Tíminn - 22.06.1958, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.06.1958, Blaðsíða 1
’Æ'B*r Timant «ru Rttst|órn og skrifstofur 1 83 00 BicBamcnn aftir kl. 19: 1I3B1 — 18302 — 18303 — 18304 EFNI: Mál og mcnning, bls. 2. Alþjóðadómsíóllmn í Haag, bls. 4. Sferifað oig skrafað, bls. 5. 42. árgangntr. Reykjavík, sunnudaginn 22. júní 1958. 134. blað. Niðarósdómkirkja er eitt hið fegursta guðshús á Norðurlöndum, stilhrein og létt í svip. J' Olafur V. Noregskonungur tekur konungsskírn í NiSaróssdómkirkju Þessi hátítSlesra athöfn fer fram í dag NTB-Niðarósi, 20. júní. — Næstkomandi sunnudag tekur Ólafur V. Noregskonungur konungsvígslu í hinni fornu Niðar- ósdómkirkiu, þar sem Noregskonungar að fornu og nýju hafa verið krýndir. Ölafur konungur hefir hins vegar ákveðið að iáta ekki krýna sig, þótt hann taki konungsskírn á hinum fornhelga stað, Undanfarna daga hefir konirng ur verið á ferð frá Ósló til Niðai óss. Hefir bann haft stuttar daj leiðir,. enda hvarvetna fagnað a miklum iimileik og virðuleik a (þegnum simim, jafnt háum sen lágum. Mikill undirbúningur. Ólafur konungur kom til Niðar óss i feVölid. Arne Fjellhu bisku fylgdi konungi til dómkirkjunna O'g dvöldu þeir þar einir um stun< til að undirhúa sig undir athöfr ina'. í kvöl'd heldur biskup veizli fyrir konung og um 40 tigna gest Á morguin heimsækir konungu marga staöi í Niðarósi. Feikimikilil undirbúningur hefi: farið fram, í Niðarósi fyrir athöfn na. í dag voru handverksmetin o; aðrir aS leggja siðustu hönd i skreylingu dómkirlkjunmar. f bær um voru fjöjdi málara að verki Þessa viku hafa um 300 hús verið máluð. í bænum oru gistiherbergi oiafur v. wo.eg^onungur. fyrir um 1200 manns og eru þau öll fyrir löngu upppöntuð. í dag maður hennar Lorentsen útgerðar- hafa fjöldi gesta komið, svo sem maður. Á morgun kemur Haraltíur ■sendiherrar og erlendir fulltrúar. ’ rikisarfi og fleiri úr konungsfjöl- Þá kom Ragnhildur prinsessa og skyldunni. Grikkir mótmæla formlega tillögum Breta um stjómliætti á Kýpur Makarios sendi Foot landstjóra mótmæli í gær London, 21. júní. — Gríska ríkisstjórnin hefir nú fylgt fordæmi Makariosar erkibiskups og sent formleg mótmæli gegn tillögtvm Breta um framtíð eyjarinnar Kýpur. Mótmæli grísku stjóinarinnar voru í morgun afhent sendiherra Breta í Aþenu og stíluð til Macmillans forsætisráðfierra. Búizt er við, að bréf þetta verði birt í dag. Makarios erkibiskup sagði í gær í bréfi sínu til Sir Hugh Foot, landsstjóra Breta á Kýpur, sem afhent var í gær, að á þá hugmynd Breta, að Bretar, Grikkir og Tyrk- ir skyldu stjórna eyjunni í sam- einingu, væri alls ekki hægt að fallast. Hann hafnaði þó ekki hug- myndinni uni sjálfstjórn eyjarinn- ar, ef þar væri aðeins um bráða- bir-gðaástand að ræða, og hann kvaðst reiðubúinn að fallast á tví- hliða viðræður Breta og grískætt- aðra Kýpurbúa. Makarios heldur fast við þá stefnu. að meirihlut- inn, sem vill sameiningu við Grikk land, eigi að ráða úrslitum í mál- inu. Stjórnmálafréttamaður brezka útvarpsins segir, að Bretar hefðu vissulega viljað hafa stuðning erki biskupsins við framkvæmd hinna nýju tillagna. Brezka stjórnin væri samt sem áður fastráðin í að fram fylgja stefnu sinni, hvað sem liði afstöðu Makariosar. Útgöngubann var í gær sett í Limasol, en því hefur nú veriö aflétt, og er nú hvergi iltgöngu- bann á eynni. Grímsárvirkjunin er tekin til starfa - straum hleypt á helztu línurnar 