Tíminn - 09.07.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.07.1958, Blaðsíða 7
TÍMINN, miðvikudaginn 9. jiiií 1958. Guðjón Jónsson við skrifpúltið. Ahugamenn og kyrrstöðumenn munu jafnan togast á um félagsmál Rætt viS Guðjón Jónsson bónda í Ási — Þegar ég var sjötugur, sendi Marta Valgerður Jóns- dóttir, ættfræðingur í Reykja vík, tnér ættartölu mína, sem sýnir, að forfeður mínir hafa búið hér í Ási í þrjár aldir. Guðjón Jónsson, bóndi í Ási í Rangárvallasýslu, sat í baðstofu og rabbaðí við fréttamann. Guðjón er fæddur í Bjóluhjáleigu, 9. júlí 1878. Hann verður því áttræður í dag. Foreldrar hans voru þau Guð- rún Filippusdóttir og Jón Eiríks- son, sem fojuggu í Bjóluhjáleigu í 46 ár. Og þar dvaldist Guðjón fram yfir ‘þrítugsaldur að hann fluttist að Ási. Guðjón er kvæntur Ingiríði Ei- ríksdóttur frá Minnivöllum d Land- sveit. Börn þeirra eru: Eiríkur, bóndi í Ási, Hermann,- fuHtrúi, Jón Haukur, trésmiður, Guðrún og Ingveldur, öll búsett í Reykjavík. Sólin var ekki siálfri sér lík — F.vrst þegar ég man eftir mér, sagði'Guðjón, — það var harða vor- ið 1882 — iþá var það þrennt, sem festist í minni mínu. Það, að sólin var svo ógreinileg gegnum niorið; kúla á ba!k við rykmökkinn. Annað það, að það var búið að flytja úr búrinu kyrnur og kagga og láta þess í stað fjóra nautgripi, sem faðir minn hafði tekið í fóstur ofan af Landi. Og það þriðja, að þegar túnin voru orðin græn, þá horfði ég mikið á svartar fannir, sem lágu undan kálgarðinum á Bjólu. Ég 'hafði séð hvítar fannir en ekki svartar. Þet-ta var sandur og mold úr jarðveginum, sem var að blása uppi á Landi. Þá urðu margar jarðir ófoyggilegar í þeirri sveit og þá varð almennt heyleysi, lambadauði og afurðamissir af bú- fé. Þó voru,einstöku bændur, sem voru sjátfum sér nógir og gátu miðlað öðrum. Þýöan á efri hæl — Jarðir föður míns og afa áttu engjar í Safamýri, sem þá var orðin mikið og gott slægjuland. Þangað sóttú um súmarið 1882, auk þeirra, sem þar áttu slægjur, fjöldi bænda úr Holtum og Landsveit og nokkrir af Rangárvöllum. Það var gizkað á, að þaðan hefðu verið fluttir yfir 40 þúsund heybands- hestar um sumarið. Safamýri var þá eins og önnur jörð, illa sprottin mót venju, ‘því það sívmar fór klaki aldrei úr 'herini. Gamlir menn, sem stunduðu heyskap í mýrinni, sövðu að þýðan ihefði verið á efri hæl, þegar þeir stungu oi’firiu niður á endann. En klakinn auðveldaði yfirferð mýrarinnar. Þá var farið yfir flóð og fen, sem annars voru ekki fær skepnum. Það var eina sumarig sem sögur fara af, að Safa mýri hafi verið teigslegin. Einna iengst \'ar sótt í mýrina frá Næfur- holti, efst á Rangárvöllur. Þeir fóru eina ferð á tveim dögum. — Hvað er vitað um myndun Safamýrar? — Sæmundur heitinn Eyjólfs- son, búfræðingur, sem fyrstur manna skrifaði um Safamýri, svO' að ég viti, telur að hún hafi verið lyngmosamýri upphaflega, en þeg- ar Rangá fór að fyllast af sandi og leir að grynnast svo að hún fór að brjóta skörð í bakka sína og flæða vestur yfir mýrina, þá hafi hún breytzt í þetta frjósama engi. Grjófreiðsla og snydduburður — XJrðu ekki spjöll af völdum árinnar, þegar hún fór að flæða vestur yfir? — Það er vitað, að í tíð afa míns, Filippusar Þorsteinssonar, bónda á Bjólu 1801—’85 og til 1923, leitaði áin mjög úr farvegi sínum, svo að árlega varð að hlaða í skörðin, sem hún braut í bakk- ana. Til að verja þessar íhleðslur varð að reiða grjót langar leiðir og láta það straummegin á garð- ana. Og fram yfir 1925 