Tíminn - 16.06.1957, Qupperneq 5

Tíminn - 16.06.1957, Qupperneq 5
r í M I N N, sunnudaginn 16. júní 1957. MUNIR OG MINJAR: FÆREYJAR byggðust Norð- urlandamönnum nokkru fyrr en ísland, og kristni tóku Fær- eyingar um sama leyti og ís- lendingar. Heiðið norrænt sam félag hefir því verið í Fær- eyjum öllu lengur en á ís- landi, og mætti því ætla, að minjar frá heiðni fyndust þar að minnsta kosti eins margar að tiltölu og hér á landi. En því er ekki að heilsa. Hér á landi er ekki um auðugan garð að gresja, en þó erum við ríkir í samanburði við Fær- eyinga, Svo undarlega bregður við, að til skamms tíma hefir ekki orðið vart við eina ein- ustu fornmannsgröf í Færeyj- um, Skal hér engum getum leitt að skýringu þessa skrýtna fyr- irbæris, því að í Færeyjum hafa menn þó dáið og horfið til moldar eins og annars stað- ar. Mun og að líkindum sann- ast hið fornkveðna, að margur á sín lengi að bíða, enda hefir nú nýlega fundizt ósvikin vík- ingaaldargröf í Færeyjum, hin fyrsta sem kunnugt er um. Sverri Dahl, forngripavörður í Færeyjum, hefir skrifað grein um þennan merka fund í Fróð- skaparrit, hið myndarlega vís- indarit Færeyinga. Hér er stuözt við þessa grein Sverris. KUMLIÐ fannst í Tjörnuvík, sem er nyrzta byggðin á Straum ey, alveg niðri undir sjó, í sand- og malarjarðvegi. Grafin hafði verið fremur grunn gröf og hellur reistar á rönd um- hverfis. Mynduðu þær nokkurn veginn rétthyrnda þró, 150 sm. á lengd og 50 sm á breidd. Beinaleifar, sem þó voru lítil- fjörlegar, sýndu, að hinn heygði hafði verið lagður lítið eitt krepptur á vinstri hlið. Höfuðið sneri í norðaustur, andlit horfði til suðurs, frá sjón Elzti Færeymgurinn um. Ofan á gröfinni var óreglu leg hrúga af steinum. Allur þessi frágangur á sér ýmsar hliðstæður bæði hér á landi og í öðrum nágrannalöndum Fær- eyja. Af beinaleifunum má ráða, að þarna hafði verið heygð kona, 155 sm á hæð. Til sam- anburðar má geta þess, að ís- lenzkar konur i fornöld og á miðöldum voru rösklega 159 sm á hæð að meðaltali eftir beinamælingum að dæma. Ekki var þessi fyrsta færeyska vík- ingaaldarkona sundurgerðar- lega búin í kumli sínu. Um 10 sm niður frá höfuðkúpuleifun- um lá eini hluturinn, sem hún hafði af að státa. Það var hring prjónn úr bronsi, 15 sm lang- ur. Slíkir prjónar voru hafðir til að taka saman skikkjuna á brjóstinu, líkt og sjalprjónar á seinni tímum. Við færeyska prjóninn loddi dálítil pjatla af ofnum ullardúk, sem er leifar af klæði því, sem sveipað hefir verið um líkið. HRINGPRJÓNAR eru mjög algengir á öllu menningarsvæði norðurmanna á víkingaöld. Flestir þeirra eru næsta fá- breytilegir og lítil alúð lögð við slcreytingu þeirra. Svo vel jjþwmmmmmmmœæmmrnmmgmmmmmmmmmmmmaamMmaammmm Þáttur kirkjunnar: vill til, að færeyski prjónninn skarar langt fram úr þorra þess ara prjóna. Á honum er mynd arlegur teningsmyndaður haus með haglega gröfnum hnútum bæði framan og aftan á. Skraut verk þetta er af keltneskum uppruna, og yfirleitt sver þessi prjónn sig hiklaust í ætt þeirra hi'ingprjóna, sem nefndir eru skozk-keltneskir og virðast hafa skapazt í víkingabyggðum vest- anhafs og hafa