára. Til þrettán ára á hrakhóium milli harðbýlla heið- arbýla, en við óvenjulega atorku og ráðsnilld, sem faðir hans var frægur fyrir, enda safnaðist hon- um drjúgum fé á þessu skeiði. Vorið 1899 keypti Björn stórbýl- ið Grímstungu í Vatnsdal, og flutt- ist þangað. Bjó hann þar um skeið við mjög vaxandi auðlegð, enda tóku þeir synir hans mjög að þrosk ast, er þangað kom. Þar dvaldi Þor steinn þau árin, sem flesta munu móta að mestu. Önn eins hins fyr- irferðamesta bús héraðsins, á erf- iðu býli en kostaríku, var hin eina skólaganga hans. En fræðin, sem fýrir hann voru lögð, var frábær atorka, sem hvíldi á ráðsnilld og á- ræði, sem stundum þótti ganga ofdirfsku næst. En nú, þegar segja má, að prófskírteinin liggi fyrir, verður ekki annað sagt, en Þorsteinn hafi numið þessi fræði af kostgæfni. Vorið 1910 keyptu þeir bræður Þorsteinn og Lárus Grímstungu af föður sínum, þá 24 og 21 árs. Grun hefi ég um, að þeir hafi þá verið drjúgum auðugri af áræði og dug en fjármunum, og hefir sú eignin dugað þeim svo, að þeir munu sjaldnast hafa setið einir að. Vorið 1913 seldi Þorsteinn Lár- usi sinn hluta í Grímstungu en keypti Öxl í Þingi og flutti þang- að. Hann kvæntist vorið 1914 Þuríði Þorvaldsdóttur Bjarnasonar prests á Melstað, — fluggáfaðri konu, sem hún átti kyn til. Vorið 1916 gaf hann Öxl eftir til kaups í hendur fyrri eiganda, en keypti í staðinn jarðirnar Skálm- liolt og Skálh'oltshraun óséðar. Flutti hann þangað um vorið. Það sýnir og dugdirfð hans, að hann rak ær sínar um 200 talsins suður yfir Kjöl, í byrjun október um liaustið. Þótti það Iítil forsjá og fylgdu honum hrakspár úr garði, svo sem títt er, þegar ekki eru farnar troðnar sióðir. Eti „Þor- steini blessast ýmislegt, sem öðr- um verður að afglöpum,“ sagði húnvetnskur bóndi þá í mín eyru, og hefir sú spá fylgt honum vel. í Skálmholti og Skálmholtshrauni setti hann þegar upp stórbú, því auk þess, sem hann kom með að norðan, keypti hann 200 ær fyrsta haustið. En búin munu hafa reýnst honum arðminni en vonir stóðu til. Reyndust honum hagar og hey kostaminna en hann hafði kyhnst í Húnaþingi. Seldi hann því jarðir þessar eftir tvö ár, og keypti þá vesturhluta höfuðbólsins Vetleifs- holts í Ásahreppi og reisti þar bú með líkum hætti og fyrr, stórbrot- ið og fyrirferðarmikið. Þuríður undi ekki hag sínum syðra, og hvarf til heimahaga sinna. Flutti hún að Barði í Mið- firði 1919 og keypti Þorsteinn búið þar, en hún veitti því forstöðu. Rak hann bæði búin árin 1919 til 1921. En um það leyti slitu þau Þuríður að íullu samvistum. Höfðu þau eignast fjögur börn, og eru þrjú á lífi. Helga Sigríður, Gyða og Björn, öll gift. Högni dó ungur og þó kominn það á legg, að sýnt var, að þar voru fyrir hendi ó- venju fleygar gáfur og víðskyggni. Þorsteinn hafði skamma hríð búið í Vetleifsholti, þegar mjög tók að þrengjast hagur hans. Kom þar margt til. Hann rak umfangs- mikinn búskap á tveim jörðum og húsavegurinn leiðin milli Mið- fjarðar og Rangárþings. Að sjálf- sögðu munu skuldir hafa hvílt á búunum. Á þennan mikla rekstur féll svo verðrýrnun eftirstríðsár- anna, sem mörgum varð þung í vöf um, þótt minna hefðu umleikis. Við þetta bættist svo það, sem þyngst varð í skauti: heilsutap og með því að talsverðu leyti glatað vinnuþol, svo hann varð ófær til erfiðis. Sneri hann sér þá að verzl- un með nauðsynjar, fyrst á Rauða- læk í Holtum, en rak hana þar að- eins skamma hríð. Árið 1927 reisti hann hús yfir þessar athafnir sín- ar á Hellu —■ hið fyrsta, sem þar reis af