Tíminn - 27.02.1957, Blaðsíða 12
▼eðurútlit
Austan eða suðaustan kaidi, dá-
. lítil snjókoma.
Yetrarríki í köfuðstað Norðurlands
Hiti kl. 18:
Reykjavík 0 stig, Akureyri 7
—v - .. -,i ... , stig, Kaupmannahötn 0 stig,
London 7 stig, New York 8 stig.
Miðvikudagur 27. febrúar 1957.
Nefndarálii, sem lýsir ódrengilegum
vinnubrögSum á Aljungi !
Sjáifstæðismenn léiu prenia í þingskjali gegn
beiri vitund ranga fráscgn af undirbúnings-
siarfi vegna fjárlaga
Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í sambandi við aðrá
umræðu fjárlaganna á Alþingi, réðust Sjálfstæðismenn mjög
ódrengilega að Evsteini Jónssyni fjármálaráðherra, í nefndar-
áliti sínu til þess að fá þann chróður lesinn í útvarp, því venja
er að þar séu flutt nefndarálit.
í framhaldsáliti meirihluta fjár-
veit;ngarnefndar eru þessi óheið-
arlegu ummæli Sjálfstæðismanna
hrakin lið fyrir lið. Er fróðlegt
: fyrir lesendur að kynna sér þenn-
an málflutning Sjálfstæðismanna,
því hann sýnir vel hversu ódrengi-
lega þeir oft haga málflutningi
sínum.
Fer hér á eftir orðrétt, það sem
stendur í framhaldsnefndaráliti
■ meirihlutans um nokkur atriði
varðandi vinnubrögð Sjálfstæðis-
manna:
1. Minni hlutinn segir í nefndar-
Mikill snjór og jafnfallinn er nú i Eyjafirði og ágætasta skíðafæri í milli húsa á Akureyri. Þar er nú hrein-
viðri og altmikið frost þessa síðustu daga. Skíðaíþrótt er mjög stunduð, enda aðstaða ákjósanleg, því að ágæt-
or brekkur eru inni í miðjum bænum. Myndin er tekin á Akureyri fyrir nokkrum dögum, sýnir vetrarríki í
höfuðstað Norðurlands.
Frá Búoaðarþingi í gæn
Lögð áherzla á að hraða byggingu
félagshúss hændasamtakanna
i áliti sínu, að honum hafi ekki gef-
i izt „tóm til“ að athuga tillögur
meirihlutans „sem skyldi“, áður
en þær komu til atkvæða í nefnd-
. inni. Þetta er ekki á rökum þyggt.
| nema þá sem sjálfsásökun. f nefnd
inni hefir jafnan verið gefinn frest
ur til athugunar á tillögum og mál
efnum, ef nefndarmaður hefir ósk-
að. Ennfremuí- var sá nýi háttur
upp tekinn í nefndinni, að menn
— hver og einn — fengu strax
og nefndin hóf störf eftir áramót-
in, vélritaðar skrár yfir málefni
þau, er nefndin hafði til meðferð-
ar, og síðan jafnharðan og ný er-
indi bárust nefndinni. Lá því öllu
ljósar fyrir en áður, hver yrðu við-
fangsefnin. Allir nefndarmenn
hafa haft jafnan aðgang að skjöl-
Aðkaffaodi að gera ýtaríega kvikmynd
af ísfeozkum fandbúnaði
Á fundi búnaðarþings í gærmorgun var fyrst á dagskrá
yfirlit Sæmundar Friðrikssonar um húsbyggingarframkvæmd-
ir B. í. og Stættarsambandsins, en hann hefir umsjón með
þeim. Þar næst flutti Gísli Kristjánsson ritstjóri, yfirlitserindi
um fræðslustarfsemi B. í. og Ásgeir L. Jónsson sagði frá nýju
einangrunarefni og sýndi kvikmynd. — Enginn fundur er boð-
aður á búnaðarþingi í dag, en næsti fundur kl. 9,30 á morgun
í Temlarahúsinu.
Sæmundur Friðriksson rakti
gang byggingamálanna. Fjárfest-
ingarleyfi fékkst fyrir þyrjunar-
íramkvæmdum við byggingu á
húsi B. í. og Stéttasambands
bænda. Var byrjað að grafa fyrir
húsinu 11. júlí í sumar, og hefir
isíöan verið unnið að þeim grunn-
gjeftri. Búið er að sprengja fyrir
grunni aðalbyggingarinnar, og er
grunnsprengingin orðin 3,4 metr.
og grunnur þessa húss verður
rúmir 1000 fermetrar. Þá er einn
ig búið að sprengja á annan metr.
fyrir tveim útbyggingum að vest-
au.