var notazt' við þessa aðferð, því Djúpós fyrir- hleðslan er varin með grjóti. Fjarkastokkur var einn af mörgum ósum, sem flæddu á lönd Þylkk- bæinga. Var hlaðið í hann um alda mótin. Þykkbæingar gerðu það einir og hjálparlaust. Mest af efn- inu var borið á handfoörum, á foak- inu eða í fanginu, bæði af körlum og konum. Ég var þar sem sjálf- boðaliði frá föður mínum. Til að koma í veg fyrir, að snyddan flyti í burtu, komu bændurnir í Þykkva- bænum, hver eftir vilja og mætti; með timbur í svokallaða kláfa, sem voru settir í ósinn og festir með köðluni svo að þeir ílytu ekki í burtu. Kláfarnir voru síðan fylltir af snyddu. — Hvað var ósinn djúpur? — Hann var þrir metrar á dýpt þar sem hann var dýpstur og : breiddin 150 metrar. Það var þrek- : virki að hlaða i hann, ég tel það jafnvel meira þrekvirki en aðhlaða í Djúpós með þeirri tækni, sem : þá var íyrir hendi. i í Störin náði yfir herðakamb j — En Safamýri hefur haft gott af þessum vatnsgangi. — Já, Safamýri var óvanalega frjótt engi, og ég sem var aö smala kindurn í henni, gat auðveldlega hnýtt stararstráin yfir herðakamb- inn á hestinum. Og þegar ég lét hundinn gelta, hoppuðu kindurnar til þess að sjá upp úr grasinu. En þetta var nú í flóðafenjunum. Mýr- in var slæm yfirferðar; einu sinni hleypti ég ofan í og varð að hlaupa tvo kílómetra til að sækja mann- hjálp til að draga hestinn upp úr. Frumstæður aðbúnaður — Þú rnunt hafa stundað sjó- róðra, Guðjón? — Ég var við sjóróðra á opnum skipum um 20 vertíðir. Lengst af í Þorlákshöfn. Fyrstu vertíðirnar í Höfninni var ég í sjóbúð, sem hlaðin var úr torfi og_grjóti, vitan- Iega með torfþaki og einum litlum glugga. Grjótbálkar voru fyrir rúmstæði og með einu borði fyrir. Um rúmaskii voru stoðir, sem báru uppi þakið. Á grjótbálkana var lát- ið hey: þag vildi verða hnúðskjótt' fyrstu næturnar. Maður reyndi að jafna það svoiítið út, — eftir 'það var það ekki hreyft þá vertíð. Tveir lágu í 'hverju rúmi og höfðu skrínurnar fyrir ofan sig við vegg- inn. Annað timbur var þar ekki. Föt, sem maður geikk ekki í dag- lega, voru hengd yfir rúmið; aðrar geymslur voru ekki til. Skinn- klæði, sem voru brók, stakkur og sjóskór, voru hengd á stoðirnar milli rúmanna, bundið snæri utan- um, svo þau flöxuðust ekki til, og svo lak af þessu ofaní flórgólfið. Vildi verða mikill þefur af þessu, , sérstaklega þegar fór að hitna í j veðri að vorinu til. Enginn var i beitukofinn. Það varð að foeita lóð- j ina úti, sem æ var nú æði kald- ; samt verk, en þegar frost var sem I mest, var oft gripið til að fara með ■ lóð og beitu inn í búðina og beita i þar. Það var þó hvorki til þrifn- j aðar né lyfetarbætis. j En þrátt fyrir þennan frum- stæða aðbúnað lei'ð mönnum vel, og allar þessar vertíðir veiktist enginn af mínum skipsfélögum af umgangsveiki eða neinu, sem hægt var að kenna aðbúð og viðurværi. Annars fór aðbúðin smábatnandi. Það voru komnar timburfoúðir og aðrar steyptar með járnþökum í Höfninni, seinast, þegar ég var þar. Við plægingar j — Varstu ekki líka við plæg- Iingar? I — Jú. Vorið 1906 var ég á plæg- i inganámstkeiði í Brautarholti á Kjalarnesi hjá Jóni Jónatanssyni, búfræðing, sem þá var foústjóri hjá þeim Sturlubræðrum. Við vor- j um fimm á námskeiðinu. Svo fór j ég að piægja hjá Búnaðarfélagi Holtamanna, sem náði yfir Holta-, Ása- og Djúpárhrepp. Lika nokkuð á Landi, Rangárvöllum og í Vest- ur-Eyjaf j allahreppi. — Voru menn ekki hrifnir af þessari jarðvinnslutækni? — Misjafnlega. En