Tíminn - 17.08.1958, Qupperneq 7

Tíminn - 17.08.1958, Qupperneq 7
T í MIN N, suimuðaginn 17. ágúst 1958. 7 SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Flugufréttir og hótanir, sem eiga að skjóta íslendingum skelk í bringu - Aðstaðan er önnur nú en 1662 - Hvað gerist, ef Bretar heita vopnavaldi? - Treyst á sanisgirni og rétisýni nágranna- þjóðanna - Engin frjáls þjóð semur um sjálfsagðan rétt sinn - Ólík afstaða til Sovétríkjanea og íslands - Athyglisverðar slaðreyndir varðandi virkjunina við Efra-Sog Rét.tur hálfur mánuður er nú eftir þangað til að reglugerðin um út'færslu fiskveiðilandhelginnar te'kur gildi. Enn er ekki til fulls skorið úr því, hvort íslendingar verða fyrir þann tíma búnir að fá viðurkenningu nágrannaþjóð- anna á réftti sínum, en bersýni- legt er, að togaraeigendur í Bret landi og víðar vinna nú að því eftir megni, ag þessi viðurkenn ing verði ekki veitt, en í staðinn verði Islendingar beittir vopna- valdi og herskip látin vernda veiðiþjófnað erlendra togara inn an íslenzku fiskveiðilandhelginn- innar. Ef svo ótrúlega færi, væri það í fyi-sta sinn í sögunni, sem fiskiskip nvtu herskipaverndar til að stunda veiðiþjófnað! Slíkur ræningjah'ábtur hefði jafnvel þótt furðulegur á 18. öld. Flestir munu því meira enn ófúsir til að trúa því, ag hann eigi eftir að gerast á 20. öldiimi. Laugsennilegast verður því að telja það, að þær fregnir, $em nú birtast í erlendum blöðum uni bernaðarundirbúning brezku stjórnarinnar á íslandsniiðum, séu runnar undan rótum brezki-a togaraeígenda og eigi að hafa þann tilgang að hræða íslend- inga til undanláts í landhelgis- málunum. IHeð því að beina þannig fallbyssuhlaupununi að íslendingum, megi enn á ný láta svipaðan atburð gerast og í Kópa vogi 1662. En þeir góðu menn, sem að þess um fréttaflutningi standa, gleyma því, að ártalið nú er 1958 en ekki 1662. Aðstáða íslands til að halda á rétti srnum er önnur nú en 1662. Almenningsálitið í heiniin- um hefir nú miklu meiri áhrif á ganga mála en þá. Nýlendukúgun er nær hvarvetna á undanhaldi. ísland or bæði aðili að Atlants- hafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum. Voldugasta herveldi lieimsins hefir heit'ið íslandi vernd sinni og hefir í því s.kyni herlið í landinu. ^ Ef Bretar beita vopnavaldi Eins og þegar hefir verið sagt hér að undan', er útilokað að Ieggja noíkkurn trúnað á það, að. brezka stjórnin láti togaraeigend- ur liafa sig fil þess að beita vopna valdi til að verja veiðiþjófa inn an íiskveiðilandhelgi íslands. En segjum ati, að hún geri það. Hvaða afleiðingar myndi það hafa? Eftirfarandi myndi þá koma í Ijós: Allar yfirlýsingar Breta um að virða rétt og frelsi smáþjóða, reyndust markleysa ein. Ef Atl antshafsbandalagið gripi ekki í taumana og hindraði þetta of- beldi, myndi þaff koma áþreifan lega í ljós, að allt tal um hinn háleita tilgang þess sem vernd ára smáþjóffa, væri hjóm eitt. Þaff reyndist ekki einu sinni fært um aff verja smáþjóð á umráffa- svæði sínu fyrir vopnuffu of- beldi. Ef Baudaríkhi