Tíminn - 21.03.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1957, Blaðsíða 9
TÍMINN, fimmtudaginn 21. marz 1957. 96 get ég gert fyrir yður? sagði Mike. — Þér eigið fjórar dætur, Mike, og ég tala við yður eins og faðir við annan föður. — Já, auðvitað, Joe? — Dóttir mín, Ann og frænka hennar Sara Stokes hittu í dag ungan mann sem ekur flutningabíl fyrir einn slátrarann og létu hann taka sig upp í, fóru sem sagt í bíl- túr með honum. Bíllinn fest- ist einhversstaðar utan við bæinn og þær komu ekki heim fyrr en seint í dag. — Já, einmitt. — Ég hef spurt dóttur mína nákvæmlega um þetta og eins móðir hennar, og við erum viss um að ekkert alvarlegt hefur gerzt, en hvorki ég eða Edith veit nokkuð um þenn- an unga mann, nema hvað hann heitir Tommy. Þér þekk ið náttúrlega ekkert til hans? — Jú. Það hlýtur að vera Willis, Tommy Willis, sagði Mike. Ég veit nú engin ósköp betra er það fyrir dætur okkar. i — Ég myndi í yðar sporum fara dálítið varlega að þessu. Ég veit að þér gætuð látið reka hann, en þér viljið vænt anlega ekki að hann breiði söguna út um allan bæinn. Yður er ljóst hverskonar sögu hann myndi segja? Ég hef haft saman við margs konar fólk að sælda, Joe. Ef þér látið reka hann hefur hann engu að tapa. Hvernig væri að láta mig sjá um þetta mál? Eitt orð hér og annað þar og við losnum við hann án þess að á nokkru beri. Hann gætir þess að senda konu sinni pen inga, því að hann veit að ell- egar lenti hann í steininum. En hann hefur sem sagt tvisv ar brotið umferðalögih og hann getur hæglega lent í vandræðum aftur. Allir sem á annað borð aka bíl brjóta náttúrlega þessi lög, en það getur hæglega komið upp úr kafinu að náunginn sé af- brotamaður af vana; skiljið þér hvað ég á við? Og með þessu móti liti út eins um hann, Joe. Hann virðist og málið væri yður óviðkom- vera . . . jæja eins og aðrir ungir strákar sem eru í þessu starfi. Hann er ekki héðan frá Gibbsville. Ættaður frá Taqua, en hefur búið hér ein þrjú eða fjögur ár. Hann býr hjá frú Rafferty í Fifth Ward svo þetta hlýtur að vera þokkalegasti piltur; annars myndi frú Raffertv ekki hafa hann. Hann er einn af kjós- endum okkar, og hann er í slökkviliðinu, í sjálfboðasveit. — Er hann kvæntur? — Ekki svo ég viti til, Joe. Á kannski konu í Taqua, en þá hljóta þau að vera skilin. Hún býr að minnsta kosti ekki með honum hér. — Vitið þér hvort hann hef ur nokkurn tíma lent í kasti ,við lögreglnna. ■— Það beld ég ekki, en ég get auðveldlega komizt að því. Ég hringi aftur til yðar. Eruð þér heima? — Já, ég er þar. Þakka yð- ur fyrir, Mike. Hálftímá síðar hringdi Mike Slattery. — Ég hef fengið nokkrar upplýsingar um þennan Will- ls. Hann hefur tvisvar fengið sekt fyrir að aka of hratt um Market Street, og hann er kvæntur en er skilinn við kon una. Fyrir um það bil ári síð- &n fékk hann áminningu um að greiða meðlagið og hann rerður að snara út 50 dölum & mánuði. Það er talsvert þeg íir það er tekið með í reikn- inginn að hann fær ekki nema hundrað á mánuði. ! — Nokkur börn? r >— Engin börn, sagði Mike. r ►— Skilinn og konan fær Ihelminginn af launum hans. IÞess vegna eltist hann við pvona ungar stúlkur. I — Þetta datt mér líka í hug lagði Mike. (■ — Því fyrr sem bærinn losnar við hann þeim mun andi. — Og þér haldið að málinu verði bezt bjargað á þennan hátt? spurði Joe. — Það held ég ótvírætt. — Gott og vel, þá læt ég yður þetta alveg eftir, Mike. Það eina sem skiptir mig nokkru máli er að enginn blettur falli á ungu stúlkurn- ar. Þér skiljið það, vænti ég. — Það skil ég fjórum sinn- um betur en þér, Joe, og það gleður mig að geta gert ! yður greiða. Til þess á maður vini. — Þakka yður fyrir. — Eitt ráð vil ég gefa yður annað. Ef fólk fer að tala um þetta við yður skuluð þér eyða því og alls ekki virðast á- J hyggjufullur. Á hinn bóginn! megið ekki þér láta sem þetta I hafi ekki gerzt. Fólk gæti orð ; ið tortryggið og..