Tíminn - 06.03.1959, Qupperneq 7

Tíminn - 06.03.1959, Qupperneq 7
T í MI N N, föstudaginn 6. marz 1959. 7 Áramótavaðall Upplausnarstefna Sá ég gjörla svarlar tvær — sem að við mér blöstu — auka 'heimskur umfram þær eiginlega föstu. J. Þ. I. Áramótagrein Ólafs Thors í Morgunblaðinu sl. gamlaársdag er athygtisverð, meir þó vegna þess að þar stigur fram og vitnar höfuð- paur fjölmennustu stjórnmálasam- ■taka þjóðarinnar, en að þar birtist ný úrræði, né óráð, áður ókunn. Ný sannindi né hið gagnstæða. Greinin skiftist í nokkra kafla og nefnast tveir hinir fyrstu, auk inn- gangsorða, annáll ársins og land- helgi. Báðir eru þeir með hvers- dagsrithætti þess manns, er lætur vaða á súðum, en þegar kemur að þriðja kaflanum, sem helgaður er kjördæmamálinu, aukast boðaföll og bægslagangur að mun. Af samanburði á þingmanna og kjósendatölu Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokkanna í síðustu kosning- um, dregur hann svofellda ályktun: „Annaðhvort varð að breyta þessu hróplega ranglæti eða játa með þögninni og aðgerðaleysi afnámi Jýðræðis í landinu“. I. Þ. kvað einu sinni við lestur álíka plaggs og þessi kjördæma- pistill er: Sá ég gjörla svartar tvær, sem hér við mér blöstu, auka heimsku, umfram þær eiginlcga föstu. Mun 'hér ekki önnur þeirra systra á ferð ,eða er það svo að það sé á færi Ól. Th. að umskrifa ver- aldarsöguna. Hvaða sess vill hann skipa Bretlandi og Bandaríkjunum, er bæði hafa áþekka kjördæmaskip un og ísland og þó talin lýðræðis- ríki öldum saman og til þessa dag? Ég hefi ekki heyrt eða séð þess getið að þar væðu uppi uppbótar- þingmenn svo sem er hér á landi og Sjálfstæðisflakkurinn taldi mik- ið réttlætismál og ávinning, þegar það mál var á baugi. Ólafur veður svo elginn um ó- heillavænlegt ofurveldi Framsókn- ar, er allt byggist á ranglátri kjör- dæmas>kipun, en svo er eins og slái útí fyrir honum og fram kem- -ur beygur. Hann segir: „Við, sem fyrir lýðræðinu og réttlætinu berj- umst, verðum án efa kallaðir svik-. arar og böðlar sveitanna og öðrum slíkum nöfnum“. Ónei, engan veit ég hafa borið sér í munn slík og þvílik orð. Veiðibráðir og skamm- sýnir hafa leiðtogar Sjálfstæðis- flpkksins þótt í þessu máli, sem fleirum, öðrum mönnum fremur óminnugir fyrri árekstra og von- brigða og mun svo lengstum verða. En áfram er haldið og kennir vongleði í látbragði. Hann segir í beinu framhaldi, og nú týrir: „Gallmn er bara sá, að spjót Framsóknar ná ekki til okkar og sær.a ökkur því ekki. Þeir þurfa að stinga í gegnum Hannes Hafstein Pétur á Gautlöndum' — og svo eru taldir -upp nokkrir fleiri, lífs og iiðnir — „áður en oddurinn nær að skeina okkur.