Tíminn - 10.02.1959, Side 5
T í MIN N, þriffjudagiiin 10. fcbrúar 1959.
9
Kári Guðmundsson:
Nokkur orð um meðferð mjólkur
Á Þriðjudag í síðusfu viku
birtist hér í biaðinu grein
eftir Kára Guðmundsson,
mjólkureftiriitsmann ríkis-
ins, um mjóikurframieiðsl-
una hér á landi á síðast-
liðnu ári. í lok greinarinn-
ar ræddi Kári um vöruvönd-
un og fullkomið hreinlæti í
sambandi við meðferð mjólk
urinnar. Benfi hann á ýms
atriði í sambandi við þau
mál, en sökum rúmlevsis í
blaðinu var ekki hægf að
birta greinina í heilu lagi,
og fer niðurlag hennar hér
á eftir.
Nokkuð ber á því, aff mjólkttr-
framleiðendur dæli sjálfir í mjólk
iurkýr penicillini við júgurbólgu
eða öðrtim skyldu-m lyfjum. Sú
iráðstöfun verður að teljast var-
hugaverð, því að stundum er það
gert í óhófi. Afleiðingin getur orð
ið sú, að kýrnar verði ónæmar fyr-
ir lyfinu, þegar msit a riður. Of-
iiotkun þessa lyfs og skyldra lvfja
er mjög varhugaverð, enda ættu
mijólkurframleiðendur ekki að
itota þau nema í samráði við dýra-
lækna eða aðra' kunnáttumenn. Þó
er æskilegast að láta dýralækna
annast slíkar lækningar sem og
aðrar dýralækningar.
Júgurbólgulyf.
Varast ber að hella saman við
sölumjólk mjólk úr þeim kúm,
sem fengið hafa lyf, er borizt geta
í mjólkina, svo sem júgurbólgulyf.
Mjólk úr kúm fyrsttt þrjá sólar-
hringa eftir notkun slíkra lyfja má
alls ekki blanda satnan við sölu-
injólk.
Sótthreinsun fjósa.
Nauðsynlegt er að sótthreinsa
fjósin öðru hverju og alltaf eftir
sjúkdóma. Bezt er að láta sótt-
hreinsunarefnið i dælu og úða síð
an allt fjósið, loft, veggi, bása,
flór og góff.
\ • . ■
Klipping júgm kúnna.
Mikilvæg ráðstöfun til þess að
varna gerlum að komast í mjólk-
ina er að klippa júgur, kvið og
læri. Bezt er að gera það strax,
þegar kýrnar eru teknar inn í hús
að haustlagi. Löng hár vilja klepr-
ast mykju og öðrum óhreinindum
og gera miklu erfiðara fyrir um
að halda kúnum hreinum.
Rannsóknarstofa ein erlendis
hefir komizt að þeirri niðurstöðu,
að svo sem ein fingurbjörg af
mykjuskán þeirri, sem sezt á lær-
in á illa þrifnum kúm, innihaldi
um 4.000 milljónir gerla.
Fötur með mjóu opi.
Fötur með mjóu opi hjálpa til
að koma í veg fyrir, að óhreinindi
falli í mjólkina. Heilbrigðissam-
þykktir sumra borga krefjast
þess, að ekki séu notaðar nema
slíkar fötur við handmjöltun.
Mjaltavélar.
Þótt notaðar séu mjaltavélar, er
cngu að síður nauðsynlegt að þrífa
kýrnar, því að mjaltavélin vinmir
eins og ryksuga. Hún sogar allt
ryk, sent fyrir er, og önnur óhrein-
indi.
Júgurþvottur.
Mikilvægt alriði er það að þvo
spena og júgrið og í kringum það’,
rétt áður en mjólkað er. Þessi
ráðstöfun kernur ekki einungis að
haldi gagnvart gerltun, heldur er
hún beinn tímasparnaður við
mjaltir. Vitað er, að ekkert örvar
kýr eins mikið til þess að selja
og ef júgrið er þvegið úr volgu
vatni. Ágælt er að láta í vatnið
lítið eitt af gerlacyðandi efni.
