Tíminn - 08.06.1958, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.06.1958, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sumtudaghm 8. júní 1958» Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduliúsinu við Líndargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302-, 18 303, 18304. (ritstjórn og blaöamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. i ______________________________________________ Landhelgismálið ALLiMIKIÐ er nú rætt í útlendum blöðum um þá á- kvörð'un íslendinga að færa fiskveiöilandhelgina út í tólf milur. Einkum hefir þetta mál þó borið á góma eftir aS brezka stjórnin birti yfir- lýsingu sína, þar sem hún hótaði að hafa þessa ákvörS un íslendinga að engu en ósk aði þó jafnframt eftir, að tíminn fram til 1. sept. yrði notaður til að jafna ágrein- inginn. Þá má yfirleitt segja, að í flestum skrifum útlendra blaða urn þetta mál, komi fram meiri og minni skiin- ingur á algerri sérstöðu ís- lendinga, þar sem efnahags leg afkoma þeirra byggist fyrst og fremst á fiskimiðun um kringum landið og að hér yrði ekki auðið að lifa nú- tímaMfi, ef þau væru eyöi- lögð, Fyrir íslendinga er vissulega mikilvægt að fá þessa viðurkenningu. Þjessi aðstaða íslendinga ætti einnig að gera mönnum það ljóst, að þeir gátu ekki dregið það Iengur að færa fiskveiðMandhelgina út í tólf mílur, þar sem reynsla undan farinna ára bendir til þess, að ekki muni nást samkomu- lag um þessi mál á alþjóð- legum vettvangi í náinni frambíð. íslendingar hafa í nokkur ár frestað útfærslu fiskveiðilandhelginnar í trausti þess, að slíkt sam- komulag myndi bráðlega nást. Þær vonir hafa brugð- izt og þvi var ekki hægt að draga útfærsluna lengur. Endalaust var ekki hægt að bíöa eftir alþjóðlegu sam- komulagi um þessi mál og láta fiskimiðin gereyðast á meðan. RÉTTUR íslendinga til að færa fiskveiðilandihelgina út í 12 mílur, er efalaus. Sú stjórn, sem nú mótmælir á- kveðnast þessari útfærslu, brezka stjórnin, viðurkenndi fyrir nokkrum árum rétt Rússa til að færa út land- helgi sína í 12 mílur. Að vísu heimiluðu Rússar Bret um vissar veiðar innan Iand helginnar á ef tir, en með sam komulaginu um það viður- kenndu Bretar 12 mílna landlxelgi Sövétríkjanna. Annars hefðu þeir ekki sam ið um þetta við Rússa. íslendingar líta svo á, að þeir hafi ekki minni rétt en Rússar til þess að hafa 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Ekk ert í alþjóðalögum eða hefð mælir heldur gegn þessari ákvörðun þeirra. Á nýlok- inni Genfarráðstefnu var líka meirihluti þjóðanna fylgjandi 12 mílna fiskveiði landhelgi. Meira að segja Bretar greiddu atkvæöi með tillögu þess efnis, að strand ríki skyldi hafa óskoraðan rétt til að hafa 12 mílna fisk veiðiiandhelgi, ef erlend skip hefðu ekki stundað veiðar innan þess svæðis seinustu 10 árin (bandariska tillag- an). Vitanlega er það ekk- ert annað en rökvilla og rangindi að ætla öðru strand ríki minni rétt, þótt það hafi áður orðið fyrir ágangi er- lendra skipa á fiskimiðum sínum. EINS og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu, mun það engu breyta um afstöðu íslendinga, þótt brezka stjórnin ógni þeim meö yfir gangi. Það mun aöeins hleypa aukinni hörku í þetta mál og því ekki verða nein- um til góðs. íslendingar vita vel, að slík valdbeiting yrði Bretum sjálfum mest til van sæmdar og þeim myndi ekki lengi haldast hún uppi vegna almenningsálitsins í heimin um. Þeir hræðast hana því ekki. En hún gerir þeim hins vegar erfiðara fyrir að eiga vinsamleg skipti við Breta um þessi mál og skýra fyrir þeim sjónarmið sín, jafn- framt því, sem þeir hlusta eftir málflutningi Breta. Þess vegna væri það hollast fyrir lausn þessa ágreinings, að Bretar drægu þessa hótun sína til baka. íSLENDINGUM fellur það að sjálfsögðu illa, að marg- ar af vina- og samstarfsþjóð um þeirra skuli mótmæla á- kvörðun þeirra um útfærslu fiskveiðilandhplginnar. Trú íslendinga er sú, að þar sé aðeins um formleg og fljót- færnisleg mótmæli að ræöa, sem verði dregin til baka, þegar málið skýrist betur. Eigi það hins vegar að kosta íslendingar aö fórna lífshags munum sínum vegna vináttu þessara þjóða, munu íslend ingar