plægingaaf- köstin þóttu nú ganga vel. Verst var að jafna flögin hér í Holtun- um. Jarðvegurinn seigur, og þá voru engin gagnsherfi. Eg útveg- aði þrjá hesta og verkfærin. Einn hestinn átti sá, sem ég vann hjá að útvega sjálfur, en það vildi ganga misjafnlega. Hestar voru ó- vanir drætti, og ég varð að nota1 mina nokkuð mikið. Fyrir þetta! fékk ég 60 aura á tímann eða 6 krónur á dag, því alltaf var unnið í 10 tíma. Árið 1907 keypti ég sláttuvél,' eina með þeim fyrstu, sem komu hingað. Sló þá mikið hjá öðrum og gerði það lengi síðan. Til dæm- is sló ég á 152 hesta í Safamýri og einurn og sam degi, en það sýn- ir líka grasvöxtinn þar. „Varasöm nýbreytni" — Þú hefur komið mikið við sögu félagsmála í þessu héraði. | — Það er svo litið, að það tekur efcki að minnast á það. Mætti kann- ske drepa á stofnun rjómabúsins á Rauðalæk, þó ég væri ekki við stofnun þess. Á aðalfundi Búnað- arfélags Holtamannahrepps árið 1901, var kosin fimm manna nefnd til að undirbúa stofnun rjómabús. Rjómafoúið var stofnað og byggt árið eftir og tók til starfa þá um sumarið. Það starfaði til 1929 með á annað hundrað þátttakendum, þegar þeir voru flestir. í það fluttu Áshreppingar og Holtamenn og nokkrir af Landi og Rangárvöllum, áður en rjómabú voru stofnuð þar. Meira að segja einn foóndi úr 'Hvol- hreppi, Þorsteinn Thorarensen á Móeiðarhvoli, flutti að Rauðalæk. Yfirleitt var þessari félagsstofn- un vel tekið. Þó mætti hún and- stöðu einstöfcu manna, eins og svo oft vill verða um samtök og við- leitni til framfara. Gest bar að garði foreldra minna, sem taldi þetta „vai'asama nýbreytni“. Ég man svo vel, að hann spurði hvað ætti að hafa við viðbits, þegar búið væri að taka rjómann af heimilun- um. Og nofekrir voru þeir fyrstu árin, sem fluttu ekki í foúin, en þeim fækkaði með árunum, og ég I man ekki eftir að neinn stæði ut- I an við, þegar félagatalan var hæst. Svo fór að draga úr þessu á fyrri stríðsárunum. Kjöt hækkaði í verði og stúlfeur vildu losna við að mjólka ærnar. Sláturfélagið — Sláturfélag Suðurlands er ein þeirra stofnana, sem marka tíma- mót í afurðasölumálunum. Það var stofnað 1907. Ég var einn þátttak- enda hér í Ásahreppi og deildar- j stjóri síðan. Það, sem ég tel, að l'hatfi flýtt fyrir og vakið Skilning I manna á stofnun Sl'áturfélagsins, j var knýjandi nauðsyn til að bæta I úr því erfiða ástandi, sem ríkti í fjársölumálunum. Eftir að tók fyrir útflutning lifandi fjár til Englands, var enginn markaður fyrir siáturfé, en reynslan af hinni þýðingarmiklu starfsemi rjómabú- anna ýtti undir og sannfærði menn um gildi samvinnunnar í þessum afurðasölumálum. Fjöldinn tók þessari málaleitan vel; þó voru ein- stöku menn, sem ekki vildu vera með — kyrrstöðu og afturhalds- menn. Ýmist skeyttu þeir ekki fé- Iaginu eða skrifuðu syni sína fyrir smáþáttt'öku til að eiga þar inn- hlaup, ef þeim lá á, en voru ann- ars lausir allra mála og gátu selt fram hjá félaginu, þegar þeir töldu sér hag í því. Sláturfélagið var stórfyrirtæki á þeirri tíð, nýmæli, sem margir erfiðleifear steðjuðu að. Þó var fjárþröng félagsins til- finnanlegust fyrstu árin. Bank- arnir neituðu að lána þessari stofn un og varð mest að treysta á fórn- fýsi og styrk félagsmanna, sem þá höfðu mjög takmörkuð fjárráð. Sýnir gjörðafoók Ásadeildar, að á árunum 1909—1912 voru félagar á hverjum aðalfundi hváttir til að auka stofnfé sitt, og árið 1912 á- kvað deildarstjórafundur, að helm- ingur af því, sem út átti að borga i