Tíminn - 19.04.1958, Síða 6

Tíminn - 19.04.1958, Síða 6
6 T í M IN N, Iaugardaginn 19. ajpröl 1958. Útgefandi: FramsóknarflokkurlKE Eitstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn ÞóraituaM (áb.) Slcrifstofur í Edduhúsinu við Lindaxjöt*. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18SM (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasimi 19523. Afgreiðslusfail Uttt Prentsmiðjan Edda ílí. —---------------------------------------------— ■ Truman SÁ ATBURÐUR gerðist í Washington í byrjun þessar- ar vifcu, að Truman fyrrv. forseti Bandaríkjanna var kallaður á fund þingnefndar og beðinn að segja álit sitt um atvinnuleysi það, sem nú ætti sér stað í Bandaríkj- unum. Einkum var hann spurður um, hvort hann teldi nauðsynlegt að gera sérstak- ar ráðstafanir til að vinna bug á því. Truman gaf glögg og skýr svör við þessum fyrirspurn- um. Hann átaldi harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnar- innar og taldi síðan upp nokkrar ákveðnar ráðstaf- anir, sem væri nauðsynlegt að gera. Þessi framkoma Trumans var í fullu samræmi við það, sem áður hafði komið fram af hálfu forystumanna demo krata. Þeir hafa gagnrýnt harðlega aðgerðarleysi ríkis- stjórnarinnar. En þeir hafa ekki látið sér nægja gagn- rýnina eina saman. Þeir hafa bent á ákveðin úrræði og flutt tillögur á þingi í sam- ræmi við þaö. ogÓlafur ist nú afstaða flokksins í fyrsta lagi sú, að hann ætlar sér að verða á móti ráöstöf- unum ríkisstjórnarinnar, án hliðsjónar af því hverjar þær verða. Þess vegna hefir blað ið nú þá aðferð að telja upp allar þær ráöstafanir, sem hugsanlegt er, að ríkisstjórn in geti haft á prjónunum, og hallmælir síöan þeim öll- um. í öðru lagi virðist það svo afstaða flokksins aö reyna að æsa verkalýðssamtökin gegn sérhverju því, sem gert verður. Þess vegna er. nú skrifað mjög um það í Mbl. að ríkisstjórnin hafi ekki nægilegt samráð við þau, enda þótt Sjálfstæðisflokkur inn legði aldrei áherzlu á slíkt meðan hann stóð aö ríkisstjórn. í þríðja lagi virðist svo af- staða Sjálfstæðisflokksins sú að forðast að benda á nokk- ur úrræði sjálfur. Stefna Sjálfstæðisflokksins virðist þannig mótuð annars vegar af algeru úrræðaleysi en hins vegar af ýtrustu við- leitni til að ófrægja og eyði- leggja allt, sem gert veröur. EF SAMI háttur væri á hér og í Bandaríkjunum, myndi þingnefnd nú kalla foryistumenn stj órnarand- stöðunnar á fund sinn og æskja ákveðna svara við því, hvað þeir teldu rétt að gera í efnahagsmálunum. Alveg sérstaklega yrði fyrrv. for7 sætisráðherra og formaður SjMfstæöisflokksins, Ólafur Thors, spurður þar spjörun- um úr varðandi álit hans og úrræði í sambandi við þessi mál. Þeusi háttur er hins vegar ekki hafður við hér og er það áreiðanl. verr farið. Af þeim ástæðum eiga úrræða- litlir stjórnarandstæðingar hér auöveldara með en ella að halda uppi neikvæðum áróðri gegn aðgerðum stjórn arinnar, án þess að benda jafnMiða á önnur úrræði, sem þeir teldu að myndu betur fara. ÞÓTT forkólfar Sjálf- stæðisflokksins sleppi við slíka yfirheyrslu, geta þeir samt ekki sloppið endanlega undan því að gera Ijósa grein fyrir afstöðu sinni til ef nahagsmálann a. Þj óðin mun dæma þessa afstöðu þeirra af því, sem þeir hafa fram að færa í blöðunum, og af þvi hvort þeir flytja í þing irar eínhverjar tiilögur