Tíminn - 03.01.1957, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, fimmtudaginn 3. janúar 1957,
Útgefandi: framsóknarflokkurinn-
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.). '
Skrifstofur 1 Sddubúsi vid Lindargötu.
Slmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaöamenn),
augiýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
PrentsmiBjan Edda h.f.
ikil og góð umskipti
EINS og fréttir blaða og
útvarps bera með sér, er nú
hvarvetna hið mesta starfs-
líf í útgerðarstöðum lands-
ins. Víða hefst vetrarvertíðin
nú þegar en annarsstaðar
hefst hún nœstu daga. Allt
athafnalíf á þessum stöðv-
um ber þess glögg merki, að
ekki verður nú nein stöðvun
á undirstöðuatvinnuvegi
þeirra.
Þetta eru mikil og góð um-
skipti frá því, sem verið hef-
ur um undanfarin áramót. Þá
hefur athafnadeyfðin og ó-
vissan hvílt yfir þessum
stöðum. Útgerðin hefur ver-
:ið stöðvuð og engin vitað með
'vissu, hve lengi það ástand
héldist. Útgerðarfyrirtælcin
hafa ekki talið sér fært að
toyrja vertíðina, nema þau
Æengu hlut sinn bættan. Rík
isstjórnin hefur haft málið
til athugunar og loks eftir
dúk og disk náð samningum
við útgerðina um ný bráða-
tbirgðaúrræði. Þá hefur
stimdum verið eftir að semja
við sjómennina um kaup
•þeirra og kjör og það kost-
að nýja frestun. í fyrra tafð
ist útgerðin um nokkrar vik-
nr vegna þessa óhugnanlega
fyrirkomulags.
ÞEIR, sem rifja upp
þessa atburði, munu áreiðan
lega gera sér ljóst, að nýtt
langvarandi strand útgerð-
arinnar hefði byrjað um þessi
áramót að óbreyttri ríkis-
stjórn og stjórnarháttum.
Svo illa, sem ríkisstjórn Ól-
afs Thors gekk það um sein
ustu áramót að koma útgerð
inni af stað, hefði henni þó
gengið það enn verr nú. Nú
þurfti að afla enn meiri fjár
muna til að tryggja rekstur-
inn og því enn örðugra að
gera ráðstafanir, er ekki
hefðu vakið tortryggni laun-
þega og ýtt undir nýja kaup
hækkunarbaráttu þeirra. Við
það hefði svo bæzt, að kosn-
íngar hefðu verið á næsta
leyti og gert málin örðugri
viðfangs. Allt bendir þetta til
þess, að undir þessum kring
umstæöum, hefði hafizt lang
varandi stöðvun útflutnings-
framleiðslunnar nú um ára-
mótin.
ÞAÐ er fyrst og fremst
hinni nýju ríkisstjórn að
þakka og því víðtæka sam-
komulagi, sem hún hefur
náð, að afstýrt hefur verið
því öngþveiti og efnatjóni,
er fylgt hefði langvarandi
stöðvun fiskiflotans. Með
þeim aðgerðum hefur verið
bægt beint og óbeint fjár-
hagslegu tjóni frá dyrum
hvers einasta manns í land
inu.
Það hefur sannast hér á
augljósan hátt, að það var
rétt ráðið af Framsóknar-
mönnum, er þeir rufu stjórn
arsamstarfið og knúðu fram
þingkosningar í þeirri von, að
grundvöllur væri nú orðinn
fyrir hendi tii að koma á
því samstarfi fulltrúa al-
þýðústéttanna, er hafði ver-
ið útilokuö um tuttugu ára
skeið. Vegna þess hefur nú
urn áramótin verið afstýrt
þeim mikla voða, sem langvar
andi stöðvun útflutnings-
framleiðslunnar er fyrir allt
efnahagslíf þjóðarinnar. í
kjölfar slíkrar stöðvunnar
hefði fylgt stöðvun margra
atvinnugreina annarra og
flestra meiriháttar verklegra
framkvæmda og framfara.
Atvinnuleysi og skortur hefði
þá heimsótt þúsundir alþýðu
heimila.
