Tíminn - 09.07.1958, Blaðsíða 6
6
T í MI N N, miðvikudag'inn 9. júlí 1958.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINM
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
»si
Horfur í alþjóðamálum
BNSKA vikublaðið „New
Statesman" kemst að þeirri
niðurstöðu 28. júní síðastl.,
að horfur í alþjóðamálum
hafi aldrei verið uggvæn-
legri en nú síðan haustið
1956, en blaðið mun þá eiga
við atburðina, sem þá gerð-
ust í Ungverjalandi og
Egyptalandi og m.a. urðu
þess valdandi, að íslending-
ar afturkölluðu að sinni
beiðni sína um endurskoðun
varnarsáttmálans skv. álykt
un Alþingis frá 28. marz ’56.
„New Statesman“ rökstyð-
ur dóm sinn um hinar í-
skyggilegu horfur í alþjóða
málum, með því, að margt
bendi nú til þess, að vald-
hafarnir í Kreml séu að taka
upp af tur það, sem hafi verið
verst í stefnu og vinnubrögð
um Josefs Stalins. í því sam
bandi hendir „New States-
man“ á morðin á Imre Nagy
og félögum hans, en þeim
líkir blaðið við það, þegar
Jóhann Húss var brendur á
báli, en honum hafði verið
heitið griðum, en þau grið
voru sáðan rofin vegna þess,
að rétttrúnaðarmenn þess
tíma, töldu sig ekki bundna
af Boiforðum við þá, er óhlýðn
uðust kirkjunni og þröngum
trúarkenningum hennar. Á
sama hátt virðast heittrúað
ir kommúnistar nú ekki telja
sig bundna af loforðum við
þá, sem ekki fóta sig hógu
vel á „iínunni“.
Álit „New Statesman“ er
vissulega hið athyglisverð-
asta í þessum efnum, þar
sem það er merkasta mál-
gagn vinstri sinnaðra jafn-
aðarmanna í Bretlandi og
hefur t. d. Halldór Kiljan
Laxness sagt, að skoðanir
hans og þess á alþjóðamál-
um færu oftast saman. •
SÍÐAN framangreind um
mæli birtust í „New States-
man“ hafa tveir atburðir
gerzt, sem nokkuð draga úr
hinum uggvænlegu horfum.
Annað er sérfræðingafund-
urinn í Genf, þar sem fjall-
að er um eftirlit, sem talið
er nauðsynlegt til trygging-
ar því, að banni við tilraun-
um með kjarnorkusprengjur
verði framfylgt, ef samkomu
lag næst um það. Undir-
staða þess, að slikt bann
komist á, er vitanlega sam-
komulag um slíkt eftirlit. —
Það var því mjög hyggilegt
skref, sem Eisenhower for-
seti Bandaríkj anna steig,
þegar hann bauð til um-
rædds sérfræðingafundar. —
Þegar til alvörunnar átti að
koma, virtust Rússar ætla
að skerast úr leik, og þannig
honfði t.d. þegar „New States
man“ felldi áðurnefndan
dóm sinn. Bandaríkin héldu
samt undirbúningi fundar-
ins áfram eftir sem áður, og
komu Rússar þá til fundar-
ins. Fyrstu fregnir af fund-
inum gefa vonir um, að þar
geti náðst samkomulag.
Það væri mikill ávinning-
ur ef samkomulag næðist um
bann við umræddum tilraun
um og mannkyninu þann-
ig forðað frá þeirri hættu,
sem fylgja þeim. Hins vegar
má ekki gera ofmikið úr
slíku banni sem áfanga í af-
vopnunarátt, því að víg-
búnaðarkapphlaupið getur
haldið áfram eftir sem áður.
HITT það, sem heldur
bætir horfur í alþjóðamál-
um, er bréf það, sem Krust-
joff skrifaðj Eisenhower
nokkru eftir að sérfræðinga-
fundurinn í Genf hófst, eða
3. þ.m., þar sem hann sting-
ur upp á viðræðum milli
Bandaríkjanna og Sovétríkj
anna — og ef til vill fleiri
ríkja — um eftirlit til trygg-
ingar gegn skyndiárás. Hér
er um mál að ræða, sem
Eisenhower vakti strax máls
á, á Genfarfundi æðstu
manna sumarið 1955 og síð-
an hefur oft verið til at-
hugunar hjá afvopnunar-
nefnd S.Þ. Seinast var þessu
máli hreyft af Bandaríkja-
stjórn á síðastl. vori, þegar
Rússar kærðu hana fyrir
Öryggisráði S.Þ. vegna ógæti
legs flugs sprengjuflugvéla
á norðurheimsskautssvæð-
inu. Rússar hafa hingað til
ekki fengizt til að ræða þetta
mál af neinni alvöru, en af
bréfi Krustjoffs virðist mega
ráða, að nú séu þeir líklegir
til að fallast á, að þetta mál
veröj rætt og undirbúið af
sérfræðingum í líkingu við
sérfræðingafundinn, sem nú
er haldinn í Genf. Banda-
ríkjastjórn hefur nú þessa
orðsendingu til athugunar.