Um leið og óhreinindin komast
í mjólkina er ógæfan vís.
Víðast hvar er mjólkin síuð á
framleiðslustað til þess að skilja
úr strá og önnur sýnileg óhrein-
indi, en gerlar eru svo smáir, að
þeir fara gegnum hvaða mjólkur-
síu sem er. Höfum því ávallt í
huga, að ógæfan er vís, uni Ieiff og
óhreinindi komast í mjólkina. Þótt
unnt sé að sía frá hin gráfari ó-
hrcinindi, þá verður það þó ekki
gert, fyrr en nokkuð af þeini hefir
leystst upp og blandazt mjólkinni.
Það er of seint að byrgja brunn-
inn, þegar barnið er dottið ofan i
hann.
Sprungur og rifin samskeyti
í mjólkurílátum.
Sprungur og rifin samskeyti i
mjólkurfötum, mjólkurbrúsum, sí-
um og öðrum mjólkurílátum eru
ákjósanlegar vistarverur hvers kon
ar gerlum. Þar una þeir hag sínum,
aukast og margfaldast, af því að
ezrnmmsmmmmmmmm
ekki er hægt að ná til þeirra.
Mjólkurílát.
Sinkhúðuð ílát skal aldrei nola,
t. d. venjulegar vatnsfötur, því að
sink leysist upp í mjólk og myhd-1
ar í henni sölt, sem eru skaðleg
heilsu manna. Enn fremur er erfitt
mjög að þrífa slík ílát, því að yfir-
borð þeirra er svo óslétt.
Sömuleiðis skal aldrei nota gier
uð (emailleruð) ílát, því að gler-
húðin villi brotna og fara í mjólk-
ina. Bezt er að nota ílát úr ryð-
fríu stáli, alúminíiim eða tinhúð-
uðu járni eða stáli.
Baðmullarflóki í síur.
Aldrei skal nota léreft né aðr-
ar tuskur í síur, en nota í þess
stað baðmullarflóka (vattplötur).
Varast skal að sía mikla mjólk
í gegnum sama baðmullarflókann,
því að eftir því-sem meiri óhrein-
indi safnast fyrir í flókanum og
meiri mjólk streymir í gegnum
hann, leysist meira upp af óhrein
indurium, er berasf í mjólkina.
Bezt er að skipta um baðmullar-
flóka sem oftast, meðan á mjöltun
stendur. En höfum ávallt í huga,
að hrein mjólk er betri en hreins-
uð nijólk (síuð mjóik).
Ein aðalorsök mjólkurskenmula.
Óhrein mjólkurílát eru ein aðal-
orsök mjólkurskemmda. Þetta er
svo mikilvægt atriði, að fyllilega
er þess vert, að eyða nokkru rúmi
í að ræða það nánar.
Mjólkurhús.
Við hreinsun mjólkuríláta er á-
ríðandi injög að hafa gott mjólkur-
hús. Varast ber að hafa það í
beinu sambandi við fjósið, þvi að
fryggja verður örugglcga, að fjós-
þefur berizt ékki inn í það. í
mjólkurhúsi þarf að vera útbún,
aður til þvotta á mjólkurílátum,
handlaug, handþurrkur, burstar og
þvottaefni, enn freniur grind til að
hvolfa ílátunum á eftir hreinsun.
Þó er betra að Iiengja þau á vegg.
Þar þarf einnig að vera góð kæli-
þró.
Hreinsun mjólkuríláta.
1. Þegar eftir nijaltir skal skola öll
mjólkurflát með köldu witni til
þess aff skola burt mjólkurleifar.
Hver mínúta, sem mjólk fær aff
þorna í ílátumiin, bukar óþarfa
fyrirhöfn, seni eyðir tíma og
orku. Mjólk er vökvi, en hefir
þó föst efni að geyma, og þessi
efni myndu þétta skáu, og þorni
þau alveg, mynda þau mjólkur-
stein.
