Tíminn - 21.02.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.02.1958, Blaðsíða 6
6 T í iW I N N, fostudagiim 31, febrúar 1958» Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Ritstjórar: Hauíkur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamcnn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðsiusími 12323. Prentsmiðjan Edda h.f. „Gagnlegu verkin ber að lofa“ KiTT mesta storvirki í ísilenzkum atvinnumálnm á seinni árum er kaupin á olíu skipinu „Hamrafelli". Þegar íslenzki fáninn var clreginn að húni á skipinu, voru ís- lendingar um leið að tals- verðu leyti sjálfstæðir í oiíu- flutnmgamálum. Þetta kom áþreifanlega í ljós á fyrstu mánuðunum, sem Hamrafell sigjdi með olíu. Vegna ó- væntra erlendra atburða, var alger skortur á olíuflutninga skipum á frjálsum markaði. Ef íslendingar hefðu ekkert oli'uflutningaskip átt á þeim tíma, hefði það skapað alveg nýja og óþekkta erfiðleika fyrir atvinnulífið við sjávar- síðuna. Auk þess sparaði skipið þjóðarbúinu beinlín- is mikla fjárfúlgu á fyrstu mánuðunum, er það var í ís- lenzkri eign. Það flutti olíu til ísiands fyrir miklu lægra gjald en nokkurt útlent olíu- skip var fáanlegt fyrir. En þetta eina íslenzka olíuskip var ekki svipt þeirri aðstöðu til fulls, að njóta þess, að olíufragtir voru á s. 1. ári miMu hærri en fyrr og síðar. Það flutti dlíu um skeið fyrir 160 sbillinga lestina meðan heinismarkaðsfragt var 220 shillingar. Þessi viðskipti urðu tilefni til einstæðrar róg'Sherferöar í nokkrum blöðum gegn samvinnufélög- uaurn, sem eiga og reka skip ið. Þáu voru sökuð um „okur“ og forustumenn þeirra kal'l- aðir „fyrirlitlegustu okrar- ar, sem uppi hafa verið með þessari þjóð“. í þingræöum voru sagðar furðusögur af gróðanum á oliuflutningun- um og nefndar tölur eins og 10 eða 15 milljónir króna. — Nú hafa raunverulegu tölurn ar hins vegar talað um mál þetta og rekstrarútkoma Hamrafells á árinu 1957, fyrsta heila árinu, sem þaö siglir undir islenzkum fána, liggur fyrir. Sannkvæmt þvi er áætl- aður rekstrarafgangur 1,7 millj. kr., þeg-ai- lögmæt af- skrift hefir verið tekin til greina og þegar gert hefir verið ráð fyrir útsvari og 16% yfirfærslugjald greitt af afborgunum og vöxtum af lánum á árinu 1957. Þar með er í eitt skipti fyrir öli koll- vai-pað fullyi’ðingum blaða og albingismanna um „okur gi,óða“. Sést nú betur en á meðan hávaðinn var m'estur út af þessu máli, að það var fyrst og fremst pólitísk á- róðursmál 'en ekki eðlifeg gagnrýni. _____ VIÐHORFIÐ skýrist enn betur er menn hue-ieiða að- stöðu íslenzks olíuflutninga skipS í dae. Einn af talsmönn um Riáifstæðisfl. reiknaði það út. beear olíuáróðurinn var háværastur í Mbl., að hæfH'eo-t farmffiald fyrir Hamrafell í olíuflutuinvum frá Rvartahafi til íslands, væri P0 shillincar á lestina. „Vísir“ unnlvsti lesendur sína í ársiok 1956, að rekstr- arkostnaður skipsins væri ekki meira en það, að 60 shillingar mundu duga til þess að fyrirtækið stæði á eigin fótum. Nú eru hin háu farmgjöld, sem Rúezdeilan stóð undlr, horfin, og mikil samkeppni aftur ríkjandi á olíuflutningamarkaðnum. — Um þessar mundir rnunu farmgjöldin 23 sh. á lest- ina í stað 220 á frjálsum markaði í ársbyrjun 1957 og í stað 80 sh. og 60 sh. sem Ingólfur Jónsson og Vísir töldu hæfilegt. Þetta sýnir, aö það var rétt, sem sam- vinnumenn bentu á, að rekstur olíuskips er áhættu- samt fyrirtæki og farmgjöld in mjög breytileg; þó hagn- aður sé eitt ár, getur orðið mikið tap á næsta ári. Ef íslenzkir olíuskipaeigendur eiga að hlita heimsmarkaös- farmgjöldum þegar þau eru lág, þá