Á ÞESSU stigi verður
vitanlega engu um það spáð,
hver árangur næst í sam-
bandi við þau tvö mál, er
hér hafa verið nefnd. Það
er þó mikilsvert, að um þau
sé fjallað af stórveldunum
sameiginlega, og þau reyni
að finna lausn á þeim. Með-
an er þó haldið opinni leið
til samninga.
Þegar litið er yfir öll þessi'
mál í heild, er áreiðanlega
hægt að taka undir það meö
„New Statesman“, að ástand
alþjóðamála er nú með ugg-
vænlegasta móti, þar sem
margt bendir til, að Stalin-
isminn sé að rísa upp að
nýju í kommúnistaríkjun-
um. Rangt væri þó að telja
ástandið alveg vonlaust,
meðan samningadyrunúm
hefur ekki verið fulllokað.
Afstaða lýöræðisþjóöanna á
tvímælalaust að vera sú, aö
reyna að halda öllum leiðum
til samkomulags opnum,
jafnframt því, sem óbreytt
ástand krefst þess, að þau.
haldi vel vöku sinni. Að
tjaldabaki í Kreml er nú að
líkindum háð deila um það,
hvort hverfa skuli einhliða
til Stalinismans eða ekki, og
ef til vill getur afstaða vestur
veldanna ráðið nokkru um,
hvað þar verður ofan á. —
Viðleitnin til að bæta sam-
búð þjóðanna spillir ekki
neinu, en stefna einangrun-
ar og neikvæðrar andspyrnu
er hins vegar líkleg til að
gera illt verra.
Við verðrnn að vinna með staðfestu
að friðsamlegri sambúð í heiminum
Aneurin Bevan ræíir í þessari grein horfur á
fri^samlegri þróun alfjjóííamáía eftir dóms-
mor^in í Ungverjalandi.
Grein þá, sem hér fer á
eftir, ritaði Aneurin Bevan
nokkru eftir að kunnugt
varð um morðin á Imre Nagy
og félögum hans, og fjallar
hún um viðhorfið til Sovét-
ríkjanna og samninga við
þau. Allt það, sem Bevan
ritar nú um alþjóðamál, vek-
ur verulega athygli, þar sem
fullvíst þykir, að hann verði
utanríkisráðherra í ríkis-
stjórn Verkamannaflokksins,
ef flokkurinn ber sigur úr
býtum í næstu þingkosning-
um, er fara fram ekki síðar
en 1960.
Þegar imiheiminum bárust
fregnir af aftöku ungversku upp-
reisnarforingjanna, einkenndust
vik að skilja kommúnista er það,
hversu mikið gerist með íullíkom
fyrstu viðbrögð manna af hryll'ingi inni launung í löndum þeirra. At-
og andúð. Síðan tók við kvíði og burðirnir hafa átt sér stað áður
vonsvik.
Hvers vegna urðu þessir atburð
ir, og hvað tákna þeir? Ömurleg-
asta hlið málsins er sú, að Nagy,
fyrrverandi forsætisráð'herra, gekk
á vald Rússum eftir að honum
hafði verið heitið fullum griðum
og að Maleter hershöfðingi sat að
samningaborði með rússneskum
hershöfðingjum. Vegna þessara
svika hafa spurningar sem þessar
kviknað um allan heim: Er unnt
að treysta Rússum? Eru þessir at-
burðir staðfesting þess að vonlaust'
sé að vinna áfram að undirbúningi
ráðstefnu æðstu manna? Til hvers
er að reyna að komast að samkomu
lagi við Rússa eftir svo ljósa sönn
un þess, að heitum þeirra verður
ekki treyst?