grunni, — og rak verzlun til 1935. Þá seldi hann kaupfélag- inu Þór þessar eignir sínar. Mun hann ekki hafa riðið þaðan feitum gripum, enda mun kreppulánaupp- gjörið hafa komið illa við fjárhag hans. Það, sem nú er umleikis á Hellu, sýnir, hvað Þorsteinn sá, þegar hann hóf þar verzlun sína. Hefir sannast glögglega á honum hin danska staðhæfing, að „þeir njóta sjaldan ávaxtanna, sem gróður- setja tréð“. Þar blasir og við á- lýktun Per Sivle: Ef bila hendur er bættur galli, en merkið stendur þótt maður- inn falli. Þorsteinn féll þó, sem betur fer, ekki í valinn, þegar hann hvarf frá Hellu. En atvikin sanna í dag, að það merki, sem hann reisti þar við þröngan skó á marga lund, og auk þess að drjúgum hlut öryrki, hefir ekki verið tyllt á sand. Það hefir risið á nauðsyn héraðsins, og vaxið af henni og með henni. Það mun og hafa verið hugsjón hans. Má því með réttu kalla hann föður Hellu. Þegar Þorsteinn hvarf þaðan, hóf hann enn búskap. Tók hann nú Selsund á Rangárvöllum á leigu og setti enn upp stórbú, sem hann rak til vorsins 1947. Keypti hann jörðina 1939 í félagi við Joh. C. Klein kaupmann í Reykjavík, en seldi honum sinn hluta, þegar hann hætti búskápnum. Var þá talsvert á fjórða hundrað sauðfjár á búi hans. Á Selsundi undi Þorsteinn hið bezta. Eru skilyrði þar að ýmsu hliðstæð því, sem hann ólst upp við —- víðerni og landkostir. Bjó hann þar gagnsömu búi og glædd- ust svo efni hans, að hann mun hafa farið þaðan vel fjáður á bænda vísu. Frá Selsundi fluttist hann til Hafnarfjarðar, og hefir dvalið þar síðan við ýmis störf. Þorsteinn kvæntist aftur 1932, Ólöfu Kristjánsdóttur, ágætri konu, ættaðri frá Stekkholti í Bisk- upstungum. Börn þeirra eru: Sig- urður Hólm, Jónína Kristín og Sigríður Guðrún. Öll eru þau gift. Hér hefir aðeins verið stiklað á stóru um feril Þorsteins Björnssor: ar. Það blasir mjög við, að þar hef ir enginn meðalmaður verið á ferð. Stórbrotnar athafnir og áræði, »* *m T f M I N N, laugardaginn 29. desember 1956» Tólf stórir vélbátar frá Norð- firði fara suður á vertíð Ailir eru í>eir manna'ðir áköínum austan, tn sækja sjó á vetrarvertííS, aðallega frá Eyjum og Keflavík Frá fréttaritara Tímans í NeskaupstaS. ' Snemma í næsta mánuði halda tólf stórir vélbátar að heim- an frá Norðfirði til verstöðva við Faxaflóa og í Vestmanna- eyjum. Eru þetta flest nýir bátar, þar sem flotinn hefir að verulegu leyti verið endurnýjaður og aukinn á síðustu árum. oft hefir verið talið gangi fifl- dirfsku næst, og vissulega stund- um í tafli um tæp vöð, eru þau ein kenni, sem flestum mun starsýn- ast á við yfirsýn yfir þær stiklur. Um Björn föður hans hefir verið sagt, að hann hafi mátt muua tvenna tíma svo geypilega fjar- ræna, að vera að öðru í röðum fá- tækustu bænda héraðsins, en að hinu í hópi þeirra auðugustu. Hið fyrra horfði við honum, þegar hon- um bættust þeir bræður í búið. Hið síðara, þegar þeir sátu eftir þar í Grímstungu. Uppeldi Þor- steins var bundið þessu fáþekkta ævintýri. Menjar þess hafa alltaf fylgt honum. Ferill hans hefir ver- ið heimur heilla ævintýra í at- höfnum og áræði. Slíkum heimum bregður oftast til beggja skauta, og er ferill Þorsteins þar engin undantekning. En veður umhverfis og þjóðlífs eru oft válynd. Þau taka og til ævintýranna, — hafa sín á- hrif á gang þeirra og úriausnir. En þau sýna líka oft manngildið bezt. Þorsteinn hefir verið hvort tveggja: barn ævintýranna og herra þeirra, og vaxið af hvoru tveggja. Hann hefir alltaf verið sá drengur, sem Snorri lýsir: „Vaskur maður