hlýtur slíkt að vera útilokað, eins og öll aöstaða er hér á landi til skipaút- gerðar, nema þeir fái að taka sömu farmgjöld og útlendir skipaeigendur þegar farm- gjöldin eru há. Á það er nú bent eins og í fyrra, af tals- mömium samvinnufélaganna að skipakaupin voru gerð fyrir erlent lánsfé, sem þarf að greiöa niður á skömmum tíma. Ef að þvi ráði verður horfið hér, að útiloka að flutningsgj öld á íslenzkum skipum séu í samræmi við flutningsgjöld með erlendum skipum, er um leið verið að fyrirbyggja, aö olíuflutning arnir geti orðið alinnlend atvinnugrein þá tímar líða, til ómetanlegs öryggis og hag ræðis fyrir þjóðarbúið allt. í GREIN í síðasta hefti Ramvinnunnar ræðir Erlend- ur Einarsson forstjóri SÍR ýmis framkvæmda- og fjár- mál saimvinnufél'aganna. í þeim kafla er fjallar um rekstur Hamrafells segir svo: „Samvinnuhreyfingin hef- ur á undanfömum árum hafið ýmsar framkvæmdir, og eru kaup „Hamrafells“ þeirra mest. Það samstarf, sem á sér stað’ í samvinnu- hreyfing'unni, þar sem bæði framleiðendur og neytendur taka höndum saman og standa í einni fylkingu, legg ur vissulega grundvöll til átaka og uppbyggingar. — þjóðarauður takmarkaöur Þjóðin er fámenn og enda þótt einstakling- ar búi yfirleitt við sæmileg efni hér á landi miðaö við aðrar þjóðir. Það er því mik- ils virði fyrir okkur íslend- inga að geta sameina'ð marga einstaklinga til átaka og stærri framkvæmda. Það er þetta, sem samvinnuhreyf- ingin gerir. Þar tala verkin. Það er þjóðinni á hinn bóg- inn til ómetanlegs tjóns, hvað sundrungaröflin hafa sig mikið í frammi. Rtjórn- málatogstreitan er því mið- ur oft og tíöum neikvæð. Allt það, sem vel er gert, hvort sem það er gert á vegum hins ERLENT YFIRLIT Forsetakosningin í Costa Rica í Costa Rica er mikil albv^umennine oe eneinn her MEÐ stuttu miilibili liafa nýlega farið fram forsetakosningar í tveimur ríkjum Mið-Amerí,ku, Guatemala og Costa Rica. Báðar þessar kosningar tfóru friðsamlega fram. í Guatemala þótti það tíð- indujii sæta og spá góðu um fram tíðina, því að lýðræðislegt stjórnar far ihefur sjaldan átt sér stað þar, nema að nafninu til. Um Costa Rica gilti þetta hinsvegar öðru mJáli, því að þar hefur lýðræðis- skipulag staðið föstum fótum ára- itugum saman. Costa Rica má vafa iítið telja rnesta lýðræðisríkið í| latnesku Ameríku. Þar hefur ein-| ræðisherra aldrei setið að völdum og ekki fcomið til vopnaðra ótaka, nema einu sinni, þegar fráfarandi stjórn ætlaði að ógilda forsetakjör. Hún var neydd til að fara frá. i Margt veldur því, að Costa Rica hefur búið við iýðræðisiega og friðsamlega stjórnarhætti. íbúarn- ir, sem eru tæp aniUjón að tölu, eru langflestir spánskrar ættar. Spánverjar þeh’, sem settust upp- haflega að í Costa Rica, útrýmdu | fljótt þeim Indíánum, sem fyrír voru, og gerðust bændur. Öfúgt við það, sem átti sér stað víðast annars staðar, reis ekki upp venju leg stórbændastétt, heldur mynd- aðist allfjöimenn smábændastétt. Þetta hefur haldist síðan, en land- búnaðurinn ier aðalatvinnuvegur Iandsins. AJþýðumenning er all- góð og er þar hlutfallslega miklu . fleiri læsir og iskrifandi en í nokkru öðru iandi latnesku Amerík-u. Þá hefur það hjálpað til, að Costa Rica hefur jafnan haft litinn her og hann því ekki skipt sér af stjórnmálum. Árið 1948 var hann alveg lagður niður, en sett á lagg- irnar 1200 manna lögreglulið til að gæta laga og réltar. í COSTA RICA eru tveir stjórn- málaflokkar, sem nokkuð kveður að, og hafa þeir skipzt á um að fara með völdin. Fráfarandi for- seti, Jose Figuei-es, tilheyrir vinstri flokknum, Hann hefur