Tíminn - 29.12.1956, Síða 9

Tíminn - 29.12.1956, Síða 9
T í M IN N, laugardaginn 29. desember 1956. n 9 34 Hún var að verðasein fyrir, það vissi hún vel, og hún velti því jafnvel fyrir sér að fara fr áhonum og opna verzlunina á nýjan leik. En hún gat ekki fundið neina skýringu sem nægði til að réttlæta þetta, hann drakk ekki, barði hana ekki, hann bjó henni heimili og á ytra borðinu var hann henni miklu betri maður en Jimmie Franklin hafði nokkru sinni verið. Og nú vildi svo til að í einu reiðikasti hans komst hún á snoðir um dálítið ■— dálítið sem að vísu veitti henni ekki neina uppreisn, en var henni þó til nokkurrar hugg- unar. — Hefurðu nokkru sinni átt raunverulegar samfarir við nokkra konu? ■— Auðvitað, sagði hann. — Við þessar hórur? •— Já, við þessar hórur. — Hvað er þá að mér? — Ég veit það ekki, sagði hann. — Ég er eins sköpuð og þær. — Mér þótti það bara aldrei — Drottinn minn dýri, sagði hún. — Heyrðu nú, ég er ekki líkt því jafn hlægilegur og fjöld- inn allur af fólki. Þú ættir bara að heyra eitthvað af því sem kemur fram í réttinum. — Nei, þakka þér fyrir. — Þá gætir þú skilið þetta. — Ég kæri mig ekki um að skilja það. — Þú ættir samt að heyra sumt af því. — Hvers vegna skiptir þú ekki umþ Hvers vegna endilega ég? — Veiztu hvað ég get gert? Ég skal lána þér nokkrar bæk ur. Havelock Ellis. — Uss . . . bækur. Ég les þær aldrei. — Þetta eru ekki skáldsög- ur, þetta eru vísindarit. — Lækningabækur. Ég kæri mig ekki um lækningabækur. Ég veit vel hvað ég er, ég er kona. Og þú ættir að vera karl maður. En þú ert það kannski ekki? — Víst er ég karlmaður. Annars gæti ég ekki elskað þig- gott. — Hvað þótti þér ekki gott? i •— Að vera með þeim. •— Eins og á að vera? •— Já, eins og á að vera. — En hvers vegna í ósköp- tmum varstu þá með þeim? Hvers vegna komstu nálægt þeim? — Ég mátti til. Maður hefur •— hefur sínar þarfir. Þegar ég þurfti, þá fékk ég mér mellu. En mig langaði ekki til þess — þannig. Ég vildi alltaf gera það eins og ég geri það ,við þig. — En hvers vegna geturðu ekki verið við mig eins og þess ar mellur. Það er það sem mig langar til. — Ég get ekki gert að því hvað þú vilt. Ég get ekki gert annað en það sem ég geri. Ég fór á hóruhús einu sinni í mán uði og fékk það sem ég þurfti í hvelli. En nú horfir þetta ögru vísi við. Ég vil ekki aðeins fá fullnægingu sjálfur, 'ég vil að þú fáir líka fullnægingu. Hvers vegna vilt þú það ekki? Hvers vegna kemur þú ekki til móts við mig. — Gerir þú ekki það sama yið mellurnar? — Nei, segi ég. Ég þoldi þær ekki. En ég ber virðingu fyrir þér. — Ó, er það svo? Virðingu? — Mér dytti aldrei í hug að Vera með þér eins og mellun- jim. Aldrei. — Ég skil þetta ekki. — Þá skilurðu máski þetta: Þú og þessar mellur eru einu konurnar, sem ég hef þekkt um dagana. Og ég er með þér eins og ég hef alltaf viljað vera. — Það er næstum því eins og þú hafir aðeins þekkt tvær Jkonur á ævinni. — Það er alveg rétt. Ég hef þðéins þekkt tvær konur. Önn- jur þeirra var allar hórurnar og ég hataði þær. En ég hata þig ekki, ég elska þig. — Kallar þú þetta að elska? að sofa. — Allt í lagi, sofnaðu bara. — Og þú sem áttir að ver ... jæja, Rudolph Valentino og Wallace Reid í einu lagi. — Ef þú vissir meira um þetta myndir þú skilja það betur. — Ég skil meira en nóg. — Nei, það gerir þú ekki. — Að minnsta kosti skil ég eitt vel, og það er að suma hluti kæri ég mig ekki um að skilja. Svo að hann elskaði hana, hann orðaði það sjálfur svo. En með orðinu ást átti hann við annað en hún, hún hafði alltaf talið ástina eitthvað ein falt, óviðráðaníegt og endur- jleysandi. Hún var orðin fjöru j tíu og þriggja ára gömul þegar j hún kynntist ást, sem var jafn jfjarlæg henni og dauöinn. Maður viðurkenndi dauðann !og hann var fjarlægur, en j hún gat ekki ímyndað sér I slíka ást og samt kynntist hún j henni nú. Hún varð að slá und [an á sumum sviðum, á laun llas hún Havelock Ellis og það j varð henni til nokkurrar hjálp ! ar og sömuleiðis laumulegt við tal við George Ingram, sem gat huggað hana með því að hún væri ekki eina konan í Gibbsville eða annars staðar, sem fór á mis við fullnægingu í hjónabandinu. Það sem hann sagði henni, var ekki annað en það sem hún hefði getað kynnzt af málunum, sem Lloyd hafði nefnt en þessar upplýs- ingar voru henni dýrmætari af því að þær komu frá George, hann hafði verið elsk hugi hennar, hann var lækn- ir. Það var henni erfitt að sætta sig við hjónabandið og það tók hana langan tíma en henni tókst það. Þetta var að vísu óspöp einfallt. Hún vandi sig á að lifa sem eiginkona Lloyds og eftir hans skilmál- um og einmitt þegar hún hafði endanlega lært þaö, tók hann að fjarlægast hana. Eitt ár voru þau hamingjusöm. Hann hafði unnið hana á sitt band. Og að auki fann hún til yfirburða yfir aðrar konur, vegna þess hversu ólíkt sam- band þeirra var sambandi ann arra. En hann hafði sigrað og hún beðið ósigur og smátt og smátt varð þetta aö engu. — Já, það er hægt að elska á margan hátt. — Jæja. En nú vil ég fara Ruth Jenkins hafði búið í Gibbsville alla ævi og aldrei komið út fyrir Pennsylvaníu- ríki nema hún hafði skroppið tvisvar til Atlantic City og á tuttugu og sex æviárum sín um hafði hún aldrei stigið fæti inn fyrir þröskuld dáms hússins. Hvern dag ævi sinn- ar hafði hún séð klukku dóms hússins, það var allt og sumt. Eins og margir aðrir íbúar Gibbsville hafði hún dálítiö skrýtnar hugmyndir um dóms húsið, og þau störf sem þar væru unnin og ekkert hefði f engið hana til að koma þar — nema einmitt það sem að lok um kom henni þangað, arfur inn frá frænku hennar, skjöl in sem þurfti að skrifa undir og lögfræðingurinn J. B. Chap in sem átti að vera henni til aðstoðar. Þessi formsatriöi á skrifstofunni voru fljótgerð og hún hefði getað verið kom in heim klukkutíma síðar ef hún hefði ekki sagt við Chap- in af hreinustu tilviljun að þetta væri í fyrsta skipti sem hún kæm þarna inn. — Nei; er það virkilega sagði Chapin. Langar yður þá ekki að sjá hvernig allt geng ur fyrir sig í réttinum? Lít- um inn í nr. 3. Kannski er eitthvað spennandi á seyði. Henni kom engin viðbára í hug tíl að afþakka boðið og hann fór með henni inn í sal inn og þau settust. — Þetta snýst um líkams- árás og morðtilraun. ítalinn þarna með yfirskeggið er á- kærður. — Já, sagði Ruth Jenkins. — Það er Lloyd Williams sem yfirheyrir vitnið. Hann er staðgengill hins opinbera á- kæranda og fjandi fær ná- ungi. Nú skuluð þér sjá hvern ig han nflækir vitnið í fram- burðinum. — Mótmæli, virðulegi dóm- ari. — Þetta er verjandinn, hr. Troutman, sagði Joseph B. Chapin. — Mótmælin tekin til greina, sagði dómarinn. — Bramwell dómari, sagði Joseph B. Chapin. — Þér viljið máski hr. Will iams, sagði dómarinn, að við lesum fyrir yður síðasta kafl ann úr réttargerðinni svo- að þér vitið hvernig þér eigið að hegða yður næst. — Síðustu fjórar mínúturnar hefur rétt urinn tekið mótmæli hr. Trout mans til greina og í bæði skipt in voru mótmælin vegna sama atriðis í yfirheyrslunni og þér RAÐSKONA Bændaskólann á Hólum vantar ráðskonu sfrax. Hún má hafa með sér barn. Umsækjendur snúi sér beint til skólastjórans, eða Gísla. Kristjánssonar, Búnaðarfélagi íslands. Útsölumann vaníar fyrir Tímann í JárngerSarstaðahverfi f Grindavík frá áramótum. ElagbEsiið TraiEtn Lokað 2. januar Víxiar, sem falia 29. og 30. tíesember, verða afsagðir mánudaginn 31. s. m. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. W.W.W.SW.WV.'.VAVrtV.'VWWAVAW.VrtVWi' í Hugheilar þakkir til ættingja og vina, sem á margvis- I; legan hátt sýndu okkur vinsemd og virðingu á gullbrúð- I* I; kaupsdaginn 8. þ. m. og gerðu veru okkar hér að ógleym- I; anlegum tíma. Guð gefi ykkur gæfuríkt komandi ár. Kærar kveðjur. E Kristín Jónsdóítir, Guðjón Þórðarson, JaSri. •£ ^WiSW’AW.W.W.W.V % B ■ ■ ■ V.’.V.V.V.V.V.V.WW Bezt að auglýsa í TÍMANUM Ánglýsmgasími Tímans er 82523

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.