Tíminn - 04.10.1958, Qupperneq 5

Tíminn - 04.10.1958, Qupperneq 5
TÍMINN, laugardaginn 4. októher 1958. * í dag er merkisdagur í sögu íslenzkrar lagakennslu. í dag eru rétt fimmtíu ár liðin frá því lagaskólinn tók til starfa og eiginleg lög- fræðikennsla hófst hér á landi. Þykir mér viðeigandi við þetta tækifæri að minn- ast þessa atburðar með nokkrum orðum. Stofnun lagaskólains' átti sér langan aðdraganda. Alþingi gerði margar ályktanir um það mál, fyrst bænarskrár og síðar laga- frumvörp, en fékk lengi vel enga áheyrn hjá konungsvaldinu, og engum frumvörpum synjaði kon- ungur oftar staðfestingar heldur en einmitt frumvörpum um laga- kennslu á íslandi. Má segja, að lagakennslumálið vælri um nær hálfrar aldar skeið eitt af mestu og varanlegustu ágreinings'efnum Alþingis og dönsku stjórnarinnar. Þegar á fyrsta ráðgjafarþinginu, árið 1845, var borin fram bænar- skrá um stofnun þjóðskóla á ís- Iandi. Bar Jón Sigurðsson fram tillögu þessa á Alþingi eftir á- skorun frá 24 menntamönnum í Kaupmannahöfn, er undirritað höfðu bænarskrána. í bænars'krár tillögu þessari var gert ráð fyrir menntunarskóla handa lögfræð- ignum. TJ|llagan um lagakennsl- una hlaut ekki byr á því þingi. í þeirri tillögu, sem Alþingi af- greiddi í þessu máli, var ekki far- ið fram á, að efnt yrði til laga- kennslu hér á landi. Tíu árum síðar, árið 1855, sam þykkti Alþingi í fyrsta skipti bæn arskrá um lagaskóla á fslandi. Var sú bænarskrá lögð fram af Pétri Péturssyni, síðar biskup.i, en borizt hafði hún honum frá Jóni Sigurðssyni sem sótti ekki iþing það ár, og undirrituð var hún af sautján íslenzkum stúdent um í Kaumannahöfn. Synjað formálalaust Bænarskrá þess'i var m. a. studd þeim rökum, að próf í dönskum lögum væri ónógur undirbúning- ur undir dómarastöðu á íslandi, en ekki mundu fást nógu margir með fullkomnu prófi í lögfræði frá háskólanum í Kaupmannahöfn til hverrar sýslu hér. Réttarvenj- ur og löggjöf væru í ýmsum grein um á annan veg en í Danmörku. íslenzk löggjöf ætti sér sína sögu, er fyllilega verðskuldaði rann- sókn. Landsháttum og hugarfari manna væri öðruvísi háttað hér á landi en 1 Danmörku. Kostnað- ur við að.sækja allai lögfræði- menntun til annarra landa væri lítt viðráðanlegur, en hins vegar gengi það fé ekki út úr landinu, sem varið væri til náms hér heima. Á það var og bent, að áslenzkri lögfræði myndi fengur i innlendri lagakennslu, almenn- ingur myndi fá réttari hugmynd- ir um réttindi og skyldur, margir efnabændur myndu láta sonu sína nema lög, þótt þeir hygðu eigi á embætti síðar, og mundi þetta hafa heillarík áhrif í Alþingi og þar með á löggjöfina. Bænarskrá þessari var synjað formálalaust. Er þar skemmst af að segja, að á hverju ráðgjafarþingi þar á eft ir var samþykkt bænarskrá um stofnun lagaskóla, síðast 1873. Slíkar bænarskrár voru þannig samþykktar á 10 þingum alls, en hlutu enga áheyrn hjá stjórninni. Svo sem vænta mátti lét Al- þingi mál þetta fljótlega til sín taka, eftir að það hafði fengið löggjafarvald með stjórnarskránni 1874. Frumvarp um stofnun laga skóla var strax borið fram á Al- þingi 1875. Var það samþykkt í neðri deild, en fellt í efri deild. Var það frumvarp borið fram af Benedikt Sveinssyni, sýslumanni, er alla tíð síðan fylgdi rnáli þessu allra manna fastas't fram. FrumVarp sitt flutti Benedikt sVö aftur óbreytt 1877, en þá dagaði það uppi. Enn flutti Bene- dikt frumvarp um