tilneyddir að velja heldur fyrri kostinn. Trú þeirra er sú, að til þess þurfi ekki að koma. íslendingar fagna því, að stjórn Sovétríkjanna hefir brugðizt drengilega við í þessu máli og viöurkennt út íærslu fiskveiðilandhelginn- ar. Þá er íslendingum mikið fagnaðarefni, hve Lögþing Færeyja hefir tekið einbeitta afstöðu í þessu máli. íslend ingar vænta þess, að þeir og Færeyingar geti staðið fast saman, unz sigur er fenginn í þessu sameiginlegu lífshags munamáli þeirra beggja. í ERLENDUM blööum hef- ir komið fram, að danski for sætisráðherrann hyggist að beita sér fyrir svonefndri svæðisráðstefnu um þessi mál. íslendingar eru slíkri ráðstefnu mótfallnir, því að hún er ekki líkleg til annars en hleypa auknu kappi og stífni í málið. Má í því sam- bandi minna á, að danski for sætisráðherrann hefir ekki oröið við óskum íslenzku rik isstjórnarinnar um að skip- iÞað eru sterkar taugar sem ævin- lega tengja mann gömlu átthögunum Hér á landi dvelst nú Vest- ur-íslendingurinn Sóffanías Þorkelsson. Kom hann hing- að ásamt konu sinni fyrir skemmstu, og hyggjast þau dvelja hér fram á sumar. Fréttamaður blaðsins hafði stutt tal af Sóffaníasi á dög- unum og bað hann segja tíð- indi af sjálfum sér og lönd- um vestra. — Við erum búsett vestur á Kyi-rahafsströnd Kanada, í Victoria í British Columbia. Þar er tals- verður tíningur af íslendingum og komast þeir allir vei af, hafa fá eða engin þjóðabrot í Kanada kom- ið hag sínum jafnvel og íslending- ar. Heim komum við hjónin í þetta skipti 27. maí loftleiðis frá New York. Við förum allt fljúgandi í loftinu þótt gömul séum. 60 ár vestan hafs Rætt vií? Sóffanías Þorkelsson, sem bús'ð hefir 60 ár í Kanada en er nú í heimsókn hériendis — Hvaða störf hefir þú helzt stundað um æviua? — Ég get með sanni sagt, að ég hefi lagt á margt gjörva hönd — en reyndar ekki orðið meistari í neinu. Síðustu þrjátíu árin rak ég kassagerð og hafði lengst af 90—120 manns í vinnu. Þessu hætti ég 1947 og hefi mest haldið að mér höndurn síðan eins og gömlum manni sæmir. Þá tók Páll souur minn við kassagerðinni og hefir rekið hana síðan. Annars er ekki mikið af minu starfi að segja, ég’ hefi ekkert að raupa af — en myndi ekki horfa í það ef ég hefði af einhverju að státa. — Þú hefir lengi verið vestan hafs? — Það eru nú orðin sextíu ár, fór árið 1898, þá ituttugu og -tveggja ára gamall. Og í Kanada hefir okkur vegnað vel, 5 börn okkar eru þar uppkomin — og raunar engin börn, fullorðið fólk og farið að hærast. í rauninni hefir allt geng- ið vel, maður hefir barizt við til- veruna og stundum hlotið ósigur en þó oftar sigur. Enskia spak- rnælið try again hefir reynzt mér haldgott veganesti, það sem ekki gefst í fyrstu atrennu gengur oft- ast betur í annarri. í Kanada hefi ég plantað blómum mínum og uni því vel. Sóffanías Þorkelsson ásamt kont og fremst eru það þö blöðin Heims kringla og Lögberg,_ sem halda uppi tengslum með íslendingum. Okkur er fullkomin lífsnauðsyn að þau haldi áfrarn að starfa, þau mega fyrir enga muni leggjast nið- ur, því að þá væri slitin líftaugin í öllu.félagsstarfi íslendinga vestra. Það, sem mönnum er mest áhyggju efni í þessu sambandi er, að erfitt reynist að fá unga og dugandi menn til að taka við blöðunum þegar þar að kemur, það yrði þeim miklu fremur að aldurtila en fjár- skortur. Við gætum smækkað blöð- in eða sameinað þau — en okkur er með öllu nauðsynlegt að eiga okkur málgagn. Frá ungum Vestur- íslendingum — Heldur yngri kynslóð Vestur- íslendinga enn einhverri tryggð við ísland? — Það er mjög misjafnt, og víst er þeim vorkunn, sem hvorki geta talað málið né lesið það. Og því má ekki gleyma, að þetta fólk er innbornir Kanadamenn — engir íslendingar eixis og við. En miðað við allt þetta má segja að áhugi sé furðu mikill meðal yngra fólks, sinni, Sigrúnu Sigurgeirsdóttur. jafnvel fram í þriðjia: og fjórða lið. Yngra fólkið hefir með sér félagsskap, The : Ieelandic-Cana- dian Club, sem starfar' mikið og heldur meðal annars úti vönduðu mánaðarriti. -t íslendingar hafa kdmið sér mjög vel áfram i Kanada, betur í raun-. inni en nokkur þjóð önnur. Ég hefi aldx-ei verið montinn um dag- ana — nema