af eftirstöðvum f jái’verðsins, skyldi ] leggjast við stofnfé félagsmanna. r Þrifnaður og reglusemi — Að sjálfsögðu var og er stefna 1 og viðleitni Sláturfélagsins nú, að (Framhald a 8. triða A víðavangi Hvað sagði Tíminn um verkföll iðnaðarmanna? í forustugrein Tímans 28. f. m. var m. a. rætt um verkföll iðn- aðarmannafélaganna, sem þá stóðu yfir, en nú er nýlokið. Þar sagði á þessa leið: „Verkíöll þau, sem áðurnefnd iðnaðarfélög hafa hafið, eru reist á því, að þessi félög telja. sig verða að fá leiðréttingu til samræmis við þau iðnaðarfélög, sem eru orðin betur sett. Þetta má vel vera rétt, en óþarft hefði þá vcrið að fara að óskum Sjálf- stæðisflokksins og setja þau á'' svið í sambandi við efnahagsráð- ' stafanir ríkisstjórnarinnar. Það er annars eitt augljósasta dæmið . um glundroðann í kaupgjalds- málunum, að hér standa nær stöð ugt yfir svokölluð samræmingar verkföll. Fram lijá þessu þarf að komast og það á að vera hægt bæði með meira samstarfi at- . vinnurekenda innbyrðis og með meira samstarfi iðnaðarmannafc- laganna sjálfra. Það þarf að koma upp ákveðnum reglum um launa flokkun iðnaðarmanna og þá væri þessi hvimleiðu samræming • arverkföll úr sögunni. Það verða að teljast furðuleg vinnubrögð, að verkföll umræddra iðnaðar- mannafélaga skyldu hafin, án. þess að nokkuð hafi áður veriffi leitað eftir milligöngu sáttasemj ara“. Blekkingar Mbl. Mbl. hefir að undanförnu orðifc tíðrætt um framangreind ummæli Tímans um iðnaðarmannaverk- föllin. Fyrst gerði blaðið það á þann veg, að það taldi Tímann hafa rætt vinsamlega uni kröfur iðnaðarmannafélaganna, en síðán hefir það fært sig meira og mejra upp á skaftið og í forustugréin þess í gær er loks fullyrt, að „á dögunum lýsti Tíminn yfir stuðn ingi við kröfugerðina í liinunr finun verkföllum iðnaðarmanna, sem þá voru að liefjast“. Út af þessari fullyrðingu sinni spinnur Mbl. svo lopann um það, að raun verulega hafi Tíminn staðið að þessum verkföllum og beri ábyrgð á þeim kauphækkunum, sem orðið hafa! Með því að lesa framangreind uinmæli Tímans, geta menn bézt séð blekkinguna, er felst í þess- run fullyrðingum Mbl. En me® þessari blekkingu virðist Mbl. nú ætla að reyna að dylja viðleitni Sjálfstæðismanna til að ýta af stað kaupkröfum og verkföllum og koma sökinni yfir á Tímann og Framsóknarflokkinn! Leikaraskapur íhaldsforkóifanrta í forustugrein Mbl. í gær er ríkisstjórnin allmjög áfelld fyrir það, að hún hafi átt þátt í því að samið var við iðnaðarmanna- félögin um nokkra kauphækkun, því að þetta verði til þess að auka dýrtíðina. Hér mun átt við það, að verðlagsyfirvöldin hafa oröið við tilmælum atvinnurekenda um nokkra breytingu á verðlagn- iugu. Leikurinn, sem forkólfar Sjálf- stæðisflokksins leika nú í þessum málum, er þá orðinn í stuttu máli þessi: Fyrst ýta þeir undir þáð inuan verkalýðsfélaganna, að gerðar séu kaupkröfur og verk- föll, sbr. Verkamannablaðið, sém Mbl. þegir enn um. Þegar at- vinnurekendur hafa svo látið und an og samið, koma forkólfar Sjálfstæðisflokksins fram á sjón arsviðið og segja: Það voru Tím- inn og Framsóknarflokkurinn, sem komu verkföllunum af stað, en ríkisstjórnin, sem lét undan. Sjálfir hafa forkólfar Sjaifstæðis- flokksins hins vegar hvergi nærri kornið! Leikaraskapurinn í þessari framkomu forkólfa Sjálfstæðis- flokksins er svo auðsær, að hann mun ekki dyljast neinum. Og hann mun hvorki verða þeim til vegsauka eða fylgisaukningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.