stofnun laga- ■ skóla á þinginu 1879. Var frum- tvarp það samþykkt af Alþingi með miklum atkvæðamun, en var synjað staðfestingar af konungi. í synjunarástæðum benti ráð- gjafinn m.a, á, áð eftir frumvarp inu eigi nú lögfræðingar frá þess uiii- skóla að hafa aðgang að öll- Lagakennsla á íslandi í 50 ár um lagaembættum á íslandi til jafns' við lögfræðinga frá háskól- anum, en eftir fyrri tillögum hafi hin æðri yfirvalda- og dómara- embætti verið áskilin hinum sið- arnefndu. Stjórnin hafi því síður getað failizt á þessa nýju ákvörð- un Alþingis sem það sé fyrirsjá- anlegt, að af henni mundi leiða, að laganemendur hættu framveg- is að sækja háskólann og verða i vísindalegu tilliti ekki einungis skaðsamlega afskiptir danskri lög- vísi, heldur og almennum áhrif- um Norðurálfunnar í lögfræðileg um og stjórnfræðilegum efnum. Áður fyrr hafi það verið talin meginástæða tjl stofnunar laga- skóla á íslandi, að aðsókn lög- fræðinema til háskólans væri svo lítil, að vanta mundi menn í laga- embættin. Þess'ari ástæðu yrði nú ekki framar borið við, því að nú stunduðu lt)—15 íslendingar laga nám við háskólann í Kaupmanna- höfn. Mætti af þ\d ráða, að eftir nokkur ár yrði tala kandídata orðin meiri 'en svo, að embætti yrðu handa þeim öllum á íslandi fyrst um sinn. Auk þess væri land inu bakaður ónauðsynlegur kostn aður. Meginástæðuna fyrir því, að synja bæri frumvarpinu staðfes't- ingar taldi þó ráðgjafinn þá, að fyrst um sinn væri ógerningur að útvega þá kennslukrafta, sem nauðsynlegir væru til þess, að stofnunin gæti fullnægt þeim kröfum, sem með réttu ætti að gera til hennar. Undi ilta málalokum Alþingi undi illa þessum mála- lokum, sem vonlegt var. En Bene dikt Sveinsson lét síður en. svo hugfallast, heldur gekk hann nú feti framar en fvrr og flutti á þinginu 1881 frumvarp um síofn- un háskóla á íslandi. Flutti Bene- dikt mál sitt af frábærri stiilid. Leiddi hann rök að því, að kennsla í íslenzkri lögfræði við Hafnarháskóla væri aillsendis ó- fullnægjandi. .Síðan segir hann m.a.: „Nú getum vér eftir allt þetta séð svart á hvítu, hvílíka lögfræðimenntun vér höfum feng- ið við háskólann og i annan stað, hvers vér megum vænta í þeim efnum framvegis. Vér villumst frá réttarsögu vorri, hinu fagra lagamáli voru, sterkustu og brýn- ustu kröfu staðhátta vorra og þjóð ernis, en í sþað þess innrætist oss dönsk réttarsaga, dönsk rétt- armeðvitund, danskir mannfélags hættir og skipan í hverja átt sem litið er. Þetta getur verið gott í sjálfu sér, en því er sannarlega ekki skiptandi við þau helgu, dýr- mætu bönd, sem binda oss yið ættjörðu vora eða hvað segir hið löggefandi alþingi um þetta, al- þingi sem staðfestir ár eftir ár og dag eftir dag grúa af sérstök- um íslenzkum lögum? Er til þess kostandi of fjár, velmegun og vel ferð fjölda margra íslendinga? Og getur hið löggefandi alþingi vænzt þess, að það uppfylli skyldu sína við þjóðina, sem raunveru- legt, þjóðlegt löggjafarvald, með þessu fyrirkomulagi, þes'su and- lega, lagalega og stjórnarfarslega öfugstreymi .... Og hver maður í víðri veröld myndi kaila það vís- indalega afturför, þó ungir ís- lendingar legðu niður danska lög- vísi og fengju þjóðlega íslenzka lögvísi í staðinn?.... Og enn segir Benedikt: En nú er þó ó- mögulegt að skiljast svo við þetta mál, að ég ekki háttvirtu löggef- andi fulltriiar íslands, ávarpi yður enn með einu orði. Gætið þess, að hér ræðir um lifsspursmál hins íslenzka þjóðernis, um þjóð- ernisins eigið Ég. Gætið þess', að lög og réttur er hið sterkasta ein- kenni þjóðernisins, sem hún lifir og deyr með, og það fremur en með sjálfu móðurmálinu.