Nauðsyn á skilningi
Eftir dauða Staiíns ■ag etnkum
eftir að Krustjoff hafði fordæmt
Stjórnarháttu hans, áleit fólk um
allan heim, og ekki sízt í löndum
kommúnista, að nú mætti búast
við mannúðlegra stjórnarfari.
Allt virtist staðíesta þetta. Heim
sóknir til Sovétríkjanna og frá
þeim urðu æ algengari, og fólk af
(öllum stigum tók þátt í þeim.
j Rússneskum listaraönnum var
| innilega fagnað á Vesturlöndum
og vestrænum listamönnum sömu-
| leiðis í Rússlandi. Allt virtist
I stefna í ákjósanlega átt. Og þá
jfeomu fyrirvaralaust fregnirnar af
þessum aftökum, og — það talaði
skýrustu máli — þær bárust fyrst
frá Mosfcva.
Þe&sir menn virðast eins sfeiln-
ingssijóir og iþeir eru grimmir, og
allt athæfi þeirra bendir til þeirr-
ar niðurstöðu, að engin sameigin
leg tunga finnist, er kommúnistar
og aðrir menn geta ræðst við siín á
á miili. En því miður finnst slíkt
mól, og það er mál vetnissprengj-
unnar. Ef við neyðumst til að taia
það mál, verður allur heimur lagð
ur í auðn, jafnt lönd kommúnista
sem annarra.
Þess vegna er nauðsyniegt að
reyna að skilja það, sem hefir
gerzt, jafnvél þótt við getum aldr-
ei fyrirgefið það.
Fólki er orðinn vani að álíta
Sóvétsambandið eina órofa heild.
Þar verðum við aldrei varir við
j deilur eða rökræður andstæðra
stjórnmálaflokka, sem við erum
svo vanir heima fyrir. Allt sem við
sjáum, eru skyndilegir atburðir er
gerast fyrirvaralaust eins og fall
Malenkoffs, síðan Mólotoífs, Sjú-
en okkur berast fregnir af þeim.
Afstaða Kína
skap þeirra, sem eru sanntrúaðir
á málstaðinn. Iívers vegna skyldu
þeir Tito og Gomulka njóta stuðn
ings fyrst þeir eru eikki traustir
fylgismenn málstaðarins? Hvers
vegna skyldi Nagy ekki sæta refs-
ingu fyrst hann freistaði þess að
rjúfa skarð í virki kommúnism-
ans? Hvers vegna skyldi Sýria eða
Egyptaland eða Nepal eða Indland
njóta örlætis Krustjoffs meðan
þrauttryggir kommúnistar eru enn
hjálparþurfi? Og hvers vegna
skyldi Krustjoff reyna að komast
að samkonuilagi við ríki kapítal-
ista þegar kommúnistar eru sjálfir
svo voldugir að þeir geta gleypt'
allan heiminn þegar þeim sjálfum
sýnist?
Vesturveldin hafa heldur ekki
veitt Krustjoff og skoðanafbræðr-
um hans mikinn stuðning. Sex
mánuðir eru liðnir síðan Krust-
joff og Búlganin buðu Vesturveld-
unum til viðræðufundar æðstu
manna. Ákvörðun Rússa um að
leggja niður tilraunir með kjarn-
orkuvopn hefir ekki verið fylgt
eftir af sambærilegri ákvörðun
Vesturlanda.
Þeir kommúnistar, sem telja að
málamiðlun við Vesturl. sé bæði
viturleg og framkvæmanleg, hafá
þess vegna ekki verið færir um að
sýna fram á neinn sigur máli
sínu til stuðnings.
Eins og málin standa er ómögu-
legt að segja fyrir um það, hvort
Krustjoff ber sigur af hólmi úr
þessari deilu eða hvort hann neyð-
ist til að gera miklar tilslakanir
við andstæðinga sína.
Allt frá dauða Stalins hafa and-
stæðar hugmyndir átt í viðureign.
Hugmyndir eru ekki til út af fyrir
sig,. og viðureignin hefir staðið'
milli ólíkra hópa stjórnmála
manna.
Til eru kommúnistar, sem álíts.
að komúnisminn ráði nú svo mörg.
um þjóðlöndum og slíkum fólks-
fjölda að hann geti hér eftir verið Fundur k|arnorku
sjálfum sér nægur, varðveitt sínar fræðinganna
eigin auðlindir og unnið úr þeim.
