Tíminn - 05.12.1958, Side 2
T í MIN N, föstudaginn 5. desember 1958.
'Wéá
^ ^ 'S’ JP I
* SL , ♦ M,
* m í 0? . T . ' ! "
Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, kemur af ríkisráðsfundi,
Lausnarbeiðni ríkisstjórnarinnar
(Framh. af 1. síðu.)
ekkért er ,að gert. Kommúnistar
sem þessu valda, taka vissulega
í sig þunga ábyrgð.
í raun og veru kemur þessi af-
staða kommúnista þó ekki á óvart,
ipegar athugaður er ferill þeirra að
undanförnu. Bersýnilegt hefur ver-
ið jim nokkurt skeið, að innan
iSósíalistaflokksins hafa verið að
verki sterk öfl, sem hafa stefnt
að því að eyðileggja ríkisstjórnina.
Þáttur Einars
Olgeirssonar
Margir leiðtogar koommúnista
voru í upphafi andvígir rlkisstjórn
i.nni. Þeir höfðu heldur kosið að
'-eyna að ná samstarfi við Sjálf-
’Stæðisflokkinn eftir þingkosning-
amar 1956, en ekki fengið því ráð-
áð fyrir hinum frjálslyndari öfl-
im, er stóðu að Albýðubandalag-
inu. Þessir menn með Einar 01-
'eirsson í fararbroddi hafa alltaf
verið andvígir vinstri stjórn, enda
ítt mestan þátt í því, að myndun
vinstri stjórnar hafði ekki tekizt
:im tuttugu ára skeið. f samræmi
ryið þetta, hafa þeir haldið uppi
undstöðu gegn ríkisstjórninni síð-
m hún var mynduð og þó í sívax-
andi mæli eftir að þeim var Ijóst,
að þeir gátu ekki ráðið neinu um
utanríkisstefnu hennar. Greinileg-
ast kom afstaða þeirra í ljós á s.l.
yetri, þegar Einar Olgeirsson
greiddi atkvæði gegn efnahags-
„ögunum og hafði nær hálfa mið-
átjórn 'Sósíalistafl. að baki sér. —
Gíðan hefur Einar notað Þjóðvilj-
ann sem einkamálgagn sitt í bar-
ittunni gegn efnahagslögunum og
víkisstjórninni og hann og félagar
Ihans unnið kappsamlega að því að
ireysta völd sín í Sósíalistaflokkn-
im. Niðurstaðan er :sú, að Einar
og félagar hans hafa trj'ggt sér
völdin í Sósíalistaflokknum og Al-
þýðubandalagið er raunar úr sög-
unni. Af þessum ástæðum hefur
ILúðvík Jósefsson ekki farið dult
með það, að hann myndi ekki
cggja aftur í annað síríð við Einar
)g félaga hans, eins og á s.l. vori.
Eftir að umræður hófust um
ifnahagsmálin í haust, var það líka
orðið augljóst, að Einar stefndi
.narkvisst að því að notg þau til
nð fella stjórnina. Það hefurvhon-
um nú heppnast.
Arangurinn af störfum
stjórnarinnar
Þegar ríkisstjórn Hermanns Jón-
aSsonar kom t'il valda sumaríð 1956,
var komizt svo að orði hér í blað-
inu, að hún: væ'ri tilraún áð koma
á jákvæðu samstarfi vinstri' manna
elíir langvarandi og óheppilegt
sundurlyndi þeirra, sem hafði hlot-
izt af sundrungarstarfi kommún-
ista. Vonin um, að þetta samstarf
gæti heppnast, væri mjög bundin
þvi, að hin frjálslyndari öfl, sem
stóðu að Alþýðubandalaginu, lieldu
áfram að mega sín þar meira en
kommúnistar, eins og þau höfðu
gert í sambandi við stjórnarmynd-
unina.
Vissulega hefur þetta samstarf
vinstri manna borið á margan hátt
góðan árangur. Þrátt fyrir erfiða
aðkomu, hefur verið tryggð næg at-
vinna og meiri framfarir en nokk-
uru sinni fyrr. Hlutur þeirra kaup-
túna og héraða, sem áður urðu
mest, útundan, hefur anjög verið
bættur. Gefst síðar tækifæri til að
gera nánari grein fyrir þessum
störfum stjórnarinnar. Starf henn-
ar hefur ótvírætt sýnt, að samstarf
vinstri aflanna er þjóðinni gagnlegt
og æskilegt. Fall stjórnarinnar
leiðir hins vegar þá staðreynd í
Ijós, að traust samstarf vinstri
manna getur elcki komizt á, ef það
þarf að byggja á meiri eða minni
hlutdeild kommúnista.