* Háskólafrumvarpið 1881 var samþykkt óbreytt í neðri deild en sofnaði í efri deild. Er.nú skjótt af að kegja, að á nær öllum alþingum til aidamóta, var ílutt frúmvarp um lagaskóla eða þá frumvarp um háskóla eða landsskóla í þrem deildum íyrir embættismannaéfni þjóðarinnar. iÉrumvörp þessi urðu stundum ' r Avarp forseta lagadeildar, Oíafs Jóhannes- sonar próf., flutt í lagadeiíd 1. okt. 1958 Próf. ÓLAFUR JÓHANNESSON forseti lagadeildar ekki útrædd, en langoftast voru þau þó samþykkt- af Aiþingi, en var stöðugt synjað staðfestingar af konungi, eða samtals 7 sinn- um, [þ. e. lögum um stofnun laga skóla frá 1879, 1885, 1887, 1895 og 1897. Og lögum um stofnun landsskóla frá 1883 og lögum um stofnun háskóla í Reykjavík frá 1893.] Næst var svo frumvarp um laga skóla flutt á Alþingi 1903. Var það þá flutt af Jóni Magnússyni, síðar forsætisráðherra. Var það frumvarp að mestu samhljóða frunivarpinu frá 1897. Frumvarpið var samþykkt af Alþingi með nokkrum breytingum og hlaut síð an staðfestingu konungs sem lög nr. 3 frá 4. marz 1904 og voru þau önnur lögin í röðinni, er und- irrituð voru af hinum nýskipaða íslandsráðherra, Hannesi Haf- stein. Samkvæmt lögum þessum skyldi lagaskólinn ekki taka til starfa, fyrr en fé væri veitt til hans á fjár- lögum. Varð því nokkur dráttur á, að Jögin kæmu til framkvæmda. A Alþingi 1907 var gerð nokkur breyting á lögunum um lagaskól- ann ,og voru þau síðan, svo breytt, gefin út að nýju sem 1. 38 frá 16. nóv. 1907. Jafnframt var á fjárlög- um fyrir árin 1908 og 9, sem af- greidd voru á Alþingi 1907, veitt fé til skólans. Skólinn settur ] Það var þó ekki fyrr en á miðju ári 1908, að sett var reglugerð um I skólann nr. 107 frá 27. ágúst 1908, er kom í gildi 1. október sama ár, j og þann dag var svo skólinn settur og lagakennsla hófst. Áður en lagaskólinn tæki til starfa, hafði Alþingi þannig á lið- lega hálfri öld samþykkl tíu snin- unt bænarskrá, einu sinni þings- ályktun og níu sinnum lög um laga- k'ennslu á íslandi. Synjunarástæð- ur þær, sem fram voru færðar af hálfu dönsku stjórnarinnar voru í aðalatriðum alltaf þær sömu, og var einkum lögð áherzla á þær tvær; að landið hefði ekki ráð á að greíða kostnað við slíkt skóla- hald, og að ógerlegt mundi reynast að fá að honum hæfa kennara. Það hefði mátt ætla, að lagaskól- anum hefði verið fagnað sem lang- þráðu óskabarni, er hann nú loks- ins tók til starfa, og sigur var unn- inn í þessu gamla baráttumáli. En ekki verður sagt, að mikill fögnuð- ur hafi verið látinn í ljós opinber- lega við þetta tækifæri. Einn þeirra nemenda, sem innritaðist í skólann þetta haust, prófessor Ól- afur Lárusson, hefur í erindi á þessum stað lýst því nokkuð, hverjar móttökur lagaskólinn fékk ftjá stærstu blöðúm landsins. Er það erindi prentað í Úlfljóti 4. tölublaði V. árgangs. Prófessor Ólafur Lárusson segir þar: „Það sýnir nokkuð andrúmsloftíð. bér á þessum tímum, hversu ■ sum blað- anna skýxðu frá setningU'Laga- skólans. Stærsta blað landsins, ísa- fold, gat hennar með þessum orð- um: „Lagaskólinn hafði verið sett- ur 1. okt., þessi sem landsjóður hafði verið látinn launa kennurum við i þrjá mánuði, áður en hann tók til starfa. Það eru þeir Lárus Bjarnason og Einar Arnórsson.