Tíminn - 17.08.1958, Síða 6

Tíminn - 17.08.1958, Síða 6
6 T í M I N N, sunmutaginn 17. ágúst 1958j Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við' Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Bandarikjamenn hefja tilraunir til að senda eldflaugar til tunglsins Nýr áfangi EINS og blöð og útvarp hafa skýrt frá, er nú fyrsta framleiöslan af íslenzku sem enti kominn á markaðinn. Þeir, sem það mega gerst um vita, telja að hér sé um fyrsta flokks vöru að ræða. Þetta er mikil frétt og góð. En tíminn líður hratt, einn atburðurinn rekur annan og mönnum finnst, að þeir hafi um margt að hugsa. Vill það stundum leiða til þess, að við veitum því, sem eftirtektar verðast er, ekki þá athygli sem skyldi. En með fram- leiðslu íslenzks áburðar og nú sementsins, hefir náðst svo merkilegur áfangi í sókn þjóðarinnar fram til meiri viðurkenningar og betri lífs kjara, að full ástæða er til að staldra ögn við og gera sér nokkra grein fyrir því, hvað hér hefir áunnizt. Prá upphafi íslandsbyggð ar og fram til síðustu ára- tuga, bjó þjóðin við þann húsakost, sem hægt var, að miklu leyti, að koma upp af efnum, er til voru í landinu sjálfu, torfi og grjóti. Timb- ur féllst einnig alltaf nokk- uð til ,bæði á meðan skógur- inn entist og svo rekaviður. Bæir þessir og hús voru að vísu ódýr á nútíma mæli- kyaiða, bæði af því, að efn- ið þurfti sjaldan að kaupa, og vinnuaflið var og ekki í háu verði. En ókostir þeirra voru einnig margir. Þau voru köld að vetrinum en ó- þarflega hlý á sumrum, dimm, loftlítil og lek. Þótti það því mikil búningsbót, er unnið timbur og þakjárn tók að flytjast til landsins í nokkrum mæli og menn gátu farið að nota það til bygg- inga. Brátt kom þó í Ijós, að hin nýju timburhús stóðu um margt ekkert framar gömlu bæjunum. Þau voru að visu bjartari og skemmti- legri i umgengni, en þá einn ig oft kaldari enda miklum mun erfiðara að hita þau upp en torfbæina, með þeirri hitunartækni, sém þá var til að dreifa. SVO gekk steinöld hin nýja í garð einnig hér úti á hjara veraldar. Til eru í gömlum hagskýrslum heim- ildir fyrir því, að árið 1864 hafi í fyrsta sinn í sögu ís- lands, verið flutt hingað sem ent, 33 tunnur. Svo leið og beið þar til árið 1895. Þá réð- ist óvenju stórhuga umbóta maður, Jóhann Eyjólfsson, bóndi í Sveinatungu, í það stói-virki, að byggja fyrsta steinsteypuhús á íslandi. Síð an hefir steinsteypan jafnt og þétt rutt sér til rúms og er nú naumast byggt, svo heitið geti, úr öðru efni á landi hér. Því fór aö sjálfsögðu fjarri að steinhús þau, sem byggð voru fram eftir þessari öld, væru gallalaus. Ekki er nóg að hafa gott efni í höndum, það þarf líka að kunna að nota það. En eins og nú er komið þekkingu manna á meðferð sementsins til bygg inga og er völ á góðu ein- angrunarefni, er óhætt að fullyrða, aö þau steinhús, sem reist eru á íslandi í dag taka á allan hátt fram hin um eldri gerðum húsa, svo þar kemur enginn samjöfnuð ur til greina. Árlegur innflutningur okk ar á sementi nú undanfarið hefir numið nær 30 millj. kr. Talið er að hin nýja verk smiðja muni geta framleitt um 100 þús. tonn á ári, en s. 1. ár voru flutt inn um 77 þús. tonn. Innflutningur okk ar á sementi á því að vera að baki. Ljóst er, að um verulegan gjaldeyrissparnað er hér að ræða, þótt aíborganir og vextir af erlendum lánum til yerksmiðjunnar nemi dálitlu nú um sinn. ÍSLENZKA þjóðin er ekki fjölmennari en borgarkríli úti í hinum stóra heimi. Fyrir einum 14 árum endur heimtum við sjálfstæði okk ar eftir hartnær 7 alda á- þján. Framtíö okkar sem frjálsrar