ekki enn fund- izt í Noregi, Danmörku eða Sví- þjóð. Þó nokkrir hafa hins veg- ar fundizt á íslandi, og hér í Þjóðminjasafninu eru raunar nár.ustu hliðstæður Færeyja- prjónsins. Nauðalíkur honum er til dæmis hringprjónn, sem við Jón Steffensen íundum í kumli á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi. Allir eru þessir prjón- ar frá 10. öld, og frá þeim tíma er færeyska kumlið. Ég hitti Sverri Dahl í Kaup- mannahöfn fyrir skömmu. Hann sagði mér þá, að nú hefði hann fengið vitneskju um, að fleiri kuml kynnu að vera í nánd við þetta fyrsta. Konan með prjón- inn verður því líklega ekki lengi eini fulltrúinn frá sögu- ökl Fære.vja í forngripasafninu í Þórshöfn. Kristján Eldjárn mm — .l Bréf: Veiðiferðin, sem aldrei var Carlsen komst aidrei á ArnarvatnsheitSi til minkaveicSa f nýútkomnu hefti af hinu á- gæta tímariíú ,,yeiðjmaðurinn“, sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur gefur út, birtist grein með yfir- skriftinni „Um eyðingu minka“. í grein þessari er m.a. rætt um för á Arnarvatnsheiði til minka- veiða, sem undirritaður á að hafa farið í haust, ásamt félaga mínum. Þar segir orðrétt: „Frétzt hefur að þeir íélagar séu mjög ánægðir með för þessa. Áreiðanlegar upp- lýsingar um árangurinn hefur mér ekki tekizt að ná í, þar eð for- ráðamenn Búnaðarfélags íslands hafa ekki enn fengið neina skýrslu frá þeim félögum um aðgerðir þar efra. En þess var af þeim krafizt, þar eð Búnaðarfélagið mun hafa kostað förina að mestu leyti. Meðferðis höiðu þeir minkagildr- ur, dýraboga og fleiri gerðir morð vopna, svo og veiðihunda þá, sem Karlson hefur fengið hingað til landsins. — . . . Að lokum munu þeir félagar hafa eitrað yfir 200 rjúpur (strychnin-eitur) í upp- sveitum Borgarfjarðar, m.a. í Háisa sveít óg Hvítársíðu". — Skrítnar fréttir Þetta þykja mér skrýtnar frétt- ir, því að ég fór ekki á Arnar- vatnsheiði í haust. Á hinn bóginn fór ég s.l. sumar í könnunarferð upp úr Húnavatnssýslu á heiðina norðanverða. Á ferðum mínum um landið á undanförnum árum hefi ég m.a. átt til við oddvitana í sveitafélögum þeim, sem lönd eiga á Arnarvatnsheiði. í þeim viðtölum hefur komið fram áhugi manna fyrir því, að veiðivatna- klasi Arnarvatnsheiðar væri hreins aður af minkum, en sem kunnugt er, er þar mikil klakstöð minks. Einmitt í framhaldi af þessum hugleiðingum fór ég í könnunar- ferð s.l. sumar ásamt þáverandi nemanda mínum í minkaeyðingu, Hauki Brynjólfssyni frá Hólma-, vík. För þessa kostaði ég sjálfur, • utan þess, að oddviti Ytri-Torfu: hlíðarhrepps lánaði hesta og fylgd armann. Engin veiðiför Næsta skrefið í málinu var það, að við Haukur Brynjólfsson áttum tal saman um möguleikan á að koma í framkvæmd hreinsun minks á Arnarvatnsheiði. Sú fram kvæmd yrði þannig, að Haukur tæki nyrðri hlutann til yfirferðar en ég þann syðri. Ákváðum við að reyna þetta haustið 1956 og. dvelja þá um tima á heiðinni og stunda veiðiskapinn með hundum og gildrum. í framhaldi af þessu sóttum við hver í sínu lagi um stuðning hjá Búnaðarfélagi ís- lands til fararinnar. Árangur af þessari beiðni var sá, að' félagið veitti mér lán til kaupa á um 200 