Afstaía stjórnar'
andstöííunnar
Svo verður ekki minnzt á þessa
rlkisstjórn, að hlutar stjórnarand-
stöðunnar verði ekki getið að nokk
uru. Aldrei áður fyrr hefur stjórn-
■arandstaða mótazt <af meira úrræða-
ley.si og ábyrgðarleysi en stjórnar-
■andstaða Sjálfst.flokksins á þess-
um tíma. Þannig hefir forusta hans
reynt eftir megni að ýta undir kröf-
ur og verðbólgn á öllum sviðum í
þeirri von, að það gæti torveldað
starf ríkisstjórnarinnar. Út á við
hefur verið rekið ófrægingarstríð
gegn þjóðinni af svipuðum ástæð-
um. Allf hefur verið ófrægt, sem
stjórnin hefur gert, en forðast að
benda á nokkuð í staðinn. .Mikið
má vera, ef forkólfar Sjálfstæðis-
flokksins eiga ekki aðeins eftir að
gjalda þessarar framkomu sinnar
heldur einnig að iðrast hennar sár-
lega.
HvaÖ tskur viÖ?
Að sjálfsögðu mun forseti fslands
nú leitast við að mynda nýja ríkis-
stjórn. Hér skal engu spáð um,
hvernig þær tilraunir muni takast.
Ástandið er hins vegar þannig, þar
sem er yfirvofandi stór dýrtíðar-
alda inn á við og landhelgisstríðið
við Breta út á við, að það ætti að.
hvetja flokkana til ,að sýna sérstaka
ábyrgðartilfinningu og þjóðholl-
ustu, en láta ekki sérhyggju og lýð-
Konulík fannst
á bersvæði
Á 10. tímanum í gær-
morgun gekk maður fram á
konulík skammt frá Héðins-
höfða, en hann er rétt neð-
an við vinnusvæði Almenna
byggingafélagsins. Hann
gerði lögreglunni þegar við-
vart. Lá konulíkið á ber-
svæði er komið var að því.
Líkið er af 36 ára gamalli
konu.
Krufning fór fram í gær
og var ekki vitað með hvaða
hætti dauða konunnar bar
að höndum. Þegar TÍMINN
átti tal af Rannsóknarlög-
reglunni í gær og sögðu þeir
að ekkert væri hægt um
þennan atburð meir að
segja þar sem rannsókn og
krufning stóðu enn yfir, er
síðast fréttist. Nánar verður
skýrt frá þessu máli í blað-
inu á morgun (laugardag).
„Sjoppur“ eru enn tryggir fylgifiskar
barna- og unglingaskóla í Reykjavík
^TilIaga frá ÞórÖi Björnssyni um aft koma í
veg fyrir þetta var samþykkt árií 1954 í
bæjarstjórn, en hefir í engu verið framfylgt
Á fundi bæjarstjórnar í
gær lá fyrir til umræðu breyt-
ing á 2. mgr. 19. gr. lögreglu-
samþykktarinnar, en hún fjall
ar um bann við því að ung-
lingar innan 16 ára aldurs
sæki „sjoppur“ bæjarins eftir
kl. 8 á kvöldin. í sambandi
við umræður um þetta mál
bar Þórður Björnsson fram
fvrirspurn til borgarstjóra, en
hann svaraði ekki eins og svo
oft áður.
Kennir þegar
að hjartanu
kemur
NTB—Lundúnum, 4. des.
Einn af þingmönnum brezka
Verkamannaflokksins Evans
að nafni, hélt ræðu í brezka
þinginu í dag og sakaði hol-
lenzka, belgíska, pólska og
þýzka útgerðarmenn um að
rányrkja fiskimiðin á sunn-
anverðum Norðursjó.
Þessir aðilar neituðu að viður-
kenna þá staðreynd að um ofveiði
væri að ræða og fiskistofnarnir
væru að ganga til þurrðar. Þetta
væri orsökin til þess, að síldveið-
ar hafa brugðizt þriðju vertíðina
í röð við austurströnd Bretlands.
Lagði hann að fiskimálaráðherr-
anum að sjá um að alþjóðleg ráð-
stefna samþykkti takmörkun á
fiskveiðum á þessum, slóðum.