létu þetta ofbeldi viffgangast, þrátt fyrir loforff sitt um að vernda ísland, kæmi ómótmælanlega i ljós, aff verndaryfirlýsingar þess væru ekki mikilsvirffi. Allt myndi þetta verffa hiff bezta vatn á myllu heimskommúntsnians, er hugsast gæti. Ef Macmillan og Sehvyn Lloyd vildu gera koinnt únistum gagn, gætu þeir vafa- laust ekki (gripiff til annars áhrifa meiri ráffs en aff béítá felendinga franiangreindu ofbeldi. En hing aff til hefirveriff álitiff allt anu Mynd þessi er frá virkjuninni, sem nú er aS rísa við Efra öog, en hornsteinn hennar var lagður í gaer, Afhyglis- verf er, að þótt hún sé sameign ríkisins og Reykjavíkurbæiar, hefir ríkið eitf útvegað. allt fjármagnið til hennar. að unt þá en að þeir vildu þjóna fulla viðurkenningu áður en koinmúnismanum. Hvert yrði svo framhald þessa leiks? Bretar gætu vitanlega kúg- að íslendinga nokkra hrið. En íramkoma þeirra myndi vekja svo mikla andúð og fyrirlitningu í heiminum, að þeir myndu ekki gera það lengi. ísland myndi fyrr en seinna hrósa glæsilegum sigri sem hin vopnIausa þjóð, er hefði sigrað mikið herveldi, vegna þess að þeir höfðu rét'tinn sín megin, og íslendingar hcfðu manndóm og frelsishug til að láta ekki ofbeld ið beygja sig. Treyst á sanngirni nágrannajjjó^anna Það, sem hér hefir verið rakið, eru aðeins. liklegar afleiðingar þess, sem verða myridi, ef Bretar gripu til þess ráðs að beita okk ur vopnavaldi. En áreiðanlega trú ir enginn íslendingur því í dag, að fil þess muni koma. íslendingar hafa ofmikið á'Iit á réttsýni og hýggindum Bi-eia til þess, að þeir trúi þvi, að slíkt eigi eftir að gerast. Vopnabrak brezkra togara eigenda munu því engu breyta um þá ákvörðun íslendinga að halda fast á rétti sínum í þessu mikla örlagamáli. í lengstu lög verður að vænta þess', að nágrannaþjóðir okkar viðurkenni hinn sjálfsagða rétt íslands. Af fulllrúum íslands ur nú kappsamlega unnið að því að afla málinu skilnings og viður- kennignar annarra þjóða. Alveg sérstaklega vinnur fulltrúi okkar hjá NATO að þessu máli og ræðir um það við fulltrúa annarra bandalagsríkja okkar þar. í þeim viðræðum er það að sjálfsögðu skýrt tekið fram, að íslendingar séu ekki til viðtals um sjálfa víð- áttu fiskveiðilandhelginnar, en hins vegar vilji þeir gjarnan vita, hvaða hugmyndir bandalagsþjóðir okkar gera sér um lausn málsins, svo að íslendingar geti gert grein fyrir afstöðu sinni til slíkra til- lagna, ef einhverjar eru. Enn einu sinni skal það endur- tekið, að íslendingar treysta því í lengstu lög, að nágrannaþjóðir þeirra láti, þegar á reynir, sann- girni og rétt'sýni sljórna gerðum sínum og því liafi hin nýja ís- lenzka fiskveiðilandhelgi hiotið hinn l. september rennur upp. Samningar, sem ekki koma til greir_a Af hálfu ymsa.r a.