Tíminn - 23.07.1958, Qupperneq 6

Tíminn - 23.07.1958, Qupperneq 6
6 T í M I N N, miðvikudaginn 23. júlí 1958. Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda iif. Landhelgismálið og Morgunblaðið HÉR í blaðinu hefur nokkuð verið rætt að undan förnu um þær hótanir út- lendlra togaraeigenda, að þeir muni ekki hafa að neinu ákvarðanir íslendinga um útfærslu fiskveiðiland- helginnar, heldur fá her- skipavernd til að halda veið um áfram innan tólf mílna svæðisins. í greinum þeim, sem Tím- inn hefur birt um þetta mál, hefur verið sýnt fram á með glöggum rökum hve ólíkir séu hagsmunir íslendinga og hinna útlendu aðila í þessu sambandi og hve ótví ræður réttur íslendinga sé. Jafnframt hefir því verið lýst, hvílíkt ofbetdi það væri, ef erlend herskip væru lát in brjóta lög og reglur á ís- lendlingum með því að vernda veiðiþjófnað innan í^ienzku fiskWeiþlandlhcjlg- innar. Alveg sérstaklega hefur verið sýnt fram á, hve Bret ar hafa hér miklu minni hagsmuna að gæta en þeir hafa viljað vera láta. TÍMINN hefur oröið þess glöggt var, að þessi málflutn ingur hans hefur fylgi hjá þjóðinni. Hún vill láta halda á þessum málum með rökum og festu eins og Tím- inn hefir gert. Það furðulega hefur hins vegar skeð, að þessi málflutn ingur Tímans virðist hafa komið illa við taugar rit- stjóra Mbl. Þeir tala um, að Tíminn hafi verið með „æsi- skrif“ um málið, skrif Tím- ans hafi einkennst af van- stillingu, málið hafi ekki verið rætt á nógu virðuleg- an hátt og þar fram eftir .götunum. í tilefni af þessu nöldri Mbl., þykir rétt að leggja fyrir það eftirgreinda spurn ingu: Hvað er þaö i um- ræddum skrifum Tímans, sem minnir á æsiskrif og vanstillingu, eða er ekki nógu virðulegt? Meðan Mbl. skýrir þetta ekki nánara, er ekki hægt að ræða það frek ara, enda gerist þess þá ekki þörf, því að með þögninni dæmir Mbl, þá þessi ummæli sín dauð og ómerk. EITT atriði í ummælum Timans, gérir Mbl. sérstak- lega að umræðuefni og hefur tvíprent'að þau upp. Þessi ummæli Tímans hljóða á þes^a leið: „Bandaríkin hafa heitið okkur vernd sinni gegn er- lendum yfirgangi og hafa hér varnarlið i því skyni. Hæit er við að íslendingum þætti sú vernd lítils virði, ef varnarliðið héldi að sér hönd um. á sama tíma og erlend herskip héldu uppi hernaðar aðgerðum gegn íslendingum innan. íslenzkrar fiskveiði- landhelgi.“ Mbl. telur, að Tíminn sé með þessu að hóta Bretum. í þessu er hins vegar aðeins verið að skýra frá staðreynd um, sem vert er að allir aö- ilar geri sér ljósar. Það mun áreiðanlega koma á daginn, aö íslendingum mun ekki þykja vernd Bandaríkjanna mikils virði, ef varnarlið þeirra heldur að sér hönd- um á sama tíma og erlend herskip halda uppi hernað- araðgerðum gegn íslénding- um innan íslenzkrar fisk- veiðilandhelgi. Þetta kom líka glöggt fram í útvarps- erindi Gísla Jónssonar, fyrrv. alþingismanns, er hann hélt 21. þ.m. Það er ekki nema rétt og nauðsynlegt öllum aðilum, að þetta komi ljóst fram í tæka tíð. ÞÁ segir Mbl., að litið samræmi sé í þeim málflutn ingi Tímans, að segja annars vegar að útfærsla fiskveiði- landfhelginnar sé ekldl al- þjóðlegt deilumál og því Atlantshafsbandalaginu ó- viðkomandi, og svo hins veg- ar, að Bandaríkjamenn eigi að hjálpa til að afstýra hern aðaraðgerðum gegn íslend- ingum innan fiskveiðiland- helginnar. í þessum ummælum Tím- ans er engin mótsögn. Það er t.d. ekki alþjóðlegt deilu- mál, hvernig brezk stjórnar- völd ákveða og hagnýta námurnar í Bretlandi. Þaö væri hins vegar alþjóðlegt deilumál, ef erlend ríki sendu her inn í Bretland til þess að hagnýta sér sjálf námurnar. ERLENDIR sérhagsmuna menn halda nú uppi mikl- um hótunum gegn íslend- 'ingum vegna útfærslu fisk- ' veiði 1 a ndh e 1 ginnar. Það er óhjákvæmilegt fyrir fram- gang málsins, að öllum