þjóöar, er ekki hvað sízt undir þvi komin, að við getum staðið á eig- in fótum efnalega. Hin nýja stóriðja,. sem væntanlega er aðeins upphaf frekari fram kvæmda á því sviði, er þýð- ingarmikill þáttur í þeirri viðleitni. Engin þjóð lifir á brauði einu saman. Þótt gömlu bæ- irnir væru ekki þess háttar hibýli, að eftirsóknarvert þyki að búa í þeim nú, voru þar þó sköpuð þau verðmæti, er bezt hafa enzt okkur til andlegs þroska og stjórnar- farslegs sjálfsforæðis. Sú æska, sem nú vex upp í landinu, býr í björtum og hlýjum húsum, hefir nóga peninga og margs konar önn ur þægindi, sem þeir, er nú eru á miðjum aldri og þaðan af meiri, áttu aðeins í draumi í ungdómi sínum. Hún hefir einnig tekið frels ið í arf. Nú er komið að henni að varðveita þaö, sem áunnizt hefir, auka það og tryggja. Og þeim mun ríkari er sú skylda, sem hin ytri kjör eru betri. HVERS konar framfarir hafa veriö svo stórstígar hér landi á undanförnum árum að undrum sætir. íslending ar, sem fóru af landi burt fyrir 30 árum og koma nú á ný, þekkja ekki lengur um- hverfið. Byggingar þær sem þá voru við líði, sjást ekki lengur, en í staðinn eru risir ný hús og glæsileg jafnt hið innra sem ytra. Ræktun hef ir margfaldast, skipastóll stóraukist og batnaö o. s. frv. En þó höfum viö enn sem komið er að mestu leyti að- eins verið að búa okkur und ir að geta notfært okkur til nokkurrar hlýtar þá mögu- leika, sem búa í landinu sjálfu og hafinu umhverfis. það. Hagnýting þeirra mögu leika er það landnám, sem bíður íslenzkrar æsku. I Nú er um það rætt, að Bandaríkin muni reyna að senda eldflaug ti! tunglsins á næstunni. Þegar í síðust viku Höfðu Bandaríkin yfir a ráða eldflaug, er hentaði t: fararinnar og höfðu þar me komizt fram úr Rússum þessu sviði. Sömuleiðis átt Bandaríkjamenn þrjú gerv tungl í geiminum á móti ein tungli Rússa. En verða Band ríkjamenn á undan Rússur til tunglsins? — Bandarísk tímaritið U. S. News & Worl Report hefir lagt nokkra spurningar um þessi mál fy ir ráðamenn í Bandaríkjur um. Fara þessar spurninga og svörin við þeim hér á eft ir í lauslegri þýðingu. Er hernaðaryfirvöldum Banda- ríkjanna alvara að ætla sér að skjóta eldílaug til mánans? — Vissulega. Nú hefir verið gerð áætlunúm fimm tilraunir, og verður hin fvrsta væntanlega gcrð fyrir mið.ian ágúst cg siðrn live'r af annarri á 28 daga fresti næstu 5 mánuði. Er ætlunin að eldflaugin lendi á sjálfu tunglinu? — Nei. Stefnt er að því að kom- ast sem næst tunglinu,----- sem lengst inn fyrir 50.000 mí'lna fjar- lægð. Tilgangurinn er að koma hylki með ýmsum maelitækjum svo nærri tunglinu, að unnt væri að rannsaka það gaumgæfilega. Vís- indamenn ná betri árangri ef eld- flaugin fer hjá tugnlinu en ef hún lendir á því sjálfu. Miklir erfiðleikar Hvað eru miklar líkur til að þetta takist? — Um það bil einn á móti líu i fimm fyrstu tilraununum, segja sér fræðingar. Lang erfiðast er að fá hylkið með mælitækjum til að hringsóla umhverfis tunglið — en ef það lækist, væri ti'lganginum líka full'ÍÐomlega Fyrst um sinn ver^ur þó ekki Ient á tunglinu af vísindalegum ástæðum TungliS, — reynt verSur að komast sem næst því. Hvers vegna eru svona litlar lík- ur á árangri? — Þetta eru nokkrir erfiðleikar, sem við er að etja: Hver eldflaug og tækjahvlki eru samsett af meira en 300.000 hlutum. Ef einhver þess ara hluta bilar eða bregzt, getur það orðið til þess að öll tilraunin mistakist. Aðeins fjórir dagar í mánuði eru hentugir til tilraun- anna, Það er þegar tunglið er næst jörðu. Og hvern þessara daga er að eins um fáar mínútur að ræða, þegar eru