2. ílátin skulu síðan þvegin úr
heitu vatni. Bezt er aff nota sápu
tuust livottaefni, svo sem þvotta-
sóda. Sápa hreinsar ekki eins vel
og þvæst ekki heldur vel af. Hún
skilur ávallt eftri þunna húff eða
himnu, og milljónir gerla geta
þrífizt í þeirri iiimnu. Öll ílát
skal þrífa með bursta, en alls
ekki tuskú. Nriuðsynlegt er aff
sjóða burstann eftir hverja notk-
un.
3. Síðan skal skola flátiii með sjóð-
i andi vatni. Það hefir tveuns kon
ar áhrif. í fyrsta lagi skolar það
burt síðustu leifum af mjólkur-
skán og þvottalegi, og eim frem
ur hitar það ílátin svo, að þau
þorna miklu fyrr.
t. Því næst skal hvolfa ílátunum
á grind eða hengja á vegg. Var-
ast skal ,að þurrka ílátin með
klút eða tusku. Þau eiga að
þorna af sjálfu sér.
5. Áður en íujaltir hefjast uæst,
skal skofa íiátiii með gerlaeyð-
andi efni.
Fullkomin kæling
Síðara meginatriðið.
að stöðva vöxt og viðgang gerla,
sem komizt hafa'i mjólkina, er í
því fólgið að kæla mjólkina full-
komlega, því að tííngun gerla er
mjög ör, eins og fyrr segir, i voigri
mjólk.
Þar eð spenvolg mjólk drekkur
í sig hvers konar lykt effa daun, er
áríðandi mjög- að kæla mjólkina
(Framhald á. 8. siðu).
LEIKHÚSMÁL
RæSismaStir íslands á írlandi
teiknar þjóSleikhósbyggingii
Frá leiksíarfseminni í byggftum iandsins
Eins og kunnugt er brann
Abbey-leikhúsið í Dyflinni í júlí-
mánuði 1951 og síðan hefir starf-
semi þjóðleikhússins írska verið
til húsa 1 leiguhúsnæði eða svo-
kölluðu Queens-leikhúsi þar í
borg. Nú hefir verið tilkvnnt að
búið sé að teikna nýj-a leikhús-
byggingu yfir Abbey-leikhús'ið og
verði hún væntanlega tekin í notk
un seint á árinu 1961. Sá sem
gert hefir teikningarnar er einn
kunnasti húsameistari íra, Micha-
el Scott, en hann er einnig ræðis-
maður okkar íslendinga á írlandi.
Sér til aðstoðar fékk hann fransk
an sérfræðing, Pierre Sonrel að
nafni, og nú hafa teikningar
þeii’ra verið samþykktar af írsku
ríkisstjórninni, ilistaráðinu írska
og öðrum, sem um málið hafa
fjaliað.
Nýja leikhúsið verður reist á
rústum lijns gamla og fullgerl
verður það eitt fuUkomnasta og
Akureyri
Leikfélag Akureyrar frumsýnc
í vikunni gamanleikinn Eorríkus:'
fátæklingiu-, en hann er saminrj
eftir skáldsögu Erick Kaster
„Gestir í Miklagarði“ sem fyrs:
birtist hér í blaðinu og síðar kon:,
út í bókarformi undir sama nafni
Leiksljóri er Jóhann Ögmundssor
formaður L.A. Með helztu hlut
verkin fara þau: Kristín Konráðs
dóttir, Guðmundur Gunnarssor
Júlíus Oddsson, Haukur Haralds
son og Anna Þórkcllsdóttir. Næst
verkefni félagsins verður væntar
lega skopleikurinn Deleríum búb
ónis eftir þá bræðurna Jón Múl
og Jónas Árnasyni og mun Flos -
Olafsson, ungur leikari, scm loki
hefir námi frá Leikskóla Þjóðleil:
hússins, setja hann á svið. Síða
í vetur er fyrirhugað að tak
fjórða verkefni vetrarins til inec
ferðar, en ekki hefir verið ti.
kynnt um hyað. það verður.
