Tíminn - 01.03.1958, Page 6

Tíminn - 01.03.1958, Page 6
6 T í MIN N, laugarrtaginn 1 ■ ma.re: 1958. mfc Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn ÞórartnaaOB (áb.) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaSamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusíml 1232S. Prentsmiðjan Edda h.f. „Gula bókin“ og Morgunblaðið HANNES Pálsson frá Und- irffclli hefir nú gefið út álit meirihluta nefndar þeirrar, sem. félagsmálaráðherra skip aði haustið 1956 tii þess að skða áliti og tillögum um hús næðismálin. Meirihlutinn, sem voru þeir Hannes og Sig- urður Sigmundss., skiluðu á- liti sinu í október 1956, og kom þá strax í ljós, aö ekki var fylgi í stjórnarflokkun- um fyrir tillögum þeirra og var nefndarálit þeirra þvi lagt til hliðar. Hálfum mán- uði fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar gróf Mbl. svo nefnd arálitið einhversstaðar upp — þá orðið nær 1 Vz árs gam- allt — rangfærði mikið af efni þess og sagði svo, að þessar tillögur myndi ríkis- stjórnin lögfesta, ef Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði í bæj arstj órnarkosningunum! Þessum áróðri Mbl. um „gulu bókina“, eins og það kállaði álitið, var siðan fylgt kappsamlega *eftir af allri kosnmgavél íhaidsins ÞAÐ er vissulega þakkar- vert, aö Hannes Pálsson hef- ir mú með sambvkki félass- málaráðherra látið álit þetta koma fyrir almenningssjónir. Það flettir miög rækilega of- an af starfsháttum þeirra mianna, sem nú ráða Mbl. Það sýnir svart á hvítu, hversu ó- svífið Mbl. er í bví að beita hinum fullkomnustu fölsun- um. Það var t. d. ein helzta fullvrðine Mbl„ að í áliti þeirra tvímenninganna stæði að banna skvidi að bvegia stserrn íhúKarhúsnæði en 60 —80 fermetra. Enga tillögu um shkt bann er að finna í álitinu, he'd.ur aðeins talað um að hindra burfi bvgginsu lúxusfbúða, án bess að nokk ur tiltekin stærð sé tilgreind. Það er hví skvrfno- Mbl. siálfs að kalla allar íbúðir, sem eru stæiTi en 60—80 fermetrar lúxusíbúðir. Morgunblaðið hélt því fram, að lagt væri til í áliti Hannesar og Sigurðar, að taka alveg umráðaréttindin af mönnum yfir íbúðum þeirra. í tillögunum er skýrt tekið fram, að bindingará- kvæði skuli ekki ná til hús næðis, sem er hluti af íbúö leigusala. Þá sagði Mbl. að allan hagnað af sölu íbúða ætti að gera upptækan samkv. til- lögum tvímenninganna. í á- litinu segir, að leggja skuli i sérstakan sjóð hluta mismun ar, sem verður á söluverði og sérstöku matsverði. Þannig mætti lengi telja blekkingar og útúrsnúninga Mbl. til þess að gera álit þeirra tvimenninganna sem ferlegast. ÓTALIÐ er svo það meg- inatriði i áróðri Mbl. fyrir bæjarstj órnarkosningarnar að telja tillögur þeirra tví- menninganna tillögur sjálfr- ar ríkisstjórnarinnar, sem hún ætlaði sér að fram- kvæma, enda þótt vitanlegt væri, að stjórnin hefði hafn- að þeim fyrir meira en ári síðan og þær verið þá strax lagðar til hliðar. Vissulega er ekki hægt að finna dæmi um ósvífnari mál flutning og áróður en þann, sem hér var beitt. Fyrst er nefndarálit falsað og siðan er þaö eignað aðila, sem hef ir eindreaið og augljóslega hafnað því. Vegna þess hve stutt var orðið til kosnimeanna, þeear Mbl. byriaði á bessum áróöri, tókst ekki fullkomleaa að hnekkja honum. Þetta ætti hinsvegar að geta orðið mönnum til við^drunar síð- ar, þegar íhaldið hyggst á ný að beita slíkum starfs- aðferðum. Lærimeistari úrklippustjórans ÞAÐ er bersýnilegt að Mbl. er mjög iiia við birtingu „gulu bókarinnar“. Það sér, að birting hennar afhjúpar fáisiöju þess að vissu leyti. Það er samt