Tíminn - 29.12.1956, Qupperneq 12

Tíminn - 29.12.1956, Qupperneq 12
V«3rið í dag: " Allhvass suðaustan, rigning öðru hvonu ______________ Hiti kl. 18 í gær: Reykjavík 6 stig, Paríis 5, London 8. Laugardagur 29. desember 1956. Akureyri i, í Vegna rá rélrar hefjast strax með nýárí da sæKÍr 250 sjómenn Bandaríkjamenn tll Færeyja, koma væntanlega a nýársdag - í fyrsta sinn nú um langt skeið munu róðrar hefjast á eðli- legum tíma í öllum verstöðvum strax um áramótin. Oft und- aufarih ár hafa róðrar dregizt langt fram eftir janúar og stundum lengur, vegna þess að deilur milli sjómanna, útgerð- armanna og stjórnarvalda hafa þá staðið sem hæst í byrjun vetrarvertíðarinnar. í gær sendi LÍÚ út tiikynningu t'[ verstöðvanna um að búið væri að ganga frá öliuin samningum til undirbúnings vertíðarstörfum og gætu róðrar því hafizt strax eftir áramótin. Til þess að tryggja það að fær- eykir sjómenn, sem hér eru ráðn i>; á vertíð, komist hingað strax um íxamótin hefir strandferðaskipið fíekla verið sent til Færeyja til þess að sækja 250 sjómenn, en bú- ast má við að róðrar hef jist í mörg v.m verstöðvum þegar 2. janúar, ef veður leyfir. Um 300 sjómenn frá Færeyjum. Horfur eru á því að ráðnir verði iúngað til lands til vertíðarstarfa í vetur um 300 sjómenn frá Fær- eyjum. Strandferðaskipið Hekla sækir um 250, en hinir koma und ir lok janúarmánaðar. ÞaS var skrifstafa Landssam- bands ísl. útvegsmanna, sem ann- ast um þessar ráðningar að mestu og horfði illa um að koma sjó- mönnum til íslands í tæka tíð, þar til strandferðaskipið Hekla var íengið til að fara gagngert til Fær eyja til þess að sækja sjómennina. Er skipið væntanlegt hingað til lands aftur á nýársdag. Strandferðaskipið var búið til íerðar til Austfjarðarhafna, norður t i Akureyrar, þegar ákveðið var að senda það I þessa skyndiför til Færeyja, og fer það með nokkuö af varningi, sem fara átti til Aust íjarða, þar sem vafstursminna er að losna við upp og útskipun að nýju, en ekki um neina vöruflutn inga að ræða til Færeyja og lítill farangur kemur með skipinu frá Færeyjum, annar en farþegaflutn ingur. Búið mun að ráða meira en helm ing þeirra sjómanna, sem koma með Heklu, en hinir verða ráðnir á meðan skipið et- á leiðinni og eftir liingaðkoinu þeirra eftir því sem til efni gefst. Er búizt við, að nú þurfi álíka marga færeyska sjómenn á ÍTlenzk skip og í fyrra, nokkru fteiri á bátana, en færri á togar- ana, þar sem sjómenn vilja nú heldur ráða sig á togarana, þar sem von er um að þeir sigli með afla öðru hverju. í fyrra voru hér líka 300 sjómenn. í fyrra voru lengst af um 300 færeyskir sjómenn fiskiskipum. á íslenzkum Fremur auðvelt er að fá sjómenn í Færeyjum til íslandsvistar. Bæði er það, að þeim hefir yfirleitt fallið vel að vera á sjó með íslend ingum og eins hitt, að kaup þeirra hér mun vera talsvert hærra, en heima í Færeyjum og þar er líka fremur dauft um sjósókn á þess um tíma árs, nemia á togrunum, sem enn eru til þess að gera fáir í færeyskri útgerð. íækka í fótgöingnli hersiiis Washington, 28. des. — Fækkað verður um 60 þús. hermenn í land her Bandaríkjanna á næstunni, en hér er þó í rauninni aðeins um til færslu mannafla inan hersins að ræða, þar eð flestir þessir hermenn taka til starfa við aðrar deildir hersins, svo sem þær, er fást við flgskeyti og loftvarnir og tækni- störf alls konar. Er breytingin gerð segja hershöfðingjarnir, fyrst og fremst til að gjörnýta tæknimögu leika í þágu hersins. Hér eftir