Ytri gerð hússins er ákveðin
að mestu. Verður það 6—7 hæð-
ir, auk kjallara, en sín útbygging-
in hvoru megin verður tvær hæðir.
Um innri gerð hússins er ekki
búið að taka fullnaðarákvarðanir,
en húsið er að sjálfsögðu fyrst og
fremst ætlað fyrir starfsemi
bændasamtakanna, en einnig verð
ur þar húsnæði, sem ætlað er fyrir
verzlun, gistihúsrekstur og
kannski fleira.
Sérfræðingar undirbúa ráðstefnuna í
Genf um landhelgi og fiskveiðitakmörk
Sameinuðu þjóðunum, New York, 26. febr. — Sérfræð-
ingar í öllu er lýtur að landhelgismálum og fiskveiðitakmörk-
um, eru samankomnir til ráðstefnu í aðalstöðvum S.þ. í New
York. Eiga þeir að vera aðalframkvæmdastjóranum Dag
Hammarskjöld til ráðuneytis við undirbúning alþjóðlegrar ráð
stefnu um þessi mál, er koma á saman í Genf í marz 1958. Var
sú ráðstefna ákveðin af nefnd á þingi S.þ. s. 1. haust, en full-
trúi íslands greiddi eins og kunnugt er einn atkvæði gegn
þeirri málsmeðferð, og taldi að eðlilegt væri að allsherjarþing
ið sjálft gerði út um málið.
Ráðstefna þessara sérfræðinga
og framkvæmdastjórans mun
standa í tvær vikur. Helzta verk-
efni hennar er að ræða lög þau og
reglur, sem um landhelgismál
gilda. Verður unnið á grundvelli
bráðabirgða tillagna, sem laga-
nefnd S.þ. hafði á sínum tíma sam
iö itrn þessi máL Einnig verður
rætt um hvernig tryggja megi þjóð
um, er ekki eiga land að sjó, frjáls
an aðgang að höfnum. Sérfræðing-
arnir eru 10 talsins og eru frá þess
um löndum: Ástralíu, Mexico, Ind
landi, Bretlandi, Hollandi, Cubu,
Egyptalandi, Chile, Tékkóslóvakíu
og Bandaríkjunum. Þeir koma sam
an á ný með vorinu.
Vilja halda áfram.
Sótt hefir verið um fjárfest-
ingarleyfi fyrir frekari bygginga
framkvæmdum, en það er ekki-enn
fengið. Lögð verður þó á það hin
mesta áherzla, sagði Sæmundur
að haldið verði áfram bygging-
unni á þessu ári. Samtökin eiga
töluverðan byggingarsjóð og
munu geta komið húsinu nokkuð
áieiðis án þess að taka lán.
Marg'þætt fræðslustarf.
Gísli Kristjánsson, ritstjóri,
ræddi síðan allýtarlega um
fræðslustarf Búnaðarfélags ís-
lands, en það er orðið allvíðtækt
og hefir færzt í aukana síðustu
árin. Umferðaráðunautar félags-
ins halda fræðslufundi og sýna
kvikmyndir. Félagið á nú nokkr-
ar kvikmyndavélar og safn 35 bún
aðarmynda og fær mikið af mynd-
um lánað frá útlöndum. Gísli
minntist á það, að það væri nú
mjög aðkallandi að gera góða
kvikmynd af íslenzkum landbún-
aði, en það væri dýrt.
Þá hefir útgáfa fræðslurita ver
ið mikil, og eru alls komin út
25 fræðslurit um ýmsa þætti bún
aðar og bústarfa. Eru rit þessi
einkar handhæg og flytja mikinn
fróðleik í aðgengilegu formi. Sýn
isreitir félagsins, sem umferðar-
(Framhald é 2. «15«)
Lítil flugvél eyði-
leggst í lendingu
S. 1. mánudag eyðilagðist lítil
flugvél í iendingu við Grafarnes
í Grundarfirði. Var þetta flugvél
af sömu gerð og flugvél Björns
Pálssonar og hefir verið notuð
í sjúkraflutningum til vara. Hafði
fiugvélin verið fengin til að fara
með tvo viðgerðarmenn vestur í
Grundarf jörð. Flugmaðurinn ætl-
aði að lenda á fjörusandi, er hon
um sýndist vera þurr, en þegar
til kom var á honum 20 sm sjó-
lag með krapi. Flugvélin steypt-
ist yfir sig og brotnaði mikið,
en allir mennirnir þrír sluppu
ómeiddir. Björn Pálsson var ekki
með flugvélina í þessarí ferð.