ekki á þeim bux- um að játa misgerðir sínar. Úrlklippustjóri þess klippir í staðinn nokkur atriði úr gulu þókinni, þenur síðan úr- klippumar yfir mestalla for- síðu blaðsins í gær og þykist þannig sanna, að Mbl. hafi sagt allt saman satt! Flestir þessir útursnúningar eru hinsvegar svo augljósir, að þeir ættu engan að blekkja. Þá heldur Mbl. sér enn rígfast við þá höfuðblekk- ingu sína, að Gula bókin hafi ekki verið sérálit tveggja manna, heldur hafi hún að geyma tillögur, sem ríkis- stjómin hafi ætlað að fram- kvæma eftir kosningarnar. Á þessu þrástaglast Mbl. enn, þótt ritstjóri þess hafi frá upphafi verið kunnugt um, að ríkisstjórnin var löngu búin að hafna tillögum tví- menninganna. Frá því skal ekki vi'kið, að falsa fyrst nefndarálitið og eigna það síðan ríkisstjórninni! • Hér er höfð nákvæmlega sama aðferðin og Hitler stundáði á sínum tíma. Mað- ur á aJdrei að játa, sagði Hitl er, að maöur hafi fariö með rangt mál, heldur bara endurtaka lygina svo oft, að fólk fari að trúa henni. Þaö er meira en augljóst, að úrklippingastjóri Mbl. hefir ekki verið búinn að gleyma þessari fyrirmynd, þegar hann útbjó fyrstu síðu Mbl. í gær. En vissulega ætti fyrirmyndin að vera mönn- um aukin hvatning til að vara sig vel á áróðri þeirra, sem nú ráða við Mbl. ERLEN7 *FIRLH Forsetakosningarnar í Argentínu Forsetaefni vinstri manna vann mikinn kosningasigur SEINUSTU atburðir benda í þá átt, að aðstaða lýðræðisins sé iieldur að styrkjast í Suður- AmeríkU- Á síðastliðnu ári var ein ræðishei'ranum ,í Oolumbia steypt úr stóli og rétt eftir áramótin fór einræðisherrann í Venezuela sömu leiðina. Flest bendir til að fali þessara einræðisherra muni leiða til frjálslyndari stjórnarhátta í báð um þessum löndum og virðist þeg ar fengin nokkur trygging fyrir því í Columbia. í síðari hiuta jan úar fóru svo fram forsetakosning | ar í Guatamala, sem taldar eru ' þær frj'álsiyndustu, er farið hafa ! fram þar í landi. Loks fóru svo fram forsetakosningar í Argentínu á sunnudaginn var og eru það sagðar frjálslegustu forsetakosn- ingarnar, sem hafa farið þar fram um a.m.k. 30 ára skeið. ARGENTÍNA er það riiki Suður-Ameriku, sem helzt nálgast það að vera stórveldi. Brazilía hef ir að vísu um þrisvar sinnum fleiri íbúa en Argentína, en sá er niun- urinn, að menning er að flestu leyti á hærra stigi í Argentínu og atvinnuvegir yfirleitt lengra á veg komnir. Svo að segja allir íbúar Argentinu eru ættaðir frá Evrópu, aðallega frá Spíáni og ítaliu, og ihefir því Argentína ekki við neiltt ikynþáttavandamál að glírna eins og önnur riki Suður-Ameriku. Frá íhendi náttúrunnar er Argentína eitt bezta landbúnaðarland heims og er landhúnaður rekinn þar sem istoriðja. Fyrir nokkru hnfa fund islt þar olíulindir og fer oliufram leiðsla þar mjög vaxandi. Fleiri auðæfi hafa fundist þar í jörðu. Iðnaður landsins hefir eflst mjög j hin síðari ár. Framtíðarmöguleik I arnir eru miklir og getur landið hæglega framfieytt mörgum sinn um fleiri íbúum en þeim 20 milij., sem eru þar nú. Næstum frá uppliafi hafa Argentínumenn litið á sig sem forustuþjóð Suður-Ameríku. Þeir FRONDIZI reyna að gera Argentínu að for- usturiki Suður-Ameríku og dragai úr áihrifum Bandaríkjanna þar. Haustið 1955 var stjórnarhátt- um Perons svo komið, að herinn taldi sér ekki annað fært en að skerast í leikinn. Peron var steypt úr stóli og hann gerður útlægur. Herinn hefir far- ið með bráðabirgðastjórn siðan. Á síðastliðnu ári var kosið sérstakt stjórnlagaþing og hefir það sett stjórnarskrá, er mjög tak- markar vald forsetans. Við