“ n. Aí þessu má sjá, að Ólafur er vígreifur maður, en hvaðan kemur honum slik orðgnótt, ekki er þetta norræn orrustulýsing, varla aust- ræn, mé vestræn nema ef vera kynni úr Indíánásögum. Bíðum við. Inni í myrkviði Afríku glampar á spjót og óhugnanleg órusta blasir við. Aftur og aftur veltur mann- grúi. Twala hins blóði stokkna harðstjóra og komings Kúkúana- þjóðarinnar upp að fámennu úrvals liði Grámanna hersveitar — Ignos- is upreisnarforingja og réttborins konungs: „Það var tilkomumikið að sjá þessar braustu hersveitir koma hvað •eftir annað yfir garðana, sem myndazt höi'ðu úr hinum föllnu mönnum úr þeirra hópi; stundum héldu þeir líkum framundan sér, til þess að spjótalög okkar skyldu lenda á þeim, og árangurinn varð ekki annar en sá, að þeirra eigin líkamir urðu eftir og Eftir Ketil Indriðasoii. bénda, Ytrafjalli. juku við haugana, sem sífelt fóru vaxandi" „Námar Salomons kon- ungs“ eftir Piider Haggard. bls. 241—242. Þ.arna höfum við það. Raunar skakkar litillega í samlíkingunni. Hermenn Twala, margfalt fjöl- mennari, höfðu lík eigin manna að hlífiskildi gegn spjótum fáliðaðra óvina, sem voru í betri vigstöðu. Hermenn Thórs, einnig hundmarg- ir, bera látna og lifendur fyrir sig til þess að spjót. hinna hamóðu Framsóknarmanna, þó fáir séu, að eins fimmtán hundruðustu af kjósendum!, stingist. fyrst í gegn- um þá áður en þeir særa hið mjúka hold íhalds og Alþýðuflokksbrodd anna. Þessi ritmennska Ó. Th. rnun mörgum þykja einkar smekkleg, óvíst að lengra verði komizt í þess- ari sne:ru. Þeir menn, er Ólafur ber þarna fyrir sig í lifanda lífi, geta .svarað fyrir sig, hafa sumir þegar gert það, en um þá, sem eru löngu liðnir, kemur mér í hug vísa, sem gerð var hér nyrðra: „Á sér hvorki mál né mátt ■moldin andarsnauða, því er líka löngum grátt leikið við þann dauða.“ Og hér er grár leikur leikinn. Það er með öllu óvíst hvorí þeir menn, sem létu falla fylgisorð við hlut- bundnar kosningar fyrir áratugum hefðu nú stutt að þeim. Svo margt hefur breytzt og brenglazt síðan, gildi þeirra og gagnsemi reynzt tví- eggjað sverð, og er skemmzt að minnast stórviðburðanna. frönsku. Sennilega hefði sú merka þjóð enn búið við óskert lýðræði, ef hún hefði borið gæfu til að þynna ekki kosningarréttinn eins mikið út og gert var. m. Ólafur getur Thors bróður síns að góðu þegar hann telur upp mál-j svara hiutfallskosninga. Hann hef- ir á sínum tíma rökstutt prýðilega tillögu um fá og stór kjördæmi. Ekki skal það véfengt að lýðræðis- og réttlætisá'st eigi síerk ítök með- al ættarinnar. Mætti svo fara að stærri tiðendi spyrðust af þeim bræðrum, ef sigur vinnst, hcr á hala veraldar, sé Thór enn sama sinnis, því þá mun hann ekki una því, og Ólafur enn siður, að önnur skipun ríki á þingi S.Þ. en Alþingi ísl endinga. Það munu áhöld um það réttlæti að ísland hafi sérstakan fulltrúa á þingi S.Þ. og Grímseyingar hafi al- þingismann út af fyrir sig á Al- þingi. Að sjálfsögðu mundu tillög- ur Thorsara ekki miða að réttar- skerðingu dreifbýlisins í veröldinni heldur að réttlæti. Kjördæmi yrðu Ketill Indriðason ekki lögð niður, aðcins sameinuð Norðuiiönd kysu 2—3 þingmenn með hlutbundnum kosningum ís- land innan þessa kjördæmis, og þyrfti engu að kvíða. Stóru bræð- urnir hvort þeir væ.u danskir, norskir eða sænskirð gættu hlutar og hagsniuna þess. Stórveldin fengju að sjálfsögðu nokkra full- trúa hvert. Fjöigað yrði um nokkra tugi samtals. IV. Tvenn klókindi koma fram í •grein Ó. Th. og hvorug giftusam- leg.