7 skip íengu 2 þús. mál. Lítil síldveiði var í fyrrinótt og gær. Síldin óð ckki, en nokk- uð var kastað eftir dýptarmæl- um ctg asdic-tækjuin. Var vifið uin ein sjö skip, sem fengu sam- tals um 2 þús. tunnur í fyrrinótt. Hæstur þeirra var Rafnkell úr Garði með 500 tunnur. Um liá- degi í gær var leitarskipið Rán statt djúpt út af Húnaflóa og sást þar engin síld. Þ.ar var fjöldi skipa, norskra og íslenzkra. — Norsku skipin eru fleiri en í fyrra og hafa mörg með sér „doríu“ og í henni dýptarmæli oig asdic-tæki, sem þau leita síld- arinnar með. Síðan kasta Norð- inenn kringum þennan litla bát. Þeir eru flestum stundum í bát- um, kasta oft til einskis en fá þó oftar köst en aðrir. Stórt kast- og nótin sprakk Raufarhöfn í gær. — Þegar síldarskipið Hafrún frá Neskaup- stað var á vesturleið úr lieima- höfn á síldarmiðin og statt út af Hraunhafnartanga á Sléttu í morg un, sáu skipverjar allmikið átu- mor í sjávarborði og köstuðu á það. Er þeir drógu nótina saman virtist þeim fyrst lítið eða ekk- ert í henni, en allt í einu sökk nótin en kom síðan upp og voru þá farnir úr lienni tveir dálkar, eða um 20 faðma rifa komin á liana, en uni 4 körfur af ánetjaðri síld fengust úr nótaslitrinu. Var þá sýnt, að þarna hafði Hugrún fengið mjög stórt kast, sem sprengdi nótina. JÁ. A'ðalpróíanir fóru fram í vikunni sem leitS, vélar og mannvirki öll reyndust í bezta lagi Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum. Um og eftir síðustu helgi fóru fram aðalprófanir á orku- vélum og háspennulínum og öðrum tækjum í hinu nýja raf- orkuveri við Grímsá, og nú er búið að hleypa straum á helztu línurnar. E>- Grímsárvirkjunin því tekin til starfa, og er það fagnaðareíni í mörgum byggðum austur hér. Grímsárvirfejunin er talin 2800 kw. að stærð. Byggiing hennar hófst eftir mitt sumar 1955 og átti að vera lokið í nóv.-des. 1957. En verkið reyndist nokkru um- fangsmeira, meiri sprengingar og steypa en gert var riáð fyrir, og einnig stóð Mtillega á efni til lands ires. Ere þegar á all't er litið, má segja, áð verkið hafi staðizt áætl- un, því að nofekuð er nú síðian helztu framkvæmdum var lokið. Aðalprófun lokið Að undanförnu hafa dvalizt hér eystra tékfeneskir rafmagnsverk- fræðingar frá fyrir.tækjum þeim, sem srrtíðuðu vélarnar, og hafa þeir framkvæmt prófanir og Skil- að vólunum. Reyndust öll tæki og vélar sérlega vel og verkið allt hið bezta. Fóru Tékkarnir og fleiri prófunarmenn suður í gær, og má ségjá að stöðin sé þar með tek ir, til starfa, bví að straumur verð ur ekki rofinn héðan af nema ein- staka sinnum að nóttu, meðan teng ingar eða önnur vinna við Inur fer fram. Straum hleypt á línurnar Um síðustu helgi og í þessari viku var hleypt straum á línurnar til Norðfjarðar, Seyðisfjarðar og' 'hingað til' Egil'sstaða. Næstu daga verður hleypt straum á línuna tiL.Eskifj arðar en siðar á Eiðalinu, sem ekki er I»k- ið enn, verið að strengja hana. Einnig er nú verið að leggja ýmsa Mnuspotta hér á Héraði. Þá er og unnið að ýmsum frágangi við Grímsárvirkjunina, verið að hlaða igrjóti að stíflu og ganga frá hús- um að innan. Stöðvarstjóri við Grimsárvirkjun er Sverrir Óiafsson, rafmagnsverk- fræðingur, og hefir hann tekið við rek-stri stöðvarinnar. ES. Skemmtiferð Félags Framsóknarkvenna Félag Framsóknarkvenna sfu- ir til skemmtiferðar austur aft Laugarvatni næsta miðvikudag. Stjóm félagsins biður félagskon- ur að tilkynna þátttöku sína