og batnandi“. Hann hcfir vaxið með viðfangsefnum sínum, og þó mest og bezt að dómi þeirra, sem bezt hafa þekkt hann. Hann er einn þeirra manna, sem vnx því meir, sem hann kynnist betur, enda flestum vinfastari, þótt dulur sé og fáskiptinn við fyrstu kynni. Fjölmenni sótti Þorstein heim á sjötugsafmælinu. Þó munu fleiri hafa leitað þangað í vinarhug og þökk fyrir samfylgd og drengskap liðinna ára. Guðm. Jósafatsson. Verið er nú að búa bátana til vertíðar á Suðurlandi, en venja er að þeir rói þaðan á vetrarvertíð. Fara bátarnir með áhöfnum að aust an. Ekki fæst þó nægur mannafli á þessa báta í Neskaupstað, en þá sem vantar koma úr nærliggjandi byggðarlögum á Austfjörðum. Áhafnir fóru með bátunum. Með hverjum bát fara suður 10 —12 menn, sjómenn og landmenn misjafnlega margir eftir því frá hvaða verstöð er róið. Fæsta þarf þegar róið er úr Vestmannaeyj- um. Sjómenn skila þar aflanum á land óslægðum, eins og hann kem ur upp úr sjó og taka fiskiðjuver in þar þannig við aflanum. Við Faxaflóa er það hins vegar venja að búið sé að fara innan í fisk- in, þegar hann er fluttur til vinnslu í frystihúsin. Að þessu sinni munu flestir Norðfjarðarbátanna fara til Kefla- víkur. Landmennirnir, sem fylgja bátunum búa þar í verbúðum, en sjómennirnir búa um borð í bát- unum alla vertíðina og eru þeir því heimili þeirra, þar til komið er heim að vori, að lokinni vertíðar- sókn. Auk sjómanna fer talsvert af kvenfólki og karlmönnum til starfa í frystihúsum og fiskvinnslustöðv- um syðra á vetríðinni. Ef til vill verða þó minni brögð að þessu nú en í fyrra, þar sem von er á nýj- um togara til Neskaupstaðar frá Þýzkalandi í næsta mánuði og er ráðgert að hann leggi upp afla til vinnslu í frystihúsunum, heima í Norðfirði. Gufubaðstofa eudui\ 500 milljónir vinnndaga ti! einskis á sjö árrnn Yfir 500 milljónir vinnudaga hafa farið til einskis síðustu 7 ár- in í 28 löndum vegna verkfalla og verkbanna, segir í skýrslu hagfræð inga alþjóðavinnumálastofnunar- innar ILO. Vinnudeilurnar náðu til liðlega 75 millj. verkamanna. ILO-skýrslan segir, að enda þótt verkfoll og vinnubönn væru víð- tækari árið 1955 en á vinnufriðar árinu 1954, er ástandið þó mun hagstæðara en á flestum öðrum árum eftir stríðið. Hagfræðingar ILO hafa unnið úr upplýsingum frá eftirfarandi löndum: Danmörku, Finn- landi, Noregi, Svíþjóð, Stóra-Bret landi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Belgíu, Vestur-Þýzkalandi, írlandi, Ítalíu, Hollandi, Sviss, Ástralíu, New Zealand, Argentínu, Chile, Puerto Rico, Canada, Ceylon, Burma, Indlandi, Hawaií, ísrael, Japan, Pakistan, Filipseyjum og Suður-Afríku. fyrir árið 1953 ná yfir hliðstæðar erfiðar vinnudeilur í Frakklandi. Fleiri glataðir vinnudagar vegna veikinda en vinnudeilna. Við nánari athugun kemur í ljós, að í flutningum eru hafnar- verkamenn efstir á lista í verkföll- um, en menn sem vinna við járn brautir neðstir. í verksmiðjuiðnaði hafa glatast flestir vinnudagar í málmiðnaði, fyrst og fremst þó í bílaiðnaðinum, en verkamenn í vefnaðar-, mat- væla- og tóbaksiðnaði voru neðan við meðaltal. ILO-sérfræðingarnir gera eftir- farandi athugasemdir við tölur þessar í stuttu máli: Glataðir vinnudagar vegna vinnu deilna eru aðeins lítill hundraðs- hluti allra vinnudaga. Að því er U.S.A. snertir var hundraðshlut- inn t.d. 1954 aðeins 0,2 Yfirleitt byggð á Akranesi I Á Þorláksmessu var tekin í notk un ný gufubaðstofa á Akranesi. Hún er til húsa á efri hæð Bjarna laugar. Til opnunarinnar var boðið fréttamönnum útvarps og