gildrum. Aftur á móti fékk Haukur engan stuðning hjá félag- inu. En Haukur hefði þurft á meiri stuðningi að halda en ég, þar sem hann var að byrja sinn veiðiskap sem sjálfstæður veiði- maður og vanhagaði um ýmsan nauðsynlegan útbúnað, sem hverj- um minkaveiðimanni er þarfur, t.d. tjald, svefnpoki, eldhúsgræjur og fleira, svo sem gildrur; verulegt magn. — Þrátt fyrir það, að Hauk ur væri þannig úr leik vegna synjunar Búnaðarfélagsins ákvað ég að fara einn upp á Arnarvatns- heiði þá um haustið. En vegna mjög slæmra veðuráttu á þeim tíma í haust, sem ferðin var ráðin, gat ég ekki komist til veiðanna. Ég var þó búinn að flytja um helming af útbúnaði mínum upp eftir. Þannig er nú þessi saga. Ekki veit ég hvað vakir fyrir höfundi greinarinnar í „Veiðimanninum“ eða réttara sagt heimildarmanni hans fyrir þessum upplýsingum, að slá.saman könnunarferð minni og fyrirhugaðri ferð á Arnarvatns heiði í haust er leið, en það hefur eftir öllu að dæma verið gert, og setja því næst 200 eitraðar rjúpur inn í spilið. Ég hefi aldrei noíað eitur við minkaveiðar og hef eng- ann áhuga fyrir því, þar sem ég tel lítið gagn í eitruðum rjúpum gagnvart mink. — Þrátt fyrir að af förinni, sem fyrirhuguð var í haust á Arnarvatnsheiði, hafi ekki orðið, mun ég við fyrstu hentug- leika koma siíkri för í framkvæmd. Carl A. Carlsen. Undirritaður átti þess kost s.l. sumar að vera um tveggja mánaða skeið með Karli A. Karlsen, minka bana á ferðum hans og veitti hann mér tilsögn í eyðingu minka. — M.a. fór ég með honum í könn- unarferð á norðanverða Arnar vatnslieiði. Þá för kostaði Carlsen sjálfur að mestu leyti; fékk lánaða hes.ta og fylgdarmann. Um það leyti, sem ég hóf sjálf- stæðan" veiðiskap átti ég tal við þáverandi búnaðarmálastjóra, P. Zophoníasson um, að félagið veitti mér stuðning til að hefjast handa í minkaeyðingarstarfinu. Svar hans við þeirri málaleitan var það, að verðlaun fyrir mink væru há. Annað fékk ég ekki á bænum þeim. — Síðar þegar við Karlsen ákváðum að reyna í sameiningu að herja á minkinn á Arnarvatns- heiði, sótti ég aftur um stuðning hjá Búnaðarfélaginu, en fékk enga úrlausn. Komu mér þessar nei- kvæðu undirtektir forráðamanna B.í. einkennilega fyrir sjónir, þar sem ég hafði haldið, að þeir hefðu góðan skilning á málinu og myndu vilja létta undir með ungum mönn um, sem vildu helga sig minkaeyð- ingu. Það voru mér því sár von- brigði að komast að raun um, að sú skoðun mín var röng. Reykjavík, 1. maí 1957 Haukur Brynjólísson. „17. júní“ | Þjóðin og kirkjan Einu sinni ritaði framsýnn spekingur ungri stofnun þessa áminningu: „Haltu fast því, sem þú hefir, svo að enginn taki frá þér kór- ónu þína“. Orðið kóróna er þarna notað í stað gríska orðsins ,,stefanos“, sem þýðir sigursveigur. En hann var veittur sigurvegurun- um í kappleikjum, þeim, er sköruðu fram úr í líkamlegu eða andlegu atgjörvi. Stundu.m mun perlum og blómum hafa verið fléttað í sveiginn, en hann var annars venjulega úr páíma- viðarblöðum eða lárviði. Fegursti sveigur íslendinga, fögnuður þeirra og gleði er frelsi það og sjálfstæði, sem þjóðinni veittist hinn 17. júní 1944. Og