Tíminn - 06.09.1958, Blaðsíða 1
*flWAR TÍMANS ERU:
Afgreiðstan 12323 Auglýsingar 19523
Rifstjórn og skrifstofur
1 83 00
Blaðamenn eftir kl. 19:
18361 — 18302 — 18303 — 18304
Premfsmiðian eftir kl. 17, 13948.
42. árangur. :
Reykjavík, laugardaginn 6. september 1958.
Sumarh'átíð á Snæfellsnesi, bls. 5.
íslenzk þrautseigja mim sigra
brezka þráann, bls. 6.
Lítil hugvekja, bls. 7.
197. blað.
Frelsishetja „úthafsins“ heiðruð
Danska stjórnin lætur undan kröíu Færeyinga:
Leitar eftir, að landhelgissamn-
ingurinn við Breta falli úr gildi
Aic
Þessii mynd bírtist í danska blaðinu Politiken i fyrradag og er eftir teikn-
ara blaðsins. Hún á að sýna brezkan generál, sem kemur heim slopptnn
lífs úr* stórstríðinu við að verja ,,úthafið‘' við ísland og er sæmdur nýrri
heiðursorðu fyrir afrekin. Nýja orðan sést lengst vil hægri, og auðvitað
er hún í þorsklíki.
Landhelgisbrotin halda
áfram en togarar færri
Stormur fyrir Austurlandi. — VarÖskipin halda
áfram aft fylgjast með ferÖum togaranna
Brezkir togarar héldu enn uppteknum hætti í gær að
bjástra við landhelgisveiðar, en heldur virðist ganga treglega
að halda þeim við botnsköfurnar. Hafði landhelgisbrjótum að
mirmsta kosti ekki fjölgað í gær. Ekkert fararsnið sést enn á
hers'kipunum.
Járnbrautarslys
Svíþjóð
NTB-Falun í SHþjóð, 5. sept.
Fimm mans biðu bana og að
minnsta kosti 13 meiddust, er
járnbrautarslys varð nokkuð frá
bænum Falum í Sviþjóð. Þ.arna
rákust á sporvagn, sein var full-
ur af skólabörnum á leið heim til
sín, og olíuknúinn eimreiðar-
vagn. Eimreiðin var á mikilli
ferð, svo mikilli að eimreiðhi
þeytti sporvagninum yfir sig og
lenti hann ofan á þak eimreiðar-
inrnr, injög laskaður. Ökumaður
sporvagnsins og þrjú börn biðu
bana og einn maðnr að auki. —
Eimreiðin var í tilraunaferð og
voru í henni nokkrir sérfræðing-
ar.
Yfir hvers lík verður
gengið að lokum?
N'I'B-Nieósíu, 5. sept. Bretar verða
áð ganga yfir lík 450 þús grísku
mælandi Kýpurbúa, ef þeir ætla
að koma frurn núverandi áætlun
sinni um stjórnarhætti á eynni,
segir í bældingi, sem dreift var í
Nicósíu í dag. Þetta muni þó aldrei
verða, því að fyrr muni Kýpur
búar ganga yfir lik allra Breta
á eynni. — Þá yar tilkynnt. á Kýp
ur í dag, að landstjórinn Sir Hugh
Foot væri farinn til Lundúna til
viðræðna við stjórnina þar.
Danir óttast annarsvegar að missa Færeyjar
i
en hins vegar viðskiptastríð af hálfu Breta
NTB-Kaiipmannahöfn, 5. september. — Danska ríkisstjórn-
in hefir sent brezku stjórninni orðsendingu og farið þess á
leit, að numinn verði úr gildi samningur sá, sem Bretar og
Danir gerðu með sér 1955 um landhelgi Færeyja og gilda átti
til 10 ára. Segir í orðsendingunni, að forsendur hans séu nú
svo breyttar, að hann fái ehki lengur staðizt. Mælzt er til að
samningaviðræður hefjist innan fárra daga.
Tekur við af Godd-
ard lávarði
NTB-Lundúnum, 5. sept. — Hu-
bert Lister Parker lávarður hefir
verið skipaður yfirdómari við Old
Bailey-dómslólinn í Lundúnum,
en það er æðsta dómarastaða í
Englandi. Hann tekur við af God-
dard lávarði, sem víðfrægur varð
í þessu embætti.
Segir i fregnum, að danska
stjórnin hafi ekki séð sér aðra leið
færa í máli þessu eftir að tilgangs
lausar voru tilraunir hennar til
þess að fá kallað .saman ráðherra
fund í Nato, en nú þykir sýnt, að
ekkert verði úr þeirri hugmynd.