Fiskimálaráðherrann John Hare
sagði, að sérfræðingum bæri
ekki saman um orsökina til þess
að fis'kgengdin við austurströnd
Bretlands hefir minnkað síðustu
árin. Hann tók þó fram, að um
þetta mál yrði fjallað á alþjóð-
legri ráðstefnu fiskifræðinga og
hefst hún í janúar n.k.
Framsóknarvistin
á Akranesi
Framsóknarfélag Akraness lield
ur skemmtisamkomu í félags-
heimili Tcmplara n.k. sunnudag
kl. 8,30.
Spiluð verður Framsóknarvist
og dansað. Aðgöngumiðar verða
seldir á sunnudag í félagsheim-
ilinu frá kl. 4—5 og við inngang-
inn, ef eitthvað verður óselt.
Síðasta Framsóknarvistin fyrir
jól. Öllum heimill aðgangur.
Mætið stundvíslega.
Stjórnin.
skrum leiða sig afvega. Og það
geta liðsmenn Framsóknarflokksins
verið vissir um', að nú sem fyrr,
munu foringjar hans Iáta stjórnast
af því, sem þeir telja þjóðinni
fyrir beztu, hvort sem það er betur
eða verr fallið til vinsælda í svip-
inn. ‘
Þórður gat þess, að árið 1954
hefði í bæjarstjórn verið sam-
þykkt tillaga frá sér þess efnis, að
bæjarstjórn fæli bæjarráði að hafa
eftirlit með því, að ekki yrðu
reistar „sjoppur“ í nágrenni við
barna- eða gagnfræðaskóla. Til-
laga þessi var samþykkt samhljóða
enda er það stórt vandamál, hvern
ig sporna eigi við hinum tíðu set-
um unglinga á hinum margvíslegu
„sjoppum“ þessa bæjar og því
sjálfsagt, að reyna að forðast, að
börn og unglingar hefðu tækifæri
til að hlaupa beint úr skólunum
í „sjoppurnar“.
Nú er það vitað mál, að við
livern barna- og gagnfræðaskóla
er „sjoppa“. Víst má skáka í því
skjólinu, að „sjoppur“ þær, sem
Svar Breta
(Framhald af 12. síðu).
hafi verið lögmæt. Alþjóðalög hafi
ekki verið 'brotin nema að einu
leyti og „það brot framdi Þór með
því að elta Hackness með ólög-
mætum hætti í rúmsjó hinn 12.
nóv. s.l.“ Síðan segir brezka stjórn
in geyma sér allan rétt í þessu
máli og „mótmæli því, sem „prima
facie“ virðist hafa verið ólögmæt
valdbeiting Þórs í rúmsjó“.
í orðsendingunni býðst brezka
stjórnin þó til að „tilraun verði
gerð til þess með aðstoð stjórnar
erindreka að sannprófa gildi þess
framburðar, er styður kæruna á
hendur Hackness".
Leggja fyrir Haag-dómstól.
Þá segist brezka stjórnin telja
að hægt sé að fyrirbyggja að slík-
ir atburðir endurtaki sig með því
að gera bráðabirgðasamkomulag
um fiskveiðar við strendur íslands,
annað livort að loknum samninga
umleitunum eða nieð því að leggja
deiluna fyrir alþjóðadómstólinn
meðan beðið er eftir árangri af
annarri ráðstefnu S.Þ. um réttar-
reglur á hafinu.“
Finnska stjórnin
(Framhald af 12. síðu).
neyti hefir Verið myndað, og gegn-
ir sjálfur embætti utanríkisráð-
herr.a. Talið er, að sljórnarmyndun
muni reynast erfið og taka langan
tíma. Kekkonen forseti byrjaði
þegar viðræður við flokksforingj-
ana.
Að núverándi stjórn stóðu meiri
hluti jafnaðarmannafl. Bænda-
flokkurinn, Hægriflokkurinn og svo
finnski og sænskp þjóðflokkarnir.
Ný stjórnarmyndun beinist nú eink
um að því, að fá klofningsbrotið
úr jafnaðarmannaflokknum, sem
telur 13 þingmenn, einnig inn í
samsteypustjórnina. Einnig er tal-
ið hugsanlegt, að aðalflokkur jafn-
aðarmanna vílci úr stjórninni og
minnihluta brotið komi í staðinn.
Myndi sú stjórn einnig hafa þing-
melrihluta.