gimsteinninn í þeim sigursveig er minning prests- sonarins frá Hrafnseyri, Jóns Sigurðssonar. En enginn skyldi samt gleyrna, að það eru kenningar Krists um mannréttindi og mannhelgi jafnt hinna smæsin sem hinna stærstu þjóða, sem barátta hans og annarra frelsis- hetja byggist á. Og það eru þessi réttindi, sem eru frumskilyrði í frelsi og sjálfstæði hverrar þjóðar. En þau byggjast hins vegar á þeim skyldum, sem hver ein- staklingur og þjóð setur sér að rækja og þeim kröfum, sem hún gerir til sjálfrar sín og barna sinna. 17. júní, þjóðhátíðardagur ís- lendinga, minnir öllu öðru írem ur á þær skyldur og kröfur, sem hér er um að ræða. Séu þær ekki uppfylltar, má gera ráð fyrir, að sigursveigurinn, kóróna sjálfstæðisins, verði tek in af þjóðinni. Það er skylda hvers íslend- ings að elska land sitt og þjóð, virða trú sína og tungumái. Og þessi skylda er rækt með því að fegra, græða, bæía og gleðja, hvar sem að starfi er staðið. Hvert verk skal gjört af trúmennsku og hoMustu og öll- uro kröftum og tíma varið til 1 eflingar góðleika, sannleika og | íegurð. Þannig skal staðið á verði 1 uro sjálfstæði og frelsi með.|| reglusemi, hófsemi og sparsemi || ásarot stórhug, framkvæmda-1 þreki pg höfðingslund. Rét'tindin, sem hvsr maður á að kreíiast, eru hins vegar: 1. Frjáls hugsun, án fyrir- skipaðra flokksbanda og skoð- anakúgunar af nokkru tagi. „Sannleikurinn mun gjöra yð- ur frjálsa“. 2. Athafnasvið til leiks og starfs, svo að allir geti eignazt heilbrigða sál í hraustum Ilkama. „Leitið fyrst guðsríkis og réttlætis“, sem verði öllum til hagsældar og heiðurs. 3. Skilyrði til náms og and- legs þroska, sem bendi sífejlt | tj'l æðri markmiða og göfgara tilgang's hverri nýrri kynslóð. 55 ..Verið fuilkomnir eins og yðar himneski faðir“. 4. Réttindi og tíma til að, njóta góðra lista og göfgandi f-egurðar í orðum, tónum, I.ituro' cg Hnum. 5. Friður og öryggi til náms,1- starfs og leiks án íhlutunar: annarra manna og annarra. þjóða, sem ekki skilja tilgang og vaxtarskilyrði, mannréttindf og mannhelgi. Hin dýrðlega þjóðhátíð í | sólmánuði hms íslenzka . vors | minnir á, að þetta höfum við gj eignazt fyrir þolinmæðj, bar-1 áttu og vizku göfugra, dreng- lyndra foringja undir meikjum.v? Jóns Sigurðssonar. J Ranglæti og mannhelgisrán | striðsaldar ógnar þessum aríi þessum óviðjafnanlegu auðæv- um frelsisins. En þó er enn meiri hætta fólgin í sviksemi, skilningsleysi og skammsýhi.l| sem gæti vaxið í sjálfum helgi-1 reit hins íslenzka þjóðlífs. Þar ætti þjóðkirkjan öfip jl öðrn íremur að vaka á veroin- j§ um með sjálfan Krist í farar-1| broddi, og minna þjóðina við jl hvert spor á sannleika orðanna fornu og fögru: j „Haltu fast því sem þú hefir. svo að enginn taki frá þér kór- ff ónu — sigursveig þinn“. • j| Árelíus Níelsson. JÍ - :i»!cÍ!ÍHl»jÍ|ÍÍ;s;:;=:qr.^j3nj;lgjjj5lÍlH|ljg::jHÍjÍ^ÍÍÖ;ÍÍ|i|j|;HÍ|SÍÍli;y^| t Þessi nýi og fallegi bátur er nýsmíðaCur hjá skipasmiðastöð Nóa Kristiáns sonar á Akureyri. Eigandi hans er Hólmgeir Árnason í Flatey áSkjálfanda. Báturinn heifir Svanur og er átta lestir að stærð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.