raunverulega góð skil- yrði til að skjóta eidflauginni. Augnabliks töf á síðustu stundu get^ir orðið til að fresta þurfi til- rauninni um einn dag. Fern s’lík mistök, — og nýtt tækifæri gefst ekki fyrr en að mánuði liðnum. Eru fleiri erfiðleikar í veginum? — Sennilega. Og margt er óþekkt 1 þessu máli. Enginn veit með fullri vissu, hvort skeyti þau, er send verða til jarðar úr nágrenni tunglsins, muni ná alla leið. Eða hvort þau verða skiljanleg, ef þau komast til jarðar. Margháttaðar upplýsingar Hvers konar upplýsingar eru iað, sem sælzt er eftir með slíkri yrirhöfn og kostnaði? — Þær eru tvenns konar. í .'-rsta lagi vill varnarmálaráðuneyt ð komast á snoðir um hvers kon- r eldflaugar komizt til mánans og ivers konar stjórnar og eftirlits sé þörf. Sömuleiðis hvers' konar mæli- tæki og tækjahylki reynist bezt. í öðru lagi þarfnast vísindamenn margháttaðs fróðleiks um sjálft tunglið. Hefir það segulsvið eins og jörðin? Verður það fyrir loft- steinum? Hvaða hitastig er þar? Og hvernig lítur bakhlið mánans út, — hliðin, scm menn hafa aldrei séð? Hvernig verða svör fengin við öllúm þessum spurningum? — Með mælitækjum í tæk.ja- hylkinu um það, sem varðar tungl- ið. Með ratsjáreftirliti og firð- svörum frá eldflaugunum hvað varðar sjálfar þær. Sérstök sjón- varpsmyndavél hefir verið gerð, er taka mun myndir af bakhlið tungls- ins og senda þær til jarðar. Það verða grófgerðar myndir — aðeins 'hvít og svört strik — en á þeim koma fram fjallgarðar, gígar og sléttur. Hver er yfirmaður þessarar starf- semi? — Starfið er hluti af framlagi Bandarfkjanna til hins alþjóðlega jarðeðlis'fræðrárs. Það er rekið af rannsóknarnefnd varnarmálaráðu- neytisins undir stjórn Roy W. Johnsons. Hvar koma fiughcrinn og herinn til sögunnar? — Þessir aðilar leggja til eld- flaugarnar, se.m skotið verður til tunglsins. Við fyrstu þrjár tilraun- irnar verður notuð Thor-Abte eld (Framhald af 7. síðu). Thor-Aöle flugSKe, ■ t>. u verður notað við fyrstu tilraunlrnar. | Á SKOTSPÓNUM í lok næsta mánaðar munu sennilega fjórir íslendingar fara til Nýju Delhi á Indlandi og sækja þar ársfund Al- þjóðabankans og gjaldeyrissjóðsins . . Þessir menn eru Gylfi Þ. Gíslason, Vilhjálmur Þór, Thor Thors og Péfur Benediktsson . en þeir eru aðalmenn og varamenn í stjórn þessara stofnana Alþjóðabankinn kostar þessi ferðaiög eins og annarra stjórnarmanna, er sækja þessa fundi . Ekki mun þó enn fullráðið, hvort Thor Tliors fer þessa ferð, þar sem komið hefir trl orða, að hann verði forseti allsherjarþings S. Þ. og fundir þess verða þá byrjaðir í ráði er að efna til sögulegrar skólasýn- ingar í júní 1959 til minningar um Jón Þorkelsson, Skál- holtsrektor . Uppgripaafli hefir verið hjá íslenzkum togurum á nýjum miðum við Nýfundnaland. . hafa fengið fullfermi af karfa á tveim sólarhringum.... Fylkh- hinn nýi togari þeirra bræðra Auðunssona kom með 310 lestir eftir tveggja daga veiðar . . Skipin eru hálfan fimmta sólarhring frá Reykjavík á miðin.... Fólksflutningar á áætlunarleiðum langferðabíla hafa stórlega aukizt í sumar, einkum i næturferðunum milli Reykjavíkur og Akureyrar og verður oft að senda tvo bíla Leikfélag Reykjavíkur hefir í atliugun að setja á svið í haust leikritið Beðið eftir Godot eftir írska skáld- ið Samuel Becket . . .leikritið er skrifað á frönsku, en. höfundur hefir sjálfur þýtt það á ensku . Indriði G. Þorsteinsson hefir þýtt leikritið úr ensku . Leikrit þetta er nýstárlegt og sýning þess hér mundi teljast merkur leikhúsviðburður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.