verða 5 smáherdeildir í hveriu her fylki í stað 3 áður. Verður þá her mannafjöldi í hverju fótgönguliðs herfylki 13.755 menn í stað 17.455 áður; Hermenn Sf) í hvítum jeppum við Suez Tvö i 32 þús. í fyrrinótt voru franiin tvö inn brot bér í bænum. Brotizt var inn í Gefjun-Iðunn, Kirkjustræti og stolið þaðan 8—900 krónum. Þá var brotizt Inn í skrifstofu Feldsins, Laugavegi 105 og stol- ið þaðan 32 þús. kr., sem geymd ar voru í peningakassa. Báðir þjófnaðimir eru í raimsókn. FaricS ati fíytja út Su'ðuriadssáMina Grindavík í gær. — Útflutningur Soðurlandssíldarinnar er nú haf- inn. Hafa fyrstu skipsfarmarnir verið teknir hér í verstöðvunum undanfarna daga og næstu daga eru væntanleg skip hingað og í fleiri verstöðvar til að taka síld. GE Hér sjást hermenn úr gæzluliði S. þ. við Súezskurð taka sér stöðu milli hersveita Breta og Egypta. Þeir aka inn á „einskis manns lands" í hvít- um jeppum. Þessir hermenn eiga að fylgjast með þvi, að stríðsaðiiar dragi hersveitir sínar til baka eins og umsamið er. Nýr bátur kemur til PatreksfjarSar Var sex sólarhringa á heimleið frá Þýzkalandi Frá fréttaritara Tímans á Patreksfirði. í morgun kom hingað til kauptúnsins nýr bátur, smíðaður í Þýzkalandi og var honum hleypt þar af stokkunum í þess- um mánuði. Báturinn er úr stáli, 66 smálestir að stærð og er eigandi hans hlutafélagið Kambur, Patreksfirði en formaður þess er Gísli Snæbjörnsson. Báturinn nefnist Sæborg GA 25. Skipstjóri á bátnum er Andrés Finnbogason en sjö manna áhöfn var á honum í þessari fyrstu sigl ingu. Hrepptu þeir félagar hin verstu veður og voru rúma sex sólarhringa á leiðinni frá Þýzka- En báturinn reyndist prýðilega þólt veður væri erfitt og urðu þeir ekki fyrir neinum skakkaföll um. Báturinn verður gerður út frá Patreksfirði og mun fara á línu landi og heim til Patreksfjarðar. veiðar núna eftir áramótin. ^égisrisin um oiáuskipið hoidur áfrsm: smyr miíljón doll- uram ofan ákaupverðið FurSiilegur samanbur$ur á ver$i nýs skips fyrir 3 árum og 4 ára skips 1956 MORGUNBLAÐINU svíður mjög undan þeirri staðreynd, sem nú er öllum landsmönnum ljós, að Sjálfstæðismenn hindr- uðu allt frá 1953 að samvinnumenn fengju að kaupa olíuskip, en skjólstæðingar blaðsins, Shell, BP og Eimskip, fengu leyfi til skipskaupa samtímis SÍS en liafa ekki keypt skip enn. Reynir Morgunblaðið að breiða yfir þessar staðreyndir með því að Ijúga því upp, að greidd hafi verið milljón dollara auk kaupverðs Ilainrafells, sem er að sjálfsögðu hreinn heilaspuni. ÞAÐ ER SJÁLFSAGT að svara þeirri spurningu Morgun- blaðsins, hvað Hamrafell kostaði. Kaupverð skipsins var 45.696.000 krónur, varahlutir til þess kostuðu 1.240.627 krónur, leyfisgjald, þinglesning og stimpilgjöld námu 1.034.613 kr., lántökugjöld erlendis 391.337 kr. og loks lögfræðileg aðstoð, vátryggingar, ferðakostnaður og annar kostnaður við kaup skipsins 174.994 krónur. Samtals kostar því skipið 48.537.571 krónu. ÞEGAR MORGUNBLAÐIÐ reynir að bera kaup Hamra- fells saman við skipið, sem hægt var að fá 1953, skrifar blaðið af þvílíkri heift, að það virðist gleyma öllum skynsamlegum rökum í málinu. Blaðið gerir engan mun á nýbyggðu skipi, sem þá átti að kaupa, og fjögurra ára skipi, sem Hamrafellið er, þótt gott sé. Það lætur, sem það skipti engu máli, að 53-felI hefði nú siglt í þrjú ár, og aðstæður til skipakaupa voru þá svo miklu betri en nú, að vafalaust hefði annað skip komið skömmu á eftir OG ÞJÓÐIN ÆTTI NÚ TVÖ SLÍK SKIP. ÞEIRRI STAÐREYND