SviSsmynd úr „Deu Ouppnaeliga", sem sýnt er á Dramaten.
nýtízkulegasta leikhús sinnar
stærðar. Það er gert ráð fyrir
650 sætum fyrir áhorfendur, en
það er 100 sætum fleira en gamla
leikhúsið rúmaði. í því -verða ein-
ar svalir og að baki þeirra verður
salur, líkt og' er í íslenzka Þjóð-
leikhúsinu. Þar er ætlunin að
geyma málverk af þeim, sem mest
an þátt hafa átt í að skapa sögu
leikhússins. Undir viðhafnarsaln-
um er ráðgert að komi annar á-
horfendasalur ásamt leiksviði og
á þetta að verða tilraunaleiksvið
í því skyni aö gefa ungum leik-
ritahöfundum og leikurum tæki-
færi til að kanna getu sína og
þreifa sig áfram Það var tilrauna.
leiksvið i gömlu byggingunni, sem.
var kallað Peacock-leikhúsið og
tók um 100 manns. Nýja tilrauna-
Ieikhúsið verður helmingi stærra.
Auk þess' fær það eigin viðhafnar-
sal, kaffibar og snyrtiherbergi.
í aðalleikhúsinu verður bæði vin-
bar og kaffibar og verður innan-
gengt milli allra þessara sala, ef
hlé verða samtímis í báðum leik-
sviðitm. Franski sérfræðingurinn,
P. Sonrei, fuUyrðir að það hafi
ekki vcrið kastað höndum til þess
ara teikninga og teiur að margir
eigi eftir að taka þær til fyrir-
myndar að öðrum leikhúsum. Þó
að leikhúsið sé að öllu leyti hið
frumlegasta og í samræmi við
i nútíma byggingalist er það iaust
I við iburð og óþarfa tilgerð. Það
er fraraar öllu teiinað fyrir hag-
kvæmt hús fyrir nútíma leikhús-
rekstur. Áætlað er að taka muni
. eitt ár að fullgera allar vinnu-
teikningar og fyrst þegar því er
lokið er hægt að áætla með nokk-
urri vissu hver byggingarkostnað-
urinn verður. Síðan verður strax
hafizt handa og verkinu á aö vera
lokið á tvcimur árum.
Svalbarðsströnd.
Ungmennafélagið Æskan á Sva’.
barðsströnd í Eyiafirði er um þes:
ar mundir að hefia æfingar á skop
leiknum Karólíua snýr sér að leik
listinni eftir Harald Á. Siguxðs'
son.
Ilrafnagil í Eyjafirffi.
Þar verður áður en langt un;
:líður vígt nýtt félagsheimili. og
ætlunin er að sýna við það tæki-
færi alþýðusjónleikinn Mann og
konu eftir samnefndri sögu Jón:
Thoroddscn.
Hornafjörður.
Þar cr verið að undirbúa æfinij-
ar á tveimur leikritum. I llöfi:
er fyrirhugað að sýna Allt fyrir
Maríu eftir Johanes AUen, en imr
sveitinni á að að sýna Landa-
brugg og ást, sem er gamalkunr ■ \,
ur farsi.
Borgai'fjöi'ður eystra.
Borgfirðingai' eystri hafa sýn:
gamanleikinn Góðir eiginmenn
sofa heima í þýðingu frú Ing:
Laxness.
Þórshöfn.
Þar er nýbúið að reisa myndac-
legt félagsbeimiili og nú er þa'
verið að æfa gamanleikinn Græii;
I lyftan el'tir A. Hopwood.
Mosfellssveit.
Ungmennaf élagið Af 1 ur eld i ng
hefir sýnt gamanléikinn Köld ern
kvcnnaráð í Hlégarði og Keflf,-
vík við góðar undirtektir. Leik-
stjóri er Klemenz Jónsson. Nú
verður hlé á sýningum um skeið
vegna þess að einn leikendak Jó-
hann Pálsson, ungur leikari frá
Reykjavík, hefir verið ráðinn ti.
(Framhald á 8. síðu).