þótt ail róttækur og athaifnasamur og myndi flokkur hans vafalaust hafa haldið völdum, ef ekki hefði komið upp fclofningur í liðinu. Samkvæmt stjórnarskrá Costa Rica gat Figueres ekki boðið sig fram aftur og kepptu tveir af for- ustumönnum floikksins um að verða forsetaefni. Sá þeirra, sem beið Iægri lilut við prófkjörið, bauð sig fram í tréssi við flokk- inn og ifékik það mörg atkvæði, að frambjóðandi íhaldsmanna náði kosningu. Úrslitin urðu þau, að framhjóðandi íhaldsmanna fékk 102 þús. atkv., frambjóðandi vinstri tflokksins 96 þús. atkv. og frambj óðandi klof ningsflokksins 23 þús. atkv. Figueres hefur lýst yfir því, að hann muni að sjálfsögðu virða þessi úrslit. Líklegt þykir að hann muni búa sig undir að bjóða sig frarn í næstu forsetakosningum. Þess má gela, að Figueres giftist fyrir nokkrum árum dansfcri konu, er hann kynntist í New York. Hún hefur haft ta'lsverð afskipti af opin herum málum síðan hún kom til Cosla Rica. Hún var ein af full- trúum Costa Rica á seinasta alls- herjarþingi S.þ. og lét þar tals- vert á sér bera, m.a. með ræðu- hö-ldum í félagsmálanefnd þings- ins- HINN NÝI forseti, Mario Echandi, verður 43 ára í júní næstkomandi. Hann er kominn af þekktri ætt, sem margir stjórn- málamenn hafa tilheynt, m.a. var faðir hans forseti um skeið og '■ síðar utanríkisráðherra. Sjálfur: hefur Mario Eehendi haft afskipti j af sljórnmálum siöan hann fékk, opinbera, samvinnufélaga eða einstaklinga, á að fá að njóta sín. Gagnlegu verkin á að lofa, en hitt, sem aflaga fer, ber að lasta.“ .Mario Echandi aldur Ul. Hann hófst snemma til mikilllla úhrifa í ílc'kki íhalds- manna og stjórnaði kosningavinnu þeirra 1948, er þeir fengu forseta kjörinn úr sínum hópi. Sjálfur var hann svo forsetaefni 1953, eftir að hafa verið sendiherra Costa Rica í Washington um fjögurra 'ára skeið. Hann beið þá lægri hlut fyrir Figueres. Síðan hefur hann verið foringi stjórnarandstöðunn- ar og þótt óvæginn. M.a. var hann orðaður við byltingartilraun, sem í'aunar hljóp aldrei af stokkunum, og missti fyrir það þingsæti sitt um skeið. Echandi er mikill fyigismaður frjlálsrar samkeppni og einkafram- taksins og telur að Costa Rica sé oflangt komin á braut ýmissa fé- lagsm-ála, en félagsmálalöiggjcfin mun vera fullkcmnari þar en í nokkru öðru landi latnesku Ame- ríiku. Það þykir þó ekki líklegt, að Echandi reyni að breyta þessu -neitt að ráði, enda halda andstæð- ingar hans meirihluta á þingi. Echandi er mikill maður vexti og myndarlegur í sjón. Áður fyrr lagði hann nokkra stund á íþróttir, en hefur nú lalgt það á hilluna. Hann efnaðist allvel um skeið, en liefur eytt mestu af þeim eignurn sínum í hina pólitísku starfseuii. Hann hefur því lifað óbreyttu lífi að undanförnu. Hann er giftur ítalskri konu. Milli hans og móður hans er mikið ástríki og hefur hún mjög stutt hann í hinni póli- tísku baráttu. COSTA RICA er lítið land, um það bil helmingi minna að flatar- máli en ísland. Þó er .talið, að þar séu ónýttir inMir möiguieikar til að bæta afkomu l>jóðarinnar. T.d. hafa miklir skógar, sem eru í eigu hins opinbera, tíkki verið hagnýttir neitt að ráði. Megin- hlluti landsins er hláslétta, þar sem loftsiag er fremur þægi.Legt, enda er höfuðhorg landsins, San Jose, er hefur um 100 þús. íbúa, vax- andi ferðamannabær. Efnahagur manna er taiinn öllu jafnari í Costa Rica en í nokkru öðru landi latnesku Ameríku og stafar það af ástæðum, sem áður er greint frá. Vegna þess að aðal- fiokkarnir hafa oft skipzt á um að fara með völd, hefir skapazt minni spilling í stjórniarhátíum en víða annars