án þess að sýna umheiminum
nokkra undanlátssemi. Það er eðli
En vegna kynna okkar af þeim
væri heimsknlegt að álykta að
annan innbyrðis sé nokkur vísir
um framkomu þeirra við and'komm
únista. Deilur sem þessar eiga
mjög skylt við innhyrðis trúar-
legt að það skuli einkum vera framkoma ^ kommúnista ^ hver við
Kína, sem heldur þessari hugmynd
fram. Kína þarfnast svo mikils
stuðnings að það æskir þess að öli
sú fjárhagshjálp sem Rússar geta
af hendi látið sé miðuð einungis úeilur, og slíkar eru ævinlega háð
ar grimmiíega og miskunnarlaust.
1. júlí hófust fundir kjarnorku-
sérfræðinga frá vesturlöndum og
löndum kommúnista til þess að
ræða aöferðir við eftirlit með
kjarnorkutilraunum. Starf þess
fundar getur gefið okkur hugmynd
um að hversu miklu leyti unnt er
að eiga skipti við Rússa, að halda
uppi alþjóðlegu eftirliti með gerð-
um samningum. Og þrátt fyrir alla
þá andúð sem dómsmorðin í Ung:
verjalandi hafa vakið með okkur
megum við ekki gefa upp alla von.
Of mikið er í húfi til þess.
Við verðum að vinna með stað-
festu og þolinmæði að friðsamlegri
samhúð og treysta því að síðustu
atburðir séu aðeins tómabundinn
afturkippur í þeirri þróun, sem eft
ir dauða Stalíns virtist hefjast og
stefndi í átt íil beíri tengsla
við þau lönd, sem sýnt hafi komm-
únismanum full'komna hollustu.
Vesturlönd geta ekki komizt und
an sínum ábyrgðarhluta af þessari
þróun. Við höfum neitað að eiga
viðskipti við Kína, og það hefir
gert Kína of háð Sovétríkjunum.
Þess vegna er því haldið fram að
aðeins hinum sanntrúuðu beri
hjálp frá trúarbræðrum sínum.
Lönd eins og Júgóslavía og Pól-
land eða leiðlogar ungversku upp-
reisnarinnar mega því einskis góðs
njóta. Þannig hefir Kína fullkomn
ar efnahagslegar ástæður til að ráð
ast gegn því sem kallað er endur-
skoðunarstefna.
Engin hjálp Vesturlanda
Með örlæti sínu við þjóðir, sem
ekki beyra undir yfirráð kommún-
ista hefir Krustjoff vakið fjand- Sovétríkjanna og Vesturlanda.
JeppabiíreiS ók á ríðandi mann í
Grimsnesi en meiðsli urðu íurðu lítil
Það s’Jýs vildi til síðastliðinn sunnudagsmorgunn við Syðri-
Brú í Grímsnesi, að jeppabifreið ók þar á ríðandi mann og
varpaði bæði hesti og manni til jarðar með þeim afleiðingum
að maðuri.nn meiddist nokkuð.
Slysið varð á níunda tímanum urinn eftir veginum svo að Snæ-
er Snæbjörn Guðmundsson bóndi j björn kastaðist af honum og hlaut
að Syðri-Brú var á ýeiðinni til að slæma byitu, tognaði í baki og
sækja kýr í haga. Á þjóðveginum ! marðist talsvert. Segja sjónarvott-
fyrir neðan túnið á Syðri-iBrú
koffs og loks nú að því er virðist mætti hann jeppabifreið þaðan úr
Susloffs.
Ef þessir atburðir hefðu gerzt
ag undangengnum opinberum á-
! greiningi hefðu þeir ekki komið
! okkur á óvart vegna þess að þá
hefðum við fylgzt með mótun
| þeirra í deiglu umræðnanna. En
sveitinni, sem ekið var með all-
miklum hraða til móts vig hann.
Er bifreiðarstjórinn hugðist víkja
lenti hann í lausamöl í vegarbrún-
inni og missti stjórn á bifreiðinni
með þeim afleiðngum, að hún skall
á manni og hes'ti af miklum krafti.
Iþað, sem gerir okkur ert'iðast um Við áreksturinn endasentist hest-
ar að það hafi verið hrein mildi
að ekki hlauzt' verra af.
Sjúkrabifreið kom á staðinn og
flutti hinn slasaða á sjúkrahúsið
á Selfossi og var líðan hans eftir
atvikum góð i gær- Af bifreiðinni
er það að segja, að hún ók út
af veginum og lenti þar á steinl
og skemmdist nokkuð að framan.