Viðbúnaður Dana.
Undanfarna dag hefir danska
stjórnin setið marga fundi um
landhelgismálið. Fregnir þær sem
stjórnin fékk frá lögmanni Fær
eeyja eiga að hafa sannfært liana
um, að ekki væri lengur stætt á
því fyrir Dani, að sitja auðum
höndum og gera ekki frekari til-
raunir til að styðja kröfu Fær
éýinga úín T2 ‘ sjomilna fiskveiði
landholgi, eftir að fslendingar
liöfðu framkvæmt sína stækkun.
Þegar stjórnin hafði kvatt saman
utanrlkismálanefnd þingsins og síð
ar formenn allra stjórnmálaflokk
anna til ráðagerða um málið, var
loks tekin ákvörðun um að senda
áðurnefnda orðsendingu. Flutti H.
C. Hansen forsætisráðherra grein
argerð um mál þetta síðdegis í
dag í danska útvarpið.
Gremja vaxandi í Færeyjttm.
Lögmaður Færeyinga mun hafa
tilkynnt dönsku stjórninni, að þar
væri vaxandi ólga i mönnum yfir
aðgerðaleysi dönsku stjórnarinnar.
1 Færeyingar teldu að lífsöryggi
sitt væri í hættu, ef fiskveiðiland
helgin yrði ekki færð út. Erlendir
togarar myndu flykkjast á mið
þeirra og urga þar upp allan fisk.
íslehzku varðskipin héldu á-
fraTr eftirliti sínu, staðarákvörð-
unum togara að veiðum innan 12
milna línunnar og söfnun sönnun-
argagna sern fyrr, en herskipin
eltu og gættu þess að þau kæm-
ust ekki að hlið togaranna. Komu
þau jafran í veg fyrir það, að
hægi, væri að setja menn um borð
og taka togarana.
í -ærkvöldi barst blaðinu eftir-
farandi fréttatilkynning f'rá land-
helgjsgæzlunni:
„Fyrir Austfjörðum hefir
brezkum togurum a- m. k. ekki
fjÖlgað innan landhelginnar í
Stormur og flóð
á Grikklandi
NTB-Aþenu, 5. sept. Átta manns
hafa látið lífið á Grikklandi síð-
ustu tvo daga í stormum og flóð-
um, sem þar hafa herjað. Hefir og
hlotizt af mikið tjón á eignum og
m'annvirkjum, segir í tilkynningu
gríska innanríkisráðuneytisins.
dag, enda naumast togveður
leiiigur, því að nijög er tekið að
hvessa á sunnan. Herskipiu liafa
breytt yfir fallbyssur sínar.
Birgðaskipig Black Ranger er
út af Þistilfirði á austurleið.
Tundurspillirinn Lagos bætt
ist síðdegis i dag' í lióp brezku
lierskipanna fyrir austan. Einn
brezki togaraskipstjórinn heyrð
ist segja kl. 16.30 í samtali við
herskipið Eastbourne, að hánn
færi nú til Færeyja, og skipstjóri
á öðrum brezkum togara kvaðst
engan svefn liafa fengið í 48 klst.
Fyrir Vestfjörðum er allt svip
að og áður. Fimm brezkir togar
ar voru í drig' út af Straumnesi
fyrir utan iandhelgi og' var einn
þeirra bilafur. Var freigátan
Palliser að aðstoða Iiaiin við við
gerðina. Ilafði Paliiser gefið tog
uruiium fyrirmæli uiii að lialda
sig' utan landlielgi í bili vegna
þess að freigátan gæti ekki veitt
þeim aðstoð meðan hún væri a®
aðstoða bila'ða togarann.
Út áf Patreksfjarðarflóa er lier
skipið Russel og fimiii brezkir
toigarar á sömu slóðum innan
landlielgi.“
Mendes-France ræðst harkalega gegn
stjórnarskráruppkasti de Gaulles -
MetS því sé stefnt atS einræíi í Frakklandi
NTB-Parrí, 5. sept. — Fyrsta meiriháttar árásin, sem hin
nýja stjórnarskrá de Gaulle verður fyrir 1 Frakklandi, var
gerð í dag af fyrrverandi forsætisráðherra Pierre Mendes-
France. Hélt hann blaðamannafund í dag og kvað fast að orði
um hina nýju stjórnarskrá, sem þjóðaratkvæði fer fram um
28. þessa mánaðar.