staðar. Líltil brögð eru t.d. sögð að því, að stjómmála menn hafi notað þar aðstöðu sína til fjárauðgunar, eins og títt hefir verið í Mið- og Suður-Ameríku. Sem dæmi mn þetta, er því m.a. haldið á lofti, að tveir forsetar Costa Rica hafi orðið að lýsa sig gjaldþrota nokkru eftir að þeir létu af embætti. Einvaldarnir í ná- igrannaríkjnm Costa Rica, Nicara- gua, hafa því oft haft horn í síðu Costa Rica og talið hana slæmt fordæmi. Fyrir fáum árum mun- aði minnstu, að einræðísberrann í Nicaragua gerði innrás í Costa Rica til þess að steypa Figueres úr stóli. Smæð landsins og þjóðarinnar veldur því, að Costa Rica mun aildrei kornast í töiu hinna stærri ríkja. Menning þjóðarinnar og stjórnarfar skapar henni hinsvegar meira álit en nrargar hinar stærri þjóðir njóta. Þ.Þ. ‘BAÐSfomA/ Skipulag á merkjasölu „Ég er mjög hlynntur starfsemi Rauða krossins og vil gjarnan að fjársöfnun lians á öskudaginn gangi sem allra bezt. En ég er óánægður með það skipulag, sem er á merkjasölu þessarar ágætu stofnunar, og raunar á fyrirkomu lagi nrerkjasölu til mannúðar- starfsemi yfirieitt. Á öskudaginn hringdi dyrabjallan lijá mér lát- laust fram á kvöld. Þar voru blessuð börnin með merki Rauða krossins. Alltaf ný andlit í gætt- inni, en ég og mitt fólk vorum fyrir lifandi löngu búin að kaupa merkin. Fyrsta bamið, er hringdi bjöllunni, félck öU viðskiptln, og það var óniögulegt að standa í því að kaupa af öllum þessum sæg. Auk þess fór svo aö lokum, að þetta ónæði varð hvimleitt. Þessi reynsla virðist sanna, að skipulag sölunnar hafi verið í molum og hörnin ekki haft nægi- lega afmarkað svæði til nð starfa á, og útkoman því orðið sú, að einn fór í annars spor. Ég hripa þessar athugasemdir hér á blað í allri vinsemd með ósk um, að næst þegar Rauði krossinn eða aðrar fyrirmyndarstofnanir selja merki til ágóða fyrir starfsemi sína, verði það betur skipulagt en var nú á öskudaginn." Eftirminnileg stund í leikhúsi Annar borgari í Reykjavík send- ir bréfkorn til birtingnr í bað- stofu og segir þar frá ógleyman- legri kvöldstund í Þjóöleikhúsinu. Hann sá „Dagbók Önnu Frank“. Hann segir m. a. á þessa lunc]: „Stundum er að því fundið, að forsvarsmömuun Þjóðlteikliússins séu mislagðar hendur um leilkrita val'. Sjálfsagt er unnt að rök- styðja það, enda eru þeir ekki nema manniegir. Hitt ætla étg nð sanngjarnir menn viðurkonni, að oftar hefir harla vel til te'kizt, og e.f litið er yfir starfsfieril leikhúss ins frá upphafi, hefir það boðið þjóðinni að sjá úrval leílkrita o-g opnað mönnum sýn til nýrnar ver aldar, sem áður var lokuð. Á þessu leikári hafa merkileg vcrk verið sýnd, er þó ekfci hægt að ætiast til þess, að allt, sem Þjóð- leikhúsið gerir, falli í geð alha leikhúsgesta. En ég vildi með þessum linuin þakka leiklnis- stjórninni fyrir að bjóða fólki að sjá „Dagbók Önnu Frank“. Enn er ckki hálfur annar ánatugur frá stríðslokum, en menn em svo gleymnir á liðna atburði að glauJ ir nazista eru í hugu-m manna orðnir órafjarlægir. Ég held að margir hafi gott af því að riíja itpp með sjálfum sér það, sein gerðist á árunum 1944 og 1945. Da-gbókin gefur tækifæri til þess. Þar á oían er sýningm sjálf ágætlega gerð. Leikend-ur allir skila hlutverkum sínum með sæmd, og unga stúlkan, sem leik- ur Önnu sjálfa, Kristbjörg Kjeld, skapar ógleymanlega persónu í huga áhorfenda. Það var f-ulilt liús ltér um kvöldið, er ég sá þetta ágæta leikrit, og -vonandi sjá það sem fl-estir. Engan mtiin iðra þess, að eyðia tima og litlum íjár- munum til þess — “.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.