“ Hér var svo sem ekki verið að fagna því, að þetta langvinna bar- áttumál loks var komið í höfn. Nei, hið eina, sem þessi frétt þótti gefa tilefni til, voru ávítur til stjórnar- innar fyrir þá óspilunarsemi, að ætla hinum væntanlegu kennurum skólans þriggja mánaða tíma með launum, til þess að búa sig undir starfið. Annað stærsta blaðið, Þjóð ólfur, hafði ekki svo mikið við skólann, að hann minntist einu orði á setningu hans. Skólinn naut augljóslega forstöðumannsins hjá báðum þessum blöðum.“ Þessi voru orð prófessors Ólafs Lárus- sonar. Til skýringar má geta þess, að forstöðumaður lagaskólans Lár- us H. Bjarna'son var einn af að- sópsmestu stjórnmálamönnum á þeirri tíð og einhver skeleggasti baráttu-maður Heimastjórnarflokks ins, en þremur vikurii áður höfðu fram fa-rið einhverjar sögulegustu og hörðustu alþingiskosningar hér á landi. Brautskráði aldrei nemanda Lagaskólinn starfaði aðeins 3 ár, 1908—1911 og brautskráði aldrei neinn nemanda. Fyrsta árið voru kennarar skólans tveir, síðan þrír. Er skólinn tók til starfa, voru innritaðir í hann 6 nemend- ur, en samtals innriluðust í skól- ann á þessum þremur starfsárum 15 nemendur. Lagaskólinn var lil húsa í Þingholtsstræti nr. 28, en hús það brann s.l. vetur, svo sem kunnugt er. Nemendur lagaskól- ans gengu inn í lagadeild Háskóla íslands, er hann var stofnaður árið 1911. Lagadeild Háskólans var beint framhald af lagaskólanum. Kennarar lagaskólans urðu próf- essorar við lagadeildina og fyrstu nemendur lagaskólans luku em- bættisprófi í iögum frá Háskóla íslands vorið 1912, og fór það próf raunar fram eftir reglugerð laga- skólans. Akademisk lagakennsla hefur nú farið fram hér á landi í 50 ár, fyrst 3 ár í lagaskólanum og síðan 47 ár í lagadeild Háskólans. Á því .50 ára tímabili hafa 13 menn gegnt prófessorsembsatti í lög- fræði um lengri eða skemmri tíma. Auk þess 'hafa nokkrir menn haft á hendi aukakennslu eða kennt um stundarsakir við lagadeildina. Auk okkar fjögurra sem nú gegnum prófessorsemibætti við lagadeild- ina, hafa þessir menn verig laga- prófessorar: Lárus H. Bjarnason, sem var forstöðumaður lagaskól- ans og gegndi prófessorsembætti til 1920, er hann var skipaður hæstaréttardómari. Einar Arnórs- son kom að lagaskólanum 1908 og annaðist kennslu við lagadeild- ina þangað til 1932, er hanri var skipaður hæslaréttardómari, að því tímabili þó undanskildu, sem hann gegndi ráðherraembætti frá 1915 til 1. febrúar 1917;, Jón Kristjánsson kom að lagaskólanum 1909 og gegndi prófessorsembætti þangag til hann andaðist seint á árinu 1918. Ólafur Lárusson var settur prófessor á méðan Einar Arnðrsson gegndi ráðherraem- bætti, en var skipaður prófessor í ársbyrjun 1919 eftir fráfall Jóns Kristjánssonar og gegndi prófess- orsembætli til 1955, er 'hann lét af því fyrir aldurssakir. Hefur prófessor Ólafur Lárussop gpgnl prófessorsembætti við iagadeild- ina lengur og hefúri.ltómið roeir við sögu lagakennsþt hér á landi eh nokkúr annár máður. HaiiriÁ’ar meðal fyrstu ne;nrnda;lagaskölans, innHtaðist haustið 1908, er-skól- inn tók til starfa. Prófi lauk bann á fyrsta starfsári Háskóíans voríð 1912, og var í hópi hinna fyrstu laganema, er gengu undir lögfræði próf hér á landi. Er mikil ánægja að sjá hann meðal okkar hér í dag. Magnús Jónsson var skipaður próf essor 1920 og gegndi þvi emhætti þangað til 1934, að undanskildu þó einu ári, er hann var ráðherra. — Bjarni Benediktsson varð prófess- or 1932, en lét af því starfi 1940, er hann varð borgarstjóri. Þórður Eyjólfsson gegndi prófessorsem- bætti frá 1934—36. ísleifur Árna- son gegndi prófessorsemhætti um 12 ára skeið frá 1936 til 1948 og Gunnar Thoroddsen var próféssor frá 1941 til 1947. Öllum þessum mönnuni á laga- kennsla þakkir að gjalda. 