Loks er sá mögUleiki, að Fólks-
demókratar eða kommúnistar,
verði teknir í stjórnina. Þeir unnu
á í seinustu kosningum. Allir hin-
ir flokkarnir virðast þó sammála
um, að þetta skuli ekki gert fyrr
en í seinustu lög og sem hreint
neyðarðríæði.
hér um ræðir hafi verið komnar,
áður en tillaga Þórðar náði fram
að ganga, en ef vilji fhaldsins væri
fyrir hendi, hefðu þessar „sjopp-
ur“ við skólana verið lagðar niður,
þar sem einskis er misst. En hvað
sem um þetta má segja, þá er hitt
augljóst, að ekki ætti að reisa
fleiri „sjoppru'11 við skóla, þar sem
fyrir íhendi liggur samþykkt bæjar
stjórnar, sem fyrr getur.
En nú kemur í Ijós, að íhaldið
vill ekki -bera út afstyrmi það,
sem þeir hafa nefnt „frjálsa sam-
keppni“.
Þórður upplýsti þarna á fund-
inum, að við Gnoðavogsgagnfræða
skólann nýja, sem enn er í bygg-
ingu, er verið að reisa eina
„sjoppu“. Ef til vill hafa þessar
byggingarframkvæmdir farið fram
hjá bæjarráði, en þær hafa ekki
farið fram hjá því fólki, sem kem
ur til með að senda börn sín í
Gnoðavogsgagnfræðaskólann.
Fyrh'spm'n Þórðar var á þá leið,
hvernig mætti á því standa, þar
sem tillaga hans hafi verið sam-
þykkt, að þarna væri nú að rísa
upp „sjoppa" gegnt hinum nýjá
skóla. — Gunnar þagði, enda hafa
fæst orð minnsta ábyrgð.
„Landhelgisspilið”
Það tíðkast mjög í Bandáríkjun
um og víðar að notfæra atburði
líðandi stundar og frægar persón-
ur í því skyni að auglýsa upp
vörutegundir. Menn, sem eru fljót-
ir að hugsa, liafa tekið upp þennan
'hátt hér með því að gefa út „Land-
helgisspilið", sem svo er nefnt, og
nötfært sér þar með þann atburð-
inn, sem að vonum hefir verið tíð-
ræddastur hér undanfarið. Spil
þetta er ætláð börnum og ungling
um, og er fólgið í því að hver leik-
maður hefir yfir sínu varðskipi að
ráða, en svo á hann að freista þess
að ná í togara, enslcan auðvitað,
og koma honum til hafnar. Vkðist
spilið fljótt á litið vera hið
'skemmtilegasta, og þar koma fyrir
fræg nöfn úr landhelgisdeilunni,
svo sem King Sol, Northern Foam,
Paynter, H.M.S. Eastbourne, H.M.
S. Lagos, og svo auðvitað íslenzku
varðskipin.
Jólafagnaður
i
Hringsins
Eins og undanfarin ár efnir
kvenfélagið Hringurinn til kaffi-
sölu, jólabazars og leikfangahapp-
drættis í Sjálfstæðkshúsinu n.k.
sunnudag kl. 2 og rennur ágóð-
inn til Barnaspítalasjóðsins, Kaffi-
salan verður með sérstökum jóla-
svip, kökuborðið fagurlega skreytt
cg verður þarna ýmislegt til sölu,
jclavarningur og jólagóðgæti, sem
sem félagskonur hafa bakað.
Þarna verður stofnað til leik-
fangahappdrættis Barnaspítalans
ireð 25 vinninguifi. Fer dráttur
íram kl. 7 á sunnudagskvöldið.
Aðeins verður dregið úr seldum
miðum og kosta þeir 5 krónur. í
sambandi við kaffisölu Hringsins
verður spákona á staðnum, sem
spáir í spil, les í lófa og bolla.
Fjársöfnun til Barnaspítalans
i hefir alltaf gengið mjög vel, og
hafa undirtektir almennings verið'
mjög góðar. Er ekki að efa að
bæjarbúar taki þessari fjáröflun
til Barnaspí’talasjóðs vel nú eins
og jafnan áður.
Norraena félagið
í Reykjavík, efnir til1 kvöldvöku f
Tjarnarkaffi í kvöld kl. 20.30. For-
maður félagsins, Gunnar Thoröddsen
borgarstjóri, segir frá ferð sinni til
Danmerkur í sl. viku. Frú Guðrúii
Tómasdóttir syngur með aðstoð 'dr.
Páls ísólfssonar. Þá er spurningaiþátt-
ur og talnahappdrætti, og að lokum
stignin dans. Aðgangur að kvöldvök-
unni er ókeypis fyrir fólagsmemi og
gesti þeirra. Nýir félagar geta látið
skrá sig við innganginn.