Hér hefur vissulega unn-
ist mikill og góður sigur. En
hér má þó ekki láta numið
staðar. Hin nýja ríkisstjórn
alþýðustéttanna verður að
halda þannig áfram og
treysta grundvöll blómlegs
atvinnulífs og mikilla fram-
kvæmda í staö þeirrar stöðv
unar og kyrrstöðu, sem hefði
hlotist af áframhaldandi
stjórnarþátttöku íhalds- og
sérhagsmunaaflanna, er ráða
Sj álfstæðisflokknum.
Lántaka vestan hafs
A UNDANFORNUM ár-
um hafa íslendingar tekið
lán í Bandaríkjunum til
framkvæmda eins og síldar-
verksmiðjubyggingar, áburð-
arverksmiðju, og vatnsvirkj-
ana við Sog og Laxá. Lánin
hafa verið fengin með milli-
göngu efnahagssamvinnu
stofnunarinnar í Washing-
ton. Þau hafa ekki veriö
neinum skilyrðum háð. Héð-
an hefur aldrei verið um það
spurt, úr hvaða sjóði þau
væru tekin. Það er mál lán-
veitanda, og lántakandi hef-
ur ekki látið sig það neinu
skipta.
Hér hefur verið varnarlið
alla þá tíð, sem þessi lána-
viðskipti hafa farið fram.
Sjálfstæðismenn hafa auk
'þess lengst af verið valda-
mesti flokkur landsins.
NÚ ER Á NÝ tekið lán til
framkvæmda hér, til sements
verksmiðju og til ræktunar-
sjóðs og fiskveiðasjóðs. Þá er
það allt í einu orðin stórfrétt
í Mbl., að féð sé tekið úr ein-
hverjum sérstökum sjóði vest
an hafs og því um leið slegið
föstu, að lánveitingin sé
tengd varnarmálasamkomu-
laginu. Þannig á þetta láns-
fé að vera allt öðru vísi til
komið en það lánsfé, sem
fékkst í tíð fyrrv. stjórna,
enda þótt það sé tekið hjá
sama aðila og með sama
hætti.
Hér er það augsýnilega
ekki lánsféð, sem hefur
breytzt, og ekki heldur þessi
vinsamlegu viöskipti við
Bandaríkjamenn. Það sem
hefur breytzt er, að nú er
komin ný stjórnarandstaða á
íslandi.
BANDARÍKIN hafa ný-
lega veitt nokkrum þjóðum
lán af fé, sem forseta þeirra
ERLENT YFIRLIT:
Sameinast Vestur - Evrópa ?
Samningurinn um Saar er merkur áfangi á þeirri braut
1
EF RIFJAÐ er upp, hvaða nöfn
hafa verið mest áberandi í póli-
tískum heimsfréttum seinustu vik-
urnar, verða mest áberandi nöfn
eins og Eisenhower, Hammar-
skjöld, Nehru, Chou En-Lai,
Krustsjeff og Nasser. Fyrir vestur-
evrópíska stjórnmálamenn má
þetta þykja lærdómsríkt, því að sú
var tíðin, að það voru nöfn stjórn-
málaleiðtoga í Vestur-Evrópu, er
settu mestan svip á heimsfrétt-
irnar..
Hér er um að ræða nýja sönnun
þess, hvernig hlutur Veslur-Evrópu
fer minnkandi á sviði alþjóðamála.
Hið mikia vald, sem eitt sinn var í
höndum Vestur-Evrópu, dreifist nú
meira og meira til annarra heims-
álfa.
Þessi staðreynd á sinn þátt í
því, að hugmyndinni um stóraukið
nýr, merkilegur áfangi, er mun
vafalaust mjög greiða fyrir auknu
samstarf Vestur-Evrópuríkja. Á
nýársdag komu til framkvæmda
samningar Frakka og Þjóðverja
um innlimun Saarhéraðs í Vestur-
Þýzkaland. Með því er erfiðustu
torffærunni í sambúð Frakka og
Þjóðverja rutt úr veginum. Frakk-
ar hafa hér sýnt hyggindi og víð-
sýni, sem eru jafn lofsverð og
skammsýni þeirra og óhyggindi í
Alsírmálinu eru álasverð. Að vísu
tryggðu þeir sér í leiðinni ýms
fjárhagsleg fríoindi, eins og all-
mikið af kolum frá Saar næstu 25
árin, og aðstoð frá Þjóðverjum
við að gera Moselána skipgenga,
en það mun mjög bæta hag Lorra-
ine-héraðsins.