Ekið á konu á
Hverfisgötu
Um áttaieytið í gærkvöldi var
ekið á konu á Hverfisgötu, móts
við húsið nr. 75. Konan mun ekki
hafa meiðzt alvarlega, en annað
gerðist sem verra var; bifreiðar-
stjórinn ók í burtu. Yfirleitt eru
bifreiðarstjórar þeir menn, að
vera kyrri á slysstað, en alltaf er
eitthvað til af bleyðum, sem lög-
reglan verður að elta uppi. Hins
vegar vekur það undrun manna
og lýsir ekki miklu gáfnafari hjá
þessum brottfararmönnum, að þeir
skuli heldur vilja láta lögregluna
taka sig og verða við það meira
brotlegir en annars er ástæða til,
heldur en taka afleiðingunum á
staðnum.
um nefndarinnar og skilríkjum.
Þetta vill meirihlutinn taka frarri
að gefnu tilefni til að fyrirbyggja
misskilning hjá þeim, sem ókunn-
ugir eru starfstilhögun í nefnd-
(Framhald á 2. síðu).
Stalínisti í nýrri stjórn
Cyrankiewicz i
VARSJÁ, 26. febr. — Pólski for
sætisráðherrann Josef Cyrankie
wicz myndaði nýja ríkisstjórn I
dag og fækkaði jafnframt stjórn
ardeildum til þess að auka starf
hæfni ráðuneytisins. Forsætis-
ráðherrann skýrði frá stjórnar-
mynduninni á þingi í dag og kom
það mönnum nokkuð á óvart, er
hann sagði, að allir þrír vara-
forsætisráðherrarnir yrðu þeir
sömu og fyrr, en það var fullyrt
í Varsjá, að stalinistinn Zenon
Novak yrði látinn víkja. Höfðu
jafnvel dagblöðin skýrt frá þessu.
Hins vegar missir annar stalin-
isti, Mijal, ráðherraembætti sitt
og er hans ráðuneyti, ásamt fjór-
um öðrum, Iagt niður. Allar breyt
ingar sem gerðar eru á stjórn-
inni snerta mikilvægar stjómar-
deildir í sambandi við atvinnu-
og fjármálalíf landsins. Rapachi
er áfram utanríkisráðherra og
Spuchalski landvaraaráðherra.
Afli Vestmanna- i
eyjabáta glæðist *
Afli er nokkuð að glæðast hjá
Vestmannaeyjabátum. í fyrradag
voru þar 82 bátar á sjó og var
afli yfirleitt sæmilegur. höfðu 10
bátar yfir 10 lestir. í gær voru
83 bátar á sjó en afli var heldur
minni ,enda var þá kominn aust-
an stormur og óvíst, hvort róið
yrði í gærkveldi.
Afli Akranesbáta er betri en
áður, en þeir róa nú mjög langt
út af jökli og Breiðafirði og
eru hátt á annan sólarhring i
róðri. Afli Keflavíkur- og Sand-
gerðisbáta hefir verið lélegur sítí
ustu daga sem fyrr.
Álvarlegar óeirðir í flóttamannabúð-
um Palestínu-Araba rétt hjá Kaíró
8 fióttamenn drepnir og 5 Egyptar særSir
Kairó og London, 26. febr. — Fullyrt er skv. fregnum,
er borizt hafa til London frá fréttariturum í Kairó, að
minnsta kosti 8 manns hafi verið drepnir í óeirðum, sem
urðu í dag í flóttamannabúðum Araba, er áður fyrr áttu,
heima í Palestínu. Flóttamannabúðir þessar eru í Mardi, um
9 km fyrir sunnan Kairó. Ekki er fullkunnugt um, hiærnig
upptök þessara átaka voru, en óstaðfestar fregnir herma,
að flóttamennirnir hafi ráðizt inn í úthverfi Kairóborgar og
reynt að taka þar lögreglustöð með áhlaupi til þess að afla
sér vopna.
argötum í bænum Mardi. Vegur-
inn til flóttamannabúðanna er þak-
inn glerbrotum úr brotnum glugga-
rúðum. Sagt er aS flóttamenn hafi
ráðizt á bíla og barið vegfarendur
til óbóta með lurkum. Ennfremur
segir sagan að 5 egypzkir lögreglu
menn hafi særzt. Ástæðan til óá-
nægju flóttamanna á að hafa verið
sú, að þeir vilji mótmæla aðgerð-
arleysi Arabaríkjanna um að fá
þá flutta til fyrri heimkynna i
Palestínu.
í opinberri tilkynningu egypzkra
yfirvalda segir aðeins, að til upp-
þots hafi komið í búðunum og lög-
reglan neyðzt til að grípa til skot-
vopna sinna. Skotið hafi verið yfir
höfuð ofbeldismanna og engan
mann sakað.
Skothríð enn í kvöld.
Eins og áður segir segja frétta-
ritarar aðra sögu og síðdegis í gær
mátti enn heyra skothríð frá hlið-