Önnur þau, að láta sem svo-, að ætlað sé að miklu hærri tala kjós- enda skuli verða á bak við hvern þingmann í þéttbýlinu en strjál- býlinu, — sjá „Þriggja kosta völ“. Þetta þýðir Reykjavík og nágrenni, gegn sveitum landsins og öðrum kauptúnum og bæjarfélögum, Ak- ureyri er þar með komin í strjál- býlið í þessari skilgreiningu, svo segir orðrctt: „Með þessu móti er að minnsta kosti mjög dregið úr hættunni á spillingu klíkuvalds- ins.“ Sjáanlega því sem fylgir ein- menningskjördæmunum að dómi Ó. Th. og samkvæmt þeirri kenn- ingu, ætti klíkuvaldsspillingin að verða þvi minni, sem kjördæmin eru stærri. og hverfa alveg ef land- ið yrði eitt kjördæmi. Því er þó Sjálfstæðisflokkurinn andvígur að sögn Ó. Th. Einkennilegt um svo réttlætis og lýðræðisunnandi menn. Hér er egnt fyrir bændur þá er kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn að þessu, alveg sérstaklega, en einn- ig alla kjósendur breytingaflokk- anna utan Reykjavíkur og nágrenn- is. Á dómgrein þessa fólks vellur nú meir en öllu öðru, hvort lýð- ræði og réttlæti Thorsa-a og banda manna þeiri’a verður á komið eða ekki.Leggi það málinu lið að þessu sinni, gilda atkvæði þess drjúgum minna næst, því ekki þarf að ganga j neinar grafgötur um það að full- nægja alls rcttlætis telst það eittj að hver borgari þjóðfélagsins hafi jafna aðstöðu til kosninga. Reyk-! víkingar eiga ekki að þurfa 'að and- varpa vegna þess að Hólsfjöllung j ar eða Öræfingar séu metnir miklu hæri'a á þá réttarvog en þeir sjálfir. V. Ilin klókindin koma f:am í tíma- valinu. Stjórnarskrármálið hefur legið í salti árum sanian. Allir stjórnmálaflokkar eiga sök áþví. Afsakanir eru til. Hirðuleysi al-, mennings hin fyrri ár. Sívaxandi og fjölgandi vandamál hin síðari, sem nú eru að renna í þann hnút, sem torleystur verður, og dakist ekki að leysa hann, má með sanni segja, að þjóðin hafi snúið sér snöru að hálsi. Það er því orðin lífsnauðsyn að úrræði finnist í efna hagsmálunum. Þetta hefur helzti mörgum verið dulið, en pú eru að verða þáítaskil. Ýmsir þejrra eru farnir að hugsa, og enn fleiri gera kröfur til þess að þeir, sem lengi hafa notið trúnaðar og farið með völd, cg bera því mikinn þunga ábyrgðarinnar, leggi fram sín ráð og tillögu. Stjórn H. J. sýndi nokkra viðleitni þó hún bæri ekki gæfu til samstöðu og legði því nið- ur völd áður kjörtíma lauk.Engum írmn það Ijósara en Ó. Th„ að höf- uðorsök þess hvað henni varð lítið ágengt, var sú, að 3 flokkar stóðu að henni. Hefði Framssóknarflokk- urinn eða Alþýðuflokkurinn feng- ið meiri hluta í síðuslu kosningu, væri nú betur komið á öílum svið- um efnahagsmálanna og raunar flestum öðrum, og meira að segja líkur til þess að skárra væri, þó Sjálfstæðisflokkurinn hefði náð stjórnartaumunum einn. Til stjórn- ar H. J. höfðu forkólfar Sjálfstæð- isflokksins ekkert annað en skæt- ing að leggia, né til þjóðmála yfir- leitt, en affluttu hverja bjargráða- viðleitni, og eins fer nú þegar skjólstæðingar þeirra teljast fyrir ríkisstjörn, úrræðí eru engin önn- ur en þetta heróp: Leitið réttlætis, breytið kjördæmaskipuninni, og þá mun allt annað veitast yður að auki. Að loknum tvennum kosning um birtum við bjargráðin, ef