aö- ilum sé gert ljóst, að íslend- ingar muni ekki beygja sig fyrir hótunum. ÚtfÉersla fiskveiðilandhelg innar er svo stórt og aug- Ijóst réttlætismál, að þvi verður fyrr en síöar komið heilu í höfn ,ef íslendingar sjálfir bera gæfu til að standa saman um fram- gang þess. Mesta hættan i málinu er sú, að hinir er- lendu aöilar fari að efast um samstöðu íslendinga og télji sig geta fundið ein- hvern veikan hlekk. Því harðari og óbilgjarnari verða hinir útlendu aðilar, sem þeir telja meiri likur fyrir því, aö einhversstaðar sé bilbug að finna á íslend- ingum. í ÞESSUM efnum er gott að minnast þess, að sum blöð stjórnarandstööunnar hafa lýst fullri samstöðu við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um útfærslu fiskveiðiland- helginnar t. d. Vísir og ís- lendingur. Þessi blöð hafa verið eindregin í bar- áttunni fyrtr viðurkenn- ingu á tólf mílna landhelg- inni. Hinu er hins vegar ekki að neita, að afstaða Morgunblaðsins hefur verið næsta grautarleg. Þar hefir t.d. aldrei veriö gengið eins ákveðið til verks og Vísir og Meirihluti manna vill banna notkun himingeimsins í hernaðartiígangi Menn virðast mjög hlynntir tillögu Eisenhowers forseta um að útiloka væntaniega notkun rúmsins fyrir utan gufuhvolfið í hernaðarlegum 1 iigangi. Að minnsta kosti helmingur þeirra, sem skoð- anakönnunin hafði tal af í tiu löndum Evrópu, Suður-Amer- íku og Asíu, eru því fylgjandi, að stiórnir landa þeirra taki þátt í slíkri hreyfingu. Snemma á þessu ári skrifaði Eisenhower forseti Bandaríkjanna Bulganin þáverandi forsætisráð- herra Rússlands, og fór þess á leit að bönnuð yrði með alþjóða- samþykkt' notkun gervihnatta í, himingeimnum í hernaðarlegum tilgangi. Skilyrði Rússa. Rúmum tveim mánuðum seinna barst loks' svarið frá Sovétríkjun ; um, en í því var sett fram það , skilyrði fil þess að Sovétríkin væru fáanleg til að gerast aðilar 1 að slikri samþykkt, að Bandarikin flyttu herstöðvar sínar af erlendri grund. Einnig var sú krafa sett fram, að Sameinuðu þjóðirnar fengju yfirráðaréttinn yfir himin geiminum svo og ráðstöfunarrétt varðandi erlendar herstöðvar. Málinu lireyft aftur. Jafnvel þótt í rússneska sVarinu væru sett fram skilyrði, sem ekki var hægt að ganga að, og stöðv- uðu framgang hreyfingarinnar til að stemma stigu við flugskeytum í bili, mun málinu vafalaust hreyft aftur á alþjóðavettvangi. Skoðana manna á þessu máli var lcitað í tíu löndum, sem fyrr segir, og þessi spurning lögg fyrir þá: Síðan Sputnik var skotiffi á loft, liefir verið stungið upp'á því, að banna með alþjóðasam- þykkt alla notkun himingeims- ins í hernaðarlegum tilgangi. — Álítið þér, að land yðar ætti að gerast aðili að slíkri samþykkt? Á Norðurlöndunum tveim, sem tóku þátt í skoðanakönnuninni, Danmörk og Svíþjóð, reyndust skoðanir manna næstum sam- hljóða. Rúmlega þrír fjórðu reynd ust hlynntir alþjóðasamþykkt um bann, mjög fáir á móti eða ekki færir um að gera sér grein fyrir málinu. SBEs. Danir mótfallnastir. I skoðanakönnun 21. júní kom i fram, að Danir eru Evrópuþjóða íslendingur hafa gert. Það er áreiðanlegt, að eftir þvi er tekiö, hver er afstaða stærsta blaðsins og aöalmálgagns Sjálfstæðisflokksins. Vafa- laust má þó gera ráð fyrir að ritstjórar Mbl., séu fylgj andi útfærsiunni, en fein-. hver kergja vegna stjórnar- andstöðunnar virðist valda því, að þeir geta ekki einu sinni f l\issu máli staðifc fast með stjórninni. Morgunbiaðið gerði sjálfu sér og þjóöinni mikið gagn með því að ganga hér hreint til verks og lýsa yfir, skýrt og skorinort, fylgi sínu við útfærslu fiskveiðiland- helginnar, og einbeittri and stööu gegn sérhverri ofbeld- istilraun til að hindra fram- kvæmd hennar. Sjái hinir erlendu aðilar það svart á hvítu, að hvergi sé bilbug að finna á íslend- ingum, mun það