- istæðinga ís lendinga í bessu máli og jafnvel fleiri, er þeim nokkuð legið á hálsi fyrir það að vilja ekki semja við nágrannaþjóðirnar imi víð- áttu fiskveiðilandhelginnar. Þessu sama var einnig haldið fram, þeg ar fiskveiðilandihelgin var færð út 1952. Bæði þá og nú hafa ís lendingar hafnað slíkum samn- ingum. Rökin, sem íslendingar hafa fært fvrir þcssari synjun sinni, eru augljós og ótvíræð. í báðum tilfellum hefir útfætrslain verið miðuð við það, sem íslendingar telja óívíræðan rétt sinn sam- kvæmt rikjandi aiþjóðavenjum og lögum og ráðandi áliti í heiminum. Engin sjálfstæð þjóð semur um það, scm hún telur þannig ótví- ræðan i-étt sinn. Hún gerir það þó að 'srálfsögðu ena síður, þegar afkoma hennar og framtíð byggj -asf alveg á því, að hún hagnýti sdr þennán rclf og haldi fast á honum. V’^wkenning, sem ekki má veita Við skulum segja, að 1952 hefði verið Jailist á það að hefja samn inga u:n það við Breta og fleiri þjóðir, hver víðátta íslenzku fisk veiöilandhelginnar ætti að vera. Ef íslondingar hefðu viðurkennt' þetta, heíðu þeir a. m. k. óbeint viðurkennt, að þeir ættu ekki ein hliða réíl til, þeirrar útfærslu, sem þá var ákveðin. Aðrar þjóðir hefðu síöðvunarvald í því sam- bandi. Ef öðrum þjóðum hefði þannig verið afhent stöðvunarvald í málinu, má alveg fullvíst telja, að enn hefði ekki fengist fram sú útfærsla, sem gerð var 1952, og nú er orðin viðurkennd. Nákvæmlegá hin sama yrði nið urstaöan nú, ef við féllumsi á það, að hefja samninga um sjáifa víð- áttu fiskveiðilandhelginnar. f því fælist viðurkenning, að við hefð um ekki einhliða rétt til að ákveða sjálfir útfærslu í tólf mílur. Með þvi myndum við afhenda öðrum þjóðum stöðvunawéttinn Stærð íslenzku fiskveiðilandhelginnar yrði eftir það háð samkomulagi við þær, eða m. ö . o. háð geðþótta og vilja þeirra. Réttur, sem ekki má láta aí hendi Vafalaust lítur það vel út í aug- um ýmissa, þegar andstæðingar okkar eru að tala um, að við eig- um að s'emja við þá um víðáttu sjálfrar landhelginnar. Það !í*ur oftast vel út, þegar óskað er eftir samningum. Niðurstaðan verður hins vegar oft önnur, þegar málið er skoðað niður í kjölinn. Þá kem- ur stundum í ljós, að óskin um samninga og samkomulag er reist á grímukiæddri viðleitni til yfir- gangs. í umræddu tilfelTi eru and- stæðingar okkar raunverulega að fara fram á það, að við afhendum þeim rétt, sem við eigum, og þeir fái stöðvunarvald, sem þeir hafa ekki samkvæmt alþjóðlegum regl um og venjum. Þess ber svo að gæta, að hér er verið að gera kröíur til íslands, sem ekki hafa verið gerðar til ann- arra þjóða. Nær undantekningar- laust hafa þjóðirnar ákveðið víð- át'tu landhelgi sinnar einhliða í samræmi við það, sem þær hafa áilitið sér nauðsynlegt og talið sig hafa rétt til samkvæmt alþjóðleg um reglum og venjum. ísland væri að skammta sér annan og minni rétt en aðrar þjóðir hafa í þessum efnum, ef það afsalaði sér þessum einhliða rétti sír.um. Engin þjóð hefir þó "aunverulega ríkari ástæðu til þess' en íslendingar að halda fast á þessum rétti sínum, og þá alveg sérstaklega hvað fisk- veiðarnar snertir. Önnur atriði landhelgismálsins hafa íslendingar verið fúsir til að ræða við nágrannaj-íki sín eft- ir venjuleguin diplómatískum leið Ólík afstaíJa til Sovét- ríkjanna og Islands Glöiggt er