við fáum yfirráðin. Aðstaðan er góð. Undanfæri er ekkert. Annaðhvort. er að þerjast um þetta eina viðkvæma ágreinings mál, eða selja þeim sjálfdæmi, sem hvorki verður treyst til hygginda né réttsýni, og meðan þessu fer fram, rennur snaran að hálsi okkar allra. Berjumst þó. LFramhald á 8. síðu). Nýjar blekkingar iim 5% verðíækkun Maður gæti haldið, að treysta mætti Lesbók Morgunblaðsins til þess að segja rétt frá staðreynd- um. Hún lætur a.m.k. scm hún sé ekki með neinn áróður. En enginn skyldi Irevsta henni. í næst síðustu Lesbók (22. f. m.) er yfirlit um atburði í jan. undir yfirskrift- inni: „Þetta gerðist i janúarmán- uði.“ Þar er þessum „fróðleik“ laumað inn: „Rikisstjórnin lagði fram á Al- þingi frumvnrp um stöðvun verð- bólgunnar. — — — Laun skulu lækka um 5%, en tilsvarandi lækk un skal verða á vöruverði--------- Lögin tóku gildi um mánaðamót og var þá jafnframt aiiglýst alls- herjar verðlækkun 5% á öllum erlendum vörum, flutningsgjöld- um á landi, sjó og loft.i, uppski-pun argjöldum, álagningu heildsala og smásala, ýmiskonar þjónustu o.s. frv. Landbiinaðarvöritr lækka einn ig í verði. Nú er eftir að lækka útgjöld ijárlaganna um 40 milljónir, til þess að allt standist á, en það eru um 57o af aðalupphæð fjárlag- anna.“ Þarna er Morgunblaðið að reyna að fá menn til þess að gleypa ósannindalyf sín úr skeið þeirri, scm tileinkuð er að yfir- varpi fræðslu á helgidögum. Jónas Haralz, efnahagsmálaráðu nauíur ríkisstjórnarinnar ,sagði í ræðu, sem hann flutti 11. f. m. í útvarp, og blöð birtu: „1. Verðlækkanirnar, sem leiða af lögunum um niðurfærslu verð- lags og launa, eru 5% fyrir inn- lenda þjónustu, frá 3—4% fyrir vörur, sem framleiddar eru innan lands og frá 114—2% fyrir erlend ar vörur. 2. Þessar lækkanir 'eru minni en sú iækkun launakostnaðar um 5,4%, sem áðurnefnd lög fólu í sér, vegna þess hverja þýðingu í verði vöru og þjónustu erlendur kostnað ur hefur og sá kostnaður innlend- ur, sem ekki breytist beinlínis :neð lauuum.“ Beri menn nú saman, •— og at'- hugi ósannindi Lesbókarinnar um niðurfærsluna. Þá segir í Lesbók- inni eins og áður er getið: „Nii er eftir að lækka útgjold fjárlag- anna um 40 milljónir til þess að allt standist á.“ Ekki er það nú mikið, sem þarf „til þess að allt standist á.“ Hins vegar sagði sjálfur forsætis ráðherrann í ræðu, að „til þess að allt standist á, muni þurfa 170 —180 milljóni.r kr.“ Engin ástæða er til að ætla,_að hann hafi nefnt of háa tölu. Ýmsir draga mjög í efa, að hún sé nógu há. En stjórn in hefir ekki ennþá lagt fram til- lögur sínar og greinargerð um þau efni. Þeir eru samir við sig, sem hús- um ráða hjá Morgunblaðinu. Alltaf að reyna að rugla fólk í ríminu. Nú skal Lesbókin líka notuð til þess, svo „allt standist á“ og les- endurnir fái hvergi hlutlausa fræðslu hjá þeim. ' * Á víðavangi ÞjóSf lufningar Mbl. ræðir fyrir nokkrum dög nm uni þá tilfærslu, sein orðifí hefur á búsetu manna í landinu á undanförnum árum og bendir á, að % landsmanna séu nii bú- settir í kaupstöðiiin en einungl-í í sveitum. Á þessu liafi orðt gífurleg breyting síðan 1940 og þó að G kauplún hafi öðlazt kauu staðarréttindi á uinræddu tíina- bili, þá sé það ekki þimgt á met unum. Síðan bætir blaðið við: „Engu ináli skiptir, hvort menn telja þessa breytingu í- skyggilega eða æskilega. Hún cr staðreynd engu að síður, og sú staðreynd er bygigð á vali fólks ins sjálfs.