þær kosningar lét Peron fylgismenn sína skila auðu, því að flokkur hans var bannaður, og korn í Ijós, að hann átti enn mikið fyigi. For- setakjör fór svo fram síðastliðinn sunnudag samkvæmt hinni nýju stjórnarskró. TÍU frambjóðendur voru við forsetakjörið, en aðalkeppnin stóð á milli tveggja þeirra, Arturo Fron dizi, sem var frambjóðandi vinstri arms radikala flokksins, og Ric- hardo Balbin, sem var framhjóð- andi hægri arms radikala. — Radikaliflokkurinn hafði klofnað sameiginlegt framhoð á mólti Per- on 1951. Balbin var þá forseta- afni en Frondizi varaforsetaefni. Nú gátu flokksbrotin hins tregar íkki komið sér saman og^ buðu því fram sitt í hvoru lagi. íhalds- menn tóku það til ráðs að styðja Balbin, en Peronistar og komnl- únistar ákváðu að styðja FrondjziL-, • Ástæðan til þess að Frondizi hlau.t fylgi þessara flokka, var sú,' að hann hafði lofað fullu þólitísku frelsi, ef hann yrði kosinn forseti. í kosningunum var P'eronistuin bannað að bjóða fram, en hins, veg: ar var kommúnistum það í.eyfi- legt. Úi'slit kosninganna urðu þau, .að Frondizi sigraði með miklum meirihluta. Flokkur hans fékk einnig traustan meirihluta á þingj. Sigur hans er ekki sízt þaíkk'aður stuðningi Peronista. FRONDIZI, sem tekur við for- setaembættinu 1. maí, er fæddur 1908. Bæði faðir hans og móðir voru italskir innflytjendur. Sysf- kinahópurinn var stór- og • vajrð Frondizi snemma að vinna fyr,n' sér. Hann brauzt þó til mennta og lauk laganámi. Strax á stúdents áurm sínum gerðist hann mjþg róttækur í skoðunum og hefir ver- ið það síðan. Hann vann sér miida frægð um 1930, er íhaidsmenn gerðu byltingu. Hann var •þá-.tek- inn fastur, en varði mál si-tt 'Og samfanga sinna með miMum. 'frá- bærieik. Síðan hefir hann verið viðurkenndur sem einhver mtsti mælskusnillingur og áróðursmað- itr í Argentínu. Hann var bosinn á þing 1946 og hélt þar upþi mikiili andspyrnu gegn Peron." — M.a. ásakaði hann Péran fyrir áð vera undirlægju Bandaríikjanna og áréttaði það . með því að gi'.eiða atfevæði gegn þátttöku í bandalagi Ameríkuríkjanna. Hann taldi iað Suður-Amerikuríkin ættu að véra ein út af fyrir sig. Að suimu leyti falla þó viðhorf þeirra Frondizi ' hafa því mjög haft horn í síðu Bandaríkjamanna fyrir afskipti af máilum þjóðanna þar. Þetta hefir einnig stafað af því, að Argentína hefir fró fyrstu tíð haft miklu nán ari samhúð við Evrópu en Norður Ameríiku, m. a. mikil viðskipti við Breta. Senniliega var það meira að þakka hrezkum áhrifum en bandarískum, að Argentína sner ist ekki á sveif með möndulveld unum í siðari heimsstyrjöldinni. STRAX í fyrstu stjórnarskrá Argentínu var gert ráð fyrir valda miklum forseta. Reyndin hefir líka orðið sú, að forsetarnir hafa tek- ið sér mikii vöid þar. Um alda- mótin seinustu reis þar upp tveggja i'Iokka kerfi, íhaldsmenn og radikalar, en það riðlaðist mjcg eftir 1930, er herinn hóf meiri og niinni afskipti af stjórn arfarinu. Árið 1943 tók herinn al- veg Völdin í sinar hendur og varð Juon Peron einn mesti áhrifaimað ur hinnar nýju stjórnar. Iíann hyrjaði á því að gera ýmsar um- bætur á kjörum vinnustéttanna og hlaut fyrir mikiar vinsældir þeirra. í forsetakosningum, sem fram fóru 1946, bauð hann sig fraim fyrir ný samtök, sem minntu að ýrnsu leyti á fazistaflokk Musso linis og sameinuðiust báðir gömlu aðalflokkarnir á móti honum. Per- on vann sanxt kosninguna og var endurkjörinn 1951. Stjórn hans j færðist stöffugt meira og meira | í fazistí=ka átt. 1-Iann vann sér hylli verkamanna með ýmsum fé- lagslegum imibótum og kauphækk