blaða og nokkrúm fleiri gestum. Ræður fluttu Daníel Ágústínusson, bæjar stjóri, Þorsteinn Einarsson, íþrótta fulltrúi og Hallur Gunnlaugsson, sundlaugarvörður. Allur frágangur á gufubaðstofunni er hinn vandað asti og hefur ekkert verið til spar að a ðhún mætti verða sem full komnust. Áður hafði Akranesdeild | Rauða krossins komið upp gufu baðstofu á sama stað, en kostnað við endurbyggingu baðstofunnar og rekstur er allur greiddur úr bæjar sjóði. GB er meðaltalið sjaldan hærra en einn dagur á verkamann á ári og í mörgum löndum þó aðeins 1—2 klukkustundir. Vinnudeilur eru síð ur en svo ástæða til mesta hluta glataðra vinnudaga. T. d. fara miklu fleiri dagar til einskis vegna veikinda. Fyrsta vöruflutningaskipið tekur farm í Rifshöfn ——swsk^' Ut- og uppskipunarkostnaður á Saudi verSur brot af því sem áíur var Frá fréttaritara Tímans á Hellissandi. 1 Skömmu fyrir jól varð merkur atburður í atvinnusögu Hellissandsbúa. Þá kom fyrsta stóra flutningaskipið í hina nýju Rifshöfn og tók þar nokkra tugi smálesta af pökkuðum saltfiski til útflutnings. Flestar vinnudeilur voru í námuiðnaði. Tölurnar sýna, að tala daga, sem ekki var unnið vegna vinnudeilna í þessum 28 löndum, lækkaði úr 96.2 millj. 1949 og 94,9 millj. 1950 í 51,9 millj. 1951; hækkaði svo aft- ur í 93,5 millj. 1952, lækkaði í 61.3 milij. 1953 og 49 millj. 1954. Bráðabirgðatölur 1955 eru 60,2 milljónir dagar, sem ekki var unn- ið. Sérfræðingar Alþjóðavinnumála stofnunarinnar hafa rannsakað, í hvaða iðngreinum hafa verið flest ar vinnudeilur. Rannsóknirnar hafa tekið til 7 landa: Bandaríkj- anna, Canada, Ástralíu, Stóra-Bret lnds, Frakklands, Ítalíu og Japan. Það sýndi sig, að vinnudeilur voru flestar við námugröft. Tala vinnudaga, er fóru til ónýtis, er þar hærri en í nokkurri annari iðngrein á tímabilinu 1949—1955. Þessi niðurstaða á við öll löndin 7, að Frakklandi undanskildu, en þar var tala glataðra vinnudaga við námugröft eigi hærri en í málm- og véliðnaðinum. Almennt er ekki mikill munur á tölu glataðra vinnudaga í verk- smiðjum, byggingariðnaði og flutn ingum. Maður tekur þó eftir tveim ur sérstaklega miklum hækkunum innan flutninganna. Önnur hækk- unin — 1950 — orsakaðist af al- varlegum vinnudeilum það ár í Ástralíu og Canada, en tölurnar Þetta var sænskt flutningaskip um 1100 lestir og lagðist það að hinni nýju bryggju hafnarinnar í Rifi. Skipið fór inn um innsigling una á flóðinu en fór hins vegar út á aðeins hálfföllnum sjó og gekk allt vel, bæði um ferðir skips ins og útskipun af nýju bryggj unni. Eru aðstæður ágætar fyrir skip af þessari stærð og jafnvel stærri að athafna sig við fermingu og af fermingu í hinni nýju höfn í Rifi, eftir að lokið var þar dýpkvun á innsiglingu í haust. Nú þegar flutningaskip geta þannig komið að bryggju lækkar út- og uppskipunarkostnaður kaup staðarbúa stórkostlega og verður aðeins einn þriðji eða fjórði hlutl þess, sem er, þegar skipað er út og upp með uppskipunarbátum milli lands og skips. Þykir Söndur um einkennilegt að íslenzk flutn ingaskip svo sem minni strand- ferðaskipin skuli ekki geta kom ið í Rifshöfn, eins og Svíarnir . • I vetur verða gerðir út sex eða sjö bátar frá Rifshöfn og eru tveir þeirra tilbúnir að hefja róðra strax eftir áramótin. Hinir munu svo bætast við fljótlega. í vetur verður mestum hluta aflans ekið til Sands og hann nýttur þar, eins og undanfarnar vertíðir, frá því byrjað var að róa að nýju úr Rifi, eftir tilkomu hinnar nýju hafnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.