Með samningum Þjóðverja og
Frakka um innlimun Saar í Þýzka-
samstarf eða eins konar samein- land, hefir verið skrifaður nýr
ingu Vestur-Evrópuríkja eykst r.ú þáttur í sögu Vestur-Evrópu, í
mjög fylgi. Ef Vestur-Evrópa sam- fyrsta sinn hefir þetta viðkvæma
einast í eina heild, hefir hún enn deilumál verið leyst með friðsam-
tækifæri til að vera sterkasti aðil- legu samkomulagi. Ef þessu hefði
inn á sviði alþjóðamála. Sundruð verið spáð fyrir 12 árum síðan,
Vestur-Evrópa hlýtur hins vegar rnyndu fáir hafa viljað trúa því.
að verða stöðugt valdaminni.
UPPGJÖF Breta og Frakka í
Egyptalandi er ný sönnun þess,
hvernig hlut Vestur-Evrópu er
En atburðirnir gerast nú ört. Ný
viðhorf og aðstaða, hefir hér knú-
ið þjóðir, sem lengi hafa elt grátt
silfur saman, til að leysa hið erf-
iðasta ágreiningsmál á friðsamleg-
komið. Öflug fordæming almenn-|an hátt. Öll ástæða er til að ætla
ingsálitsins I heiminum undir for-
ustu S. Þ., átti að vísu mikinn eða
mestan þátt í því, að Bretar og
Frakkar létu undan síga. En það
átti líka drjúgan þátt í þessu, að
Bretar og Frakkar fundu., að þeir
gátu ekki haldið styrjöldinni á-
fram eftir að vonlaust var um
stuðning Bandaríkjanna. Bretar og
Frakkar ráku sig hér alvarlega á
þá staðreynd, að þeir eru ekki
lengur sömu stórveldin og áður, og
höfðu því færst hér meira í fang
en þeir voru menn til að fram-
kvæma af eigin ramleik.
Þessi uppgötvun á vafalaust
sinn þátt í því, að í brezkum blöð-
um er nú talað um hugmyndina um
sameiningu Vestur-Evrópu af
miklu meiri áhuga en áður. Sama
hefir Selwyn Lloyd utanríkisráð-
herra Breta einnig gert. Bretar
hafa hingað til verið mjög tregir
til að taka þátt í mjög náinni sam-
vinnu Vestur-Evrópuríkja, þegar
hernaðarleg samvinna er undan-
skilin. Þó .stigu þeir nýtt skref á
síðastl. hausti, er brezka stjórnin
lýsti yfir velviljaðri afstöðu til til-
lagna um að gera Vestur-Evrópu
að einu markaðssvæði, þ. e. að
brjóta niður alla tollmúra og inn-
flutningshömlur, sem nú torvelda
viðskipti milli þessara landa. Þetta
myndi gera Vestur-Evrópu að
einni efnahagslegri hcild, sem yrði
sú öflugasta í heiminum.
Þegar rætt er nú um náið banda
lag eða samsteypu Vestur-Evrópu-
ríkja er fyrst og fremst átt við sam
starf þeirra eða sameiningu á sviði
efnahagsmála. Löndin myndu að
sjálfsögðu halda áfram að verða
sérstakar pólitískar einingar inn-
an þess ramma, er hið efnahags-
lega samstarf hefði í för með sér.
NÚ UM ÁRAMÓTIN var stiginn
að upp af þessu spretti síbatnandi
sambúð Þjóðverja og Frakka. Það
er ekki ósennilegur spádómur, að
sambúð þeirra þróist á svipaða
lund og sambúð Breta og Frakka.