“ Framleiðslustörf og spákaupmennska Rétt er það hjá Mbi. að ckki verða véfengdar þær tölur, sem það birtir uin þetta. Jlitt ei rangt, að ekki skipti máli, hvorf: mönnum þyki breytingin „ískyggi leg eða æskileg“. Það er Íiöfuð- atriði, því einniitt þessir. fólks- flutningar hafa verið eitt alvar- legasla vandamálið, sein þjóðin hefur átt við að etja á imdan förnum árum. Þess veg'na er erl itt að láta sér til huigar koma, að nokkur telji þá „æskilega.*4 Og „ískyggilegir“ eru þeir ein- mitt ekki hvað sízt fyrir það, affi þeir eru ekki fyrst og frémst „byggðir á vali fólksins sjálfs“. Artalið 1940 er athyglisvert » þessu sambandi. Um það, leyti liófst lternaðarvinnan og hefur sú „vinna“ fræg orðið á íslandi af ýmiskonar endemum. Þár var kaup hærra en áður liafði tíðk azt en vinnan þannig, að litlu virtist skipta hvort éitthvað var unnið eða ekkert. Útilokað var að heiðarlegir atvinnuvegir ís- lendinga gætu keppt um ynmu aflið við hið erlenda hernaðar- brask og afleiðingin varð sú, affi fólkið sogaðist til Suðui'nesja ogl Reykjavíkur en atvinnutæki úl um land urðu óstarfhæf végna manneklu. Þau störf, sem þjóðin hafði lifað af í þúsund ár — og varffi að lifa af enn um ófyrirsjáanleg- an tírna ætti hún að halda sjálf stæði sínu og siðmenningu, voru lítils metin og þótti ekki arðvæn leg, miðað við ýmiss konar brask og spákaupinennsku, sem rann upp eins og fífill í túni. Hver var ástæðan? Þannig fór þessu franí hiu næstu ár, að fólkið flykktist ut- an af landsbyggðinni og hrúgað ist saman á suðvesturhorni lands ins. Það er fjarstæða og fals, affi halda því fram, að þcssi þróun hafi almennt orðið að viljá' fólks ins sjálfs. Auðvitað leitar vinnu- aflið alltaf þangað sem fjármagn ið er fyrir. Og því var blátt áfram að verulegu leyti haldið föstu á þéttbýlissvæðinu. Þess veigna hlaut aðstreymið þangað að eiga sér stað. Það sést á, að þeir' Mbl. skriffinnar eru lítið kunhúgit úti um land ef þeir halda, að allt það fóllí, sem flutt hefir til Reykjavíkur og nágrennis á und anföinum árum, hafi yfirgefiffi átthaga sína og heimili með glöðu geði. Fjöldi manna flutti aff heinian af því að þeir sáu ekki frani á að þeim yrði gert ihö'gu- Iegt að búa sér lífvænlega frám tíð í hinum fyrri heimkynnúm. Að „ . . . bycigia og treysta á landið" Fyrrverandi ríkisstjórn var fullkomlega ljós-sú geigvænlega liætta, sem í þessari þjóðlífs- röskun var fólgin, ekki aðeins fyrir Iandsbyggðina heldur og einnig' fyrir þéttbýlið. Þeirri þjóð, sem ekki trúir á land sitt, byggir það og nytjar, er fyrr eu siðar voðinn vís. Af þessuin siik- um Iagði ríkisstjórnin á það meg in áherzlu, a'ð auka uppbyggingu atvinnulífsins úti um land. Ár angurinn af þessuin aðgerðiun Iét þá heldur ekki á sér standa (Framhald á 8. síða).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.