þá að því einu að vera íslendingur. Hér' áður fyrr gat ég ekki haft hátt um þetta hér heima, fólk trúði mér. ejkki er ég sagði frá velgengni íslendinga vestra. En nú er ég sé þær dæma- . l'ausu framfarir, er hér hafa orðið síðari árin, held ég að mönnum ætti að ganga betur að trúa mér. íslendingar hafa sýnt þann fádæma dugnað og framsækni síðustu árin, að slíkt er í sögur færandi. Mun þeim því ganga betur nú að skilja að vesturfararnir íslenzku hafi verið færir um að krafsa í bakk- ann til móts við aðrar þjóðir. Kærleikur til ætfjarðarinnar — Þú hefir sinnt fleiru en kassa- gerðinni, ritað og gefið út bækur, er ekki svo? (Framhald á 5. síðu). íslendingar í Kanada — Er ekki Kanada mikið fram- tíðarland? — Jú, það land á áreiðanlega mikla framtíð fyrir sér. Þar er allt I jörðu og á, sem maðurinn girnist, og landið gæti áreiðanlega borið 200 milljónir manna í stað þessara 17 mil'ljóna, sem nú byggja það. Mcr liggur við að segja að það gæti tekið allt Kínaveldi á brjóstið og munaði ekki mikið um það! Þess utan búum við þar við það stjórnarform, sem ég tel hið bezta í heimi, og það höfum við frá Bretum. Við höfum sameigin- legan þjóðhöfðingja með Bretum og hyllum hann af bróðurlegum kærleik, en hið bezta, sem Bretar hafa gefið okkur er sjálfstjórnar- farið. — Það er býsna mikið um ís- lendinga í Kanada? — Já, þeir eru þar viða, bæði í borgunum og til sveita. Samheldni er furðu mikil með löndum og fé- lagslíf í blóma. Þar vinna kirkju- félög fslendinga og þjóðræknisfé- ; lögin mikið og gott starf, en fyrst uð yrði sameiginleg nefnd Dana og íslendinga til að ræða handritamálið. Vafa- laust lítur hann svo á, áð slík ráðstefna myndi ekki gera miálinu gagn í Danmörku eins og á stendur. Svæöis- ráöstefna um landhelgismál ið er heldur ekki líkleg til árangurs, nema siður sé, og því verður að kynna málið og jafna ágreininginn eftir öðrum leiðum. Bury sigraði Val 4-0 í eitt hundrað og þrjátíu mínút ur tókst ensku atvinnumönmmum lijá Bury að leika hér á vellinum án þess að skora mark. Og þá loksins fundu þeir leiðina í mark- ið og eftir það var ekki að sökum að spyrja. Það var eins og flóð- gáttir opnuðust og á rúmum þrem ur mínútum hafnaði knötturinn þrisvar sinnum í marki Vals í leiknum á föstudagskvöldið. Fram að þeim tíma hafði Valur staðið sig ágætlega, átt mörg all- sæmileg upphlaup til að byrja með en smám saman fór þó leikurinn meir og meir að fara frarn á leik- velli þeirra. Þegar tæpar 40 mínút- ur voru af leik missti Magnús bak vörður 'kantmanninn Munro innfyr- ir sig, og Munro lék inn að enda- mörkum, gaf knöttinn til miðherj- ans, sem tókst að skora úr þröngvi stöðu. Leikurinn hófst að nýju og Englendingar brunuðu upp, vinstri 'armurinn lék skemmtilega í gegn og Padker útherji skoraði laglega, en Björgvin á nokkra sök n mark- inu, þar sem ihann hefði átt að geta bjargað með úthlaupi. Tveim ur mínúfcum síðar lck Parker aft- ur sama bragðið, og á þessum tíma var Valsvörnin í algerri upp- Iausn. í síðari hálfleiik færðist milcil harka í Ieikinn, einkum eftir að Gunnlaugur Hjálmarsson kom í rnark Vals, en Björgvin! meiddist. Miðherji Bury braut af sér gegn Gunnlattgi, en hann svaraði með enn leiðinlegra broti og virtist það koma nokkrum leikmonnum úr jafnvægi, því að Guimlaugur fékk lítinn fri® í marki næsbu mínútur á eftir. Þessi sterki leitóiaður komst þó vel frá því og vakti mikla athygli í markinu. Eilfct m’ark skór- uðu Burymenn eftir þefcta og átti Valsvörnin sök á því, eri framherj- inn Neil fékk jþá að skalla óhindr- aður í mark af sfcutfcu færi eftir aukaspjTnu. Btu’y sýmdi nú svipaðan lei'k og gegn KR, aðeins með þeirri und- antekningu að nú tóiksfc að skora mörk. Bezti maður liðsins var Parker, sem er mjög afchugull Teik- maður og kann sitt fag. Miðvörð- urinn er einnig afburða stérkúr leikmaður. Hjá Val var Halld'ór beztur í vörninni, en hinis vegar var vörnin offc mjög opin. Framiverðirnir unnu vcl og Albert sýndi margt laglegt í framiínunni og hann var eini leik maðurinn, sem sýndi jafn mikla pg meiri leikni eu Englendingarhir. Dómari var Guðbjörn Jónssó.i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.