Um aldir börðust Bretar og Frakk-
ar um yfirráðin, en seinustu 50
árin hafa þeir verið bandalags-
þjóðir vegna breyttra aðstæðna.
MEÐAL Bandaríkjamanna virðist
vera vaxandi áhugi fyrir því, að
Vestur-Evrópuríkin taki upp sem
nánast samstarf. Bandaríkjamönn-
um er þó vel ljóst, að slíkt myndi
gera Vestur-Evrópu miklu óháðari
þeim en nú. Þeir yrðu að taka
meira tillit til Vestur-Evrópu eftir
en áður. Vestur-Evrópa stæði
þá orðið á traustari fótum en nú,
og þyrfti miklu síður á aðstoð
Bandaríkjanna að halda. Banda-
ríkjamenn sjá sér ekki aðeins fjár-
hagslegan hag í því, heldur treysta
á, að samvinna þeirra og Vestur-
Evrópuþjóðanna yrði á ýrnsan hátt
betri eftir að þeir síðari fyndu. a3
þeir stæðu fullkomlega á eigin
fótum.
Vafasamt er, að Rússar séu eina
hrifnir af hugmyndinni um sam-
einingu Vestur-Evrópu. Hætt er
við. ef hún kæmist i framkvæmd
með einum eða öðrum hætti. að
hún hefði mikið aðdráltarafl fyrir
ríkin í Austur-Evrópu, sem nú eru
fylgiríki Sovétríkjanna, enda ættu
þau af mörgum ástæðum bezt
heima í slíkri ríkjasamstæðu.
ÞAÐ GEFUR að skilja, að margir
erfiðleikar eru á nánu samstarfi
eða bandalagi Vestur-Evrópu. Við-
komandi ríki yrðu að láta eftir
talsvert af sjálfsákvörðunarrétti
sínum, en sú fórn er þó að miklu
leyti formsatriði, því að sá réttur,
sem þeir létu af hendi, er í raun
og veru oft ekki meira en nafnið
eitt. Því veldur það samstarf land-
anna, sem nýr tími og tækni hef-
ir í för með sér, og hvort eð er yrði
óhjákvæmilegt. Þetta hafa hins
vegar ekki allir skilið og því geta
nokkrir erfiðleikar orðið til að
tefja fyrir eða torvelda að banda-
lagshugmyndin komist fram.
Það styrkir svo hugmyndina, hve
mikill ávinningur fylgir henni.
Efnahagslegt bandalag þessara
landa ætti að geta stuðlað að veru-
legum kjarabótum almennings í
þeim. Styrkur þeirra myndi svo
stóraukast út á við. Vestur-Evrópa
fengi m. a. stórbætta aðstöðu til að
eiga þátt i uppbyggingu þeirra
landa í Asíu og Afríku, sem nú
eru skemmst á veg komin. Með því
(Framhald á 8. síðu.)
‘BAÐsromN
er falið til ráðstöfunar, m. a.
Indlandi og Ceylon. Gæti
Mbl. upplýst hvaða varnarað
stöðu Indverjar t.d. hafa ver-
ið að „selja“, er þeir undir-
rituðu lánsskjölin? Kenning
Mbl. er fjarstæöa og móðgun
við vinveitt ríki. Það sem
gerzt hefur er það, aö Banda-
ríkjamenn hafa enn einu
sinni sýnt góðan skilning á
framfara- og framkvæmda-
málum á íslandi, og hafa
veitt okkur hagstætt lán. Á
þá staðreynd benti f j ármála-
ráðherra í ávarpi því, er hann
flutti í útvarp, er lántakan
var kunngerö. í því ávarpi er
allt, sem ástæða er til að taka
fram af okkar hendi um mál
þetta.
Fagur nýársdagsmorgun.