meira en nokkuð annað flýta fyrir farsælli og ánægjulegri lausn þessa mikla réttlætis- máls. Skot$anakönnun um málið fór fram í tíu lönd- um Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu y:' ■fté.:’ m mótfallnastir því að taka við flug skeytastöðvum, ef til þess kæmi, að Bandaríkjamenn færu fram á leyfi til að setja þær app á danskri grund. Svíar og Danir voru einnig hlynntari afvopnun en nokkrar aðrar Evrópuþjóðir í skoðana- könnun, sem fram fór 14. júní. Sterkasta andstaðan við alþjóða ■samþykkt um bann vig gervihnött um í hernaðarþágu, kom fram hjá tveim Suður-Ameríkuþjóðum, Venuzuela o| Mexíkó. ítalir og Japanar höfðu hæsta tölu þeirra manna sem „vissu ekki“ um málið. Heldur meira en þriðjungur hverr ar þjóðar um sig, gat ekki svarað spurningunni. * Með hverri þjóð voru betur menntaðir hlynntari alþjóðasam- þykktinni. Hér eru til hliðsjónar tölur frá Ítalíu. Fremri dálki verr menntaðir menn, í hinum aftari hinir betur menntuðu: Álíta að ítaiia ætti a’ð taka þátt í . . 48% 68% Ætti ekki að taka þátt 9 13 Vita ekki ... 43 19 3WSTOMAlk Sigurður Jónsson frá Brún, tekur til til máls: „Nú eru góðar fréttir af Velvakanda. Hann er aS eigin sögn hættu- laus hestum og liann ætti að vita það manna bezt, býður enda vottorð annarra manna (senni- lega dómbærra) ef rangt yrði. Hann er svo vel gefinn til hrossa að hann lærir taumhald ó einni ellefu tíma ferð, þótt miklum hluta þessarar mjög ríðandi þjoð- ar entíst ekki aldurinn til þess á meðan það var stundað sem starfsatriði, og þetta er nokkuð annað en hin handlýjandi aðferð klaufanna, sem ólmast á taum- unum eins og geðvond fiskifæla keipaði í fáfiski, og sem ég í heimsku minni hélt að blaðamað- urinn hefði beitt og taldi mega ráða af sárum öxlum aumingja mannsins. Nú trúi ég orðum Velvakanda um ómeiddan hest hans og biö hann að fengnum upplýsingum fyrir- gefningar á — ekki einasta orð- um mínum óþægilegum, heldur meira að segja á legió iUra hugs- ana, sem ég allar skal eta ofan í mig aftur, — jafnt rituð orð sem óskráð — að svo miklu leyti, sem þau snúast að saklausum mönn- um eins og Velvakandi er. En vondir hestleigjendur eru fleiri til en góðir fararstjórar, og illa hestíeigjendur skyldu orð mín hitt hafa og það illúðlegar en von er til að þeim hafi lekizt. Tii þeirra nota fylgi ég ritsmíð minni eftir fram fyrir hestarétt ef með þarf, þótt ýmsa harðneskju telji ég hrossum tilvinnandi að þola ef um er að ræða annaðhvort við- hald kynstofnsins eða niðurskurð fullan. Þannig vita allir að hross- um er ekki nógu vel sinnt um vetur, hrafcatiðir og hunigurkafiar eru of oft létnir óbættir, eigend- um og umráðendum lirossannn til tjóns og smánar, auk þjáninga skepnannai. mun samt ósannað að sjálfræði og sumarsæla stóðsins borgi ekki voik vetrarins, einksr.- lega ef enn fer batnandi fóðrup, svo sem verið hefir með allan bú- stofn fyrirfarandi áratugi. I'n leiguhestar í skemmtifer'öum misvandaðra manna, eru brjóst- umkennanlegar skepnur, jafuvel yfir sumar, og eiga sér enga vissu fyrjr endurgjaldi á vetri fyr ir kjaftsæri, liðabilanir, sina- skeiðabólgu, gjarðsæri eða-venni- bólur ilirar meðferöar nýliðinn dag, nú eða hin næsta. Nú er ég hætíur að hafa áhrif á iíð- an nokkurrar hrossskepnu nema ef ta’kast mætti með unitali um nýja eða forna frammistöðu þess eða hins, en þótt bæta mætti um þekkin.gu mfna á hrossum, lag við það og geðró áður en mér sæmdt hestamannsheiti, þá iieli ég of oft hesta notið til að sjá eftir mér og orðaleppum mínum þeim til varnar við vondum k,iu n- um — það eins þótt óvinsældir kosti, — o-g enn riða margir við beizlisstengur með sexföldu eða áttföldu ótaki og beita þeim sum- ir óvægtlega, því verður manni (Framhald á 8. síðu) I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.