Þér vitið hvað j ég er að fara. Látið bara eins j og • það skipti engu sérstöku máli, það hefur þegar gerzt og búið er það. Ungar stúlkur eru nú einu sinni eins og þær 1 eru. Gæti hafa farið verr . . . j eitthvað i þessa áttina, skilj - ‘ ið þér. — Þér eruð sannkallaður Machiavelli, Mike. — Hm. Hvar skyldi ég hafa heyrt þetta áður? — Hvað þá? — O, það var ekkert. Ég skal sjá um þetta. Færið þér Edith kæra kveðju. — Þakka yður fyrir, Mike. — Það er mér ánægja, | herra minn. j Nokrum dögum síðar sagði frú Rafferty við Tommy Willis að niðri í setustofunni væri maður sem gjarnan vildi tala við hann. — Hvaða maður er það? spurði Tommy Willis. — Ég get aldrei munað stundinni lengur hvað hann heitir, sagði frú Rafferty, en hann vinnur á skrifstofu lög- reglustjórans. Annars þekki ég hann ekki nema í sjón. — Segðu honum að ég komi eftir andartak, sagði Tommy Willis. Hann lokaði dyrunum og heyrði þung skref frú Raff- erty niður stigann. Síðan opn aði hann gluggann, stökk nið ur á þak eldiviðargeymslunn ar og hvarf út um bakhliðið; og þannig lagði hann á flótta undan réttvísinni sem átti ful trúa sinn í dómstól þeim er fór með hjónaskilnaðarmál í Lantenengo í Pennsylvaniu. Og Gibbsville hafði ekki ekki meira af honum að segja. Á þennan hátt varð Tommy Willis til að bæta samband þeirra Joes og Mike Slatterys. Joe Chapin var Mike innilega þakklátur, og Mike naut að- stöðu sinnar sem var einkar ánægjuleg fyrir stjórnmála- mann: hann hafði gert Joe greiða og gat haldið honum heitum næstum óendanlega, án þess að hann yrði nokkru sinni fær um að gjalda greið- ann til fulls. Hvað Joe hafði fyrir stafni á ferðum sínum og hver til- gangurinn var með þeim lét Mike sér í léttu rúmi liggja; Joe hlaut að hafa fengið þá lexíu sem hann þurfti í Was- hington sællar minningar, og ef ferðirnar skiptu máli fyrir pólitíska framtíð hans voru þær einnig þýðingarmiklar fyrir Mike sjálfan. Þess vegna lét Mike í það skína við ýmsa, að Joe færi þessar ferðir með góðu samþykki sínu, jafnvel að hann hvetti hann til þeirra. Einhver maður sem bjó í einhverju fjarlægu hér- aði gat þannig átt það til að segja við Mike: — Joseph B. Chapin kom í heimsókn til okkar í gærdag. 9 • r 'j wnmniiniiiiniiniimmnimnmiimnTmniiiiiiiiimmimnnnnwimmniniiiiiiiiiiiiiiimniiminiTiinwiitiniw Fylgist með tímanum Katipsí bláu Gillette blöíin í málmhylkjunuin. Emgar pappírsumbáðir. Hólf fyrir notuí blöð. Fylgizt msð Htttanum og notiS einnig nýju Gllietfe rakvélina Vél Ko. 60 kostar kr. 41.00 Bláu Gillette Blöðin í.» Glóbus Lf. — Kverfisgötu 50 — Sími 7148. J iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!ini imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiillil!! | NAUÐUNGARUPFBOB §§ sem auglýst var í 98., 99. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs- I ins 1956, á Álfhólsvegi 3, Kópavogi, eign Ragnars Löv- I dals, fer fram eftir kröfu Guðmundar Ásmundssonar i hrl. o. fl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22. marz 1957 | kl 14 e. h. | Bæjsdógefinn í Kópavogi iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiininiiHiiiiiiii - Auglýsingasími Tímans er 82523 - V.V.V.VV.VSVVAV.V.VV.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VW.'.V.V.V, Norðurlandasigíingar m.s. Heklu snmarið 1957 Frá Reykjavík laugardag 8/6 22/6 6/7 20/7 3/8 17/8 31/8 Til/frá Thorshavn mánudag 10/6 24/6 8/7 22/7 5/8 19/8 2/9 — Bergen þriðjudag 11/6 25/6 9/7 23/7 6/8 20/8 3/9 — Kaupmannah. fimmtudag 13/6 27/6 11/7 25/7 8/8 22/8 5/9 — Gautaborg föstudag 14/6 28/6 12/7 26/7 9/8 23/8 6/9 — Kristiansand laugardag 15/6 29/6 13/7 27/7 10/8 24/8 7/9 — Thorshavn mánudag 17/6 1/7 15/7 29/7 12/8 26/8 9/9 Ti.1 Reykjavíkur miðvikudag 19/6 3/7 17/7 31/7 14/8 28/8 11/9 V V.VVVVVVVVAV 1 Farmgjaldinu er mjög stillt í hóf. Til dæmis kostar hringferð, sem tekur 11 daga, aðeins frá kr. 1744.00 til kr. 2623.00. Ferð til Bergen kostar frá kr. 703.00 til kr. 1020.00. Fyrsta flokks fæði og framreiðslugjald er innifalið í fargjöldum. Farþegar, sem koma með skipinu erlendis frá, geta fengið að nota skipið sem hótel meðan það stendur við í Reykjavík frá miðvikudagsmorgni til lau gar dagskvölds. Þeim, sem verzlunarviðskipti eiga við Norðurlöndin, er einnig bent á þessar hentugu ferðir til vöruflutninga. Nánari upplýsingar á aðalskrlfstofu vorrl f Hafnarhúsinu, sími 7650. SKIPAUTGERÐ RlKISINS LVWLWWWVVVV.VVAVVV.VVVVVVVVVVVVVVV.VVAVVVLVVAVVVVVVVVV.VVVVVVWV j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.