I konar einvaldskonungur, sem gæti
Mendes-France var einn af dygg farið flestu því fram er hann vilcli.
ustu fylgismönnum de Gaulles á Með uppkasti þessu væri verið að
stríðsárunum og segist enn bera koma á stjórnskipun í landinu, er
fyrir honum mikla virðingu og 1 nálgaðist einræðisstjórn.
ekki gruna hann beinlínis um að
hyggja á launráð við franska lýð-
veldið. En hann hefir samt orðið
Ekki fyrir einn mann.
Hann kvas það fásinnu, að búa
einn aí harðvítugustú andstæðing til stjórnarskrá, sem aðeins væri
um hershöfðingjans eftir valda-
töku hans síðastliðið vor.
Hættulegt, hættuieigt.
Mendes-France lýsti stjórnar-
skráruppkastinu svo, að það væri
hættulegt fyrir landið, hættulegt
fyrir lýðræði í Frakklandi. Hann
hélt því fram, að samkvæmt stjórn
arskrá þessari yrði forsetinn eins
sniðin fyrir einhvern tiltekinn ein
stakan mann, en svo væri í þessu
tilfelli. Hfin væri við það miðuð
að henta de Gaulle sjálfum í for
setastól. Hann lofaði því, að stjórn
málamenn þeir, sem nú beita sér
gegn samþykkt þessa stjórnar-
skrái'uppkasts, skyldu semja ann
að nýtt einíalt og ótvírætt, ef þjóð
in felldi uppkast de Gaulles.
Sú hætta væri fyrir hendi, að Fær
eyingar sameinuðust um að segja
slitifj stjórnmálatengslum við Dan
mörku, ef ekki væri fylgt eft'ir
kröfu þeirra til fiskimiðanna.
Jafnvel þeir .stjórnmálaflokkar, er
vilja fara vægilega í sakirnar gagn
vart Dönum, eru í miklum vanda
staddir, þar eð feosningar fara
fram í Færeyjum í nóvember n. k.
Ummæli blaða.
Að því er íslenzka útvarpið
hafði eftir fréttaritara sinum
sferifa dönsk blöð mikið um mál
ið. Berlingske Tidende segir, að
nauðsynlegt sé að fella samning
inn frá 1955 úr gildi, þar eð ann
ars sé ekki unnt ag tryggja hags
muni danskra þegna við Færeyjar.
Blaðið rekur tilraunir dönsku
stjórnarinnar til að kom af stað
samningum um málið. Stjórnin
hafi eftir, að lögþing Færeyja sam
þykkti útfærslu fiskveiðilandihelgi
í 12 sjómílur, farið fram á samn
inga um málið við dönsku stjórn
ina. Hún hafi svarað því, að þeir
væru ekki tímabærir, fyrr en séð
væri hvernig færi um stækkun
fiskveiðilandhelgi við ísland.
j Blaðið bendir á, að Danir
(Framhald á 2. síðu)
Vopnaviðskipti
með orðskviðum
Salómons
Útvarpið skýrði frá því í gær
samkvæmt erlendum fréttum, að
Anderson generáil á Eastbourne
og yfirmaður brezku lierdeildar-
innar við ísland, liefði endað
skýrslu sijna til brezka hennála-
ráðuneytisins um atburði síðustu
daga með þessari tilvitnun í orðs
kviði Salóinons:
„Þegar óguðlegum fjölgar, fjölg-
ar og misgjörSum, en réttlátir
munu horfa á fall þeirra".
(Orðskv. Sal. 29. kafli 16. vers).
Þegar Eiríkur Kristófersson,
skipherra á Þór, heyrði þessa
herskýrslu, sendi hann útvarpinil
skeyti á þá luiid, að hann svar-
aði með animrri tilvitnun í ovðs-
kviðina á þessa lund:
„Því að til einskis liggur netið
út þanið, í augsýn allra fleygra
fugla, og slikir menn sitja um
sitt eigið líf, liggja í launsátri
fyrir sjálfum sér, þannig fer öll-
um þeim, sem fíknir eru í rang-
fenginn gróða: Fíknin verður
þeim að fjörlesti".
(Orðskv. Sal. 17. kafli 19. vers).
Það nmn ýmsum finiiast, að
hér sé breyting til batnaðar og
hér eftir ættu Bretar og íslend-
ingar aðeins að berjast me'ð orðs
kviðum Salómons.