um þessi mál eða ekki. Aiveg sérstaklega mun því veitt athygli, er fonnaður Sjálfstæðisflokksins hefir fram að flytja eða ekki fram að flytja. Sem fyrrverandi forsætisráðherra hefir hann á ýmsan hátt sömu aðstöðu hér og fyrrv. forseti í Banda ríkjunum. ÞAÐ MUN skýrast enn betur í^estu daga, hvort hér að framan er ekki dregin upp rétt mynd af stefnu Sjálfstæðisfl. Til þess að þessi mynd breytist, þarf framkoma flokksins og mál- flutningur mjög að breytast. Forkólfar Sjálfstæöisflokks ins skáka nú mjög í því skjóli, að þeir hafi unnið nokkuð á í seinustu bæjar- stjórnarkosningum. Þeir gæta þess hins vegar ekki, að þær kosningar snerust ekki um landsmálin. Og það er áreiðanlega alger misskiln ingur hjá þeim, að þeir hafi þá fengið umboð til að stunda neikvætt niðurrifs- starf og hafa ekki sjálfir nein úrræði upp á að bjóða. Ef til vill skiptir það litlu ýmsa þá fjáraflamenn, sem mestu ráða í Sjáifstæðisfl., hvort flokkurinn hefir ein- hverja stefnu fram aö færa eða ekki. Fyrir þá skiptir þaö einu máli, að flokkurinn nái í völdin með einum eða öðr- um hætti. Hinir óbreyttu kjósendur, sem hingað til hafa stutt flokkinn, hljóta hins vegar að láta sig það miklu varða, hver stefna hans er, áður en þeir endur- kjósa þetta umboð aftur. ÞAÐ ER skylda Ólafs Thors, sem formanns Sjálf- stæðisflokksins og fyrrver- andi f orsætisráðherra að gera glögga grein fyrir úr- ræðum flokksins í efnahags- málum, alveg eins og Truman hefir gert af hálfu síns flokks í Bandarikjunum. Vík ist Ólafur undan þeim vanda og láti flokknum nægja niöur rif'sstarfið eitt, hlýtur þjóð- EF DÆMA á eftir aðal- in að dæma flokkinn eftir máigagni Siálfstæðisflokks- því og sá dómur getur ekki ins, Morgunblaöinu, þá virð- orðið nema á einn veg. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Því ekki tilboð um skyndifund með Krustjoff til að undirbúa ráðstefnu? Washington: í s.l. viku hóf- ust undirbúningsviðræður um gátuna um það, hvernig menn eigi að bera sig til við að vera reiðubúnir að halda fund æðstu manna. En báðir aðilar vita fuilvel, a? okki er til i dæminu nokkur mögu leiki á neinu verulegu samkomu lagi á slíkum fundi. Samt er þa? svo í þessum leik, ag spilin hafa verið gefin þannig, að Rússai hafa forhandaraðstöðu og vinnings möguleika ef Bandaríkjamenr! verða reknir til þess af almenn ingsálitinu ’að halda slíkan fund En ástæðan er sú, að einhver' staðar í leiðinni að þessum áfanga hafa andstæðingarnir haldið bet- ur á kortunum en við, og eru nú að ýta okkur út á svið, sem við óskiun ekki að vera staddir á. Litið til baka. Þegar menn líta til baka, er, held ég, auðvelt >að sjá, hvar skökk stefna var tekin. Það var fyrir nokkrum mánuðum að Rúss- ar báru fram tillögu um stórvelda fund. Þá var um tvær leiðir að " V' Lippmann það vera of seint'? Er það af því, að við höfum byggt upp það álit út í frá, að ef fundur æðstu manna verður haldinn, jafngilti það því að Dullcs gæti samið um mikil- væga hiuti við Rússa? Þetta álit er til- En hægt væri að eyða því með skjótum hætti éf forset- inn lýsti því yfir, að nú væri nóg komig af orgsendingum í bili, og hann sjálfur væri þess albúinn ag fara með Dulles og hitta þá Krustjoff og Gromyko,. til dærnis um borð í skipi, og mundi siá fund ur þó ekki standa lengur en eina helgi. Og ennfremur að á þessum