það líka af ýmsu, að þær kröfur, sem hér eru gerðar til íslendinga, s'tafa af því, að þeir eru taldir minnimáttar en aðrar þjóðir. Þetta sóst glöggt af hinni gerólíku afstöðu Breta til Sovót- ríkjanna annars vegar og íslands hins vegar í sambandi við land- helgismálið. Bretar eða aðrar þjóð ir hafa ekki svo kunnugt sé farið fram á það við Rússa að tekhiru væru upp samningar um að Rúss-ar minnkuðu landlhelgi sína úr tólf mílum. í stað þess hafa Bretar farið bónarveg að Rússum og feng ið með saimningi við þá leyfi til að mega láta togara sína veiða á', vissu svæði innan hinnar yfirlýstu ólf mílna landhelgi Sovétríkjanna. Það væri vitanlega allt annað ef að hinir erlendu aðilar bæðu ís- land um slíkt leyfi, en að fara fram -á samninga um það hver landhelgi íslands eigi að vera. Með þessu er þó vitanlega ekki verið að segja það, að við myndum veita slíkt leyfi að dæmi Rú'ssa. Ef nágrannaþjóðir okkar tækju- eðlilegt til'lit til réttinda oklcar og aTgerrar sérstöðu í sambandi viff fiskveiðarnar, ættu þær vissulega. i að viðurkenna rétt okkar til aff.,? hafa ekki minni fiskveiðilandhelgi en Sovétríkin. Við nánari athugun' hljóta þau Hka að sjá, að það tekur sig ekki vel út, ef þau reyna að beita íslendinga vopnavaldi og við- skiptaþvingunum til að neyða þá' til að falla frá landhelgi, sem So- vétríkin hafa nú með góðu sam-, þykki þeirra. Virkjunin við Efra-Sog f gær var lagður hornsteinn... hinnar nýju virkjunar við Efra-i Sog. í því sambandi er mikil 1 ástæða til að minnast þess sigursl þegar núv. ríkisstjórn tókst að út- vega lán tii þessarar nauðsynlegu framkvæmdar eftir að ríkisstjórn Óíafs Thors hafði reynt það árang- urslaust í þrjú ár. Hefði þetta ekki tekizt, myndi bæði áburðarverk- smiðjan og sementsverksmiðjan hafa stöðvazt að mestu eða öllu innan lítils tíma. Athyglisvert er líka að rifja það upp, að þótt hin nýja virkjun sé sameign ríkisins og Reykjavíkur- bæjar, hefir rikið útvegað allt fé t'il hennar en Reykjavíkurbær ekki neitt. Það sýnir bezt, hver fjár- hagur Reykjavíkurbæjar er í raun og veru og dregur vissulega upp aðra mynd af honum en þá, sem birtist í íhaldsblöðunum. En þess- ari mynd má örugglega treys.ta, því að hún er veruleikinn sjálfur. Myndarlegar gjaf ir til sjúkrahúss Akraness Sjúkrahúsi Akraness hafa að undanförnu borizt þessar gjáfir: Átthagafélag A'kraness d Reykjavík kr. 5.000,00 H. Þ. — 1.000,00 Ragnheiður Guðbjarts- dóttir, Hjarðarfelli — 500,00 Ingibjörg Halldórsd. og Magnús Halldórs- son, Kirkjubr. 22 — .000,00 Kverifélag Akraness — söfnun 7. apríl s.l. — Þar af var . gjöf frá hjónunum Guðrúnu Einars- dóttur og Sigur- jóni Sigurðssyni, Suðurgötu 18, kr. 11.193,21 — -v 676,21 Margrét Ólafsdóttir og Eyjólfur Búa- son, Suðurbraut 15 —■ >00,00 Ingvar Þorleifsson, Kirkjubr. 30 — 50,00 Kvenfélagið Björk, Skilmannahr. o.fl. — - .>00,00 Ýmsar minningar- gjafir í Sjúkra- skýlissjóð Akra- ness frá 1. jan. til 1. júlí s.l. — 20.475,00 Alls kr. 05.301,21

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.