405 lögfræðikandidatar brautskráðir Á þessu límabili hafa braut- skráðst samlals 405 lögfræðikandí- datar hér á landi. Tilhögun laganáms og próffyrir- komulag hafa tekið nokkrum toreyt ingum á þessu 50 ára tírriatoili. Yrði of langt mál að ræða það íhér. En í lestrar og kennsluáætlun fyrir lagadeild, sem sarnin var á fyrsta starfsári Háskólans og birt er í Ár- bók Háskólg íslands fyrir ‘háskóla- árið 1912—13 segir svo um tilgang kennslunnar: „Tilgangur kennsl- unnar í lagadeild Háskóla ísl., er að fræða stúdenta, sem hana sækja svo að þeir geti gegnt embættum og öðrum störfum, sem lagakunn- átta útheimtist til. Aðalatriði laga námsins er þó ekki að læra utanað öll gildandi lög landsins. Slíkur lærdómur mundi ofreyna stúdent- ana og kennslan þó ekki ná tií- gangi sínum. Lögin breytast, göm- ul lög eru numin úr gildi og ný lög sett, enda mjög mikilsvarð- andi atriði alveg lögákveðin. Lög- fræðingar verða að geta beitt hin um nýju lögum, engu síður en hinum eldri. Þungamiðja laga- námsins er því ag læra að skilja meginreglur laganna óg affa hugs- un stúdenta um lögfræðilég efni í anda laganna eftir hugsunarréttu samhengi réttarákvæðanna og sam hengi iþeirra við lífið. Jafnframt er auðvitað nauðsynlegt að læra aðalatriði gildandi laga, enda er sá lærdómur undirstaða hinnar eiginlegu lögfræðismenntunar,“ En hvert er þá orðið okkar starf? Hversu hefir til tekizt um lagakennsluna á þessum fimmtíu ára tímabili? Blómaskeið í ísl. lögvísi Si hálfa öld sem liðin er frá því innlend lagakennsla toófst, er óefað mesta blómaskeið í íslenzkri lögvísi. Lögfræði toefur dafnað með margvíslegum toætti. Fleiri og merkari rit um lögfræði hafa verið skráð á íslenzka tungu á þessu tímabili toeldur en nokkru sinni fyrr. Nýir og merkir lagabálkar hafa verig settir á flestum sviðum réttarins, og hafa lögfræðingar eðlilega átt drjúgan tolut, 4 samn- ingu þeirra. Lagamálið hefur verið, bætt og fegrað. Og hvað sem er um okkur, sem nú gegnum kenn- araembætti við lögfræðideildina, þá er víst, að fyrirrennarar okkar á kennarastóli hafa rækilega af- sannað þá mótbáru, sem lengst af var hampað gegn innlendri laga- kennslu —•• ag hér væri ekki völ hæfra kennara. Þeir hafá 'margir hiverjir gert garðinn frægan, ef svo má segja, og hafa át; drjúgan þátt í því, að afla hinni ungu menntastofnun vorri, háskólanuMi, trausts og virðingar, bæði hér á landi og með öðrum þjóðuro. Og þeir, sem laganám hafa stundað, hér á landi, hafa áreiðanlega reynzt hlutgengir-á við eldri lög- fræðinga. Þeir 'hafa áreiðanlega ekki 'hlotið lakara véganesti, én hinir, sem sækja urðu lagamerint- un sína til annari’a landa. Log- fræði tolýtur alltaf öðrum þræði að vera þjóðleg, Kennslþ ;.,i lög- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla. gat því aldrei, hversú góð- sem hún annars var, komið íslenzk um lögfræðingum að fuilúm' not- um. " 1 . í ÞaðJþót'ti viðeigandi, áð iMitSasR: þessa merkisafmælis íslérizkrár (FranihaW‘á 7. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.