fundi vildi hann gjarna ræða við Krustjoff möguleika á lengri og ýtarlegri fuhdi síðar. Hvað gæti tapazt? Eg get ekki séð, hvað gæti tap- azt meg því að leika þannig í stöð- unni eins og hún er í dag. Gætu Bretar og Frakkar lýst ,sig and- viga þessu? Þeir mættu vel vita, að ekkert yrði þarna gert á bak við þá. Mundi þessi Ieikur draga úr spennu og valda þrí að Banda- ríkin og bandalagsriki þeirra í NATO drægju úr árvekni sinni og viðbúnaði? Ef það gerði það, má segja, að þeim sé ekki viðbjarg- andi. (NY Herald Tribune, einka- rétt á íslandi fcil birtingar lá greinum eftir Walter Lippmann hefir Tíminn). veija ui pess aö tjalla um það mál. Önnur var að taka létt á mál- inu, hin að taka á því af mikilli alvörugefni. Það er ég kalla að taka létt á niálinu, hefði jafngilt þrí að segja, að Bandarikin væru fús að hefja undirbúningskönnun án þess að láta um leið í það skína að menn teldu líkur fyrir þrí, að heilladrjúgir samningar mundu eða gætu sprottið af slík- um viðræðum. Þær mundu í bezta falli verða til þess að samið yrði um ag fela utanríkisráðherrunum að kanna nánar nokkur atriði. — En hin leiðin, að taka uppástungu Rússa háalvarlega, var sú, sem við völdum. Hún jafngilti þrí að Eisenhower gæti ekki talað við Krustjoff nema Dulles hefði sam- ið við Gromyko um eittlivað mikil- vægt, sem Eisenhower og Krust- joff gætu síðan staðfest á sínum fundi. Afleikur í stöðunni. Þessi alvarlega stefna sýnir sig nú að hafa verið afleikur í stöð- unni. Grundvallaratriðið er, að hvorugur aðili hefir til að bera nokkurn vilja eða ásetning um að láta undan á nokkru mikilvægu sviði. En þessi starfsaðferð heíir gert það óiunílýjanlegt fyrir Dull- es að vera á móti æðstu manna fundi. Samt er það almennt álit víða á heimsbyggðinni, að Eisen- hower forseti mundi reynast samn ingalipur og sveigjanlegur þegar á fundinn væiú komið. Rússar, sem eru alveg eins ósveigjanlegir og Dulles, gera sér hins vegar mat úr þessari skoðun manna, um að Eisenhower gæti persónulega gert eitthvað til þess að draga lir við- sjárn í heiminum. Staðreynd er, að eitthvað þessu líkt gæti gerzt, af því að Eisenhöwer er þannig skapi farinn, að í huga hans er rík ósk að geta vcrið sanunála manninum, sem hann talar við. En ’ þetta er veigamikil ástæða ■ fyrir andspyrnu Bandaríkjamanna við æðstu manna fund, þótt það sé: ekki auglýst. Krustjoff hefir sagt, I að hægt mundi að ná samkomu-1 lagi uppi á efsta þrepi, þótt deilur [ hafi verið hið neðra, það-er að segja á þvi þrepi sem DuUes er: staddur á. En það er útbreidd skoðun í Washington, meðal em- bættismanna, er um þessi mál' fjalla, að ekkert samkomuiag geti' náðst á fundi æðstu manna, ncma slá undan á atriðum, sem ekki niá hvika frá. Breytt starfsaðferð. En er of seint að hreyta um starfsaðíferg og taka nú upp það sem ég kalla léttari tón gagn- vart tillögu Rússa um fund æðstu manna? Hvers vegna skyldi Lífeyrissjóður eyðslueyrir bæjar- sjóðs - bæjarsjóði ber að endur- greiða skuld sína Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag urðu nokkrar umræður um ráð- stöfun bæjaryfirvaldanna á lif- eyrissjóði starfsmanna Reykjavík- urbæjar, en eins og kunnugt er, hafa valdamenn bæjarins látið stóran hluta sjóðsins renna sem lán til bæjarsjóðs og hann orðið i eyðslufé hans. í árslok ’46 nam inn 1 eign