sem allra fyrst, þar sem það er nauð- synlegt vegna undirbúnings ferð- arixmar. Þær konur, sem hafa hug á að taka þátt í skemmtiferð- inni, eru beðnar að hringja í síma 18109, 22989 og 11668. Gamall samherji Nagy svívirti hann og hrakyrti látinn í ræðu á þingi Er Kadar metS lítilsháttar samvizkubit? Prentarar framlengja samninga sína Á fundi í Hinu ísl. prentarafé- lagi í gær var samþvkkt samnings tilboð frá prentsmiðjum. Verða samningarnir framlengdir með smávægilegum breytinguin til eins árs með því fororði, að þeir breytist í samræmi við þær al- mennu breytingar, sem verða kunna á launakjörum í landinu á þessu tímabili. Bókbindarar liafa og samþykkt framlengingu samn- inga með sama liætti. Erlend blöð skýra nokkru nánar en áður hefir verið gert hér í blaðinu frá einstökum atriðum í sambandi við morðin í Ungverjalandi. Það er t. d. álit margra erlendra fréttaritara, að Janos Kadar, sá sem fyrst vann með Nagy og síðan sveik hann og gekk til samstarfs við Rússa, sé með ,,samvizkubit“ og þyki sem hér hafi verið of langt gengið. Það var sem sé Janos Kadar, sem skrifaði undir yfirlýsmguna, er júgósl'avneski sendiherrann í Búdapest fékk í hendur, þar sem Nagy og fylgdarliði hans, er leitað hafði skjóis í seudiráðinu, var iheitið fullúm griðum, ef þeir yfir-' gæfu sendiráðið. Efndirnar urðu, sem kunungt er þær, að fól'k þetta Stjórnir Framsóknarfél. á Akureyri mótmæla ungverskum réttarmorðum Á fundi í fyrradag saniþykktu stjórnir Framsóknarfél.aganna á Akureyri eftirfarandi ályktun: | „Stjórnir Framsóknarfélag- anna á Akureyri harina þann hryllilega atburð, sem átti sér sf.að í Ungverjalandi, er Imre Nagy fyrrv. forsætisráðherra, Pal Maleter hershöfðimgi og' blaðamennirnir Miklos Gimes og' Josef Sizilagy voru teknir af lífi samkvæmt „dómi“ svonefnds al- þýðudómstóls. Mótmæla stjórnir Framsóknar- félaganma á Akureyri því réttar- og stjórnarfari, sem þolir „dóma“ og aftökur slíkar sem hér um ræffir, er jafngilda vísvitandi rétt armorði, að dómi allra þeirra ímanna, sem gæddir eru óbrjál- aðri réttarvitund. Jafnframt lýsa stjórnir Framsóknarfélaganna á Akureyri yfir virðingu sinni við minninigu hinna látnu manna, sem ineð frábærum hetjuskap sínum liafa sannað heiminum, að enn eru til menn, sem þora að rísa upp gegn ofbeldis- og kúgun aröflum og gjalda fyrir það með lífi sinu.“ var aðeins komið fáa metra frá húsinu, þegar rússneskir hermenn ihanditóku það, settu í herbíla og óku brott. Til að bjarga lífinu. Forseti ungverska þingsins er nú Antal Apro. Hann var einn þeirra manna, sem hvað mest for dæindi harðstjórn og ofbeldisverk Stalinistanna. Er einkum minnis- stæð ræða hans, þegar Rajk og' fél'ögum hans var veitt uppreisn æru 1956, en Rakosi-klikan hafði látið taka þá af lífi. Hann þrum- aði þá gegn þeim mönnum, sem hefðu látið myrða Rajk saklausan fyrir það eitt að halda fram rétti fólksins og standa gegn ofbeldinu. Nú flutti þessi sami maður tilkynn ingunia um morðin á Naigy. Fór hann um Nagy hinum mestu sví- virðingarorðum, kallaði hann fas- ista og svikara. Minnir þetta hátta- Lag helzt á þegar öldungaráðsmenn irnir í Róm á dögum hálfbrjálaðra iharðstjóra eins og Tibeníusar keis ara stóðu upp í senatinu og báru hinar svívirðilegustu sakir á nán- ustu ættingja sína og vini, sem höfðu bakað sér reiði harðstjórans. Þeir vissu að annars yrðu þeir drepnir Mka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.