unum. Hann beitti sér einnig fyr- ir ýmsum verklegum framförum. Aítleiðing þessa varð hinsvegar sú, i að allt fj’árhagskerfi iandsins | komst í fullkomna upplausn og ! verðbóigan varð svo mikil, að ekki varð við neitt ráðið. Peron reyndi að verjast vaxandi gagn- rýni með auknu einræði. Út á við íyigdi hann mjög eindreginni þjóðernisstefnu, sem fólst í því að 1936, en flckfesbrotin höfðu þó (Framh. á 8. síðu.) VAÐsromN Árin líö'a, og allfaf eru hótelmálin jafnhörmuleg. DAGARNIR líða, og árin, og alltaf er sama ástandið í gistihúss mátum höfuðborgarinnar. Borgin þenst út um holit og móa og fól'k inu fjölgar jafnt og þétt, en alltaf er sami rúmafjöldinn í gistihús- um. Sífellt eykst þátttaka íslands í aiþjóðlegu samstarfi. Hingað I koma því æ fieiri einstaklingar! og sendinefndir, auk þess sem al- i mennar ferðir eru tíðari og venju legir ferðaiangar fleiri en áður. En allt situr við hið sama í hótel málum. Hér hefir orðið gerbreyt- ing á flestum sviðum atvinnulífs eftir stríðið, en raunverulega stór felld afturför í gistihúsamálinu. Ástandið er orðið þjóðarhneyksli. Illa búið að íslendingum. MADUR, sem á heima norður í landi, og aíloít þarf að koma til höfuðstaðarins i ýmsum erinda- gerðum, hefir rætt við mig um hótelmálin og minnt á, að Reykja-1 víkurblöðin virðast helzt áiita uð , ekki þurfi aðrir en útlendingar rúm á gistihúsum. „En undan- farna áratugi hefir verið mark- visst stefnt að því af stjórnar-, völdum og öðrum veraldlegum máttarvöidum þjóðfélagsins að stórauka „centrialíseringuna“ í þjóðfélaginu í Reykjavík“, segir hann. „Tii Reykjavíkur er því vax andi straumur sendimanna bæjar og sveitarfélaga og fjölda ann- arra rnanna, sem verða starfs síns vegna að leita suður oft á ári. Auk þess er vaxandi fjöldi l'ands- manna á ferð og flugi í milli landshorna. Þessu fólki er alls ekiki ætlaður neinn samastaður í höfuðborginni. Mér er nær að halda, að forsvarsmenn þjóðfé- lagsins þurfi að búa nokkur ár úti á landi og vera gestkomandi i Reykja\-ik nokkrum sinnuih á I ári til þess að þeir öðlist Gkilning ■ á því, hvernig gistihúsamálin eru i raun og veru, og hvert vand- ræöaástand er orðið á þessu sviði.“ Þjóðféiagið, sem sentrálí- serar vald og fjármagn í höfuð- borginni að þvi marki sem hér er gert, verður að gera svo vel' -að taka afleiðingunum af því < 'að þegnarnir, sem annars staðar búa þurfa að koma og gista. Þetta hef . ir verið vanrækt gersamlega." Heimilisástandið þart að breytast. ÞAÐ BER við einu 6Ínni á ári eða svo, að eitthvert smágos yerð ur í einhverju blaði út af þessu ástandi, eða einhvers staðar örlar á einhverjum áhuga til að léysa það. Síðast heyrðist að einhvér ’út lendur auðimaður hefði i hyggjú að byggja hér hótel. Eg sé ekkert á móti því að stofna til samvinnu við erlent félag um slik efni. Það hafa margar þjóðir gert. Araer- iski hóteljöfurinn Milton hefir t. d. byggt hótel í mörgum löndum. En ósköp er ég hræddur um að einhver breyting þyrfi að verða á heirnilisástandinu hjá okkur áður en slíkt fyrirtæki yrði fúst að leggja fram mUljónir í hótelbygg ingu. Hótelherbergi hér þurfa að kosta sambærilega peninga j>g annars staðar gildir og þjónusta þarf aö vera svipuð. Eins og sakir standa erum við hæstir í verðlagi en en með þeim lægstu í þjón- ustu. Um þetta má margt fleira segja. Þögnin um höteimáliii er allt of mikil. Það er varla að þjóð félagið geti verið þekkt fyrir ann- an eins Bakkabræðrabúskap og i dag gildir á þessu sviði. Hefjum umræður um máiið. ■—Finnuf.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.