lífeyrissjóðs 6,7 milljónum króna. Á seinasta aðalfundi starfs- mannafélags bæjarins komu fram óánægjuraddir um þetta og var samþ. þar tillaga, þar semN skor- að er á bæjarstjórn að taka til at- hugunar stofnun sérstakrar lána- stofnunar bæjarins með ’hina ýmsu sjóði bæjarins að stofnfé, m. a. lífeyrissjóði, bæjarstarfsmanna. Þórður Björnsson vakti máls á þrí, að það væri hrein óhæfa, að láta mikinn hluta af Hfeyrissjóði bæjarstarfsnianna verða eyðslu- eyri bæjarsjóðs. Taldi hann, að bæjarsjóði bæri að endurgreiða Hf- eyrissjóði skuld sína, og athugað yrði á hvern hátt lífeyrissjóðnum yrði bezt tryggður eðlilegur starfs- grundvöllur til hagsbóta fyrir starfsmenn bæjarins. Bar hann fram tillögu um að bæjarráði yrði falið í samvinnu við stjórn líf- eyrissjóðs og gera tillögúr í því. Borgarstjóri reyndi að verja það háttalag' sitt að taka stóran hluta af ltfeyrissjóði bæjarstarfs- manna og gera hann að eyðslueyri bæjarsjóðs, og var þess alls ófús, að bæjarsjóður skilaði lífeyris- sjóði aflur þessum hluta. Og lét hann því lið sitt fella tillögu Þórðar. 'BAÐsroréN Mikil kvikmynd sýnd í Reykjavík. j ÉG FÓR AÐ SJÁ Stríð og frið, kvikmyndina, sem gerð er eftir skáldsögu Tolstoys. Maður fer alltaf með hálfum huga til að sjá kvíkmyndir, sem gerðar eru eftir frægum skáldverkum. Vonbrigð- in eru gömul reynsla. Margar til- raunir hafa verið gerðar til að kvikmynda þetta verk Tolstoys, en engin þeirra hefir tekizt sæmi- legai fyrr en King Vidor, og menn hans réðust í þetta fyrir- tæki. Það er heldur ekkert á- hlaupaverk að kvikmynda þessa sögu. Hugstæðar persónur eru margar, atburðirnir eru marg- : slungnir og rísa hátt. Sögulegir . stórviðburðir þurfa að líða yfir : t.jaldið. Sagan er svo löng og - fjölþætt, að nær ógerlegt er að koma lienni aliri fyrir á kvik- mynd. Verður þá að fara eitt- hvert meðalhóf og það hefir reynV.t vandratað. Ég varð okki fyrir vonbrigðum með kvikmynd- ina. Hún er með beztu myndum. sem hér hafa verið sýndar. Stund- um eru ógnardýrar og íburðar- miklar kvikmyndir lélegar, en þarna hefir tekizt að fyrirbyggja að myndin yrði eitt meiriháttar „show“ og ekkert annað. Hinir miklu atburðir Napóleonsherferð- arinnar inn £ Rússlánd eru ó- gleymanlegir- eins og þeir eru sýndir á tjaldlnu. Tæfcnl þeirrar kvikmyndagerðar er mikil, og á- horfandinn fær vissulega endur- goldið fé og tíma, sem fer í að sjá þessa mynd. Annars má bæta því við iþetta, að bíóin í Reykja- vik hafa haft upp á athyglis- verðar myndir að bjóða nú ura hríð og er það þakkarvert. — Við mæðumst í mörgu. OG MEHtA en góðar kvikmynd- ir er á boðstólum í höfiuðstaðn- um. Leitörúsin sýna ágæt leikrit og nú ætlar ánfóníuhljómsveitin að ráðast' í það stóra fyrirtæki, að sýna.óperuna Carmen, að vísu aðeins með konsertsniði. Samt er þetta- mikíð' fyrirtæki og harla merktlegti að unnt skuli að koma því upp hér í fámenninu. Það vefst fyrir þeim, sem stærri eru. Til eru borgir, sem eru miklu f jöl mennari en allt ísland, og hafa livorki leiklist né tónlist upp á að bjóða í mæli sem Reykjavík. Hér eru mikil umsvif og við mæðumst í mörgu. Sumt er e. t. v. fánýt.t, en margt er gott. Upp úr því hlýtur að koma gróandi þjóðlíí, aukinn skilningur á því, sem fagurt er og gott, meiri menning. — Flnnur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.