NÝJÁRSDAGSMORGUN rann upp
bjartur og fagur, en það voru fá-
ir á ferli. Eftir langvarandi um-
hleypinga og útsynning kom
stillt veður á gamlársdag og varð
enn kyrrara og fegurra á nýjárs-
dag. Það var sólbjarmi á hinum
víða fjallahring, og undir hádegi
brugðu sólargeislar á leik inni í
stofu hjá manni. Þetta var dagur
til þess að bregða sér úr bænum
og ganga á fjall eða heiði, fara
einn og fagna nýju ári úti í tígu-
legri náttúru landsins. En dagur-
inn var genginn hálfa leið þegar
menn rönkuðu við sér og áttuðu
sig á því, af hverju þeir höfðu
misst. Á nýjársdagsmorgun var
fáförult í borginni. Þá var ekki
umferðin. Bíll og bíll á stangli í
hjarta borgarinnar, maður kom
ekki auga á 10 menn samtímis
þar sem venjulega má sjá hundr-
uð manna í senn. Ég get vel unnt
mönnum að skemmta sér á gaml-
árskvöld,-en mér rennur eigi að
síður til rifja, hversu margir fara
á mis við að sjá fagran nýjárs-
dagsmorgun. Það er í rauninni
engu minni stund en er menn
horfa á gamla árið líða út í næt-
urmyrkrið og halda sig sjá nýtt
ár í bjarma frá flugeldum og
púðurkerlingum um miðnætur-
skeið.
Miðdepill tilverunnar.
UM HÁDEGIÐ birti útvarpið
einkunnabók borgaranna eftir
prófraunir næturinnar og fengu
menn gott fyrir hegðun, betra en
oftast áður. Lögreglan var að
vísu ekki góðu vön hér á árum
áður, en samt mun mega telja
þessi áramót hljóðlátleg, á hvaða
mælikvarða sem er. Líklega eru
það merki um batnandi tíma og
aukna umgengnismenningu, en ó-
víst, hversu miklu veldur. Hitt er
augljósara og vísara, að viturleg-
ar ráðstafanir yfirvaldanna hafa
fært gamlárskvöldsfagnað á skyn-
samlegri brautir en var um hríð.
Tugir bálkesta víðs vegar um
borgina, hlaðnir með fulltingl
lögreglu og slökkviliðs, dreifir at-
hygli og athafnaþrá ærslabelgja
yfir hæfilega stórt svæði. Þa3
rennur upp fyrir æ fleira fólki,
að Austurstræti og Lækjartorg
er ekki miðdepill tilverunnar held
ur hver sá staður, sem menn
liafa áhuga fyrir og fá notið sín
á. Þá fer þannig, að borgarar
Reykjavíkur hlusta með undrun
og talsverðri hneykslun á út-
varpsfregnir um ólæti og upp-
steit í Stokkhólmi á gamlárs-
kvöld. Menn leyfa sér jafnvel að
hrista kollana yfir hinum óstýri-
látu Svxum, sem sleppa fram af
sér ströngu taumhaldi. Já, það er
Dauf andlit fram á þrettánda.
OG SVO GANGA menn út í dag-
legt strit á nýju ári, en eru
hvergi nærri komnir niður á
jörðina enn eftir hátíðahöld og
vökunætur helgidaganna; víða
eru dauf andlit á vinnustöðum og
röskleiki geymdur til betri tíma.
Menn eru yfirleitt fljótari að
detta út úr stritinu en inn í það
aftur. En þeir, sem misstu af
því að sjá fagran nýjársdagsmorg
un, fengu hann endurtekinn I
gærmorgun. Borgarbúar gengu
til vinnu í björtu og kyrru veðri,
gátu haft hugann við fyrirheit
hins nýja árs, þurftu ekki að ein-
beita hugsuninni við að hemja
hatt á kolli. Og það er nokkur
nýlunda nú um sinn í Reykjavík.
Menn halda liátíðaskapi fram á
þrettánda, eins og vera ber, og
komast varla í samt lag aftur fyrr
en að hann er liðinn. Enda er
vísast að þá verði aftur komið
rok og rigning og menn hafi öðru
að sinna undir beru lofti að
morgni nýs dags en hugsa un*
fegurð náttúrunnar og fyrirheit
tilverunnar. Suðvestanrokið dyn-
ur sjálfsagt yfir okkur áður.
— FrostL