verður ekki haggað, hvað sem syngur í Morgunblaðinu, að þröngsýni, afbrýðissemi og ódugn- aður Sjálfstæðismanna og skjólstæðinga þeirra í olíuverzlun og siglingum hafa valdið þjóðinni milljónatjóni. ÞAÐ ER SLÆM SAMVIZKA AF ÞESSUM SÖKUM, SEM VELDUR ÞVÍ, AÐ MORGUNBLAÐIÐ FAGNAR MESTA SKIPI ÍS- LENZKA FLOTANS MEÐ MESTU OG SVÍVIRÐILEGUSTU ÁRÁSUM, SEM NOKKURT NÝTT ATVINNUTÆKI HEFUR MÆTT IIF.R Á LANDI FYRR EÐA SÍÐAR. Pekingstjórnin teknr afstöðu með Sovétríkjtmum í deilunni við Tító. Fordæmir stuðning Títós vií Ungverja London. 28. des. — Kínverska blaðið Nýja Kína, sem er höfuðmálgagn kínverska kommúnistaflokksins, hefir birt grein, þar sem tekin er til meðferðar deila Títós og valdhaf- anna í Moskvu. Er afstaða tekin gegn Tító og sagt, að hann vanmeti baráttu kommúnistaflokks Sovétríkjaniii og það sé hættulegt, að notfæra sér þau breyttu viðhorf, sem skapazt hafi eftir 20. flokksþingið í fyrra, til þess að sundra einingu kommúnistaflokkanna í heiminum og villa mönnum sýn. Loks er fordæmdur stuðningur Títós við það, sem kölluð eru aftur- haldsöflin í Ungverjalandi. í blaðinu er rætt um ádeilu Krustjoffs á Stalin á 20. flokks- þinginu í fyrra, og sagt, að hana beri ekki að skilja svo, að ráðizt hafi verið á meginstefnu þá, sem kommúnistaflokkur Sovétríkjanna Rafhlöðu stolið af leiði í kirkjugarð- inum í Reykjavík um jólin Mt5 raíMöÖwmi voru tendruS jólaljós á leilSlnu, eks og alsib’a er, en eina nóttina voru leióslurnar skornar í sundur og rafMatJan tekin Það má teljast fátítt, að þjóf- ar leggi leið sína í kirkjugarða til fanga. Munu flestir, hversu illa sem þeir eru annars gerðir, bera nokki-a virðingu fyrir grafró manna og sízt velja helztu hátíð ársins, jólahelgina, til að vinna spjöll á ljósaskreytingum, sem að standendur látinna hafa komið fyrir á leiðum ástvina sinna yfir jólin. Hins vegar mun sá hvim- leiði atburður hafa gerzt, annað hvort í fyrrinótt, eða nóttina þar á undan, að stolið var rafhlöðu sem höfð var til ljósa við eitt leið ið í kirkjugarðimun hér í Reykja vík. Þegar aðstandendur huguðu að að leiðinu á annan dag jóla var allt með felldu og skinu ljósin á því, eins og hina daga hátíðar inttar, en í gærmorgun voru ljós in slokknuð og þegar betur var að gáð, sást að skorið hafði ver- ið á rafhleðslurnar milli raf- hlöðunnar og ljósanna og raf- hlaðan var horfin .Er sýnilega ekki um hjátrúarfullan náunga að ræða, sem hér hefur verið að verki, þar sem búast má við að hann ætli að nota geyminn í bif- reið, en hér er um sex volta raf- hlöður að ræða. og annarra ríkja fylgdu á valda- tima Stalins. Krustjoff hafi for- dæmt einstök atriði og veigaminni, er lutu að framkvæmd stefnunnar og vinnubrögðum Stalins sjálfs. Afrek Stalins meiri en mistökin. Það sé þess vegna rangt af Tító, þegar hann noti sér gagnrýni Krust joffs á Stalin til þess að grafa und an meginstefnu kommúnistaflokk- anna í heild. Auk þess tekur blaðið fram, að afrek Stalins og stefnu- mið hafi verið miklu meiri en mis- tök hans svo að ekki sé sambæri- legt. Þingræðisleiðin ekki fær. 1 Þá er sagt, að ekki sé það rétt hjá Tító að verkalýðurinn geti náð völdum í sínar hendur án þess að gera byltingu. Það sé staðreynd, að völdunum geti hann ekki náð eftir þingræðislegum lýðræðisleið- um eins og Tító hafi gefið í skyn. Loks er sagt, að Sovétríkin verði hér eftir eins og hingað til mið- stöð fyrir baráttu hinna sósíalist- isku afla í heiminum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.